Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Side 2
2 lUaðurinn sem sprengdi bankann í Monte Carlo - og ekkl aöeins einu sinni heldur mátti þetta heimsfræga spilavíti bíöa lægri hlnt gegnhonum í tnttugn og sex skipti í röö. Geri aörir betnr „Maðurinn sem sprengdi bankann í Monte Carlo spilavítinu” er nokkuð meira en bara goðsögn. Hann var til, og það sem meira er; í tuttugu og sex skipti náöi hann að leika þetta afrek. Þetta gerðist á síðasta áratug nitjándu aldar... og sá heppni fír labbaöi á burt með meira en tvær milljónir franka upp á vasann sem gerir í íslenskum krónum, framreikn- að til þessa dags, rúmlega tvö hundruð ogþrjátíumilljónir. Fjárhættuspilari þessi gegndi nafn- inu Charles Wells og var hann á fimmtugasta aldursári þegar hann flúði heimaland sitt England og settist að á frönsku rivierunni. Þetta var árið 1891 og heima beið hans þungur dómur fyrir ýmiskonar fjársvik og peninga- plokk. Wells fluttist með sinn illa fengna feng til Mónakó þar sem hann ákvaöað freista gæfunnar í hinu heimsfræga spilavíti Monte Carlo. Hann settist niður við rúllettu-borðið og í fyrstu at- rennu hitti hann á rétt númer og vann töluverða upphæð. Hann hélt því áfram og aftur var heppnin með honum. Ekki leið á löngu þar til hann haföi gert banka spilavítisins gjald- þrota og haft af honum hundrað þús- und franka, en sú var upphæð höfuðstólsins. Mikill mannsöfnuður fylgdist með viöureign Wells og rúlettunnar og varð vitni aö því þegar hann sigraði í annað og þriðja skiptið. Hærri og hærri upp- hæð var sett undir af bankanum en það virtist engu skipta. Wells sigraði i fjórða skiptið, það fimmta, sjötta og sjöunda. Þennan fyrsta dag sinn i spilavítinu vann Wells alls tólf sinnumn alla upp- hasðina af rúlettunni. Þá sagðist hann þurfa hvíldar viö en lét hafa eftir sér áður en hann hvarf á braut aö hann myndi líta inn daginn eftir og þá skyldi hann vera búinn að sprengja bankann aðeins klukkustund eftir að hann yrði opnaður. klukkustund. Þessi ótrúlega spilaheppni hélt á- fram í þrjá daga. Þá hafði félagi Wells haft eina milljón franka af spilavítinu i Monte Carlo og gert þaö gjaldþrota í alls fimmtán skipti. Þegar hér var komlö sögu sneri þessi fimmtugi Eng- lendingur til síns heima sem rikur maður. Nokkrum mánuðum síðar, eftir aö Welishafðinotiðgjálifsins ásinnifóst- urjörð, ákvað hann aö skella sér að nýju tii Monte Carlo, eigendum spila- vítisins til nokkurrar gremju. Freista átti gæf unnar aö nýju. 1 þessari heimsókn náði Wells aö sprengja bankann fimm sinnum. Á einungis þremur dögum hafði hann aðra milljón f ronka af spilavítinu. sinnar við rúlettuborðið. Samið var kvæði um þennan lukkunnar pamfíl og hér það „The Man Who Broke the Bank at Monto Carlo” og var lagið geysivin- sælt á sínum tíma. Og með árunum tókst því að skapa goðsagnapersónu meðal tilheyrenda. Texti lagsíns varð eins konar dænoisaga um hvernig hægt væri að sigra þekktasta spilaviti í heiminum. Veturinn 1892 heimsótti Wells Monte Carlo í þriðja skiptið, þá ásamt fima- fallegri frillu sinni og var farkostur þeirra dýrindis skonnorta sem Wells hafði fjárfest í fyrir andviröi spila- gróðans. Það kann að vera að eig- endum spilavítisins hafi brugðið við þegar þeir sáu fleyiö berast fyrir vindi inn höfnina í Mónakó en Wells hafði skírt þaö „Victoria” og stóö þaö skýr- um stöfum framanvert á lunningu skonnortunnar. Velgengni Wells virtist síður en svo vera að minnka fyrstu dagana sem hann spilaði í Monte Carlo i þetta sinn. Honum tókst að sprengja bankann sex sinnum og hafðí þá sprengt hann alls tuttugu og sex sinnum frá þvi hann hóf gestakomu sína i spilavítið. En þegar Wells hafði náð þeim ein- staka árangri fór að síga á ógæfu- hliðina. í fyrsta skipti geröist það að hann tapaði og eins fór í nokkur næstu skiptin. Að lokum hafðl Wells spilað af sér svo hárri upphæö að hann haföi ekki nógu mikiö fé handbært til að halda leiknum áfram. Hann gafst þar með upp. Charles þessi Wells lést í París árið 1926 sem fjárvana spilasjúklingur. Skömmu áður en hann gaf upp öndina upplýsti hann að hann heföi aldrei notað nein leikkerfi í viðureign sinni viö rúlettuna í Monte Carlo. Velgengni hans við spilaborðiö haföi einungis stafað af þeirri gömlu og góöu heppnl: „Þetta var allt bara grís sem af öúum kom mér sjálfum mest á óvart,” sagöi þessi sjúskaöi Englendingur á bana- sænginni. Næsta morgun gerði hann spilavitiö Þessi óviðjafnanlega heppni manns- gjaldþrota á aðeins hálfri tns varð að sjálfsögðu tilefni stórra fyrirsagna í heimsblöðunum. Wells var orðinn frægur fír sakir velgengni - Fimm fingur frá dauð- anum Margt er mannanna gaman og víst er það misjafnlega erfitt. Þessar myndir, sem hér fylgja, ættu að sýna okkur svo aö ekki verður um villst að Frakkinn Patrick Edlinger er einhver djarfasti og jafnframt æföasti klif urmaður í heiminum. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli fjallakúnstner hefur fengiö á sig viður- nefnið „kötturinn” í sínu heimalandi og er ástæðan augljós. Edlinger hefur allan sinn aldur alist upp í nærveru hinna hrikalegu Alpa og það hefur haft sín áhrif á piltinn. AUt frá því að hann man eftir sér hefur hann haft fjallaklifur að tómstunda- gamni. Nú er svo komið að hann getur leyft sér að tipla upp þverhnípta hamra- veggi án allra hjálpargagna, ef undan eru skildir sérsmíðaðir skór sem hann hefur á fótum sér í prílinu. Handvöðvar Edlinger hafa heldur styrkst við þessa klifuriðkun og er þaö honum lítið mál að hanga á annarri hendi á klettasyllum, ef honum býður svoviðaðhorfa. Edlinger segir að hann hafi verið alveg skelfilega lofthræddur í fyrstu skiptin sem hann hafi verið að príla í hömrunum með félögum sínum. Þá á bamsaldri. Með þrotlausri þjálfun og einbeitingu hafi hann hinsvegar yfir- unnið þann ótta. Honum líði nú hvergi betur en einmitt hangandi á klettasyll- um í nokkur hundruð metra hæð upp eftir sléttum hamraveggnum. Og þar er hann aðeins fimm fingur frá dauðanum: „En þetta er svo spennandi,” segir hann og hangir. Myndin sem fylgir þessum orðum virðist í fyrstu sýna ósköp náttúrlegt landslag og gæti reyndar átt heima í hvaða landi sem er. En ekki er allt sem sýnis eins og margsannaö er. Þetta er nefnilega fingurgómur sem myndavélin hefur stækkaö hundrað og tuttugu sinnum. Það sem í fyrstu mátti halda aö væru dalir og fjallgarðar i landslagi eru fingraför. Það sem lítur svo út fyrir að vera hólar í þessu landslagi eru í rauninni örsmáar svitaperlur. Já, sitthvað leynist í einum puta! I putalandi Nú telst það ekki lengur nein nýjung að vappa með vasadiskó um stræti og torg. Tæknin hefur séð fy rir þvi. Nokkurs konar sólhlíf með inn- byggðu útvarpi, sem knúið er meö sólarorkunni einni saman, er þaö nýj- asta á þessum vettvangi. Myndin sýnir eitt þessara undratækja og samkvæmt brosi stúlkunnar er greinilegt að þetta er hin þarfasta uppfynding. Tsdci þetta er ekki upprunnið frá Japan (skritið) heldur Bandaríkjun- um. Þar er það komið á markað og fæst falt fyrir rétta tuttugu dollara, eöa sem samsvarar um fimm hundruð og sextíu krónum íslenskum. Ekki svo mikiö, eöa hvað? Þetta sólarútvarp þarf aðeins klukkutima meðalgeislun frá sólinni til þess að geta gengið næstu sex tíma. Eyrna- Lester Erickson, rúmlega sextugur vörubílstjóri í Banda- rikjunum, getur státað af stærstu eyrum í allri Ameríku. Það fékkst staðfest nýlega þegar haldin var keppni í því hver hefði fyrirferðar- mestu blöðkurnar þar í álfu. „Ég er ein eyru,” hafði Erickson á orði þegar honum var tilkynnt um úr- slit keppninnar. Og svo brosti hann út að... ! r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.