Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. 9 Ellert skrifar: Þfóðin bíðnr eftir Dallas Þegar dvalist er erlendis í nokkra daga, safnast dagblöðin fyrir til af- lestrar á einu bretti. Ekki er það heiglum hent að komast yfir allt það kraöak, enda kennir þar margra grasa. Bráðabirgðasamkomulag við Svisslendingana í álmálinu ber hæst, ákvarðanir um útboð á ýmiskonar þjónustu ríkisspítalanna og slysaleg- ar yfirlýsingar forsætisráðherra um jámblendið við Grundartanga. Sjá má, að íslendingar hafa fjöl- mennt á friðarhátíðar og spáð er lækkandi verðbólgu og vöxtum á næstu vikum. Gjaldeyrisviðskipti eru rýmkuö og fögur fyrirheit gefin í húsnæðismálum. Enn er verið að bjástra við gatið á fjárlagadæminu, og fjármálaráðherra lætur hendur standa fram úr ermum eins og fyrri daginn og hefur skipaö ríkisfyrir- tækjum að greiða dráttarvexti af vanskilum. Oneitanlega er það skemmtileg nýlunda aö haf a nú loks í fjármálaráðuneytinu mann, sem telur það ekki endilega skyldu sína að halda uppi vörnum fyrir forréttindi ríkisins. Auðvitað hefur það verið dæmalaust hneyksli, að rikisfyrir- tæki komist upp með það i viðskipt- um sínum við fyrirtæki ,,úti í bæ” að draga greiðslur og uppgjör vegna veittrar þjónustu eða vörukaupa, án þess að greiöa vanskilavexti eins og aðrir þurfa aö gera. Ekki stendur á Gjaldheimtunni að innheimta drátt- arvexti af siðbúnum skattgreiðslum, hversu litlar sem þær eru, hvað þá að miskunn sé sýnd, þegar söluskatts- uppgjör fer ekki fram á gjalddaga. Ríkisfyrirtæki eiga að standa i skilum eins og aðrir og greiða drátt- ar- og vanskilavexti ella. Þessu hefur f jármálaráðherra kippt í lag og er þaðvel. Hvað varð um bræður mína? En tvær eru þær fréttir í dagblöð- unum, sem ástæöa er til að staldra sérstaklega við. Sú fyrri er af mannskaðanum við Eyrarbakka, þar sem tveir bræður drukknuðu, en sá þriðji komst af. At- hygli fjölmiðla beindist að björgun hans, enda ber það vott um fádæma hreysti aö velkjast um í brimróti í klukkutíma og halda lífi. Það gerir enginn veifiskati og er raunar svo einstætt afrek, að varla verður með orðum lýst. Við getum dáðst að snilli íþróttamannsins, hæfileikum lista- mannsins, orðgnótt stjórnmála- mannsins. Við lesum jafnvel um það, að ráðherrar haldi blaðamannafundi til að lýsa árangri álviöræöunefnda sem „ótrúlegu afreki”. En hvaö er allt þetta í samanburði viö baráttu sjómannsins um líf eða dauöa, velkj- ast I ísköldu brimrótinu og sjá á eftir tveim bræðrum sinum í hafið djúpt? Engir blaðamannafundir eru haldnir af slikum tilefnum, enda orð óþörf og einskis megnug, þegar at- burðir af þessu tagi eiga sér stað. Eftir klukkutíma harðvituga bar- áttu og biö eftir björgun var fyrsta og eina spuming þessa hrausta sjó- manns: Hvað varð um bræður mína? Fjölskyldu sjómannsbræðranna frá Eyrarbakka eru sendar kveðjur aðdáunar og samúðar. Þar var og er að finna hinar einu og sönnu hetjur þessa lands. Er þorskurinn að hverfa? Hin fréttin, sem sérstaka athygli vekur, er almennari eðlis en kvíö- vænleg í meira lagi. Það sem af er árinu hefur botnfiskafli dregist sam- an um rúmlega 30%. Gegnir furðu hversu lítt hefur verið fjallaö um þessa aflaskýrslu, þegar þess er gætt, að hún sýnir í hnotskum betur en nokkuð annað, hver afkoma þjóðarinnar er og verður. Atvinnuhorfur, efnahagsmál, þjóðartekjur, lífsskilyrði Islendinga ráðast nefnilega ekki af hvort þvott- ar spítalanna verða boðnir út eða ekki. Ekki heldur af þvi hvort náms- lán verða skert eða húsnæðislán auk- in. Og það skiptir nákvæmlega engu, hvenær þing kemur saman eða hversu margar ræður þar verða fluttar, ef og þegar sú staðreynd blasir viö, aö þorskurinn veiðist ekki lengur. Væntanlega gera menn sér grein fyrir hvað þetta þýðir. Otgerðin ber sig ekki, sjómenn snarlækka í tekj- um, frystihúsin fá ekki hráefni og starfsfólki er sagt upp. Þjóðartekjur dragast saman og þjóöarbúið hangir á horriminni. Tíöindi sem þessi boða gífurlegan vanda og í rauninni ættu allar sír- enur þjóöfélagsins aö vera komnar í gang. Samt er það svo, að þaö er varla að nokkur maöur sperri eyrun og áfram er anað af ævintýralegri bjartsýni eða glópsku. Blöðin eru upptekin af orðaglamri og ráðamenn sigla tilsólarlanda. Þjóðin bíður eftir Dallas. Slysið hans Steingríms Til að bæta gráu ofan á svart tekur forsætisráðherra upp á því að dæma jámblendiverksmiðjuna viö Grund- artanga til dauöa og það einmitt í viðræðum Islendinga viö hugsan- lega japanska kaupendur að fyrir- tækinu. Varla getur það talist snjöll sölumennska af hálfu íslenskra yfir- valda að lýsa þvi yfir í blöðum, hversu vita vonlaus rekstur verk- smiöjunnar er, aö tapið sé svo geig- vænlegt, aö lokun hennar blasi við. Þaö var vægt til orða tekið hjá Jóni Sigurössyni, forstjóra jámblendis- ins, þegar hann lýsir ummælum ráð- herrans sem „slysi”. Slysiö felst í því, að maður býður bifreið sína til sölu fyrir hæsta hugsanlegan prís, en eiginkonan stendur við hlið manns- ins og upplýsir væntanlegan kaup- anda um að bifreiöin sé svo léleg, að varla taki því að aka henni á haug- ana. Honum er ekki fisjaö saman, honumSteingrími. Sjálfhelda Jón Sigurðsson hefur gert heiðar- lega tilraun til að bjarga í horn og staðhæfir, að reksturinn standi undir sér, ef frá em taldir vextir og af- skriftir og framleiðslan hafi aldrei verið meiri. Allar áætlanir hafa stað- ist ef frá er talið markaðsverð og sölumagn, er haft eftir Jóni. Nú er það að vísu svo, að framleiðsla kemur að litlu gagni, ef markaður fyrir hana er ekki fyrir hendi, nema þá að markmiðið sé að halda uppi at- vinnubótavinnu, sem greiðist með tapinu. Þetta er hverjum manni ljóst og úr því Islendingar töldu sig hafa ráð á þvi að eiga meirihluta í verksmiðj- unni, tóku þeir á sig áhættuna af markaðsverði og sölumöguleikum jámblendisins. Nú súpum viö seyðið af því, og tap er tap, hvort sem ein- hverjir rekstrarliöir standa undir sér eöa ekki. Sjálfheldan er hins vegar sú, aö við getum heldur ekki lokað járnblendi- verksmiðjunni, því þá yrði tapið enn stærra, svo ekki sé minnst á hið stór- fellda atvinnuleysi sem af myndi hljótast. I örvæntingu eru Islending- ar að bjóða Japönum kaup á eignar- hluta í fyrirtækinu, enda hafa þeir betri tök á markaðsverði og sölu- möguleikum á markaðstorgi stóriðj- unnar. Lágmarksskynsemi hlýtur að vera, að blessaöur forsætisráðherr- ann haldi aftur af blaörinu í sér rétt á meöan. Orkan er okkar tromp Reynslan af ævintýrinu við Grund- artanga, á aö færa okkur heim sanninn um, að skynsamlegast er fyrir okkur Isiendinga að halda stóriöjustefnu okkar í þeim farvegi að bjóða erlend- um aðilum að setja hér upp orkufrek- an iðnað upp á þau býti að selja þeim orku og starfskrafta. Eigendur stór- iðjunnar taka áhættuna af sölu fram- leiðslunnar, en við hirðum afrakstur- inn af orkusölunni og atvinnunni. Japanska sendinefndin, sem hér hefur verið vegna járnblendisins, hefur ekki verið feimin við að viður- kenna, að áhugi hennar stafi af því einu að hér fæst tiltölulega ódýr orka. Rafmagnið er okkar tromp — og því eigum við óspart að hampa. Ef við sóum hagnaðinum af orkusöl- unni í taprekna atvinnubótavinnu, rétt í þann mund, sem þorskurinn hverfur af miðunum, þá verður fátt um fína drætti á Fróni. Ellert B. Schram. Þjóðhagsspár gera ráð fyrir 250 þús. lesta loðnuafla í haust og vetur, en sú veiði er sýnd en ekki gefin, og satt að segja fulikomlega óráðiö hvort loðnuveiðar veröa yfirleitt leyfðar. Þjóðarbúið á horriminni Upplýsingamar um samdráttinn í þorskveiðunum eru enn óhugnaniegri fyrir þá sök, að nú eru fleiri og stærri skip gerð út en nokkru sinni fyrr. Veiðitækni fleygh' fram og hver sporður eltur uppi með asdictækjum og herskara togskipa. Með öðrum orðum: eftir því sem skipunum f jölg- ar og tæknivæðingin eykst, rýrnar aflinn! I ágústmánuöi einum dróst þorskaflinn saman úr 25 þúsund tonnum í fyrra í 16 þúsund tonn í ár. Aflasælustu skip koma með hálf- fermiaðlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.