Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Síða 16
16 Spurningin Hvernig líst þór ó að 16 tón- listarhús í Reykjavík? Óli Már Eyjólísson vélstjóri: Þaö ætti aö vera í lagi en ég fer yfirleitt lítið á tónleika. Jðrunn Skúladóttir afgreiöslustúlka: Mér list mjög vel á það. Eg fer mikiö á tónleika en þó litiö á klassík. Kristjana Oladóttlr afgreiðslustúlka: Mér Ust bara vel á þaö. Eg fer reynd- ar litið á tónleika en þaö kemur þó fyrir. Gunnar Þorsteinsson, sjómaður frá Neskaupstaö: Eg er utan af landi en mér líst mjög vel á þaö. Eg fer mikið á tónleika þegar færi gefst. Elsa Guðsteinsdóttlr leiðsögumaður: Eg tel aö það sé þörf fyrir tónlist- arhús i borg eins og Reykjavík. Eg fer á tónleika Sinfóníunnar þegar hún leikur léttari tónlist. Margrét Signrðardóttir afgreiöslu- stúlka: Mér líst mjög vel á þaö en ég fer ekki mjög oft á tónleika. wnr/iTW v DV. MIÐVKUDAGUR19. OKTOBER1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Málflutningur Alþýðubandalagsins: Glórulaust ofstæki Guömundur Guðmundsson skrifar: A fundum Alþýöubandalagsins aö undanfömu hefur enn komið i ljós að málflutningur forystumanna þess hef- ur sem fyrr einkennst af glórulausu ofstæki. Steininn hefur þó tekið úr aö því er varðar oröbragö formannsins, Svavars Gestssonar, sem tók fullan þátt í fjórtán kjaraskerðingum síöustu rikisstjómar og sendi þar með launa- fólki í landinu nöturlegar kveöjur. Þá má ekki gleymast hversu grátt „formaðurinn” lék húsnæöiskerfið í iandinu og setti þann málaflokk í slikt öngþveiti aö erfitt hefur reynst aö greiða úr þeirri flækju. Hefur enginn <1 „Margir hinna greindari manna i Ai- þýðubandalaginu teija að for- mannstið Svavars ættiað Ijúka sem fyrst," segir Guðmundur Guð- mundsson m.a. í bréfi sínu. húsnæðismálaráðherra staðið sig jafn- slælega. Ekki var frammistaðan beysnari hjá Svavari á öðrum sviðum og ýmis tiltæki hans og viðbrögð hin furðulegustu. Má þar minna á tillögu hans um neyðaráætlun (sem hann af- neitar nú), heillaskeyti hans til franskra og griskra krata, hinar tutt- ugu spumingar við stjórnarmyndunar- tilraunir og tilraunir til að „hanga á umboðinu” þar að lútandi. öll þessi framganga gekk ekki ein- asta fram af forystumönnum annarra flokka í landinu heldur og hinum greindari mönnum í flokki Svavars. Telja þar margir að formannstíö hans ætti að ljúka sem fyrst, áður en uppdráttarsýkin veikir flokkinn meira en orðiö er. En eins og kunnugt er hafa flokksmenn Svavars orðið að horfa upp á fækkun í þingliði Alþýðubandalags- ins úr fjórtán niður í tiu á fáum árum. Enda sjá nú fylgismenn annarra vinstri flokka að fáránlegt er að hugsa til einhverrar meiriháttar samvinnu við Alþýöubandalagið undir núverandi forystuþess. Leikstjórinn, Stefán Baidursson, ásamt aðalleikendum í framhaldsleikritinu „Tordyfillinn fíýgur i myrkrinu". Skemmtilegt framhaldsleikrit —en flutt á óhentugum tíma 1 Magnús Ólafsson, Hafnarfirði, skrifar: Mig langar til að vekja athygli þeirra sem ekki hafa fylgst með fram- haldsleikritinu „Tordyfillinn flýgur í rökkrinu”, sem flutt er á þriðjudags- kvöldum, að hér er á feröinni, ekki bara bama- og unglingaleikrit, eins og auglýst er í dagskrá, heldur þræl- spennandi leikrit fyrir alla fjöl- skylduna. Allur flutningur er til fyrirmyndar og framsetning leikstjórans á leik- ritinu stórskemmtileg. Það furöulegasta er að leikritið skuli sent út klukkan átta þegar flestir eru að horfa á fréttir í sjónvarpinu. Skora ég hér með á þá sem þessu ráða að færa leikritiö á hentugri tima. Telex- truflun Þorsteinn Garðarsson hringdi og sagði okkur að hann hefði þurft að senda telex til fjármálaráðu- neytisins. Þar sem fjármála- ráðuneytið hefur ekki eigið telex fékk Þorsteinn þær upplýsingar þar að hann skyldi senda það á telex viöskiptaráðuneytisins, sem hann og gerði. Hann fékk þá upphringingu frá starfsmanni viöskiptaráðuneytisins sem sagöi honum að hann ætti ekkert með að senda þetta til þeirra, auk þess sem hann hefði truflað telexundir- búning hjá þeim. Filman fannst á Kaldadal Bjöm Ingi Þorvaldsson leit inn á ritstjómarskrifstofu DV með filmu sem hann fann á Kaldadal um mánaöamótin september-október. Filman er af tegundinni Agfachrome 100 Professional. Eigandi filmunnar getur vitjað hennar hjá DV, Síðumúla 12—14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.