Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Síða 8
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Hinn himn- eshi stormur reið yfir salinn Nittímasaga sem hefst í kalsaveðri í Austurstr æti og endar í haustljóma Lunditnaborgar Texti og myndir: Baldur Hermannsson Það er kaldsamt að hausti í höfuðborg íslands og ferðalangar í Austurstræti sveipa þétt aðsér gisnum klæðum til þess að bægja frá sér lymskufullri norðangjólunni sem einlægt leitast við aö læðast niður um hálsmálið og inn á nakið hörundið. Ég stend í anddyri Hressingarskál- ans og virði fyrir mér mannmergðina úti fyrir. Ég er að bíða eftir kunningja mínum en hann hefur sýnilega orðið eitthvað seinn fyrir og ég er að volka það fyrir mér hvort ráðlegra sé að hinkra hér við enn um stund eða fara út í sveljandann til þess að eigra um strætin og deyöa tímann. Þá lúkast upp dyrnar og inn snarast vörpulegur karlmaður. Það fylgir hon- um snarpur gustur og fólkið sem næst situr dyrunum lítur sem snöggvast upp úr dagblöðunum til þess að sjá hvað ei á seyði. Þetta er þreklegur maður, ekki hár vexti en einkar hvass í bragði og ífærður kafþykkum loðfeldi, útlendum. Breiðleitur er hann og kjálkamir sverir, liður á nefi og slær á þaö bláum lit eins og eftir sverðshögg. Ennið er hátt og göfugmannlegt og ábúðarmikið eins og þverhníptur hamraveggur, en það sem undireins dregur til sín athyglina í þessari mikilúðlegu ásýnd eru augun — þau em stór og snör og umflotin einkennilegum skugga og þaö er engu líkara en maðurinn beini björtum geisla sjónarinnar út úr hinu dimma sviði og þessi augu láta engan mann ósnortinn. Hann stóð þama einn um stund, þessi einmana ferðalangur, og skoðaði þá sem skoðuðu hann. Hann bauð af sér frekar góöan þokka, en festan í svipnum, sjálfsöryggið í fasinu og óvæginn glampi augnanna kveikti þð með manni vissa andstöðu, jafnvel andúð, eins og títt er um þá sem búa yfir ríkulegum hæfileikum og gífur- legu sjálfstrausti en gera sér ekki far um að þóknast fjöldanum með því að draga f jöður yfir það sem þeir hafa sér til ágætis umfram aðra menn. í hljómlistahöll CBS Arin líða. Það em komnir haust- dagar í Lundúnaborg árið 1983. Molla sumarins er liðin á braut og svalur andvari leikur um breiðstræti Lundúna. Enn ber þó sólin hlýjan hug til fólksins sem hér á heima eða er hér á ferð í einhverjum erindagerðum og hún telur ekki eftir sér að stafa yfir strætin fölum haustljóma en senn er hún á fömm héðan og skilur við borg- inakaldaogdimma. Þó em til þeir afkimar Lundúna- borgar þar sem árstíðanna gætir einskis og litlu breytir hvort úti ríkir vor eða vetur. Einn slíkur afkimi er hljómlistahöll CBS þar sem snillingar söngs og hljóðfæraleiks koma hver af öðrum Utan úr hinni víöu veröld til þess að iðka list sína og fela kunnáttumönnum tækninnar aö festa hana um aldur og eilífð á segulband eða breiðskíf u. Ég er staddur í stjómklefa eins Kristjðn syngur siðasta lagið með Sinfónfuhljómsveit Lundúnaborgar. Barbacini býr sig undirloka- sveifluna en lengst i fjarska mð groina eiginkonuna, Dorriet Kavanna, tilbúna með blómvönd ffang- inu. 99 Ég elsha Kristján —jafnvel þegarhann er slæmur" „Det stár en kvinna bakom allt,” segja þeir í Svíþjóð og víst er það reynsla mannkynsins að fæstir karl- menn komast ýkja langt í heiminum án liöveislu góðrar eiginkonu. Það er fjarri mínu skapi að gera lítið úr Kristjáni Jóhannssyni á nokkurn hátt, hvorki hæfileikum hans né persónuleika, en hins ber að geta sem rétt er og það er að bak við þann frægðarferil hins norðlenska söngvara sem nú er hafinn stendur kona. Dorriet Kavanna heitir hún, konan bak við Kristján, stórkostlega fögur kona og heillandi í framkomu og eftir því gáfuð og prýðilega menntuö. Margt ber tii þess að hún á hægt með að skilja íslenska lund og er þá líklega fyrst til að telja að hún er sjálf eylendingur aö uppruna — fædd og uppalin á eynni Majorku. „Nei, ég er ekki konan bak við Kristján,” sagði Dorriet, „ég er konan með Kristjáni. Við erum samherjar og félagar. Ég hef lifað nógu lengi til þess aö vita að maður getur aldrei gert allt fyrir alla. En maður getur sagt sem svo: ég veit hvaöa leið þú vilt fara, ég elska þessa leiö og ég er reiðubúin til þess að styðja þig á þann hátt sem þú myndir vilja.” Ást og karlmennska — Nú er það haft á orði, Dorriet, hvað Kristján sé karlmannlegur og þróttmikill á sviði. Hann bókstaf- lega geislar af karlmennskuþreki þegar hann fer upp á háa c-ið. En er hann svona mikið karlmenni í ver- unni? Dorriet hlær dátt við þessa spumingu. „Nú skal ég segja þér leyndarmál. Þegar ég hitti Kristján í fyrsta skipti, sagöi hann við mig: ég er öðruvísi en allir þeir karlmenn sem þú hefur fyrirhitt til þessa! En ég sagði við hann: jasvei! Allir karlmenn eru nákvæmlega eins! En ég hef komist að því að hann hafði lög að mæla. Kristján er algerlega einstakur maður og ég elska þennan mann, heitt og óskorað.” — Hvaðelskarðumestviðhann? „Ég elska hann allan og allt sem hann segir og gerir. Hann má gera mér það sem honum þóknast því að ég elska hann alltaf og ævinlega hvað sem yfir dynur. Ég elska hann jafnvel þegar hann er slæmur! ” — Kannski elskarðu hann mest einmitt þegar hann er slæmur. , J5g er ekki frá því,” sagði Dorriet og brosti leyndardómsfullu brosi. Stuðningur þjóðarinnar — Er það ekki á margan hátt strembið lif að syngja í óperum og geta sér orðstír á þessu sviði þar sem samkeppnin er svo geysilega hörð og stundumóvægin? „Jú. Þaö er engan veginn nóg að hafa góða hæfileika. Það er ekki einu sinni nóg að vera gæddur óvenjulega ríkri listagáfu. Maður verður líka að vera vel fjáður, njóta margvíslegs stuðnings, hafa allskyns sambönd og vera heppinn þar að auki. Kristján á þá náöargjöf sem aðeins guð getur veitt mönnunum, en það er gríðar- legur styrkur sem er á stundum alveg ómetanlegur akkur fyrir hann. Þar er til dæmis geysilegt álag fyrir söngvara að syngja svona mikið i þrjá daga samfleytt. Það myndu ekki margir leika þaö eftir. Hann hefur líka notið góðs af þeim innilega stuðningi sem hann hefur notið af hálfu landa sinna þvi að slíkur stuðningur er hverjum listamanni auði dýrmætari. Eg held þaö sé í rauninni fágætt að söngvarar njóti svo innilegs og almenns stuðnings og Krístján hefur hlotið meðal íslendinga og það er áreiðanlega eitt með öðru sem veitir honum þennan óbugandi innri styrk sem hann býr að.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.