Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Side 6
Þór Gunnarsson, sparisjóflsstjóri og lœrflur loftskeytamaflur. Hann er mefl elektróniska reiknivól 6 borð-
inu og vafalaust leiknari á hana en morstœki í dag. DV-mynd GVA.
gerður ævintýrabúskapur og stóð
stutt, 2—3 vikur. En það var mikil veiði
og gaf góðar tekjur. Eftir reknetaveið-
arnar var tiltölulega lítið um atvinnu
en loksins fékk ég vinnu í frystihúsi hjá
Jóni Gíslasyni og var þar í eitt ár. A
meðan þessi tvö ár liðu voru flestir
kunningjar mínir famir í loftskeyta-
skólann og maður fylgdist nokkuö vel
með þeim þar. Þeir töluðu mikið um
námið og það virtist vera nokkuð
skemmtilegt á þessum árum. Faðir
minn var loftskeytamaður og er ennþá
svo að þegar mér fannst ég allt í einu
vera kominn aftur úr öllum mínum
vinum þá dreif ég mig bara í þetta.
Ekki þó með það í huga að verða loft-
skeytamaður, heldur hafði ég geysileg-
an áhuga á að verða radíótæknifræð-
ingur. Hugmyndin var sú að læra til
þess. Það var tiltölulega auðvelt að
komast aö í loftskeytaskólanum og þar
kom undirstaða. Mjög góð rafmagns-
fræðimenntun. Tveir til fjórir tímar á
dag í tvo vetur ásamt svo náttúrlega
morsi og fjarskiptum. Eftir námiö ætl-
aði ég að halda áfram í námi hjá
Landssímanum. Þetta var á árunum
’59—’60 og fram á ’61. Eg vann á radíó-
verkstæði Landssímans sumariö á
milli vetranna og var búinn aö ráða
mig hjá Landssímanum þegar ég lyki
námi.
Góð staða
á skömmum tíma
A síðustu mánuðum námsins hringdi
Matthías A. Mathiesen, þáverandi
sparisjóðsstjóri, í mig og bauð mér
vinnu í sparisjóðnum. Að vísu vorum
við ekki í þessu húsnæði heldur í Ráð-
húsinu héma viö hliðina. Það stóð nú
dálítið í mér. Eg hafði veriö búinn að
stilla mig inn á aö læra þessa radíó-
tæknifræði og hafði lagt mig sérstak-
lega eftir því aö læra bæði rafrnagns-
fræði og radíófræði svo ég gæti
haldið áfram náminu.
Eg sló til og fór í sparisjóðinn til
reynslu. Það var tiltölulega fátt fólk
hérna í sparisjóönum þegar ég byrjaði.
Svona fimm til sex manns og ég lang-
yngstur. A tiltölulega skömmum tíma
geröist það að sparisjóöurinn byggði
húsið sem við sitjum í núna og
eldri starfsmenn hættu störfum og ég
var tiltölulega á fáum árum orðinn allt
í öllu vegna þess að ég hafði verið með
frá upphafi. I breytingunni frá gamla
húsinu og hingað yfir og það var verið
að skipuleggja bókhald og breyta. Það
er bara einn starfsmaður eftir hérna
auk mín frá þeim tíma er ég byrjaði
hérna. Það eru tuttugu og tvö og hálft
ár siöan. Og ég þarf ekki að sjá eftir
því að hafa ekki lært þessa tæknifræði
sem ég ætlaöi að læra á sínum tíma því
ég komst í tUtölulega góöa stöðu á
skömmum tíma.
Þetta er í stórum dráttum aðdrag-
andinn að þessu. Eg hafði aldrei stillt
mig inn á að vinna svona vinnu. A
þessum tímum var nú skrifstofuvinna
ekki hátt skrifuð.” Þór segir á lægri
nótunum: „Þeir voru kallaðir
blækur.” Við hlæjum og Þór heldur
áfram: „Þetta er nú aöeins að minnka
í dag. Þetta var tíðarandinn á þessum
árum.
Eg þróaðist á fáum árum úr því að
„Ég lauk upphaflega venjulegu
námi sem gagnfræðingur og þegar því
var lokið tók við frekar losaralegt
timabil. Eg fór í siglingar sem messa-
strákur, var tæpt ár í því. Þegar ég
kom úr því tók við atvinnuleysi í tvo-
þrjá mánuði, síðan fór ég á rekneta-
veiðar,” segir Þór Gunnarsson,
sparisjóðsstjóri og lærður loftskeyta-
maður, og hlær við. „Það var nú hálf-
r _
Asgeir Beinteinsson: heimsspakur diiklagningarmadur:
Víll keima börnum heim§peki
I tröppunum á Grundarstíg 11
hittum við fyrir Asgeir Beinteinsson
þar sem hann er að leggja línóleum-
dúk á tröppur. Þessi dúklagningar-
maður sem raunar er ekki alveg
búinn að fulimennta sig til dúk-
lagninganna hefur lokiö BA prófi í
heimspeki með sögu sem aukagrein.
Hann hefur einnig lokið uppeldis- og
kennslufræði sem kennara er
nauðsynleg og var til dæmis skóla-
stjóri í tvö ár á Skjöldólfsstöðum á
Jökuldal áður en hann sneri sér að
he imspekinámin u.
„Eg kynntist mörgu góðu og
mennsku fólki i dalnum og mörgum
spekingnum og það herti mig i þvi að
taka BA próf í heimspeki. Bændur
eru mjög heimspekilega sinnaðir
ómeðvitað. Þeir hugsa mikið um lifiö
og tilveruna og hinstu rök fyrir
henni. Flestir menn eru raunar
heimspekilega sinnaðir án þess aö
verða fræðimenn á sviöinu.
Þáð er ekkert skrýtið að ég skuli
vera kominn út í þetta,” segir Asgeir
og á við dúklagningamar. Eg vissi
það áður en ég fór í heimspekinámið
að ég myndi ekkert fá nema kennslu
eftirþað.
Faðir minn er dúklagningar-
maður, afi minn og einn bróðir. Svo á
og þrjá frændur. Afi minn, sem er
dúklagningarmaður og við góða
heilsu og starfar enn, á sex af-
komendur sem eru dúklagningar-
menn og ég tel mig í þeim hópi þó að
ég hafi kannski ekki enn fengið
stimpil.
Dúklagningarmenn eru dags dag-
lega kallaðir dúklagningarmenn.
Félagið heitir hins vegar Félag vegg-
fóðrara. Þama eru tvær nafngiftir
yfir sama fýrirbærið. Þaö er heim-
spekilega nokkuð merkilegt
fyrirbæri,” segir Asgeir hugsi.
Er það algengt kannski að heim-
spekingar fyrr á öldum hafi stundað
eitthvert handverk?
„Nei. Það hefur verið kirkjan,
eigið rikidæmi og nú síðast háskólar
sem hafa framfleytt heimspeking-
unum. Descartes til dæmis svaf fram
yfir hádegi og var að nudda við heim-
speki í rúminu. Annars er þetta vafa-
söm þjóðsaga. Þegar hann þurfti að
fara að vakna snemma og kenna
Kristínu Svíadrottningu heimspeki,
þá hrökk hann upp af.
Eg skrifaði BA ritgerðina mína
um skilningsljósið í heimspeki
Descartes. Eg varpaði fram spurn-
ingunni: Hvers vegna veit ég að ég
þess kerfis sem gefur svörun við
spurningum sem hefur verið spurt.
Þess vegna þarf húmanískt mótvægi
við tölvuna í grunnskólanum. Fólk
segir: Tölvan gerir þetta, tölvan
gerir hitt. Sú er hættan að með sterk-
um fjölmiðlum og tölvum láti fólk
mata sig. Heimspekin gerir hins veg-
ar ráð fyrir að menn hugsi og að f jöl-
miölar, auglýsingar og tölvur stjómi
ekki eins mikið skoöunum f ólks.
En tölvan er mikilvægt
kennslutæki. Þaö er bara með hana
eins og önnur tæki að það veröur að
taka hana með nokkurri varúð. Eg er
því fylgjandi aö tölvur og vídeó og
önnur ágæt tæki séu í skólum. ’ ’
— Stefnirðu að því að starfa við
dúkiagningar í framtíðinni?
Nei, Asgeir stefnir að því að starfa
við heimspekina„þegar ég er búinn
að koma mér fyrir. Ekki þar fyrir aö
maður veit aldrei fyrir hvert frjáls
hugur stefnir. Eg gæti alveg eins
haldið mig við þetta ágæta starf. Það
sem er sennilega best við að vinna í
þessu starfi er að í því starfa ég hjá
föður mínum og er frjálsari heldur
en ef ég ynni hjá stóm fyrirtæki.
Þegar maður er búinn að læra
dúklagningamar getur maður hagað
vinnutíma sínum að vild. Þess vegna
stefni ég aö því að klára þetta. Þá hef
ég alltaf dúklagningamar ef illa árar
í öðru.”
Brýturðu heimspekileg vandamál
til mergjar í vinnunni?
„Nei, ég hlusta á útvarp. Mér
finnst mjög gaman að mörgum þátt-
um í útvarpinu, sérstaklega morgun-
útvarpinu. Mér finnst það halda and-
anum í lagi að hlusta á útvarpið. I
kerfisbundinni vinnu staðnar
hugurinn oft við eitthvaö ákveðið.
Pabbi segir stundum í gamni:
„Láttu þetta ekki festast í hausnum
áþér.” Og í því er sannleikskjarni.
Ef maður hefur ekki útvarpið finnst
mér maður verða einn með sjálfum
sér. Og maður hugsar ekki djúpar
hugsanir meðan maður er í þræla-
ríinu. Hins vegar getur maður látið
létt efni og fleira renna í gegnum
hugann.
En hugsarðu heimspekilegar
hugsanir við skrifborðiö og seturðu
þig í sérstakar stellingar?
Já. Ásgeir er ekki frá því.
Ertu eini afkomandi afa þíns, dúk-
lagningarmannsins, sem er með
heimspekimenntun?
Já.
-SGV.
veit það sem ég veit? I ritgerðinni
komst ég að því að ég veit það af þvi
að ég veit það. Og það er skilnings-
ljósið sem segir mér þaö. A milli
hafa spurt. Hættan er aö einstakling-
ar geri sér í hugarlund að heimurinn
sé ekki eins afstæður og abstrakt og
hann er. Það uppgötva börnin
Ásgeir Bointeinsson vifl dúklagnlngar. Hann er menntaflur I heimspeki.
DV-mynd S.
spumingarinnar og niðurstöðunnar
er 40 blaösiöna ritgerð.
Astæðan fyrir þvi að ég er í
dúklagningum er sú að annað starf
sem ég gæti sinnt er kennsla og af
henni er vonlaust að lifa. Við erum aö
kaupa í búið og konan er í námi og
við eigum tvö börn. I þeim sporum er
vonlaust að ætla að framfleyta sér af
kennaralaunum. Þegar dúkaratíma-
bilinu lýkur stefni ég að því aö læra
að kenna bömum heimspeki. Eg hef
tilraunakennt svolítið af því í
Æfinga- og tilr aunaskólanum. ”
Hjálpar það að kenna börnum
heimspeki?
„Ut frá kenningum Descartesar
er ég þeirrar skoðunar að það megi
þjálfa hugann meö heimspekipæling-
um. Heimspekin sýnir manni svo vel
hvað afstæöi hugmynda er mikiö.
Hvað allur veruleiki er abstrakt,”
segir Asgeir.
„Eg held að það sé mikilvægt aö
innræta bömum þessa hugmynd
strax þegar þau eru börn. Skólinn er
í eðli sínu stofnun sem miðlar
svörum við spumingum sem aðrir
hins vegar þegar þau læra heim-
speki. Ein ástæðan fyrir því að menn
kyrrast oft með aldrinum er sú að
þeir gera sér grein fyrir því þegar
þeir eldast hvað heimurinn er af-
stæður.
Einn félagi minn er aö læra
heimspekikennslu fyrir börn í
Bandaríkjunum og kemur heim á
næsta ári. Maöur að nafni Matthew
Lipman stofnaði þetta nám um 70.
Hann var gagntekinn af stúdenta-
uppreisninni. Hugmynd hans var að
ástæða fyrir ólgunni væri skortur á
heimspekikennslu í bamaskólunum.
Það breytir ekki staðreyndinni að
ólgan ’68 átti sér raunverulegar
rætur.
Eg álít að væri meirihluta manna
kennd heimspekileg hugsun og allir
hefðu vissan heimspekilegan efa
gagnvart heiminum þá myndu þeir
ekki láta segja sér hvaö sem er. Ekki
láta etja sér út í styrjaldir og svo
framvegis.
Nú á tímum tölvuvæðingar er litið
á tölvuna sem einhverja lausn. En
tölva er ekkert annað en æðsta form
Eitt rr mrnntun
—annað
starf