Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Blaðsíða 1
 Frjálst, óháð dagblað Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hefur ekki haft undan að svara spurningum er- lendra fréttamanna síðan hann var kærður fyrir ólöglegt hunda- hald. í gær var sænski sjónvarpsfréttamaður- inn Bernt Nilsson hjá honum og ræddu þeir saman fyrir frétta- skýringaþáttinn „Magasinet’’. Sænska fréttamanninum til aöstoðar var Sig- mundur Arthursson kvikmyndatökumaður. DV-mynd S. Krókódílar á íslandi? Áhugamenn um nýjar leiöir í íslensku atvinnulífi sem hafa meöal annars uppi áform í fiskeldi, hafa at- hugað þann möguleika aö taka upp eldi á smákrókódilum, aligatorum, frá Bandaríkjunum. Af þeim fæst afar dýrmæt húö sem notuö er í skó og töskur. Forsendan er heita vatniö hér á landi, en aligatorar lifa og dafna mjög vel í 20—25 stiga heitu vatni. „Það er varla finnanlegt einfaldara dýraeldi, ekki þarf annaö en grafa holur í jöröina og byggja búr yfir, aö því einu tilskyldu aö nóg vatn sé fýrir hendi. Aligatoramir eru næstum al- ætur,” sagöi einn þeirra, sem áhuga hafa á aö ala þennan dvergkrókódil hér. , ,Menn mega ekki halda aö hér séu á ferðinni stórar mannætur. Þessir aligatorar veröa varla mikið meira en metri á lengd og eru mein- lausir. Hins vegar viröist eldi þeirra mjög auðvelt og arðvænlegt hér. Ég ætla ekki að bera saman útkomuna viö eldi til dæmis silfurrefa sem nú þykir hiö merkilegasta hér. Þama er um miklu meiri verömæti aö ræða.” Hitt er svo annað mál og erfiðara viöureignar hvort þá og hvenær leyfi heilbrigðisyfirvalda hér fæst til þess að hefja krókódílaeldiö. HERB Þessi mynd var tekin í Múlakaffi þar sem kokkarnir voru önnum kafnir við ad undirbúa komu Þorrans. í dag er fyrsti dagur þorra og eftir forníslensku tímatali er þorri fjórdi mánuöur vetr- ar og hefst ávallt á föstudegi í 13. viku vetrar. Dagurinn í dag er einnig bóndadagur sem er œva- forn sidur en á þessum degi átti húsfreyjan aö þjóna bónda sínum af mikilli kostgœfni bœöi til borös og sœngur. Og frá og meö deg- inurn í dag geta allir meö góöri sarnvisku fariö aö gœöa sér á þorramatnum. DV-mynd E.Ó. sja bls. 3 Ráðhern hafnar kröfugerð BSRB — sjábls.28 Nýtt ogmynd- banda- fyrirtæki — sjá bls. 2 -... ......

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.