Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Síða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983. 15 Vlenning Menning LÖNG ER LEIÐIN HEIM helst í Þýskalandi sem hún fann sig heima, enda var hún þar í öruggri umsjá fööur og móöur fyrstu átta ár ævinnar en þá slitu þau samvistum. Brynhildur hóf þá nám í dönskum barnaskóla og átti þar í stöðugum útistööum viö skólafélagana og suma kennarana af því hún kom frá Þýskalandi og svo var hún auk þess Islendingur. I stríðinu var hún í Þýskalandi fram til vors 1944 aö hún fluttist til Kaupmannahafnar og gekk þar í skóla fyrir þýsk böm. Hún haföi alla tíö sterka samkennd meö þýsku þjóöinni og samsamaði sig henni, og eru þessum tilfinningum hennar gerð góö skil í frásögninni enda snar þáttur í afstööu hennar til umhverfis- ins. Brynhildur kom heim meö fyrstu ferö Esju eftir stríöið, frá Kaup- mannahöfn í júli 1945. Þá haföi afi hennar,Sveinn Björnsson, verið for- seti lýðveldisins í eitt ár og bjó á Bessastöðum. Þar var Brynhildur um tíma og lýsir skemmtilega veru sinni hjá afa og ömmu Georgíu. Mamma hennar er óljós og eins og hún lendi í skugga hinna sterkari persóna, enda er hún komin út úr lífi Brynhildar aö mestu, hefur gift sig aftur Níels Dungal og átt meö honum börn. Myndin af pabba, Birni Sv. Bjöms- syni, er aftur á móti dregin skýrum dráttum, elskaður og virtur af dóttur sinni. Hann bauð henni meö sér og síðari konu sinni, Nönnu Egils söng- konu og hörpuleikara, til Argentínu árið 1949 og tók hún því boði fagn- andi. I Argentínu er Brynhildur nýút- sprungin rós og þar hittir hún mann sem hún giftist og eignast meö honum tvö böm. — En áfram heldur lifiö og saga þess og í bókarlok er Brynhildur nýgift Fríslendingnum sínum sem hún kynntist viö endur- komu til æskueyjarinnar Ammm í Noröursjó. Konan sú er ekki úr gleri og er Steingrimur Sigurösson. stórbrotið líf hennar sönnun þess að harmur og hrakningar og lífshættu- legar uppákomur nægja ekki til aö beygja eöa brjóta þá manneskju sem úr góöum efnivið er ger í upphafi. En hún veðrast, — sjóast mundu þeir segja fyrir vestan. Fjöldi mynda er í bókinni, sem gaman er aö skoöa, og kápumynd ein meö þeim bestu í haust, lítil nærmynd af söguhetju felld inn í mikið stækkaða mynd af henni yngri þar sem hún er eins og madonna úr Rembrantmálverki. En mest er um vert frásöguna, f jörlega og frumlega. Steingrímur er, nú alltaf dálítiö SER og hefur sinn sterka, persónulega stíl og þaö setur svip á frásögn Brynhildar. Ur sam- vinnu þeirra hefur orðið til bráö- skemmtileg bók og íslenskri persónusögu bæst nýr og fróðlegur kafli, þar sem höfuðpersónan er kona sem var lengi á leiöinni heim. Rannveig senn stuttoröur og gagnorður. Hann er að mínum dómi til fy rirmy ndar. Kjartan Olafsson er einkennilegur maöur á marga lund og ólíkur samtíöarmönnum sínum. Hann er mjög norrænn aö skapferli, og má telja þaö eftir atvikum til galla eöa kosta. Hann er skapstór maður og stoltur, en aö sama skapi dulur. Aö sumu leyti vegna fornrar skap- geröar hefur Kjartan aldrei aö fullu samlagast samtíöarmönnum sínum. Hann fer ekki fram á annað en rétt- læti, en honum er alveg fyrirmunað aö koma sér áfram, eins og þaö er kallað, meö því aö vera „réttum megin” í stjómmálum eöa í félögum, sem veita tækifæri til „sambanda”' til þess að koma sér áfram. Hann er ekki allra og erfitt að kynnast honum. Þess vegnahygg égaðhann sé misskilinn af mörgum. Þetta er hámenntaður maður meö próf í hagfræði frá Belgíu og starfaöi um árabil hjá Stjómar- ráöinu, sem færði sér þekkingu hans í nyt. En hann er of eirðarlaus og ólíkur öömm til þess að geta fellt sig til frambúðar viö svo venjulegt líf. Hann varö aöferðastogsjáheiminn eigin augum. Og þaö hefur hann ekki svikist um. Þegar oröinn víðförl- astur Islendinga. En hann bjó sig vandlega undir þetta starf með hlífðarlausu sjálfsnámi í ótrúlegustu tungumálum. Ekki veit ég ná- kvæmlega hve mörg þau eru orðin, en ekki munu þau vera færri en tíu. En þessi mikla tungumálaþekking kemur Kjartani til dæmis mjög aö notum, þegar hann safnar efni í Undraheim Indialanda, því hann hefur á valdi sínu þá tungu hindúa, sem útbreiddust er og getur því talað persónulega við næstum hvern sem er. Kjartan er maður fremur lágur vexti, en bætir þaö fyllilega upp meö miklum líkamsþrótti. Þannig er hann afar fimur og kattliðugur og léttur í spori. Enda lætur hann fjar- lægöir ekki hindra sig, þótt hani) þurfi aö bregöa fýrir sig fótum. Eftir minum útreikningi ætti hann aö vera orðinn nokkuð við aldur, en hann lítur áreiðanlega út fyrir að vera 20 árum yngri en hann er. ' Eins og bent hefur verið á hér að framan er Kjartan maöur ó- framfærinn og dulur, og ef til vill er það þess vegna hve mörgum bókaút- gefendum hefur yfirsést aö notfæra sér mikla tungumálakunnáttu hans. Til dæmis væri ekki ónýtt aö fá hann til að þýöa eitthvað úr fjársjóöi rúss- neskra bókmennta beint úr rúss- nesku. Þar segir víöa frá stór- brotnum örlögum, sem vel ætti viö skap Kjartans aö fást við. Eg spái því, aö Undraheimur Indíalanda eigi eftir aö seljast upp, eins og aörar bækur Kjartans Olafssonar. Eg vona einungis, aö þetta verði ekki síðasta bók hans. MERKILEGT FRAMLAG TIL ATVINNUSÖGU NORÐFJÖRÐUR — saga útgerðar og fiskvinnslu eftir Smára Geirsson. Bók sem áhugafólk um sögu sjávarútvegs ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Komin í bókabúðir. SAMVINNUFÉLAG \ ÚTGERÐARMANNA NESKAUPSTAÐ. SÍLDARVINNSLAN HF. NESKAUPSTAÐ. v ^ 'w'— '' •: GLIMRANDI GJAFIR" Jólin nálgast óðfluga. Nú gefa allir gjafir sem hafa notagildi og létta störfin, ekki síst í eldhúsinu. Komið við hjá okkur á Hverfisgötu 37. Við hjóðum vönduð og ódýr heimilistæki sem gera meir en að gleðja á jólunum, GIRMI KJÖLUR SF. Hverfisgötu 37 - Sími 21490.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.