Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1983, Blaðsíða 34
hljómplata ný lslensk tónlist fœst 1 hljómplötu- & bókaverslunum kr.399 Kópasker: Refafóður og annað fóður Frá Auöuni Benediktssyni, fréttarit- ara DV á Kópaskeri. Svokölluðum aukabúgreinum í land- búnaöi hefur stórlega fjölgað síðustu árin og er nú svo komið að engin þykir sýsla með sýslum nema hafa a.m.k. innleitt eina slíka. Svo er einnig hér í Norður-Þingeyjarsýslu. Refabú eru þrjú hér í nágrenni og þaö fjórða að bætast við á næstu dögum. Nokkrir byrjunarörðugleikar hafa veriö, t.d. er frjósemi aöeins 4—6 hvolpar eftir læðu, en ástæöan fyrir því er aðallega sú að margar læður hafa reynst geldar þegar til átti að taka. Einnig hafa skinnin reynst heldur dökk og yfirhár á þeim ekki nægilega góö. Nýlega fóru fyrstu 400 skinnin héðan á markað en ekki er enn vitað hvaða verð fæst fyrir þau. Fóöur fyrir þessi bú er framleitt hér á Kópaskeri, hjá Kaupfélagi Norður- Þingeyinga, og hefur það fyrir- komulag reynst vel og fóðrið talið mjög gott. En fleira er framleitt hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga en refafóður. öll svið úr sláturhúsinu eru verkuð og send á markað tilbúin í pott neytand- ans. Það sama má segja um efni til sláturgerðar. Þaö er allt lagað hér á staðnum og sent á markaö tilbúiö í pottinn. Viö þessa framleiðslu hafa 15—20 manns atvinnu fram eftir vetri. Miövikudaginn í síðustu viku var lógað hér 37 ungnautum og reyndist fallþungi þeirra vera samanlagður um 5 tonn af kjöti. Þeir sem hafa nautakjöt í jólasteikina geta því verið rólegir, af nógu er að taka. Rjúpur ætti heldur .ekki að skorta hér. Þær hanga í kippum, að vísu misstórum, á all-‘ flestum snúrustaurum í þorpinu. Talandi um jólamatinn má ekkir gleyma hangikjötinu, en þaö er einnig framleitt á staönum, nánar tiltekið í reykofni KNÞ. Og þó að það fái færri en vilja þarf enginn hér aö líöa skort um jól og áramót að þessu sinni. GB. KARATEí LAUGARDALSHÖLL Karatefélag Reykjavíkur á 10 ára afmæli um þessar mundir og gengst fyrir sérstöku hátíöarmóti af því tilefni laugardaginn 17. desember kl. 15 í Laugardalshöllinni. Karatekappar víðsvegar af landinu munu mæta þar til keppni og verður bæði keppt af hálfu 5 manna sveita og einstaklinga. Aðgangseyrir að hátíðamótinu verðurkr. 50.00. Að mótinu loknu hefst síðan nám- skeið í þessari austrænu íþróttagrein og fer það fram í Hlíðaskóla dagana 18. til22.desember. Þjálfari á námskeiðinu verður kunnur karateþjálfari frá Svíþjóð, Ingo de Jong aö nafni, sem lagt hefur stund á ýmsar bardagalistir víða um heim, eftir þvi sem segir í fréttatil- kynningu frá Karatefélaginu. -BH Ingo de Jong hefur iðkað bardagalistir viða um heim og ætlar að þjáifa íslendinga i karate dagana 18. til 22. desember. Hann er lengst til hægri á myndinni. Úrnýrri verslun Fljótsbœjar hf. i Fellabæ á Egilsstöðum. Egilsstaðir Ný verslun í Fellabæ Frá Einari Rafni Haraldssyni, frétta- ritara DV á Egilsstöðum. Verslunarfélag Austurlands opnaöi á föstudag verslun í nýbyggingu Fljóts- bæjar hf. í Fellabæ. Verslunin er um 300 fermetrar á einni hæð og selur allskyns vörur, svo sem matvörur, búsáhöld, fatnaö, leikföng og fleira. Fljótsbær er almennt hlutafélag sem stofnaö var um bygginguna og eru hluthafar nær 70 talsins, þ.á m. helstu viðskiptaaöilar Verslunarfélagsins. Bygging hússins hófst í júní 1982 og er gólfflötur þess um 700 fermetrar á tveimur hæðum. I viðtali við framkvæmdastjóra Fljótsbæjar, §igurð Grétarsson, kemur fram að Verslunarfélagið rekur nú tvær verslanir í Fellabæ, eina á Egilsstöðum, og auk þess sláturhús, frystihús og veitingaskála sem opinn erásumrin. -GB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.