Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd endurhugsa herfræöilega stefnu sína. Flestir binda vonir við að samningaviðræður hefjist á milli stórveldanna aö nýju eftir áramót- in, á fyrirhugaðri afvopnunarráð- stefnu í Stokkhólmi í janúar, sem fulltrúar 35 ríkja sækja. Vona margir að Andrei Gromyko, utanríkisráöherra Sovétríkjanna, verði við opnun ráðstefnunnar 17. janúar og muni þá ræða við George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem leitt geti til slökunar þeirrar spennu sem nú ríkir. Margir telja að Sovétmenn ætli að bíöa og sjá hvort fjarvist þeirra frá samningaborðinu fær ekki banda- menn Reagans Bandaríkjaforseta til að þrýsta á hann um tilslakanir. Eftir því sem sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Marshall Brement, segir er lítið mark takandi á síðustu aðgerðum Sovétforystunnar en að slitin á samningaviðræðunum í Genf séu gerð í áróðursskyni til aö ná fram settum pólitískum markmiðum. Sendiherra Sovétríkjanna á Is- landi, Mikhail N. Streltsov segir að Sovétríkjunum sé full alvara með síðustu ákvörðunum sínum, bæði slitunum á samningaviöræöunum og fyrirhuguðum mótaðgerðum gegn staðsetningu nýju bandarísku eldflauganna í Evrópu. Hvorugur þessara manna er þó bjartsýnn á að einhver lausn fáist á þessum málum í bili, eins og kemur fram í eftirfarandi viötölum sem undirrituð átti við þessa fulltrúa stórveldanna á íslandi fyrir helgi. -H.Þ. Mikhail N. Streltsov, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi: ff Þorgeirsdóttir Bjartsýnin f Washington um að við snúum afturtíl Genfar er sýndar- mennska Mikhail N. Streltsov, sendiherra Sovétríkjanna. — Hverjiun augum lítur þú á þá stöðu sem hefur skapast að afloknum Genfar-viðræðunum? „Á tímabili détente eöa alþjóðlegrar spennuslökunar náðist góður árangur í samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna með sameiginlegu átaki beggja aöila. Samningar, sem þá voru gerðir til aö koma í veg fyrir kjamorkustyrjöld og takmarka vígbúnað á grundvelli jafns öryggis, voru afar mikilvægir. En síðan fór fram í Washington „endurmat á verð- mætum” og þeir tóku þá stefnu að lýsa yfir „hernaðaryfirburðum Sovétríkj- anna” og töluðu um að fyrir hendi væri „sovésk hernaðarógnun”. I huga fólks var sáð vantrausti í garð Sovétríkjanna og sovéskrar utanrikis- stefnu. Því þessar staðhæfingar um hemaðarlega yfirburði voru ekki í samræmi við raunverulegt ástand. Til þess að renna stoðum undir goðsögn- ina um „sovéska hemaöarógnun” og sovéska hernaðaryfirburði” var hrint af stað áróðri, þar sem látiö var í veðri vaka að „Sovétríkin hefðu einokun á meðaldrægum eldflaugum, þó að staðreyndirnar hrektu algerlega þann áróður. Sovétríkin eiga í Evrópu 938 meðaldræga skotpalla eða 465 flug- vélar, sem geta boriö kjarnorkuvopn og 473 eldflaugar og er helmingur þeúra gamall. NATO á 857 skotpalla eða 162 eldflaugar í eigu Englands og Frakklands og 695 flugvélar sem geta borið kjamorkuvopn. Við eigum fleiri skotpalla en NATO á fleiri kjarnaodda. I heild ríkir gróft jafnvægi á sviði kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu. Slíkur er raunveruleikinn.” — Var ekki rætt um hemaðarlega yfirburði í tengslum við SS—20 eld- flaugar Sovétríkjanna, sem beint er að Evrópu og sem Sovétmenn hófu staðsetningu á 1977 og hafa haldiö áframsíðan? „Þær ásakanir frá NATO, aö upp- setning SS—20 eldflauganna hafi raskaö jafnvæginu, eru út í hött. Áður en við ákváðum einhliða að hætta uppsetningu 1982 hafði venjuleg endur- nýjun átt sér staö. SS—20 eld- flaugarnar eru liður í endurnýjun. Þær koma í staðinn fyrir SS—4 og SS—5 eld- flaugarnar. Núverandi stjóm Bandaríkjanna skýlir sér á bak viö áróöur um hemaðarlega yfirburöi Sovétríkjanna og hefur tekið þá stefnu aö raska núverandi hernaöarjafnvægi og ná í raun og vem yfirburðum yfir Sovétríkin og bandamenn þeirra á þessu stigi fyrst og fremst með því að setja upp nýju eldflaugamar í Vestur- Evrópu. Þessar eldflaugar geta á sex til átta mínútum eyðilagt mjög mikil- væga staði innan Sovétríkjanna eins og stjómstöövar okkar. Það er ekki hægt annað en að sjá að meginþættirnir í þeirri áætlun Bandaríkjamanna að koma þessum eldflaugum fyrir styðja kenninguna um takmarkaða kjamorkustyrjöld, eða hugmyndir um langvarandi kjamorkuátök og „fyrstu kjamorku- árás”. Bandaríkin hafa ekki skuldbundið sig einhliöa til að beita ekki kjarnorkuvopnum að fyrra bragði eins og Sovétríkin hafa gert og í Washington er ekki útilokað að beitt verði kjamorkuvopnum aö fyrra bragði. Þegar á heildina er litiö,” heldur sendiherrann áfram, „þá hefur til- koma SS—20 eldflauganna í engu breytt hernaöarjafnvæginu í Evrópu. Það hefur verið dregið úr fjölda so- véskra eldflauga og enn er samsvömn á milli vopnakerfa beggja aöila. SS—20 eru settar upp til mótvægis við meðal-* 1 dræg vopnakerfi Bandaríkjanna og annarraNATO ríkja.” — Sovétríkin hafa komiö upp hátt á fjórða hundrað SS—20 eldflaugum fyrir í Evrópuhluta Sovétríkjanna og í Asíu. „Yfirmaöur sovéska herráðsins, Ogarkov marskálkur, tilkynnti 5. desember sl. aö helmingur þeirra 455 SS--4 og SS—20 eldflauga sem til staðar em sé gamall.” Þýðir það að SS—20 sé helmingurinn af þessari tölu, en ekki 370? „Helmingurinn af þessum f jölda em gamlar eldflaugar eins og Ogarkov hefur lýst yfir,” segir sendiherrann. Streltsov heldur því fram að hann sé þeirrar skoðunar að nú ríki hemaðar- jafnvægi. „I Genfar-viðræðunum vildu Bandaríkjamenn að Sovétríkin skæm vemlega niður meðaldræg kjamorku- vopn sín, ekki aðeins í Evrópuhluta landsins heldur einnig í Asíuhluta þess, en Bandaríkin áttu aftur á móti að fá aö auka verulega vopnin í meöaldrægu kjarnorkuvopnabúri sínu.” — Hvernig útskýrir þú það að jafn- vægi ríki varðandi meðaldrægar eld- flaugar? „Jú, Sovétríkin eiga nú 473 eld- flaugar og 465 flugvélar sem geta borið kjamorkuvopn. Okkur finnst sanngjarnt, erns og komið hefur fram í Genfar-viðræðun- um, að niðurskurður felist í að hvor aðili hafi þrjú hundmð vopn eða 162 eldflaugar og 138 flugvélar sem borið geti kjamorkuvopn. Hin svokallaða núll-lausn, sem Bandarikjamenn hafa sett fram, er fólgin í því að viö tökum burtu allar okkar kjarnorkueldflaugar en höldum flugvélum sem geta borið kjarnorkuvopn, sem eru 465 að tölu. Hins vegar þýðir núll-lausnin fyrir þá aö hinum 572 nýju kjarnorkueldflaug- um verður ekki komiö fyrir en eftir standa hjá NATO kjarnorkuvopna- kerfi Frakka og Breta, sem em 695 flugvélar sem borið geta kjarnorku- vopn og 162 kjamorkueldflaugar. Það sem gerðist í þessum viöræðum var að Bandaríkjamenn afhjúpuöu fyrirætlanir sínar. Þeir notuöu þennan afvopnunarþátt ákvörðunar srnnar frá 1979 til aö hylma yfir raunverulega fyrirætlun sína um að koma eld- flaugunum fyrir. Þeir vildu koma viðræðum þessum í ógöngur. Uppsetn- ing sú sem nú er hafin á Pershing II og stýriflaugum Bandaríkjanna í Vestur- Þýskalandi, Englandi og Itah'u er skref í átt til ógnvekjandi þróunar.” — Lítur þú á að með þessu móti hafi skapast mikið spennuástand? Eða er það eingöngu bragð af hálfu sovéskra stjómvalda að andmæia eindrægni NATO með því aö bakka frá samninga- borðinu í bili? „Það er ekki bragð,” svarar sendiherrann og heldur áfram: „Pravda, málgagn sovéska kommún- istaflokksins, lýsti því yfir nýlega að Paul Nitze, helsti samningamaður Bandaríkjamanna, gengi um og breiddi út þær sögur að ákvörðun okkar að hætta viðræðum bæri ekki að taka alvarlega. Okkur er fullkomin alvara. Við munum taka til okkar ráða. Þær mótaðgerðir sem Andropov, leiðtogi Sovétríkjanna boðaöi 24. nóvember veröa að veruléika. Við munum koma upp meðaldrægum kjarnorkueldflaugum í Tékkóslóvakíu og í Austur-Þýskalandi. Við munum ennfremur koma upp kjarnorkueld- flaugum í kafbátum úti fyrir ströndum Bandaríkjanna. Þetta finnst okkur tilhlýðilegar mótaögerðú-. En áöur en þær verða að veruleika hefur Yuri Andropov beint þeún tihnælum til leiötoga Bandarikjanna og annarra NATO ríkja að yfirvega enn emu sinni allar afleiöingar slíkra aðgeröa. ” — Sovésk stjórnvöld eru samkvæmt þessu ekki tilbúin að gera tilslakanir til að draga úr þeúri spennu sem nú ríkir. „Við gerðum ýmislegt sem var í okkar valdi til að stuðla að auknu gagnkvæmu trausti á meðan á þessum viðræðum stóð. En Bandarikin og þeú- sem stuðla að uppsetningu bandarísku eldflauganna í Evrópu bera ábyrgð á því að viðræðumar í Genf fóru út um þúfur. Við hættum við uppsetningu SS—20 á tímabili, við lögðum til frystmgu á núverandi ástandi og við vildum viðræður á lægri þrepum. En með framkvæmd ákvörðunar NATO hefur verið tryggt að vígbúnaðarkapphlaupið heldur áfram. Bandaríkin hafa sýnt að markmið þeú-ra er aö snúa hernaðarjafnvæginu sér í hag. Sú bjartsýni sem ríkir í Washington og víðar um að við munum snúa aftur að samnúigaborðinu í Genf er sýndar- mennska, tilraun til að koma sér hjá ábyrgö, villa um fyrir almenningi og veikja fjöldahreyfúiguna sem berst gegn uppsetningu bandarísku eld- flauganna. Eina leiðin til þess aö við snúum aftur að samnúigaborðinu er eins og Yuri Andropov hefur lýst yfir aö Bandaríkin og önnur NATO ríki hætti við uppsetningu eldflauganna. Ogn sú er okkur stafar af þessari uppsetningu er að meö þessu móti reyna Bandaríkjamenn aö gera sér kleift að greiða okkur „afvopnunarhögg” sem koma mundi í veg fyrir að Sovétríkin hefðu möguleika á að svara með kjamorkuárás. En auövitað geta þeú- ekki greitt okkur slíkt afvopnunarhögg án þess að taka áhættu á eigin sjálfsmorði. Þar eð báðir aðilar eiga miklar birgðir kjamorkuvopna, sem sett eru upp á fjölbreytilegan hátt og með tvöföldu stjómunarkerfi, verður ætíð um aö ræða svar.” — Hverju svarar þú þeirri gagnrýni á sovésk stjómvöld að þau hafi viljað notfæra sér aðstæður vegna friöar- hreyfinga í Evrópu og ýta undir sundr- ungu innan NATO? „NATO er árásarbandalag sem hefur það að markmiði að ráðast gegn samfélögum sósíalismans. Við viljum aö NATO sundrist og leysist upp í frumeiningar sínar. Við viljum reyndar hið sama með Varsjárbanda- lagið. öll hemaöarbandalög em af hinuilla.” Nú brosir Streltov og segú: „Fólk veit almennt ekki að Stalúi sótti um að fá að undirrita samning Atlantshafs- bandalagsúis árið 1949. Við emm ekki þeirrar skoöunar að fá allt eða ekkert. En eini ljósi punktur- úin í þeirri mynd, sem nú blasir við, er að takist aö slaka á spennunni má búast við lausnum í kjölf ariö.” — En hvemig á sú spennuslökun að koma til? „Það er ljóst að það er ekki hægt að hræða Sovétríkin og lönd húis sósíal- íska samfélags með kjarnorkukúgun og ekki hægt að neyða þau til að gefa eftir á einhvern máta. Satt aö segja sé ég ekki aðra lausn en að Bandaríkja- menn og önnur aöildarríki NATO hætti við framkvæmdimar varðandi staðsetnúigu nýju eldflauganna í Evrópu. Uppsetnúig nýju eldflaug- anna dregur aðeins úr stöðugleikanum á alþjóöavettvangi, gerú- heimúin enn brothættari og ýtir undir nýja hrúiu í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupinu. Slík þróun hefur í för með sér ófyrir- sjáanlegar afleiðingar, ef hún veröur ekki stöövuð, kannski óheillavænlegar fy rir siðmenningu mannsúis. ” — Þegar þú talar um nýja hrinu í vígbúnaöarkapphlaupinu, er þá ekki farið að syrta í álinn í efnahagsmálum Sovétríkjanna vegna stórkostlegra út- DV-ljósm. GVA. gjalda til varnarmála? Gæti ekki hugs- ast að sú forsenda væri tekúi inn í dæmiö hjá mótherjum ykkar, sem gera ráð fyrir ykkur aftur að samningaborðinu vegna þess aö þiö eigiö ekki annarra kosta völ? „Nei og aftur nei. Þetta er óskhyggja hjá leiðtogum NATO og áróður að so- vésku efnahagslífi sé stefnt í voða vegna útgjalda til vamarmála. Þetta eru vangaveltur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Möguleikar í sovésku efnahags- og atvinnulífi eru óþrjótandi. Land okkar býr yfir stór- kostlegum náttúruauðlúidum. Og spyrjir þú hvort sovésk alþýða sætti sig við léleg lífskjör þá svara ég að væntingar fólks í sovésku samfélagi eru aðrar en þið eigið að venjast. Það eru hagsmunir heildarinnar sem sitja í fyrirrúmi, ekki hagsmunir einstaklúigsúis. Að lifa og að vinna eru þeú- þættir sem eru í öndvegi. Atvinnu- leysi er ekki til hjá okkur.” — Þið hyggist halda áfram að víg- búast á fullu — hafið sútið samninga- viðræðum um meðaldræg kjamorku- vopn og óvíst er um framhald START. Hverjar eru horfur í friðarmálum samkvæmtþví? „Viö höfum slitiö samnmga- viðræðum og ákveðið að hugsa okkar gang og endurskoða stefnu okkar í hernaðarmálum. Við getum ekki látiö það viðgangast aö Bandaríkin tryggi yfirráðastöðu sma í heiminum. En ljóst er,” heldur Streltov áfram, „að ef ástandinu verður ekki breytt, ef alþjóðasamskipti í heild verða ekki stööug og jöfn, getur runniö upp sú stund að ekki verður hægt að snúa aftur úr hrmgiöu versnandi sam- skipta.” — Og þú væntú- þess að frumkvæðið komi annárs staðar frá en frá ykkur? „Alveg eúis og að Bandaríkjamenn, með rannsóknum súium á utanríkis- stefnum ríkja, spá í fyrirætlanir okkar gerum við rannsóknir á fyrirætlunum þeú-ra á þessum vettvangi. Eg er ekki bjartsýnn. Mér úst engan veginn á hugmyndir Reagans, t.d. um varnar- kerfi úti; geimnum. Það mun aöeins 1 ýta enn annarri hrinu vígbúnaðar- kapphlaups af stað. Þetta sjá margir vestrænir stjórnmála- og öryggismála- sérfræöingar þótt þeir séu and- kommúnistar,” segú- Streltov og bætir við: „Við munum ekki láta nokkurn hlut viðgangast sem er aöför til að firra okkur tækifæri til gagnárásar. Mannkynið á sér einn sameigmlegan óvin, sem er kjarnorkustyrjöld. Við mundum vilja sjá Evrópu, Bandaríkúi og aúa aöra heimshluta sem svæði sameigúilegra rannsókna og landnáms en ekki sem hernaðarvettvang. Og mig langar ekki til að mæla fjarlægðina miúi heúnsálfa í þeim mínútum sem ( það tekur balústíska eldflaug að fljúga á múú, heldur í nálægð sameiginlegra verðmæta, þar sem grundvaúaratriöið erúfiðsjálft.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.