Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1983, Qupperneq 43
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1983. 43 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL - DÆGRADVÖL Kristfn Hjaltadóttir. „Hei alltaf jafn- gaman af Bond-myndunum.” DV-mynd: GVA. „Mikið skop íBond- myndunum” — sagði Kristín H jalta- dóttirsem varað fara á Ocotpussy „Þaö er mikið skop í Bond-myndun- um og hægt aö hlæja mikið aö þeim,” sagði Kristín Hjaltadóttir er viö spurö- um hví Bond-myndimar væru svo eft- irsóttar. Hún var aö fara á Bond- myndina Octopussy. Kristín sagöist hafa séö allar Bond- myndir síðustu 5 árin. „Og ég hef allt- afjafngamanaf þeim. Feröu mikið á bíó? „Nei, ekki nú orðið. Hef tvö börn til aö hugsa um og bíóferðunum hefur því fækkaö.” -JGH ert vandamál, sist þegar búið er aO tryggja sér miOa og beOiO er eftir' aO miOamaOurinn rífi af. „Þetta var þá rétt hjá þér” — Dægradvölin með ýmislegt á prjónunum í saumaklúbbnum hinum hláturmilda Þær voru ekki neitt venjulegar hlátursrokurnar sem viö fengum framan í okkur þegar viö mættum í saumaklúbb í Kópavoginum síöast- liðið fimmtudagskvöld. Sex óhemju hressar stúlkur áttu ekki til orö, bara hlátur, yfir komu okkar. Þegar hlátrinum var lokiö heyrðist sagt: „Þetta var þá rétt hjá þér eftir allt saman. ” Sú sem þetta fékk aö heyra var sú sem viö höföum hringt í og tilkynnt komu okkar. Hinar trúöu henni hins vegar alls ekki. Enda hvernig gátu þær trúað því aö fá Dvölina í heim- sókn í miðjum saumaskapnum? Tengjast allar Breiðabliki Allar eiga stúlkurnar þaö sameiginlegt aö tengjast íþrótta- félaginu Breiöabliki með einum eöa öðrum hætti, aöallega þó öörum. „Betri helmingur” þeirra flestra eru kappar sem hafa spilað eöa spila með félaginu, ýmist knattspyrnu eöa handbolta. Sú sem hélt klúbbinn í þetta skiptið heitir Kolbrún Jónsdóttir en „betri helmingur” hennar er Ölafur nokkur Bjömsson, fyrirliði Breiöabliks í knattspyrnu. Hinar heita Linda Björk Olafs- dóttir (Brynjar Björnsson), Fjóla- Finnsdóttir (Sigurjón Rannversson), Guöríður Guöjónsdóttir (ógift), Karen Júlía Júlíusdóttir (Valdimar Valdimarsson) og Guöríöur Hauks- dóttir (IngvarTeitsson). I þetta skiptið vantaði Eik Kristjánsdóttur, en hún er gift Kristjáni Halldórssyni Þær eruþví alla jafna s jö í klúbbnum. Fjögur ár eru nú síöan klúbburinn var stofnaöur og þær koma saman einu sinni í mánuöi. Þær skiptast á aö halda klúbbinn, sem yfirleitt er á fimmtudagskvöldum. Mikið rætt og pískrað „Hér er mikiö rætt og pískraö.” —: Um hvaö? „Allt milli himins og jaröar en þó mest um allt, sögöu þær hlæjandi og vildu ekki hafa fleiri orö um málefnin. „Þau eru hemaðar-' leyndamál klubbsins. ” Ástæöan fyrir saumaklúbbnum sögöu þær einfaldlega vera aö koma saman og halda félagsskapinn. Flestar eru ekki í öömm sauma- klúbbum. Þær hittast þó oftar. „Þaö er þegar kariarnir halda partíin, þá fáum viö aö koma. Þeim finnst heldur ekki verra ef við mætum með Buggles, Ritz-kex og annaögott „snack”.” Vel á minnst. Kökur og sauma- klúbbar hafa alltaf fariö vel saman. Og þaö vantaði ekki kökumar þetta kvöld. Kolbrún greinilega búin aö baka fyrir jólin, því nóg var af smá- kökunum. Dvölin nældi sér auövitaö í súkku- laðibitakökur, en þær hafa verið númer eitt á vinsældalistanum í jóla- kökubasamum í mörg ár. En hvaö sem öllum umræöuefnum leiö þetta kvöld f engum viö að vita aö ein ákvöröun haföi veriö tekin skömmu áður en viö mættum. Jú, partíið á gamlárskvöld var ákveðið en ekki fékkst uppgefið hvar það skyldi haldið. Og þetta er ekki í fyrsta skiptiö sem hópurinn kemur saman í gamlárskvöld. Hann hefur kvatt síðust sjö árin saman. Viö þökkuðum þeim því aö lokum fyrir gamla áriö og óskuöum þeim farsældar á nýja árinu. En eins og síöustu ár ætla þær þá að hafa ýmis- legtáprjónunum. —JGH Frænkurnar Gurrý Hauks og Gurrý Gauja bera saman prjóna sína. Hvort þœr eru meO garOaprjón, klukkuprjón eOa slótt og brugOiO vitum viO ekki. En okkur varalla vega brugöið leh, he, hel. OV-myndir: GVA Sex sótum viO aO sauma. Þessar hláturmildu stúlkur tengjast íþrótta- félaginu Breiðabliki með einum eða öðrum hætti; þó aOallega i gegnum eiginmennina. Talið frá vinstri: Fjóla Finnsdóttir (Sigurjón Ranversson), Linda Björk Ólafsdóttír (Brynjar Björnsson), Karen Júlia Júlíusdóttir IValdimar Valdimarsson), Kolbrún Jónsdóttir (Ólafur Bjömsson), GuO- riður HauksdóCtir (Ingvar Teitsson) og Guðriður Guðjónsdóttir (ógift. Eik Kristjánsdóttur vantaði þetta kvöld en hún er gift Kristjáni Halldórs- syni. Mikið úrval af blómum, gjafavörum og skreytingum við öll tækifæri eins og áður fyrr. Blómaverslun Michelsen, Hólagarði, Lóuhólum 2, sími 73460.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.