Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Qupperneq 13
DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983.
13
Stundum vildi þaö koma fyrír þegar krakkar keyptu sér leikarabúnt hjá bóksalanum að i bunkanum
leyndust gjörsamlega ókunnir leikarar i þeirra augum. Það olli að sjálfsögðu feikimikiiii gremju, því
óþekktir eða ótöff leikarar voru næsta verðlausir íbýttinu. Þeir voru þá settir iruslið. Hór á myndinnisjást
nokkrir algjöríega óþekktir og ótöff leikarar frá timum ieíkaramyndaæðisins.
Sumar af hinum gamalkunnu þokkadisum sem prýddu leikaramyndirnar. Þarna má greina andlit ekki
óþekktarí stirna en Ginu Loiiobrigidu, Connie, Marilyn Monroe, Siw Maimkvist, Söndru Dee og Heidi Briihl.
mikið sem í var boðið, heldur geymdur
á völdum stað í herberginu heima.
Það var því að vonum að það væri
allspennandi að taka plastið utan af
leikarabúntunum sem fengust keypt í
bókabúðunum og athuga hvað þau fælu
í sér. Eftirvæntingin eftir því hvort í
bunkanum leyndist leikari merktur
serie S eða N, svo að ekki sé talað um
serie FA, var oft á tíðum slfk að hendur
krakkanna skulfu af ákafa er þeir
handléku nýkeyptu búntin. Ef svo fór
að sjaldgæf mynd leyndist í bunkanum
þótti það einstök heppni og kaupandinn
gekk nokkrum sentímetrum ofar gang-
stétt heim á leið. En ef hinsvegar fór
svo illa að innihaldið reyndist aðeins
vera rusl í A og B klassa, urðu menn
sárir og fýlulegir. Kaupmaöurinn var
þá litinn homauga og ásakaður um
pretti í huganum, jafnframt því sem
búöarhillan hans þar sem leikara-
búntin hvíldu í voru séð með gimd í
auga. Þá var oft erfitt að standast
freistinguna að eyða aðeins meim af
vasapeningunum en mamma hafði
leyft í annað búnt. Og freista gæfunnar
upp á nýtt.
Þáttur gúmmíteygjanna
Það þótti ekki maður meö mönnum á
timum þessa æðis nema hann ætti
nokkur hundruð leikaramyndir. Gott
þótti aö eiga um það bil þrjú hundruð
stykki, sæmilegt var hálfu minna.
Yfirleitt geymdu krakkar þessa
leikara sína í búntum sem þau brugðu
gúmmíteygju um í kross svo að hún
snerti alla fleti bunkans. Ymsir
flokkuðu sín söfn og höfðu þá öðmvísi
lita teygju um einn flokk en annan til
aðgreiningar. Býttimyndir eða ruslið
var þá til dæmis saman í brúnni
teygju, leikaramyndir með mönnum
var svo sem sama um en voru kannski
dálítið verðmætar geymdust í blárri
teygju, og svo úrvalsflokkurinn, þar
sem í vom serie S, N og FA, ásamt
safni af myndum aðalgoðs
viðkomandi, umvafið rauðri teyg ju.
Sumir þessara safnara höfðu þann
háttinn á að þeir merktu hverja
leikaramynd sína á bakhlið hennar.
Það var gert með ýmsum hætti, allt
eftir frumleika hvers og eins. Einir
voru þeir sem létu nægja að skrifa
skírnamafn sitt aftan á, aðrir settu
þar fangamark sitt, og enn aðrir
auðkenndu sínar myndir með ein-
hverju tákni eða symbóli, svo sem
krossi, Davíðsstjörnu, þríhymingi eða
jafnvel hakakrossi ef menn vildu vera
svolitlir gaurar.
Flestir ef ekki allir þeir, sem lentu í
þessu safn- og býttiæði um og eftir
1960, áttu sinn uppáhaldsleikara sem
þeir dáðu og virtu — og söfnuöu
„villivekk” öllum leikaramyndum af
sem þeir gátu komist yfir, burtséð frá
gæðum þeirra. Til voru býttarar sem
voru svo innlifaðir í aðdáun sína á
vissum leikara, að þeir ekki hið ein-
asta áttu allar leikaramyndir sem til
voru af honum, heldur vom farnir að
líkja eftir töktum og eða útliti þeirra,
jafnt óafvitandi sem ekki. Þannig
mátti ráða af þeim býtterum sem nálg-
uðust mann með signar augabrýr, veif-
andi hendi eins og snara væri í henni og
hjólbeinóttir, svo að þeir væru virkir
aðdáendur Roy Rogers og félaga
hans, Triggers. Og ef þeir vom spurðir
hvort þeir tímdu að býtta einum Roy
fyrir tuttugu Fabian, var víst að svarið
varð: Ertu vitlaus? Eg læt aldrei Roy
fyrir svoleiðisrusl!
Sjaltonn Hestonn
og annar framburður
Eitt af einkennum leikaramynda-
æðisins — og sá þáttur þess sem
sennilega er mörgum enn í fersku
minni — var hvernig býttararnir bám
fram nöfn þeirra kvikmyndastjarna
sem prýddu leikaramyndimar. Eins
og gefur að skilja var enskufram-
burðurinn ekki upp á marga fiska hjá
tíu til tólf ára gömlum krökkum á þess-
um árum. Því vildi framburður ensku
heitanna oft likjast ansi mikið gömlu
góðu íslenskunni. Roy Rogers var
borið fram Roji Roggers og Charlton
Heston var borið fram Sjalltonn
Hesstonn — og við það var enginn að
gera athugasemdir. Hver og einn bar
nöfnin fram eins og þau komu honum
fyrir sjónir og eða á þann hátt sem
hann gat stautað sig fram úr þeim.
Kolvitlaus framburður, er kannski ein-
mitt það helsta sem gerir þetta æðiað
svo sjarmerandi minningu í hugum
þeirra sem leikarabýttin stunduðu á
sínumtíma.
-SER.
verslunum á fáum dögum þegar æðið
stóðsemhæst.
Á þessum árum í kringum 1960 voru
kvikmyndastjörnur svo til einungis
þekktar úr sjálfum kvikmyndunum.
Sjónvarpið var í seilingarfjarlægö og
fágætt var að erlend kvikmyndablöð
með litmyndum af goðunum sæjust í
búðarrekkum hérlendis. Tilkoma
leikaramyndanna var því í sjálfu sér
nokkuð stór bylting fyrir aðdáendur út-
lendra bíóhetja. Og það sem að öllum
likindum hefur ráðið mestu um
vinsældir leikaramyndanna var
hversu ódýr leið þær voru til að
kynnast goðunum og „eiga” þær í hin-
um ýmsu stellingum, litbrigðum og lát-
brögðum.
Vinsælustu goðin
Langmestur hluti þessa varnings
kom hingað til lands frá Svíþjóð og
Danmörku. Eitthvað kom líka frá
Hollandi, þar sem þetta æði upphófst í
rauninni, en flestallar leikara-
myndirnar í því broti, sem Islendingar
þekkja, voru einmitt framleiddar í því
Iága landi.
Sem að líkum lætur var mest fram-
leitt af leikaramyndum með þeim
kvikmyndastjörnum sem skærast
skinu á þeim árum sem þessa æðis
gætti. Þannig var til dæmis
ótölulegur fjöldi leikaramynda í
umferð af stjörnum á borð við Brigitte
Bardot, Roy Rogers, svo að ekki sé
talað um sjálfan Elvis Presley. Þá var
einnig til aragrúi leikaramynda ai
þokkadísum eins og Ginu Lollobrigidu,
nöfnunum Connie Francis og
Froboess, Audrey Hepburn, Siw Malm-
kvist, Söndu Dee og man ekki einhver
eftir Heidi Briihl? Ýmis dýr úr kvik-
myndaheiminum voru vinsæl á
þessum myndum. Nægir þar að nefna
hunda svo sem Lassie og Rin Tin Tin
oghestinnFury.
Nokkrir eða öllu heldur allmargir
þeirra leikara sem prýddu þessar
leikaramyndir voru á þessum árum
næsta óþekktir hérlendis, að minnsta
kosti hjá ungdómnum. Þessi óþekktu
númer vildu samt slæðast inn í sum
búnt sem að sjálfsögðu olli gremju
kaupandans. Þetta voru leikarar sem
náðu engri athygli safnaranna og voru
umsvifalaust settir í rusliö, en svo var
sá hluti safns hvers og eins býttara
kallaður sem var notaður til að fylla
vænan bunka sem svo var látinn í
skiptum fyrir einhverja merka eða
sjaldgæfa leikaramynd af „töff” goði.
Leikaranöfn sem fylltu þennan flokk
voru skinvana smástirni á borð við
Fabian, Rex Gildo, Adamo og Horst
Bucholz, hversemþað nú var.
Serie A til serie FA
Leikaramyndunum var skipt niður í
seríur af framleiðanda þeirra eftir þvi
hversu mörg eintök voru framleidd af
hverri mynd. Mest var framleitt af
leikaramyndum merktum serie A og
B. Þær voru því einna ódýrastar í
viöskiptum, og þurfti því iðulega aö
leggja fram drjúgan skerf af slikum
myndum ef von var að fá eina sjald-
gæfa í staðinn. Næst A og B seríunni að
gæðum voru myndir merktar serie F,
L og X og því næst serie S og N, en þær
síðastnefndu voru með þeim sjald-
gæfustu og jafnframt verðmætustu í
þessum býttibisness unglinganna.
Allra sjaldgæfustu leikaramyndimar
munu þó hafa verið merktar serie FA.
Ef krakki átti slíka leikaramynd þótti
hann eiga kjörgrip. Sá gripur var svo
vissulega ekki látnn í skiptum hversu
Hvergi meiri fjölbreytni
í myndatökum
Lítiö imi
og kynnist
nýjum
möguleikum
%
m
* -*Wm
m
Hinar v iiisæln ( \m I’hoto
myiidatiikurnar a veröi
\ iö allra ha*ii.
Verið velkomin.
LJÖSMYNDAÞJONUSTAN HF.
LAUGAVEGi 178 REYKJAVIK, SIMI 85811.