Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Blaðsíða 13
DV.'FÖSTUDAGUR 16. ÐESEMÐBR1983, - 13 Námsgagnastofnun vinnur ekki í laumi — athugasemd við ummæli Haralds Blöndal í DV sl. föstudag Vegna ummæla Haralds Blöndal um starfshætti í Námsgagnastofnun í grein í DV föstudaginn 9. des. leyfi ég mér aö gera nokkrar athuga- semdir. Lokakafli greinar Haralds er svo- hljóöandi: „Þaö hefur fariö hljótt um náms- gagnastofnun og skólarannsókna- deild. Þar vinna menn störf sín í laumi. Svo laumulega er farið að til hreinna undantekninga telst ef starf er þar auglýst fyrirfram. Þar koma menn fyrst til starfa, vinna sér þegn- rétt, en svo er stööum slegið upp til málamynda til þess aö fullnægja lögiuium. Hinsvegar eru allar kenn- arastöður viö hina smæstu skóla auglýstar eftir kúnstarinnar reglum. Skrítið?”. Hér eru tvö atriði sem þörf er á aö leiörétta. I fyrsta lagi aö í stofnuninni sé unn- í laumi og í öðru lagi aö störf séu ekki auglýst. Að vinna í laumi!! Hér á eftir verður skýrt frá því meö hvaða hætti Námsgagnastofnun kynnir námsefni og önnur verkefni stofnunarinnar. 1. Áætlanir Námsgagnastofnunar meö tilgreindum verkefnum eru ár- lega sendar menntamálaráöu- neytinu og Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun. Þessar áætlanir eru einnig kynntar í fjárveitinganefnd og þing- flokkunum ef óskað er. Áætlanir um útgáfu námsgagna miðast við: a) þörf fyrir endurútgáfur b) nýttnámsefni c) sérkennsluefni d) fræöslumyndaefni Áætlanir þessar byggjast á: a) lagerstööu og notkun námsgagna seinustu 5 árin b) tillögum um nýtt námsefni frá menntamálaráöuneytinu, stjórn Námsgagnastofnunar eöa öörum sem koma vilja efni á framfæri eða gera um þaö tillögur. Kjallarinn Ásgeir Guðmundsson Þaö fer síöan eftir f járhag Náms- gagnastofnunar hversu mikiö er hægt að framkvæma og hefur stjóm stofnunarinnar þurft að raða verk- efnum í forgangsröö og fresta útgáfu margskonar efnis af fjárhags- ástæöum. Sú meginregla gildir aö nemendur í skyldunámi þurfi ekki aö kaupa námsgögn. Um fjárhagsstööu Námsgagna- stofnunar hefur ekki veriö hljótt seinustu árin og stjómvöldum jafnan gerö full grein fyrir stööu stofnunar- innar og verkefnum og um það fjallað í fjölmiðlum. 2. Kynningarskrá um öll gögn Náms- gagnastofnunar er send til allra grunnskóla í nægilegu upplagi fyrir alla kennara til kynningar fyrir for- eldra ef þess er óskaö, til fjölmiðla, fræösluskrifstofa, bókaverslana og annarra aöila sem þess óska. 3. Fréttabréf er gefið út tvisvar á ári og sent til fjölmiðla, bókaverslana, kennara, fræösluskrifstofa og fjöl- margra annarra aöila. 4. Sýniseintök eru send skólum og fræösluskrifstofum af flestu nýju námsefni sem út er gefiö svo kennarar geti kynnt sér efni þess. Vitað er aö víöa kynna kennarar for- eldrum nýtt námsefni. 5. Starfsmenn Námsgagnastofnunar ' hafa mætt á fjölda funda hjá for- eldrafélögum og kennurum þar sem fjallað er um verkefni stofnimar- innar og námsefnf kynnt og m.a. heimsðtt þing kennara í öllum fræðsluumdæmum landsins í þeim tilgangi. 6. Kennslumiöstöö var opnuö aö Laugavegi 166 fyrir hálfu ööru ári síðan þar sem s já má: a) allt þaö efni sem Námsgagna- stofnun gefur út. b) margvíslegt annað efni sem aörir íslenskir útgefendur hafa sent frá sérogtaliö geta nýst í skólastarfi. c) ýmislegt erlent efni til kynningar. Þar fer einnig fram fjölþætt fræðslustarfsemi sem tengist skóla- starfi Kennslumiðstööin er öllum opin (kl. 13—18 mánud.—föstud.) sem áhuga hafa á því að kynna sér náms- efni eöa starf stofnunarinnar. 7. Fréttatilkynningar eru iðulega sendar til fjölmiðla um nýtt náms- efni og efnið jafnframt sent meö. 8. Upplýsingar eru jafnan veittar öllum sem til stofnunarinnar leita og gera starfsmenn allt sem hægt er tilaðverðaaðliði. 9. Samkvæmt lögum er Námsgagna- stofnun skylt aö hafa samstarf viö menntamálaráðuneytið, Kenn- araháskóla Islands, Háskóla Islands og sambærilegar stofnanir innlendar og erlendar. Þessum samskiptum er sinnt svo sem verða má og lögð hefur verið áhersla á stöðug og góð samskipti við grunnskóla landsins. Að þessum upplýsingum gefnum tel ég hæpið aö hægt sé með nokkrum rétti aö halda því fram aö hér sé unnið í laumi. Um ráðningar í störf Frá því starfsemi Námsgagna- stofnunar hófst meö breytingum á. lögum um Ríkisútgáfu námsbóka og Fræösiumyndasafn. ríkisins 1979 hefur veriö auglýst eftir umsóknum í allar stööur í stofnuninni, að einni undanskiiinni, þar meö taldar allar stjórnunarstööur. Þaö er því meö öllu tiihæfulaust aö eitthvert leynimakk hafi ráöiö því hverjir komiö hafa til starfa hjá Námsgagnastofnun. Að lokum Væri ekki nær að stuðla aö jákvæðum samskiptum heimila og skóla meö málefnalegum umræöum fremur en aö gera starfsmenn skóla og þjónustustofnana þeirra tor- tryggilega í augum foreldra og alls almennings meö órökstuddum fullyröingum? Ásgeir Guðmundsson námsgagnastjóri. Bergsteinn Gizurarson langt umfram annað verðlag. Honum hefur verið talin trú um að hér á landi væri gnægö innlendrar ódýrrar orku, svo ódýrrar, aö hægt væri að leyfa sér ýmsa notkun hennar og dreifingu án tillits til efnahagslegra sjónarmiða. Þegar talaö er um innlenda orku gleymdist þaö, að hér var að mestu um erlendan kostnaö aö ræöa, f jármagns- kostnað í erlendri mynt. Gífurlegt stór- virki hef ur veriö unnið á síðasta áratug í uppbyggingu raforkukerfisms. Nú er búið aö tengja alla landshluta saman í eitt orkukerfi, dreifa raforku tii allrar landsbyggöarinnar. Margir hlutar þessa kerfis greiða ekki og jafnvel aldrei þann kostnaö sem þessu er sam- fara. Ákvarðanir um þessar fram- kvæmdir hafa verið teknar á félagsleg- um grundvelli og kostnaöinum dreift á hina almennu notendur. Uppbyggingin aö undanförnu hefur verið gerö með fjármagni sem tekið hefur veriö að láni til miklu skemmri tíma en líftími þessara mannvirkja veröur og meö þeim háu vöxtum er hafa tíðkast hin síöari ár. Á sama tíma var gripið til þess ráös í baráttunni viö veröbólguna aö neita orkufyrirtækjum um hækkanir til jafns viö breytt verölag. Sá taprekstur er þar safnaöist saman var svo jafnaður meö lántökum erlendis á háum vöxtum. Sá tími er þjóðin í góöæri átti aö safna í höfuöstól og eignast orkuveitur og virkjanir var sorglega misnotaöur. I staö þess aö greiöa smám saman niöur þessi varanlegu mannvirki voru jafnóðum tekin lán vegna rekstrar- halla sem fyrirskipaöur var af stjóm- völdum. Nú þegar tekjur þjóöarinnar hafa oröið fyrir miklum afföllum á allt í einu aö greiða þessar skuldir. Þaö er því ekki að undra aö almenningur líti til samanburöar, til hins lága orkuverðs sem stóriðjan nýtur og telji þar kominn sökudólginn, þó ástæöan sé raunar fyrirhyggjuleysi innlendra stjómenda. Meðalframleiðslukostnaður Landsvirkjunar Því hefur veriö haldiö fram til stuön- ings þeirri kenningu aö almenningur greiöi niöur orkuna til álversins, aö ,meöal framleiöslukostnaöur Lands- virkjunar hafi veriö tæp 19 mills á kwst. á síðastliðnu ári. Þetta eru rök sem virka sannfærandi. Sannleikurinn er sá aö útreiknaður framleiöslu- kostnaöur Landsvirkjunar á síöastliönu ári var 16 mills á kíló- vattstund. Sú tala er fengin með því aö endurmeta allar virkjamir til núviröis, reikna meö afskriftum á 40 ámm og vöxtum þeim er greiddir voru í raun. Ef litiö er á vextina svara þeir til 4% raunvaxta af eignum eöa 1% hærra en hinn almenni lántakandi þarf aö greiöa af vísitölubundnum lánum hér innanlands. Eg trúi því aö flestir skilji aö þessi tala 16 mills á kwst. segir okkur lítiö um þaö hvað orkan sem Lamjsvirkjun selur álverinu hefur kostaö í raun, þar sem hér hefur veriö sleppt þætti verðbólgunnar, sem skorið hefur niður kostnaö okkar viö fjár- festinguna í þeim virkjunarmann- virkjum er viö seljum álverinu aðgang aö. Þegar beitt er tölum sem hér um ræöir án skýringa er vissulega um villandi málflutning að ræða. Á þaö skal bent í þessu sambandi aö greiðslu- byröi Landsvirkjunar er einnig meiri en svarar til heföbundins afskriftar- tíma orkumannvirkja, þar sem mörg þeirra erlendu lána er tekin hafa veriö greiðast niður á mun skemmri tíma en 40 árum. Auk þess verður aö líta á þaö aö framleiöslukostnaöur orkufyrir- tækis getur veriö mjög mismunandi reiknaö á kwst. eftir því á hvaöa tíma hann er reiknaöur. Framleiðslu- kostnaöur einstaks árs er því mjög óörugg viðmiðun. Athugun Orkustofnunar Orkustofnun sendi i júní síöast- liönum frá sér greinargerö um áhrif ra'forkusamningsins viö ISAL á raf- orkuverö Landsvirkjunar til al- menningsveitna. Þar er borið saman þaö verð er almenningsveitur hefðu þurft aö greiða raforku meö og án samningsins við ISAL. Miöaö er viö aö Búrfellsvirkjun heföi samt verið byggö á sínum tíma, en verið nýtt smám saman af raforkuþörfinni innanlands. Niöurstaöan var, miöaö viö þaö raf- orkuverö er þá gilti (fyrir bráöa- birgðasamninginn), að almennings- veiturnar hafi greitt lægra verð fyrir raforkuna meö ISAL-samningnum en án hans, sem munar 11% aö meöaltali fram til ársins 1982, en sé litið til lengri tíma veröi almenningur aö greiða hærra verö meö samningnum en án. Eftir síöustu hækkun raf- orkunnar til ISAL færist þessi tíma- setning fram í tíma. Sem reikningsdæmi er þetta fróðleg niöurstaöa en aö líta á þetta sem raun- hæft mat á útkomu samningsins viö ISAL er ótækt. Gert er ráö fyrir aö viö Búrfell hafi verið virkjað án orkusölusamningsins, sem var ein meginforsenda þeirrar virkjunar og þeirra lána er til hennar fengust. Nú heyrist t.d. gagnrýni vegna þeirrar ó- nýttu raforku sem við eigum í virkjun- um og sama gilti á sínum tíma þegar Búrfellsvirkjun var ákveðin. Enginn gat þá gert sér grein fyrir að verðbólg- an myndi skera svo niður fjármagns- kostnaðinn að virkjunin gæti staðið ónýtt og beðiö vaxandi þarfa almenn- ingsveitna og sparað þannig orkufram- kvæmdir á tímum hækkandi virkjana- og fjármagnskostnaöar. Ef farið er aö ímynda sér hinar og þessar áttir sem þessi mál heföu getaö þróast í, þá verður varla sagt annað en aö viö höfum þrátt fyrir allt farið einna hag- stæöustu leiöina í þessu máli. Hag- stæðast heföi auðvitaö veriö aö Búr- fellsvirkjun og orkuframkvæmdir síöasta áratugar heföu veriö áratug fyrr á feröinni. Þá heföum við sloppið fyrir horn og verðbólgan í heiminum oröiö til þess aö fjármagnskostnað- urinn heföi oröið allt annar en raun ber vitni. Þrátt fyrir að forsendur Orkustofnunar séu svona óraunhæfar í þessum samanburði er niðurstaðan sú aö almenningsveiturnar hafa greitt lægra verö fyrir raforku til þessa með sölusamningnum viö ISAL en án hans. Þetta er merkileg niöurstaöa þar sem hér er ekki meötalinn sá ávinningur er við höföum af þvi aö fjárfesta á hagstæöum tíma og þáttur verðbólgunnar sem skorið hefur niður fjármagnskostnaöinn. Þetta er aðalátriðið þó halda megi því fram, að virkjunarkostnaöur hafi orðið meiri en séð var fyrir og orkuvinnslugeta minni. Þó raungildi raforkuverös til álversins hafi minnkaö meö veröbólgunni hefur veröbólgan enn frekar dregið úr fjár- magnskostnaðinum. Þar sem raforku- veröið til álversins hefur þó eftir á ver- ið leiðrétt með tilliti til virkjunarkostn- aðar hefur hagnaður almennings- veitna orðið meiri en ætlað var í upphafi, en ekki minni eins og haldið hefur verið fram. Bergsteinn Gizurarson, verkfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.