Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Page 1
 V Orka urnún tír sorpinu Neysluvenjur samtímans eru þess eölis að víöa er nauðsynlegt að grípa til háþróaðra vinnubragöa svo að ekki hljótist vandræði af sorpi og hvers kyns úrgangi og nú er svo komið á höfuðborgarsvæðinu við Faxaflóa að í óefni stefnir ef ekki verður gripið til róttækra ráða heldurfyrr enseinna. Sorphaugarnir á Gufunesi hafa lengi annaö þörfum Reykvíkinga, Mosfellinga, Seltirninga, Kópavogs- búa og Kjalnesinga en fullvíst er taliö að þeir muni ekki duga öllu lengur en til næstu 5—7 ára. Til greina kemur að velja ný og voldug haugstæði ekki allfjarri höfuðborginni en sú lausn er ekki talin býsna fýsileg og hafa bæjar- verkfræðingar á höfuðborgar- svæðinu sest á rökstóla -til þess að finna færar leiðir fram hjá þessum illa vanda. Hugmyndir bæjarverk- fræðinganna eru á þann veg, að sorpinu verði brennt og bruninn nýttur til orkuvinnslu. Ýmsar aðferðir þar að lútandi koma til greina og fari sem horfir má búast við þvi að innan fárra ára megi vinna að staðaldri allt aö 6 MW af raforku úr sorpi höfuðborgarsvæðisins og ennfremur hlytist af talsvert magn af vatnsgufu sem nýta mætti til iðnaöar eða annarra þarfa. Þórður Þorbjamarson, borgar- verkfræðingur í Reykjavík, sagði í samtali við DV að mjög væri litið til Svía í máli þessu enda væru þeir sporgönguþjóð um orkuvinnslu úr sorpi. Þórður sagði að ekki aðeins væru aöstæöur fyrir hendi til þess að draga úr sorphirðukostnaði á höfuöborgarsvæðinu og létta þannig útgjöld almennings heldur stæðu vonir til þess að sorpeyðingarfyrir- tæki þetta myndi ná endum saman og jafnvel skila dágóðum hagnaði. Meginhugmyndin er sú að sorpið verði brennt og við brunann fáist raforka og la.inig vatnsgufa sem nýta mœtti til iðnaðar. Hér setur -BH. herramaður fót sinn í orkulindina. YFIRBOÐ HAFIN Á LÁNAMARKAÐI — sjá bls. 38 Bandaríska tuskudúkku- æð«ð teygir anga sína til Hafnarfjarðar — sjábls.44 Englendingar hrifniraf — sjá íþróttir bls. 24-25 HREINSUMÚT %wm %XLlm INNAN LÖGREGLUNNAR — sjá bls. 16 LÖGGJÖF VANTARUM GREIÐSLUKORT — sjá bls. 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.