Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Side 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983. KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 86511 GOTT TILBOÐ Mandarínur, 10 kg kassi, kr. 300. ^ ’ Appelsínukassi, 16 kg, kr. 590. Eplakassi, 21 kg USA, kr. 864. GOTT TILBOÐ: Tilboð, MS skafís, 2 lítrar, 107 kr. dósin. Tilboð, MS ísblóm, (4 ís- dósir), 41,75 kr. pk. 15% afsláttur af 1 lítra tab, fanta, sprite, freska, kr. 31,40. M 1 ORA grænar baunir, 1/2 dós, kr. 17,90. Svali, 18 pk., aðeins kr. 93. Nýja kjötið. Hangilæri, útbein uð, kr. 228. Hangiframpartar kr. 148. r Vörumarkaöurinn hf.| i / 4RMÚLA 1a EIÐISTORG111 Fréttamaöur DV fór og kannaöi vax- andi skógarsvæði, sem félagið hefur umráöarétt yfir. Þar voru tveir félag- ar viö aö fella tré til jólanna, þeir Sig- uröur Ágústsson, formaður félagsins, og Trausti Tryggvason. Aðspurður sagði Sigurður að félagið hefði starfað í 36 ár og starfsemin væri í nokkuð föstum skoröum. A sumrin er unnið við gróðursetn- ingu og grisjun trjáa, t.d. voru fengnir menn frá Hallormsstað í sumar sem leið til að leiðbeina félögum í Skóg- ræktarfélaginu við skógarsögun og grisjun. Mikið var gróðursett í sumar og t.d. var talsverðu af tr jám plantaö á vegum Stykkishólmshrepps. Á haustin og fram undir jól er unnið að merkingu trjáa til notkunar um jólin. Sigurður sagði, að ákveðið hefði ver- ið að fella um 40 tré í ár og þau hæstu væru um 5 metrar. Sala á furu- og grenitrjám verður dagana 20.-22. desember. Sigurður vildi að lokum þakka Stykkishólmsbúum góðan stuðning gegnumárin. -GB Frá Róbert Jörgensen, fréttaritara lætur mikið yfir sér en áorkar engu að DV í Stykkishólmi. síður miklu. Það er Skógræktarfélag I Stykkishólmi er félag, sem ekki Stykkishólms. DV-mynd Róbert Jörgensen. Stykkishólmur: LIFANDITRÉ FYRIR JÓLIN ,ÞEIR FÁ EKKI ÖRUGGARIBÁT” — segir Birgir Steingrímsson, en fyrirtæki hans á Húsavík hef ur smíðað nokkra straumróðrarbáta með gömlu lagi Litill vatnabátur var einn þeirra gripa á iönaðar- og þjónustusýning- unni á Húsavík á dögunum sem mikla athygli vakti. Framleiðslan er heima- manna og hin vandaðasta á allan hátt. Þaö er fyrirtækið Hlynur s/f á Húsavík sem hefur staðið að smíði nokkurra þannig báta. Birgir Steingrímsson, annar aðal- eigandi Hlyns, sagði í samtali við DV aö Hilmar Valdimarsson teldist aðal- smiður bátsins. Bátasmiöur væri hann þó ekki frekar en þeir hinir hjá fyrir- tækinu heldur húsgagnasmiður. Fyrir nokkrum árum var Hlynur meö tals- verða húsgagnaframleiöslu en þegar kreppa kom í henni var farið út í versl- unarrekstur. Þeir Hilmar eru laxveiðimenn, sagði Birgir, og veiða mikið í Laxá í Aðaldal. Þar eru um 30 bátar með þessu lagi í notkun. Voru það gamlir bátasmiðir sem nú eru hættir aö smíöa sem gerðu þá, meöal annars til að fara út í eyjamar í ánni eða milli bakkanna. Bátasmiðir þessir voru flestir frá Húsavík en heimamenn sumir kunnu listinalíka. Nú er svo komiö að bátamir á Laxá eru orönir 30 til 40 ára gamlir og úr sér gengnir. „Við Hilmar höfum séð um viöhald á bátunum fyrir Laxafélagið, sem er veiðifélag viö ána, og í gegnum viðhaldið kynntumst við smíöinni á þessu,” sagði Birgir. Þeir leituðu til gamalla bátasmiða, til dæmis Baldurs Pálssonar og sömdu við hann um að kenna þeim að smíða svona báta. Baldur var líka svo vin- samlegur að gefa þeim mót að þessum báti sem hann átti frá þeim tíma þegar hann sjálfur var að smíða. Er búið að smíða þrjá báta, sem Laxafélagið hef- ur fengiö, og báturinn á sýningunni fer á svokallaö Nessvæði í Laxá. Efnið í bátana er fengið frá Finn- landi og er sérstaklega valið. Þetta er fura af bestu tegund og tekin utarlega í trénu. Eiga þeir efni í þrjá báta sem ætlunin er að smíða upp úr áramótum. Ekki er um að ræða fjöldaframleiðslu ennþá, hvað sem veröur. Miðað viö 8 tíma vinnudag sagöi Birgir að einn mann tæki um mánuð að smíða svona bát. Lengdináhonumerl2fetogverð- iö hefur verið um 45 þúsund krónur. Þeir sem eru kunnugir lögun báta kannast ef til vill við svokallaöa Tjör- nesbáta. Þótt þessi sé bæði miklu minni og nokkuö öðruvísi lagaður, sagði Birgir að kalla mætti hann „miniútgáfu” af Tjörnesbátnum. Birgir er þarna á rólegum sjó. Þessi fallegl bátur á hins vegar eftir að kljást við Laxá í Aðaldal og væntanlega bera marga menn og stóra fiska. Allt verður nafn að hafa. Á sýningunni á Húsavik höfðu allir hlutar bátsins verið rækilega merktir. DV-myndir JBH. „Þetta er straumvatnsbátur, ekki sjó- róðrarbátur,” sagði hann og benti á skutlagið og slétt stefniö. „Þetta er miklu meiri bátur en þessir plastbátar sem veriö er að selja. Eini ókosturinn miðað við plast er að hann er þyngri en hann brotnar til dæmis ekki. Þetta er upplagður bátur fyrir eigendur sumar- bústaða viö vötn. Þeirfáekkiöruggari bát en þennan,” sagði Birgir og kom sér vel fyrir á einni þóftunni fyrir myndatöku. JBH/Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.