Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Blaðsíða 12
12 DVfFÖSTÖÖÁftM Í6' ÖESEMBERT983ír; Einkaeignarréttur Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjómarformaður og úfgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó'ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SiDUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 8M11. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Siðlaus sjúklingaskattur Ríkisstjómin hefur í hyggju að leggja sérstakt gjald á sjúklinga fyrir fyrstu dagana, sem þeir þurfa að dvelja á sjúkrahúsum. Gjaldið á að nema frá þrjú hundruð til sex hundruð krónum á dag, en að öðru leyti hefur ekki verið upplýst, hvernig fyrirkomulag þessarar gjaldtöku verður. Þó heyrist sagt, að gjald verði því aðeins tekið af sjúkl- ingum, að tekjur þeirra séu vel fyrir ofan meðallag, og eins verði langlegusjúklingum sleppt viö greiðslu. Meö þessari gjaldtöku, ef af verður, er brotið blað í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Með almennum skatt- greiðslum hafa íslendingar staðið undir myndarlegu heilbrigðiskerfi, þar sem læknaþjónusta og hjúkrun er látin ókeypis í té að öðru leyti. Þessu höfum við verið stolt af, enda er það ein af grundvallarskyldum samfélagsins að veita borgurunum bestu fáanlegu sjúkraþjónustu án tillits til efnahags eða þjóðfélagsstöðu sjúklinga. Vissulega er heilbrigðiskerfið dýrt og stórt í sniðum, og þegar sjúkralega dag hvern kostar hátt í tíu þúsund krónur, vakna stöðugt spurningar, hvort og hvernig megi spara og veita aðhald í sjúkrahúsarekstri. Lítið hefur þó verið aðhafst í þeim efnum. Hins vegar hefur þeirri hugmynd oft skotið upp kollinum áður, að sjúklingum skuli gert að greiða ein- hvers konar daggjald fyrir þá þjónustu, sem þeir verða aðnjótandi með sjúkrahúsvist. Ávallt hefur verið horfið frá þeim ráðagerðum. Hafa þar bæði valdið pólitískar ástæður sem og sú almenna skoðun, að sjúklingaskattur hvers konar væri ómanneskjulegur og ranglátur í sjálfu sér. Það er siðlaust að hafa sjúkt fólk að féþúfu og það er rangt að gera þá kröfu til tiltekins hóps í þjóðfélaginu, að hann borgi tvisvar fyrir þá heilbrigðisþjónustu, sem allir eiga aö hafa jafnan rétt og aðgang að. Vissulega má halda því fram, að efnaö fólk hafi alla burði til að greiða fyrir mat sinn og umönnun, þegar það er lagt inn á sjúkrahús vegna veikinda. En þá er þess einnig að gæta, að það fólk hefur áður greitt keisaranum það, sem keisar- ans er, með háum sköttum í samræmi við framtöl sín. Ef íslendingar vilja hafa jafnrétt og jafnræði í heiðri, gengur sérstakur sjúklingaskattur þvert á alla réttlætiskennd. Ef slíkur skattur er viöurkenndur, má alveg eins búast viö því, að önnur almenn þjónusta, svo sem þjónusta strætisvagna, rafveitna, löggæsla eða til að mynda lána- viðskipti hjá ríkisbönkum, verði skattlögð sérstaklega, þegar efnaðir þjóðfélagsþegnar eiga í hlut. Og hvað með skólana? Má ekki búast við, að börn efnaöra foreldra verði látin greiða sérstakt gjald fyrir skólagöngu sína með sama hætti og sömu fjölskyldur eiga nú að greiða innlegugjald fyrir sjúkravist? Núverandi ríkisstjórn hefur heitiö því í stjórnarsátt- mála sínum, að greiðslubyrði skatta verði ekki aukin. Nýr skattur á sjúklinga er brot á þessu fyrirheiti. Ef stjórnvöld hyggjast svíkja loforð sín, með siðlausri skatt- lagningu á sjúkt fólk; er auðvitað mun heiðarlegra að ganga hreint til verks og hækka tekjuskatta sem þessu nemur. Það er hins vegar út í loftið að þykjast standa aö niður- skurði í ríkisrekstri, en leggja það svo eitt til að skatt- leggja sjúklinga, en halda rekstrinum óbreyttum að öðru leyti. Yfirvöldum væri nær að einbeita sér að þrjú hundr- uð milljóna króna niðurskurði á sjö milljarða króna heilbrigðisþjónustu, í stað þess að leggja skatta á sjúkt fólk. Það er bæði siðlaust og vitlaust. ebs á fiskistofnum Guömundur H. Garöarsson benti réttilega á þaö i ræöu á Alþingi, aö meö frumvarpi ríkisstjómarinnar um kvótaskiptingu á veiðum allra helstu fisktegunda á Islandsmiöum væri verið aö takast á um eigna- skipulagiöílandinu. Grundvallarreglan skv. frum- varpinu veröur sú, aö settur verður kvóti um veiðar, og á kvótinn aö fylgja skipum. Þessi kvóti verður svo framseljanlegur. Meö því aö kvótinn er framseljan- legur er hann orðinn viökomandi út- geröarmanni verömæti. Utgerðar- maöurinn getur ákveöiö verömæti hans í samningum við aöra útgerðar- menn t.d. meö því að skipta á kvót- um, eöa meö því aö framselja kvót- ann meö öörum hætti. Og þá er spurningin ? Geta kröfuhafar útgeröarmanns- ins gengið inn í þennan rétt? ; Viö skulum t.d. hugsa okkur, aö olíufélag hafi um nokkurt skeiö lánaö útgeröarmanninum oliu. Getur olíu- félagiö gert fjárnám í kvótanum og tryggt þannig greiöslu tii sín, og þá látið selja kvótann á uppboöi eftir at- vikum? Ef útgeröarmenn geta hag- nýtt sér aflakvótann aö vild, þá virö- ist ekkert vera þessu til fy rirstööu. Séreignarréttur útgerðarmanna Þetta leiöir svo til þess, aö með frumvarpinu er verið aö leggja til, að almennur eignarréttur landsmanna á fiski hverfi, en í staöinn komi sér- eignarréttur þeirra útgerðarmanna, sem úthlutaö er kvóta. Eg tel rétt aö taka fram, aö meö oröinu útgeröar- maöur á ég viö þá, sem eiga skip, hvort heldur það eru einstaklingar, hlutafélög, samvinnufélög eöa opin- berir aðilar. Og ég spyr: Ef mönnum dettur síöan í hug aö afnema þessi kvóta- réttindi og gefa veiöar í landhelginni frjálsar á ný, er þá ekki veriö að taka af mönnum eignarréttindi, sem var- in eru af stjómarskránni? Nú hefur veriö kvótaskipting á fisktegundum áöur. Og er þá eðlilegt aö menn vísi til þeirrar reynslu. En þóermunurá. Áöur hafa kvótaleyf- in verið persónubundin hverja ver- tíð, og óframseljanleg. Nú á hins vegar að úthluta kvótaleyfum aö því er viröist til frambúöar og gera þau framseljanleg. Áöur var ekki veriö aö úthluta eignarrétti — nú er verið aö koma því skipulagi á. I sjálfu sér er ekkert athugavert viö það, aö skipta fiskstofnunum þannig — en þá veröa menn líka aö viðurkenna, hver er stefna frum- varpsins. Halldór Ásgrímsson talar um kvóta og vill úthluta þeim til út- valdra — Hannes Gissurarson talar um veiðileyfi og vUl selja þau hæst- bjóöanda — þannig aö aUir hafi aö- gang aö. Ég haUast aö því síöar- nefnda. Haraldur Blöndal Við hvað á að miða? 1 frumvarpi rikisstjórnarinnar er talaö um, aö ráöherra eigi aö úthluta eftir reglum, sem hann setji sér sjálfur. Þannig er ekkert í frumvarpinu, sem bannar ráðherra aö setja t.d. póUtísk skilyröi fyrir leyfisveiting- um. Hann getur ákveöiö, aö enginn útgeröarmaður á Stór-Reykjavíkur- svæöinu fái veiöileyfi, og hann getur ákveöiö aö enginn stóru togaranna fái leyfi. Og það segir ekkert um þaö, hvort eigi aö miöa viö afla skipa — aðeins, aö það megi setja slíkt skU- yröi. Og þá er ekkert sagt um, hvemig eigi aö meta aflann. Siguröur Líndal prófessor, hefur nokkrum sinnum bent á í blaðagrein- um, aö Alþingi framselji stundum vald sitt fram úr hófi. Eg held, aö þarna sé um slíkt valdaframsal að ræða. Og svo er skömmin kórónuö meö því, aö brot gegn hinum óskU- greindu geöþóttareglum ráöherrans veröa gerö refsiverð meö allt aö 14.000,00 guUkróna sekt! Hvað með áhöfn? Skipstjórar hafa bent á, aö ósann- gjarnt sé, aö miöa kvótann viö skip- in — oftast megi kenna eöa þakka aflabrögðin skipstjóranum — og ef góður skipstjóri sé tekinn tU þess aö bjarga skipi eftir skipstjóm skuss- ans, þá muni nýi skipstjórinn sitja fastur í aflakvótum gamla skipstjór- ans. Þannig óska skipstjórarnir eftir því, aö veiöileyfin séu bundin viö þá — þeireigi þau. En hvað mega þá áhafnirnar segja? Mér er nær aö halda, aö áhafnirnar telji sig stundum eiga nokkurn þátt í því, hvernig tU tekst, — og þær séu ekki tUbúnar aö sam- þykkja þaö, aö aflinn í sjónum sé einkamál skipstjóra og útgeröar- manna. Er ekki nauösynlegt, aö menn velti þessum vandamálum eitthvaö fyrir sér? Eg held, aö alþingi veröi sjálft aö setja allar úthlutunarreglur hér. Þaö kostar aö vísu talsverða vinnu og fyrirhöfn og olnbogaskot viö kjós- endur útií kjördæmum. En þaö er útilokaö aö setja lög, sem heimUa ráöherra aö gera þaö, sem honum þóknast innan landhelginnar, svo aö vitnað sé til oröa Guðmundar Einarssonar á Alþingi. Kemur ekki þing- nefndum við I frumvarpinu er gert ráö fyrir aö sjávarútvegsnefndum Alþingis sél gerö grein fyrir kvótaskiptingu. Þetta ákvæði er hlægilegt. Alþingi á ekki aö fylgjast meö framkvæmd laga meö þeim hætti. Alþingi á aö setja „opinberar reglur.” Þessar reglur heita lög. Ef maður telur sig órétti beittan á aö tryggja honum leiö tU þess að ná rétti sínum fyrir dómstólum. Almennar þingnefndir geta aldrei gert slíkt. Þá eru þær aö taka sér dómsvald, en tU sliks hefur Alþingi ekki heimild. Haraldur Blöndal. Orkusalan til fsal: Hvað er raunhæft í gagnrýninni? Oftast er miklu auöveldara aö gera menn óánægöa meö hlutskipti sitt en aö fá þá til aö líta raunsæjum augum á eigin hag þegar viö utanaökomandi aðila er að eiga. 1 gagnrýni þeirri er. beinst hefur að fyrri og síðari orkusölu- samningum okkar við ISAL, hefur óspart veriö boriö saman þaö orkuverö er viö greiöum hér innanlands og það orkuverö er álverið greiöir. Menn geta ekki skUiö hvernig raforkan geti verið svo dýr hér hjá almennum notendum þegar hægt er aö selja hana erlendum kaupanda fyrir brot af því verði. Mönnum blöskrar þegar borinn er saman fjöldi kUóvattstunda sem al- menningsveitumar nýta í samanburði viö álveriö og þær greiðslur er fyrir þessa raforku fást. Skiptir þá engu máli aö í upphafi var ekki gert ráö fyrir því að tekjur af raforkusölu tU álversins yrðu notaöar til aö greiða niöur raforku til almenningsveitna aö ööru leyti en því aö hluti Búrfells- virkjunar fékkst í upphafi tU nota al- menningsveitna Islendingum aö kostnaöarlausu. Reynslan hefur samt sem áöur oröið sú, aö æ minni hluti tekna af raforku- sölunni tU álversins fer tU greiðslu þeirra lána er stofnaö var til í upphafi og nýtur aUur almenningur þess. Ástæöan fyrir þessari þróun er fyrst og fremst verðbólgan í heiminum sem hefur skekkt aUt mat manna í þessu máli. Veröbólgan verður tU þess aö þaö orkuverð er samið var um í upphafi veröur hlægUega lágt í samanburöi viö verö orku frá nýjum virkjunum. Lán þau er fengust til BúrfeUs- virkjunar á lágum vöxtum hafa einnig brunniö upp í verðbólgunni og veröa héöan af aldrei greidd í raun. ISAL hefur hagnast á verðbólgunni eins og viö. Þó hefur tekist aö fá hækkun raforkuverðs í samræmi viö hækkaöan stofnkostnað í nýjum virkjunum. Islendingar hafa því fengiö miklu meira út úr þessari orkusölu en áætlað var í upphafi. Ef verðlag hefði haldist stööugt heföu þessar hækkanir ekki fengist og tekjurnar af orkusölunni tU álversins gengið aUar til afborganalána. Sá aðUi sem í raun hefur tapað, eru eigendur þess fjármagns er fékkst að láni tU virkjanaframkvæmdanna í upphafi. Ekki hefur heyrst um neinar bakkröfur frá þeim aöilum svo vitaö sé. Því er öfugt farið, að verðbólgan sem hefur fært okkur óvæntar tekjur af þessari fjárfestingu skuli veröa tU að rugla svo mat almennings á hagnaði okkar af henni, aö stór hluti hans telji okkur hafa verið hlunnfama. Raforkukostnaðurinn innan- lands Þaö er ekkert undarlegt, að hinn almenni notandi raforku hér á landi sé móttækilegur fyrir þeim áróöri, aö hann sé látinn greiöa niöur raforku fyrir erlendan auöhring, þegar raf- orkureikningur heimilanna hækkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.