Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Page 17
DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983.
17
Bækur oi> bókasöfnnn XXV II,:
Gömlu tímaritin
auðsveip yf irvöldum
I tveim síðustu greinum hefur
starfsemi Landsprentsmiðjunnar
verið á dagskrá, en fremur hægt
miðaö, enda um mjög áhugavert
tímabil aö ræða, sem ekki sæmir að
hlaupa yfir í flaustri. Að sjálfsögðu
hlutu tímaritin að koma fyrst til um-
ræðu, ekki aðeins sem meiri háttar
verkefni prentsmiðjunnar, heldur
enn frekar vegna mikilvægis þeirra
fyrir sögu landsmanna og allt þjóðlíf.
Rit þau, sem um var fjallað voru þó
hvorki mikil að vöxtum né urðu þau
langlíf hvert um sig, en öll voru þau
talin vönduð og vel rituö, enda marg-
ir aöstandenda kunnir menntamenn
síns tíma. Þau áttu þaö hinsvegar öll
sameiginlegt að vera hógvær í skrif-
um, enda talin þóknanleg yfirvöldum
og látin njóta þess, þegar tækifæri
gáfust. En nú höfðu ný viðhorf haldiö
innreið sina til Islands í kjölfar
erlendra frelsisstrauma, sem ekki
urðu stöðvaðir, þótt hægt miðaði
fyrstístað.
Þjóðólf ur boðberi
frelsisstraumanna
Boðberi þeirra varð biaðið Þjóðólf-
ur, sem hóf útkomu h. 5. nóvember
1848, og leiö fyrst undir lok, er 66
árgangar voru að baki árið 1920.
Augljóst er, að enginn vegur er hér
að greina frá ferli Þjóðólfs eða hinna
ýmsu útgefenda og ritstjóra á meöan
þeir komu þar við sögu, enda veru-
lega utan þess ramma, er greinum
þessum hafa verið settar. I þessu
sambandi f er hinsvegar vel á að taka
upp nokkum kafla úr áðurnefiidu riti
Halldórs Hermannssonar, Isiandica
Vol. XI, þar sem segir frá upphafi
Þjóðólfs og þeim jarðvegi, sem telja
verður, að hann hafi sprottið úr. Fer
kafli þessi því hér á eftir í lauslegri
þýðingu:
Sprottinn úr
byltingarjarðvegi
„Byltingarhreyfingin 1848 kemur
fram á ýmsan hátt í bókmenntum Is-
lands, en það er sérstaklega áhuga-
vert fyrir okkur í því sambandi, að
hún varð tilefni til fyrsta raunveru-
lega fréttablaðsins þar, blaðs, sem í
langan tima varð aðalmálgagn hinn-
ar stjómmálalegu andstöðu. Hinn 20.
janúar 1848 andaöist Kristján kon-
ungur áttundi, en við völdum tók son-
ur hans, Friðrik sjöundi Er hinn nýi
konungur tilkynnti valdatökuna gaf
hann þegnum sínum loforð um frjáls-
lynda stjómarskrá.
Stjórnarskrársamkoma
fyrir Danaveldi
Var mál þetta nánar skýrt í
stjórnarbréfi dags. 28. janúar, en
samkvæmt því átti Island ekki að
taka neinn þátt í samkomu, sem
kveðja skyldi saman til móttöku á
stjórnarskrá fyrir Danmörku og
hjálendur hennar. Þetta var þakkar-
vert fyrir Islendinga, en gleði þeirra
varð skammvinn, þar sem lög um
kosningu til hinnar dönsku sam-
komu, dags. 7. júlí 1848, sögðu svo
fyrir, að fimm fulltrúar skyldu koma
þar fram fyrir Island, og skyldu þeir
valdir af konungi, ef mögulegt
reyndist úr hópi alþingismanna.
Þessar fréttir urðu tilefni til veru-
legrar ólgu á Islandi, og bámst öfga-
kenndar skýrslur um óánægju al-
mennings brátt til höfuðborgar Dan-
merkur. Ákváðu Islendingar að lok-
um að senda bænaskjal til konungs,
að þeim yrði að minnsta kosti leyft
að velja f ulltrúa sína til samkomunn-
■ ar. Því hafnaði stjórnin meC
bréfi dags. 23. september 1848, þar
sem hún lýsti yfir, að slíkt myndi
tefja, að stjómskipunarsamkoman
yrði kölluö saman, og með ógnandi
ástand í huga í hjálendunum væri
engin slík frestun æskileg.
Konungur dregur
í land
Hins vegar var tilkynnt í bréfinu
sá ásetningur konungs, að engin
bindandi stjórnskipuleg fyrirmæli
yröu innleidd varðandi innanríkis-
mál Islands fyrr en þau hefðu verið
borin undir þjóðfund í þvi landi.
Þessi yfirlýsing vakti ánægju og
beið þjóöin eftir að frekar yrði að-
hafzt við framkvæmd á. loforðum
y>. S
H.iLFSMÁNADAIÍ - HIT HANDA ÍSLENDINGUM.
KOSTAI) Ofjl O'KMD ÍT
E. JóiiHsyni. II. Ilclgrnsyni. £. f»«rðftrsyni.
ÁbjTgfiarmaftur 5*vb. llall^rinisson.
F y r s < a á r.
1 - '21. btad.
BEYKJAVÍ JK,
1 H 4 O.
Titilsíöa á fyrsta tölublaði tímaritsins Þjóöólfs.
engin ný brögð til þess að halda and-
stæðingi í skef jum, og enn í dag eru
takmarkanir á prentfrelsi þekktar
víða um heim, aðeins gengið
hreinlegar til verka.
Uppgangstímabil
Engin tök eru á hér að rekja frekar
sögu „Þjóðólfs”, sem þó væri
skemmtilegt viðfangsefni, enda fróð-
legt að fylgjast með framvindu mála
á þessu tímabili, þegar hagur lands-
manna tók aö lokum aö batna eftir
margra alda erfiðleika. Komu þar
margir merkir og þjóðkunnir menn
við sögu við ritstjórn, þótt ekki verði
þeir taldir, en geta verður þó að
Matthías Jochumsson var ritstjóri
um alllangt skeið eða frá 26. árg., 25.
tbl. til 32. árg., á árunum 1874—1880.
Þjóðólfur fimmtugur
Þegar Þjóðólfur átti 50 ára afmæli
h. 5. nóv. 1898, undir ritstjórn Hann-
esar Þorsteinssonar (1860—1935),
síðar þjóðskjalavarðar, kom út tvö
fýlgiblöð í tilefni þessara tímamóta,
sem vert er að minnast. Var hið
fýrra mikill bálkur í ljóðum eftir
M.J., þar sem drepið er á ýmsa
merka viðburði á útgáfutíma blað-
sins og nefndir þeir ritstjórar, sem
hverju sinni réðu málum. Er ljóðið í
leikrænum frásagnarstíl þar sem
ferðalangurinn Þjóðólfur hefur að
mestu orðið. Verður ekki staðizt þá
freistingu að taka upp eftirfarandi
erindi, þar sem minnzt er á útkomu
fyrmefnds „Hljóðólfs” svo og þjóð-
fundinn fræga 1851:
Þjóðólfur
brýst fram
á vígvölltnn
Bödvar Kvaran
skrifarum
bækurog
bökasöfnun
Blaðaskrá Þjóðólfs
Isíðara fylgiblaðinu var birt, ,Skrá
yfir íslenzk blöð og mánaðarrit
1848—1898”, eða frá upphafi Þjóðólfs
fram til þessa tíma, en í lokin fróðleg
greinargerð ritstjórans um hin út-
gefnu rit og almenna framvindu í
blaðaútgáfu Islendinga. I skrá þess-
ari greinir frá samtals 83 blöðum og
mánaðarritum, er stofnað hafði ver-
ið til á 50 ára tímabili, þar af 69 hér á
landi, 12 meðal Islendinga í Vestur-
heimi og 2 í Kaupmannahöfn. Voru
jafnframt þá 2/3 hlutar þessara rita
fallnir í valinn, þar af 48 af 69 útgefii-
um á Islandi. Sjálfur leið Þjóðólfur
undir lok árið 1920 sem fyrr getur og
var þá aðeins eitt landsmálablað,
lsafold á lífi af þeim, er út höfðu
komið á fyrrnefndum 50 árum.
Augljóst er af framansögðu, að nú
tekur að þyngjast róðurinn að geta
nema mjög lítils hluta af því, sem
prentað var, enda prentsmiöjum tek-
ið að fjölga. Hinsvegar hefur starf-
semi Prentsmiðju landsins enn ekki
verið getið aö ráði né þess, er þaðan
kom, á meðan hún var ein um hituna.
Verður því reynt að gera því nokkur
skil í næstu grein.
Böðvar Kvaran
konungs. Um þetta leyti var aðeins
eitt tímarit gefið út í Reykjavík,
mánaöarritið Reykjavíkurpóstur-
inn, gætiö, íhaldsamt málgagn, þá á
fallandi fæti. Sagði Páll Melsteð skil-
ið við það í lok september 1848 og
fékk hann brátt þá hugmynd að
koma á fót nýju blaði, er hann yrði
ritstjóri fyrir, en útgefið af þremur
Reykvikingum.
Sveinbjörn Hallgrímsson
Áður en undirbúningi að hinu nýja
fyrirtæki var lokið varð P.M. að
hverfa frá Reykjavík til þess að
gegna opinberum skyldum, og fói
hann því máliö í hendur Sveinbimi
Hallgrimssyni, aðstoðarpresti í ná-
lægri sókn. Lauk hann ráðgerðum út-
gáfuáætlunum og hinn 5. nóvember
1848 kom út fyrsta tölubiað Þjóðólfs í
Reykjavík, fjórar blaðsíður í
fjórðungsbroti. Skyldi það koma út
hálf smánaðarlega.
Skeleggur
baráttumaður
Ávarpaði ritstjóri almenning í
löngum leiðara, þar sem hann sagði,
að nú væru þeir tímar, er þjóðin ætti
að halda vöku sinni og vera á verði,
og lýsti hann opinskátt yfir fylgi sínu
við þjóðlega stjórn fyrir Island og
óskorað verzlunarfrelsi. Þessu
fylgdi hann eftir með öðrum greinum
til stuðnings hinni frjálslyndu hreyf-
ingu, veittist að stjórnvöldum og
gagnrýndi almenna hegðan eða ein-
stakar athafnir embættismanna
stjómarinnar.
Viðbrögð stjórnvalda
Eins og vænta mátti mætti blaðið
strax fjandskap opinberra ráða-
manna og á öðm ári reyndu yfirvöld
að stöðva útkomu þess með því að
koma í veg fyrir afnot af prentsmiðj-
unni, hinni einu í landinu um þetta
leyti í opinberri eigu og undir eftirliti
stjórnvalda. En ritstjórinn, studdur
af nokkrum vina sinna, hélt án tafar
til Kaupmannahafnar og lét prenta
þar tvöfalt blað, er hann gaf nafnið
Hljóðólfur (2. árg. 30.-31. tbl., 25.
apríl 1850). Jafnframt áfrýjaði hann
máli sínu til dómsmálaráðherra
Dana, sem ógilti aðgerðir embættis-
manna á Islandi, en án þess að veita
ritstjóranum nokkrar bætur. Blaðiö
var siðan að nýju prentað í prent-
smiðjunni í Reykjavík, en ritstjórinn
varð að greiða prentkostnaðinn
fyrirfram.”
Þröngir kostir
Af framansögðu er augljóst, hvaða
kosti landsmenn áttu við að búa um
þessar mundir, enda þótt það hafi
ekki aö jafnaöi heft möguleika þeirra
til prentunar, þegar um annað en
blöðin var að ræða. Fyrmefndur
Sveinbjörn Hallgrímsson lét af rit-
stjóm Þjóðólfs eftir fjögur ár, og tók
þá við Jón Guðmundsson, fyrrum
sýslumaður og reyndur stjómmála-
maöur, er sat á Alþingi á annan ára-
tug. Brá sízt til hins betra fyrir
stjómvöld við komu hans að blaðinu,
enda var hann harðskeyttur mjög í
þeirra garð og prentsmiðjunnar,
þegar hann taldi ástæðu til, sem ekki
var ósjaldan. M.a. voru Þjóðólfi sett-
ir þeir kostir, þegar Alþingistiðind-
in voru i prentun, að ekki fékkst
prentuð nema hálf örk af blaöinu á
mánuði. Þetta voru að sjálfsögöu
Fyrstur var Sveinbjörn (því síðar kom Jón),
Að setja í mig stafina og kenna mér ganginn.
Léttur var eg snemma, litli anginn.
Og hljóp eins og sendill um holt og frón.
En ei var í þann tíð svo greiðlegur gangur,
Gistingin misjöfn, og opt var eg svangur.
Þá sendu menn til flýtis sín hraðboð til Hafnar.
Að herma fyrir austan, hvað segðu „þeir nafnar”.
Brýr vora fáar, og gr jótugar götur,
Þá gengu ’allir póstar sem flakkaratötur.
Og stiröari vom þá stjórnarskrámar,
Þá stöðvaðist eg viku við Hellirámar.
En svo komu dagar, og svo komu ráð;
Svona var að lif a upp á Kongsins náð!
Nú fór eg að kynnast og koma mér betur,
Við konurnar einkum. Því alla þá vetur
Leiddi mig hann Sveinbjörn minn, ljúfur og glaður,
Lystugri fæðist ei blaðamaöur.
Hann lék sér með allskonar bernsku-brall;
Baulu lét hann skammast við Ingólfsf jall;
Og kotunginn hló sig úrkryppu og dróma,
Og kerling hans jós í mig floti og rjóma.
Og við það mín frjálslund og „frísprok” svo dafnar
Að fóstri og eg máttum sigla til Hafnar.
Þá hló séra Sveinbjörn, og „Hljóðólf” mig nefndi
Og heit sitt að gugn’ ekki drengilega efndi.
En svo kom hinn halti, en harðvígi Jón,
Sem hnúum ei sparaði að manna þig, frón!
Fyrir alvöra varð eg þá búenda blað,
Og eg bý enn í dag þeirri röggsemi að.
Þjóðfundarárið er mér í minni
Á meðan eg held mínu gamla skinni:
Þá voru drengir til snarpir og snjallir;
Því aldregi vakti hjá Islendingi
Alvara og þjóðfylgi meira á þingi
En þegar við blikandi byssustingi,
Bændurniræptu: „Vérmótmælumallir”,
Þeir Hannes og Halldór, þeir Herrans þjónar,
Hopuðu í þann tíð ei meir en þeir „ Jónar”.
En fljótt komst þó aptur á f riður að kalla;
Þótt fykju nokkur embætti, tel eg það varla.