Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Síða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR19. OKTOBER1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Sven Anker Kofoed deiidarstjóri hjá sænska mjólkureftirlitinu tv. ásamt konu smjörsölunnar. sinni og Oskari H. Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Osta- og DV-mynd GVA. Raddir neytenda Eg mátti til meö aö senda smá skýringarbréf meö upplýsinga- seðlinum. Aö þessu sinni er matar- og hreinlætisvörureikningurinn dálítið hár. Það var orðið fátæklegt í kistunni, svo það kom sér vel, þegar gamla kjötið var sett á útsölu. Eg keypti tvo skrokka og einnig meira í matinn, því allar birgðir voru á þrotum. Svo kom inn í reiknings- dæmi mánaöarins afmælisveisla og meira var bakaö en venjulega. Að lokum vil ég þakka fyrir góða neytendasíöu. Kona á Austfjörðum. Neytendasíða DV. Þar sem ég er nýr áskrifandi langar mig að spyrja hvaö þið eigið við með liðnum „annað” á upplýsingaseðlinum. Eg skrifaði þama afborganir af víxlum, raf- magn, hússjóð og fleira. Er þetta rétt? SVAR: Já, þessir útgjaldaliðir sem þú telur upp fara undir ,,annað”. Matur og hreinlætisvörur færast sérstaklega, allt annað sem viðkemur heimilisrekstrinum er fært undir „annað”. Velkomin í hópinn. -ÞG. GÆÐIIS- LENSKRA OSTA MIKIL — segir sænskur ostasérf ræðingur „Við komum til með að halda þessu áfram. Tilgangurinn með þessu er að vekja athygli neytenda á þeim ostum sem framleiddir eru hérlendis. Einnig vekur þetta áhuga ostageröarmanna að veita þeim viöurkenningar fyrir vandaða vinnu,” sagöi Oskar H. Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Osta og smjörsölunnar. Oskar sagði að þetta væri í annað skipti semhaldin væri slík samkeppni hérlendis. I fyrra var haldin fyrsta samkeppnin af þessari tegund. Enn- fremur heföu íslenskir ostagerðar- menn tekið þátt í sýningu í Heming í Danmörku á seinasta ári og væri í bígerð að taka þátt í sýningu þar nú á þessu ári. Þar gæfist íslenskum osta- gerðarmönnum kostur á aö kynnast er- lendri framleiðslu. Einnig gæfist þeim kostur á aö kynna vömr sínar á erlendum vettvangi. Reyndar væri út- flutningsþörfin ekki mikil um þessar mundir. Ástæða fyrir því væri sam- dráttur mjókurframleiðslunnar síðast- liðin ár. Ovíst er hvenær næsta osta- samkeppni fer fram hérlendis en til greina kemur að halda samskonar keppni í framleiðslu smjörs. Sven Anker Kofoed deildarstjóri hjá sænska mjólkureftirlitinu var einn af þeim níu dómurum sem sáu um að meta ostana. Hann var mjög ánægður með íslensku ostaframleiðsluna og var mjög undrandi á hversu margar tegundir em framleiddar hér. Og stæðu Islendingar jafnvel framar Svíum hvað það snerti. Hann sagði einnig að gæði ostanna væru mikil. Eina sem hann gæti sett út á íslenska osta væri það að þeir væru kannski aðeins of saltir. Þeir væru saltari en ostar frá Noregi og Svíþjóð. En smekkur manna væri mismunandi og byggði þetta sjálfsagt á gömlum venjum hérlendis. Gæöi harða ostsins væru mikil og stæði hann fyllilega þær gæðakröfur er Barnagæsla — á kvöldin og um helgar „Eg hef auglýst þessa þjónustu í smáauglýsingum og fengið góð viðbrögð frá fólki. Margir hafa hringt og leitað upplýsinga og nokkrir reynt þessa þjónustu,” sagði Marta Sverris- dóttir í viðtali við DV. Hún hefur auglýst í blööum nýja þjónustu sem við könnuðum nánar. Marta tekur að sér að gæta barna, bæði á kvöldin og um helgar. Hún fær þau heim til sín og býður þar upp á allt að sólarhringsvistun tveggja barna í senn. Greiðsla er tæpar sextíu krónur á klukkustund. „Gjaldið miöa ég viö eftirvinnutaxta dagmæðra,” sagði Marta. Hún sagðist vona að þessi þjónusta sín gæti orðið einhverjum foreldrum að gagni. Marta vinnur á barnaheimili hálfan daginn og hefur fengið tilskilin leyfi fyrir kvöldgæslubarna. -ÞG OSTUR ER VEISLUKOSTUR gerðar eru í Evrópu. Mjúku ostarnir væru einnig mjög góöir, en þar stæðu þó Frakkar með höfuð og herðar yfir alla aðra ostaframleiðendur. Gerð mjúkra osta væri mjög vandasöm. Ostamarkaðurinn í Svíþjóð væri aö ýmsu leyti frábrugðinn þeim íslenska. I Svíþjóð væru erlendir ostar á markaöinum en svo væri ekki hérlend- is. Um 16 milljón kíló væru flutt inn í landiðárlega. Til gamans má geta þess að Sven Anker Kofoed er bróöir núverandi landbúnaðarráðherra Danmerkur. Hann er fæddur og uppalinn á Borgundarhólmi og flutti til Svíþjóðar eftir að hafa numið mjólkurverkfræöi í Danmörku. -A.P.H. I tilefni ostasýningarinnar sem haldin var um síðustu helgi birtum við hér eina uppskrift þar sem ostur kemur að góðum notum. Frönsk ostasúpa 2 msk. smjör 21/2msk.hveiti saltogpipar 1 tsk. paprikuduft 2msk.madeira 21 gott soð 11/2 dl þeyttur rjómi 3 dl rifinn ostur 45+ 1 eggjarauða Bræöið smjörið , setjið paprikuna út í ásamt hveitinu. Þynnið smátt og smátt með heitu soöinu. Kryddið með salti, pipar og madeira. Sjóðiö súpuna í 5 mínútur. Setjið súpuna í skál, bætið þeyttri eggjarauðu, osti og r jóma í, þeytið rösklega í um leiö. Berið snittubrauö fram með súp- unni. Raddir neytenda Sveitarúgbrauð — og kjöt íkistuna Ágæta neytendasíða. Jæja, þá fáið þið í hendur upplýs- ingaseðilinn minn einu sinni enn. Og að sjálfsögðu er matar- reikningurinn svimandi hár eins og venjulega. Eg vona samt að við séum ekki mestu eyðsluklær á landinu. Eg hef enga afsökun fyrir svo hárri upphæð, því er nú ver. Ég sendi ykkur rúgbrauðsuppskrift sem er prýðileg. Okkur hér finnst brauðið hreint sælgæti. Sveitarúgbrauð 600 gr sykur 400 gr heilhveiti 2 kg rúgmjöl 1 tesk. salt 1 pk. þurrger 11/21 mjólk. Allt hnoðað vel saman, sett í þrjár 2 lítra mjólkurfemur. Hver fema er aöeins hálffyllt. Þjappað vel niður, svo ekki myndist loftbólur. Sett neðst í bökunarofninn. Bakaö við 100°C í ca 12 klukkustundir. Gangi ykkur vel. Ein að norðan. Olympia Omega 001 Ljósritunarvélin sem beðið hefur verið eftir Engir stenslar, enginn vökvi, aðeins myndtromla og eitt framköllunarefni (duft). Verð og greiðsluskilmálar sem vert er að athuga AÐEINS EITT FRAMKÖLLUNAR- EFNI (DUFT). Kr. 69.750.- KJARAINI ÁRMULI 22 - REYKJAVlK - SÍMI 83022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.