Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Blaðsíða 1
Nautakjötssmyglið:
og umpökkuðum kjötinu
—segir f yrrum matreiðslumaður á Hétel Sögu — sjá bls. 4
Refímir koma... refímir koma
Um tíuleytið í gærkvöldi lenti Flug-
leiöavél á Akureyri og voru 308 refir
innanborðs sem komu frá tveimur
verðlaunabúum í Vestur-Noregl Flutn-
ingurinn gekk mjög vel, aðeins einn
refur þoldi hann ekki.
Mikill viðbúnaður var á flugvellin-
um, m.a. vopnaöur lögregluvöröur.
Höfð voru snör handtök við að koma
refunum, sem voru í rammgeröum
kössum, upp á flutningabíla er fluttu
þá áfram á ákvörðunarstaöi.
Þetta voru blárefir, hvítrefir
(Shadow), silfur- og platínurefir, en
tvær síöasttöldu tegundirnar hafa ekki
verið hér á landi síöan refarækt var
endurreist. Innkaupsverð á silfur- og
platínurefum var um 12 þúsund krónur
á dýr, eða helmingi hærra en á hinum
tegundunum. Heildarinnkaupsverð
refanna, með flutningskostnaði, var
um tvær milljónir króna.
-JBH-Akureyri/GB/DVmynd JBH
Skattálagning veröur lækkuð
miðað við 16,5% tekjuhækkun milli ára í stað 20%
Stjómarflokkamir hafa komist að
samkomulagi um breytingar á frum-
varpi um tekju- og eignaskatt þannig
að gert verði ráö fyrir 16,5%
tekjuhækkun milli ára í stað 20%
áöur. Skattstigar veröa síðan
lækkaöir í samræmi viö það. Með
þessu móti er ætlað að afgreiða
frumvarpið fyrir jólaleyfi sem
verður 20. desember.
Skattstigar verða lækkaöir þannig
að af fyrstu 170 þúsund krónum
tekjuskattstofnsins greiðist 22,75%
skattur í stað 23%, af næstu 170
þúsund krónum greiöist 31,5%
skattur og af tekjuskattstofni
umfram 340 þúsund greiðist 44%
skattur í stað 45% eins og áður var
gert ráð fyrir.
Samkomulag náöist um þessar
breytingar á fundi fjárhags- og
viðskiptanéfndar í gærkvöldi. Aö
sögn Páls Péturssonar, formanns
nefndarinnar, leiöa þessar
breytingar til þess að skattbyrði
tekjuskatts lækkar hjá þeim sem
hafa lægstu tekjurnar en þyngist
vemlega hjá þeim tekjuhærri.
Nefndi Páll sem dæmi að hjá bam-
lausum hjónum sem höfðu 223
þúsund króna tekjur sameiginlega á
' síðasta ári léttist skattbyröin um
0,9%. Ef tekjur þeirra hefðu hins
' vegar farið yfir 450 þúsund krónur
hefði skattbyrði þeirra farið að
aukast. -ÓEF.
Samtök grásleppu-
hrognaframleiðenda:
Hækkunút-
fíutningsgjalda
tilumræðu
— sjá bls. 39
i Hvaöeráseyði
' umhelgina?
— sjá blaðauka
Hvaðkostar
jólasteikin?
— sjá Neytendur
á bls. 6 og 7
Gengið úr
skaftinu
“Sjá Vinsældar-
listana á bls. 45
Jólagetraun DV,
síðastihluti
-sjábls.2