Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Qupperneq 19
19 .w. m f§¥i Susan ræöir h fflorgmunatjjjj, °g sonurlnn Wnn^odaiá — ft‘raitileidandi myndarinnar Kramer vs Kramer, Stanley R. Jaftft'e. hefur nú leikstvrt kvikmynd seni ftjallar um barnsrán Allir foreldrar hafa fundiö fyrir skrekknum sem grípur þá þegar af- kvæmið skilar sér ekki heim á rétt- um tíma. Spennan eykst og þaö er tekið að hringja út um borg og bý, hlustað eftir sírenuhljóði sjúkrabíls- ins og neglumar nagaðar. 1 99% til- fella kemur ungviðið svo heim og segist hafa gleymt sér heima hjá vini eða misst af strætó eða finnur ein- hverja álíka sennilega skýringu á að hafa ekki mætt á skaplegum tíma. I hinum tilfellunum hefur eitthvaö alvarlegt gerst, og í versta falli er bamið horfið. Slíkt gerist sem betur fer tæpast á íslandi en úti i hinum stóra heimi er það daglegt brauð að bömum sé rænt og að þau finnist aldrei aftur. Um þetta fjallar Without A Trace, nýjasta kvikmynd leikstjórans Stanley R. Jaffe, en hann er meöal annars þekktur fyrir að hafa staðið að gerð verðlauna- kvikmyndarinnar Kramer vs Kramer. Hverfur á leið í skólann Kanadiska leikkonan Kate Nellig- an fer með aðalhlutverkið í Without A Trace og leikur Susan Selky, móöurina sem verður fyrir því að sex ára sonur hennar hverfur einn góðan veðurdag þegar hann er á leið í skólann. Kvikmyndin greinir frá því hvaöa áhrif hvarf barnsins hefur á fjölskyldu drengsins, en það er einkum móðirin sem á erfitt við að sætta sig við orðinn hlut þó aðrir hafi gefið upp alla von. Susan Selky er prófessor í ensku við Columbia háskóla. Hún veifar til sonarins unga í kveðjuskyni að morgni og sér hann aldrei framar. Fyrstu viðbrögð konunnar við hvarf- inu em að leita á náðir lögreglunnar. David Bowie virðist aldrei hafa verið vinsælli en einmitt núna, hann gaf út nýja plötu í sumar, hélt fjöl- sótta tónleika vitt og breitt um heim- inn, lenti framan á ekki ómerkara riti en Time og hefur siðast en ekki sist verið óþreytandi við kvikmynda- leik síðustu mánuðina. Skemmst er að minnast þess að kvikmyndin Merry Christmas Mister Lawrence var sýnd í Bióhöllinni en í þeirri mynd er Bowie i öðru aðalhlut- verkinu. Það verður þó að segjast eins og er að frammistaða goðsins í myndinni var ekki til þess fallin að sópa að honum verðlaunum af neinu tagi. Frægð Bowie sem tónllstar- manns og ágætt útlit hans er hins vegar góð trygging fyrir því að hann verði áfram eftirsóttur meðal þeirra sem fást við kvikmyndagerð. I nýrri kvikmynd, The Hunger, leikur Bowie á móti frönsku leik- konunni víðfrægu, Catherine Deneuve, og söguþráðurinn er í ævintýralegra lagi. Deneuve fer nefnilega með hlut- verk aldagamallar vampíru sem heldur sér síungri á fersku blóði eins og slík fyrirbæri eiga vanda til. (Drakúla prins mun ættfaðir kynstofnsins, en þegar síðast fréttist voru alls konar gamanleikja- höfundar búnir að reka tréhæl í gegn- um hjartaö á honum, svo nú eiga yngri blóðsugur leik.) Blóðsuga Deneuve er af ákaflega vönduðum egypskum ættum og fyrir einum 300 árum tók hún sér nýjan elskhuga sem leikinn er af David Bowie. Vand- inn er hins vegar sá að elli kerling er tekin að sækja nokkuö að Bowie en þannig fer fyrir blóösugum sem ekki fá næringu við hæfi. Blóðsugan visnar En Bowie fær ekki að eyða ellinni í ró og næði heldur flækist ung vísinda- kona, ieikin af Susan Sarandon, í spilið. Bowie nýtur hins vegar ekki góðs af Sarandon heldur kýs hún að leggja lag sitt við Deneuve. (Svona eru bíómyndirnar að verða, tómur öf uguggaháttur og dónaskapur.) The Hunger er sem sagt bláköld hryllingsmynd um blóðsugur, og til að gera illt verra verða áhorfendur aö horfa upp á fríöa poppstjörnuna David Bowie visna og skrælna eins og lauf á frostnóttu, en aldurinn færist yfir hann í einni svipan þar sem hann situr mæddur á lækna- stofu. (Líklega hjá sérfræðingi, því þar er biötíminn langur. I svona til- fellum er liklega best að leita á slysa- varðstofuna.) Deneuve kemst auövitað við af að sjá gamalmenniö, fyrrverandi elskhuga sinn, og af þvi aö hún fleygir engu sem að gagni gæti komið síðar kemur hún honum fyrir í kistu á háaloftinu þar sem hún geymir út- nýtta elskhuga, forna. Svona geta hrolivekjur verið spennandi, einkum þegar stórstjömur sýna vigtennum- menn hans hafa misst áhuga á mál- inu. Hið sígilda ráð Kana Faðir horfna drengsins gefst upp löngu á undan móöurínni og sættir sig við orðinn hlut á meðan hún getur ekki hætt leitinni. Susan leitar á náð- ir miðils sem seinna sér mjög ná- kvæmlega hvað gerst hefur. Eftir því sem fleiri vikur líða frá hvarfi drengsins missa jafnvel nánustu vin- ir hjónanna áhuga á málinu og besta vinkona Susan segir henni að leita til sálfræðings, en það er ráð sem Bandaríkjamenn virðast grípa til í tímaogótíma. Stanley R. Jaffe hefur nú öðru sinni tekið til meðferðar vandamál foreldra sem standa frammi fyrir því að missa bam sitt. Without A Trace þykir ekki jafnast á við Kramer vs Kramer en hún snertir taugar í áhorfandanum. Og það er ef til vill rétt að taka það fram þó að Wlthout A Trace f jalli um unga konu sem stundar bæði vinnu utan heimilis og á heimilinu þá er kvik- myndin örugglega jafnáhugaverð fyrirbæði kynin. -SKJ Bowie hvessir tvHit augun á væntanlegt fómardýr og bvislar blóði drifnum ástarorðum i eyra Deneuve. Lögreglumaöurinn A1 Menetti (Judd Hirsch, feiti, nefstóri sálfræðingur- inn í Ordinary People) er ákaflega geðþekkur en gerir í upphafi þá skyssu að gruna smáskrítinn eigin- mann Susan (David Dukes) um að vera valdan að hvarfi drengsins. Manetti er dæmigerður lögreglu- maður, fJölskyldumaöur sem orðinn er vanur að fást við alls kyns ill- virkja og lætur ekki smámuni hafa áhrif á sig. Hann finnur þó til sér- stakrar samúðar með konunni sem týnt hefur bami sínu og reynir að halda áfram aö leita löngu eftir að fjölmiölarnir, almenningur og yfir-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.