Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Qupperneq 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983.
vmm
Héraösvötn
\ vestari
\ 'V
Námur
y*
Ftuö
Skagafjöröur
Verksmiðja
| Vörugeymsla
\Sauöá
Kortið sýnir hvar steinuilarverksmiðjan verður staðsett, norðan við höfnina.
Skilyrði fyrir aðild
ríkissjóðs uppfyllt
—segir f ramkvæmdastjóri Steinullarverksmíð junnar
á Sauðárkróki
Rikisstjórninni er ekki heimilt að
leggja fram fé ríkissjóðs til steinullar-
verksmiöju á Sauðárkróki né veita
ríkisábyrgö eða taka lán vegna verk-
smiðjunnar fyrr en tryggt hefur verið
hlutafé annarra aðila og aflaö hefur
verið öruggara viöskiptasambanda.
Svo segja lög um verksmiöjuna, sem
Alþingi samþykkti í maí árið 1981.
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra, sem valdið hefur í máli þessu,
er ekki sannfæröur um aö skilyrði lag-
anna hafi veriö uppfyllt. Hann vill að
steinullarmenn geri grein fyrir stöðu
mála. .í’yrr en þeir hafa gert þetta fá
þeir enga peninga eðaábyrgðfrámér.
Eg vil að það sé fariö að lögum, bók-
staflega,” sagði Albert í viðtali við DV
ísíðustuviku.
1. grein laga um steinullarverk-
smiöjuhljóöarsvo:
„Ríkisstjórninni er heimilt aö taka
þátt í stofnun hlutafélags, er reisi og
reki steinullarverksmiðju, og að
leggja fram í því skyni allt að 40
prósentum af hlutafé þess, enda verði
hlutafé félagsins minnst 30 prósent af
stofnkostnaöi verksmið j unnar. ’ ’
DV leitaði til Þorsteins Þorsteinsson-
ar, framkvæmdastjóra Steinullarverk-
smiðjunnar hf. til aö fá svör við spum-
ingum um stofnkostnað, hlutafé ann-
arra aöila en ríkissjóðs og um við-
skiptasambönd.
,,Síöustu áætlanir sem miðaöar eru
við verðlag í september gera ráð fyrir
að stofnkostnaður verði 227,6 milljónir
króna,” sagði Þorsteinn.
„Þetta er allur fjárfestingarkostn-
aður með óætluöum vöxtum á
byggingartíma og lántökukostnaði,”
sagði hann ennfremur.
Samkvæmt upplýsingum Þorsteins
veröur heildarhlutafé 68,3 milljónir
króna. Það verður lagt fram að hluta
til á byggingartíma. Þann 30. nóvem-
ber síðastliöinn nam innborgað hluta-
fé 21 milljón króna. Auk þess voru 8,8
milljónir króna í formi skuldabréfa og
annarra greiðsluskuldbindinga. Þær
greiöslur koma á tímabili frá janúartil
mars næstkomandi.
„Það má segja að við höfum í raun
innborgaö hlutafé upp á 29,8 milljónir
króna,” sagði framkvæmdastjóri
Steinullarverksmiðjunnar.
„Áætlanir ganga út á að 19 milljónir
króna greiðist á tímabilinu frá maí til
desember 1984, samhliða byggingar-
framkvæmdum, og 19,5 milljónir
króna á árinu 1985,” sagði Þorsteinn.
Hann upplýsti aö þær 29,8 milljónir
króna, sem hann sagöi þegar inn-
borgaöar, skiptust þannig: 11,1 milljón
króna frá aðilum á Sauðárkróki, 11,5
milljónir króna úr ríkissjóöi, 4,8
milljónir króna frá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga og 2,4
milljónir króna frá finnska fyrirtækinu
Partek.
Aðgefnu tilefni tók Þorsteinn fram
að hlutur heimamanna í verk-
smiðjunnni yrði 30,2 prósent eða 20,7
milljónir króna. Stærstu aðiiarnir
væru bæjarsjóður Sauðárkróks og
Kaupfélag Skagfirðinga.
Um skilyrði laganna um örugg viö-
skiptasambönd sagöi Þorsteinn aö það
ákvæði heföi komið inn í lögin vegna
hugmynda manna um að reisa stóra
verksmiðju sem stundaði útflutning í
miklummæli.
„Eitt af því mikilvægasta í við-
skiptasamböndum okkar er dreifing-
arsamningurinn við Samband
íslenskra samvinnufélaga,” sagði Þor-
steinn. Hann sagöi að SlS flytti inn um
og yfir 50 prósent af allri gler- og stein-
Þorsteinn Þorsteinsson, framkvsmda-
stjóri Steinullarverksmiðjunnar hf.
ull til landsins. Skilyrði í samningnum
væri að SlS hætti þessum innflutningi.
Hann sagði að þótt innflutningur
steinullar á síöasta ári hefði aðeins
numið 610 tonnum væri markaðurinn
stærri. Hann sagði að líta yrði á ein-
angrunarmarkaðinn í heild en hann
væri sem svaraði um sjö þúsund tonn-
um af steinull árlega. Þar í væru meðal
annars 45 þúsund rúmmetrar af plast-
einangrun, sem svaraði til 4.500 tonna
af steinull og um 1.000 tonn af glerull,
sem svaraði til 1.700 tonna af steinull.
„Samkvæmt okkar athugunum gæti
steinullin náð 4.000 tonnum af þessum
7.000 tonna markaöi,” sagði Þorsteinn.
Hann rökstuddi það með því að
Sauðárkrókssteinull yrði ódýrari.
Steinullarverð myndi að jafnaði lækka
um 40 prósent.
Þorsteinn Þorsteinsson telur aö búið
sé aö uppfylla þau skilyröi, sem eru í
lögum um steinullarverksmiöju, fyrir
aðild ríkissjóðs. Eina atriöið, sem gæti
boriö á milli, sé að hluti af hlutafjár-
greiöslum verður ekki aö reiöufé fyrr
en eftir áramót.
Gert er ráð fyrir aö verksmiðjan
verði fullbúin sumarið 1985 og að hún
muni í framtíöinni framleiða allt að
6.000 tonnum af steinull árlega.
-KMU.
v i %m
i, * j| w1 f
| 4m 7
Stórir bi/ar eins og strætisvagnar
lenda oft i miklum vandræðum á
gatnamótunum við Landakotsspit-
alann. Þar er bilum oft lagt þannig
að vagnarnir komast ekki fram hjá
og stöðvast þvi öll umferð þar.
Þetta gerðist fyrir helgina en sem
betur fer kom lögregluþjónn,
reyndar úr öðru lögsagnarum-
dæmi, á staðinn og hann bjargaði
málunum í það skiptið.
DV-mynd GVA.
Jón Oddsson, lögmaður eins lögregluþjónsins í Skaftamálinu:
Rannsókninni verði hraðað
— „Skjólstæðingur minn ætlar sér ekki að sitja undir þessum söguburði Skafta”
„Eg get því miöur ekki tjáö mig um
einstök efnisatriði opinberlega á
meöan það er í rannsókn og þess vegna
legg ég ríka áherslu á að rannsókninni
verði hraðaö. Skjólstæðingur minn
ætlar sér ekki að sitja undir þessum
söguburðiSkafta.”
Þetta sagöi Jón Oddsson hæstarétt-
arlögmaður í samtali viö DV í gær
vegna hins svokallaða Skaftamáls.
En eins og fram kom í frétt DV
síöastliðinn laugardag er Jón
lögmaður þess lögregluþjóns sem rætt
hefur verið um að hafi haft sig hvað
mest í frammi viö handtöku Skafta
Jónssonar blaðamanns.
Jón sagði ennfremur aö hann teldi að
sú rannsókn sem nú lægi fyrir frá
Rannsóknarlögreglu ríkisins væri bæði
vönduö og greinargóð.
„Enda hefur hún ekki hlotiö neina
efnislega gagnrýni af hálfu gagnaðila.
Lögmaöur Skafta hefur beint gagnrýni
sinni að umbúnaði rannsóknarinnar,
en slikt er alþekkt f yrirbæri úr afbrota-
fræöinni þegar aðili máls sér að mála-
tilbúnaður hans hefur ekki viö rök aö
styöjast.
Eg vil líka í leiöinni skjóta því hér
inn í að við upphaf rannsóknarinnar
geröi sá deildarstjóri hjá Rannsóknar-
lögreglunni, sem stýrði rannsókninni,
Skafta og lögmanni hans grein fyrir
því hvernig málum væri háttað. Og þá
var engin athugasemd gerð. ”
Nú gagnrýndi lögmaður Skafta
einnig fréttatilkynningu rannsóknar-
lögreglunnar, sagði að hún væri
villandi. — Hvaö um þetta atriöi?
„Eg hef ekki séð neitt athugavert við
fréttatilkynninguna.”
— En það hefur verið rætt um aö
Skafti hafi hlotið áverkana eftir aö,
hann var settur í handjárn. Finnst þér
þaö ekki vera kjami málsins?
„Eg tel að kjarni málsins sé sá
hvemig Skafti hafi meiðst. En ég hef
einmitt rökstuddan grun um að
áverkavottorö Skafta sé ekki í sam-
ræmi viö lýsingu hans á því hvernig
fa rið var með hann. ”
Að lokum sagði Jón að ýmis blaða-
skrif vegna þessa máls hefðu veriö
rekin af slíku offorsi og fyrirhyggju-
leysi aö þaö væri meö ólíkindum. -JBH.
• Mjög fjölbreytt úrval af gjafavörum.
• Leikföng, gott úrval.
• Allt til jólaskreytinga.
• Jólaskreytingar.
Kynnið ykkur okkar hagstæða verð
gjafavörum.
á
Jólastjörnur frá kr. 100.
Hýasintur frá kr. 35.
Ódýrar hýasintuskreytingar.
Kertaskreytingar.
Opið til kl. 21 alla daga,
Þorláksmessu til kl. 24, aðfangadag til kl. 14.
Gleðileg jól.