Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. Útgátufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Rifstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86óll. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áksriftarverð á mánuði 230 kr. Verð i lausasofu 20 kr. Helgarblað 22 kr. Réttmæt útboð Undanfarna daga hafa þeir í fjármálaráðuneytinu setið með sveitta skalla og kutana á lofti. Þeir hafa barið ráð- herrana til niðurskurðar og sparnaðar. Með góðu eða illu á að takast að leggja fram hallalaust fjárlagafrumvarp, án þess að nýjum sköttum verði bætt við. Fátt eitt hefur spurzt út um einstök sparnaðaráform. Eflaust mun mörgum kerfiskarlinum bregða illilega í brún, þegar hann sér rekstur og fjárfestingar skornar niður við trog. Þá munu einhverjir reka upp ramakvein. Eitt slíkt heyrðist um leið og fréttist af sparnaðarhug- myndum í heilbrigðiskerfinu. Ákveðið hefur verið að bjóða út ýmsa þjónustu á vegum ríkisspítalanna, þar á meðal mötuneyti og þvottahús. Hlaupið er upp til handa og fóta, kyrjaðir stríðssöngvar yfir starfsfólki og hótað harkalegum viðbrögðum. Starfs- mönnum þvottahúsa og mötuneyta er smalað á fundi, þar sem rekinn er harður hræðsluáróður. Uppsagnir eru sagðar vofa yfir hundruðum starfsmanna. Von er, að starfsfólkinu bregði í brún og að það sjáist með áhyggjusvip við svo alvarleg tíðindi. Nú er það auð- vitað ekkert gamanmál, ef rétt reynist, að hundruð manna missi vinnu og laun nánast fyrirvaralaust. Slíku tekur enginn með þögninni einni. En sem betur fer er ekkert slíkt í uppsiglingu. Það eina, sem gerzt hefur, er, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að bjóða út þá þjónustu, sem hér um ræðir. Hún vill vita, hvort til séu þeir aðilar, sem treysta sér til að veita þjón- ustuna fyrir minni kostnað. Ef það er rétt, sem fullyrt er á framangreindum vinnu- stöðum, að ekki sé unnt að lækka rekstrarkostnað mötu- neyta og þvottahúsa, þá þarf enginn að óttast neitt. Ef tilboð bera það hins vegar með sér, að sparnaður sé framkvæmanlegur, þá hlýtur starfsfólk að geta unað því, enda felst rekstrarkostnaður allrar þjónustu í fleiru en launum einum. Ennfremur hlýtur að vera ljóst, að engin ástæða verður til að hrófla við núverandi fyrirkomulagi, ef tilboðin reynast aðeins óverulega lægri en núverandi kostnaður. Alténd er augljóst, að upplýsingar, sem fást úr tilboð- unum, verða ríkjandi rekstrarformi til styrktar, ef þau verða hærri eða jafnhá. Þær eyða þá í eitt skipti fyrir öll þeim misskilningi, að rekstur þessara stofnana sé of dýr. Ef á hinn bóginn kemur fram, að framleiða megi sjúkrafæði og annast þvotta sjúkrahúsa fyrir upphæðir, sem séu mun lægri en þær, sem nú tíðkast, verður ekki séð, hvernig ríkisstjórn eða starfsliði sé stætt á að koma í veg fyrir sparnað. Skattborgarar geta ekki tekið því með þögninni, að bruðlað sé með opinbert fé á þann hátt, að rekstrarformi sé ekki breytt, þótt breyting jafngildi lægri útgjöldum ríkissjóðs. Flest viljum við borga minni skatta. Flest viljum við minnka óþörf umsvif. Flest viljum við, að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi. Ríkisfyrirtæki mega ekki hafa leyfi til að halda uppi atvinnubótavinnu fyrir meira fé en þarf til þjónustunnar, eins og aðrir geta rekið hana. Hvernig sem á mál þetta er htið, er ekki eðlilegt að gagnrýna, að útboða sé leitað. Hver eftirleikurinn verður, fer auðvitað eftir tilboðum. Við skulum anda rólega á meðan. Ramakveinin mega bíða síðari tíma. Jónas Kristjánsson. Sorglegt með Robinson Crusoe! — Sást’ann!? Hún var skærbleik í andliti og starði á mig með heiðskírum augum geðsjúklingsins, meðan kaffibollinn skalf i greipum hennar svo að hol- skeflurnar féllu yfir barmana og runnu í móleitum taumum ofan hvítt postulínið og lak niður á dúkinn. Kaffið var brennheitt, þar sem það lak yfir fingur hennar, en hún virtist ekki taka eftir því. Mér leið hálfilla þar sem ég sökk niður í stólinn undir þessu nistandi augnaráöi og vissi ekki einu sinni um hvaö hún var að tala. Rétt einu sinni kemur einhver persóna utan úr bæ blaðskellandi inn i líf mitt, dregur mig upp úr sófanum og frá bókinni og heimtar að ég sýni áhuga á ein- hverju furðulegu og lítilsigldu mál- efni sem henni liggur á hjarta. Þögnin var farin að verða óþægi- lega löng og lögmál gestrisninnar, sem ég hlýði ævinlega en þó meö tregðu, kröföust þess að ég tæki til máls. Hún var greinilega að springa úr æsingi og mátti ekki bíða mikiö lengur eftir tækifæri til þess að gripa frammi fyrir mér. — Ja,égveitekkihvað.. . — Hneyksli! Algert hneyksli, finnst þér ekki? Að voga sér aö bjóöa almenningi í landinu upp á svona lagaö! Ég bara kemst ekki yfir þaö, ég segi það satt. Maður stendur bara uppi alveg orðlaus frammi fyrir svona vitleysu! Eg hugsaði með söknuði til sófans míns og bókarinnar sem lá á sófa- borðinu. En ég fékk ekki lengi aö dvelja í því draumalandi því að minn stærsti vandi var óleystur. Ég vissi ekki um hvað konan var aö tala. Ég átti því ekki annarra kosta völ en reyna að komast að því, hvert um- ræðuef nið var, með lymskulegum aö- ferðum án þess að láta i ljós van- visku mína. Auðvitað var hugsan- lega hægt að fá konuna til þess að skipta um umræðuefni en mér fannst ólíklegt, eins og vindurinn blés, að það yrðiauðsótt. — Jú, ekki neita ég því, mér fannstþetta... — Að setja þessar tvær stelpu- skjátur fram fyrir alþjóð og láta þær auglýsa fákunnáttu sína og meira en það! Þærvorudónalegaríþokkabót! Ég hef aldrei séð annaö eins! Þær voru titrandi af bræði! — Já.þærvoru. . . — Og mannasiðimir! Þær gripu frammi svo að enginn maður fékk nokkru sinni að ljúka við heila setn- ingu! Og þegar þær spurðu spum- inga fengu menn ekki að svara þeim í friði því að þær vom fussandi og sveiandi eins og kolvitlausar kaffi- kerlingar í sértrúarsöfnuði! Þú heyrðir þær f ussa, var það ekki? — Jaaaá, ég held ég hafi greint.. . - Tvíjj. Ég notaöi tækifærið meðan ég var að þurrka framan úr mér til þess að hugsa mig um. Tvær stelpuskjátur að tala fyrir alþjóð. Sem sagt fjöl- miðlafargan! Þær vom að spyrja einhverja. Sem sagt fréttamenn! Óg ðlafurB. Guðnason þekkjandi hina gestkomandi sem ekki hefur uppgötvað unaðssemdir einverunnar en er sífellt að tala um fé- lagslegar hliðar ótrúlegustu mála, mátti gera ráð fyrir að hér hafi verið einhver pólitískur óhroði á ferðinni. Mér er það hulin ráðgáta af hverju fólk er alltaf að reyna að draga mig inn í umræðu um stjómmál. Stjóm- mál foröast ég eftir fremsta megni því að stjórnmálum fylgir fólk og yf- irleitt allnokkur fjöldi. Það er einna helst að gerast öfgamaður til vinstri ef maður vill vera í fámenni. Það er orðið enginn friöur yst á hægri vængnum lengur, fyrir mannmergö oghávaða. — Sástu hatrið sem skein út úr augunum? Sástu þegar þær litu á þá sem þær vom að spyrja? Þær sáu ekki manneskjur! Þær sáu einhvern sem var með hom á höföinu og hélt á þrífork. Þær voru alveg hroðalegar, í einu orði sagt hroðalegar! Er það nema von að maöur verði alveg stúmm þegar maður stendur frammi fyrir svona löguöu? Ég bara spyr! ? En ég gat ekki svarað. Ég sat og fitlaði við kaffibollann minn, ósk- andi að blessuö konan yrði orðlaus og það sem fyrst. Hún spennti enn greipar um kaffibollann sem nú var orðinn hálftómur svo að það var aö- eins þegar hún lagði sérstaka áherslu á orð sín að skvettist úr hon- um. Það var hins vegar farið að draga svo af mér aö ég orkaði varla lengur að lyfta bollanum minum. En þannig er þetta yfirleitt. Þetta er fýrst og fremst spuming um þolgæði. Ef maður hefur þrek til þess að sitja nógu lengi, svara hægt og ógreini- lega og skipta ekki skapi, gefst and- stæðingurinn upp. Þaö eina sem. skiptir máli er að sýna þolinmæöi. Mér stóð þó ekki á sama. Hún var búin að sitja lengi og mjög farið að draga af mér. A henni var engin þreytumörk að sjá. Ég varð að hefja sókn! — Mér finnst nú allt í lagi, svona stöku sinnum, þó að blaðamenn séu harðir og reyni... - Tvíjj. Eg fékk aðra gusu í andlitið og henni varð svo mikið um þessa skyndiárás að hún hvolfdi bollanum. — Hva? HVA!? Ertuorðinn...? Hún reis hálfvegis úr stólnum og nú, þegar hún hafði ekki bollann lengur, neri hún ákaft saman hönd- unum. Og þá loksins þagnaði hún, því aðhúnvar komin með blöðrur undan kaffinu. Nú tók við að hjúkra gestinum, kæla hendumar, bera á þær smyrsl, leggja við plástra og leika miskunn- sama Samverjann af innlifun. Hún fór svo heim í leigubíl en ég gekk inn í stofu og tók til við bókina þar sem frá var horfið. Robinson Crusoe. Góð bók, nema hvað mér finnst aukaper- sónur of margar og endirinn sorgleg- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.