Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Síða 2
2 DV. FOSTUDAGUR 20. JANUAR1984. NÝTT KVIKMYNDA- OG MYNDBANDAFYMRTÆKI —í sameign Reykjavíkurborgar, Frjálsrar fjölmiðlunar, Árvakurs, Almenna bókaf élagsins, SÍS og ísf ilm 1 dag verður undirritaður sanui- ingur milli Isfilm sf., Reykjavikur- borgar, Frjálsrar fjölmiðlunar, Árvakurs, Almenna bókafélagsins og Sambands islenskra samvinnu- félaga um stofnun nýs hlutafélags, Isfilm hf. Tilgangur þess er að annast kvikmyndagerð, gerð mynd- banda, svo sem gerð auglýsinga- mynda á myndböndum og ýmsa aðra þjónustustarfsemi á sviði fjölmiðl- unar. Hlutafé félagsins verður 12 milljónir króna og mun hver hluthafi leggja fram 2 milljónir króna, en inn- borgað hlutafé verður 3 milljónir. Að sögn Indriða G. Þorsteinssonar, eins núverandi eigenda Isfilm sf., er hér um að ræða að aðilar sem telja sig hafa þörf á að eiga aögang að þessari þjónustu sameinist um rekstur slíks fyrirtækis. Þá hafi Isfilm sf. verið- með ýmislegt í takinu sem ekki hefði veríð hægt að framkvæma nema til kæmi stækkun fyrirtækisins. I fyrstunni mun hinu nýja hlutafélagi einkum ætlað að veita eigendum sínumþjónustu. Samningurinn verður undirritaöur með fyrirvara um samþykki borgar- stjórnar. Samningurinn var kynntur á fundi borgarráðs síðastliðinn þriðjudag en kom fyrst til umræðu í morgun. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðsins, segist vera andsnúin þvi að þessi samningur verði samþykktur. ,,Ef Reykjavíkurborg telur nauðsynlegt að koma upp fýrirtæki til að annast myndbandagerð fyrir skóla þá á borgin að eiga meirihluta í því fyrir- tæki Davíð Oddsson hefur einnig sagt aö borgin eigi ekki aö vera aö vasast i atvinnurekstri heldur skapa hagstæð skilyrði fyrir atvinnu- reksturinn. Eg fæ ekki séð að það sé í samræmi við þessi ummæli að leggja fjármagn í þetta einkafyrirtæki og þaö á sama tima og talað er um það við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar að ekkert svig- rúm sé til nýrra framkvæmda,” sagði Ingibjörg Sólrún. -OEF. Hekluvikur í Þoriáksböfn. Þaðan hefur Jarðefnaiðnaður skipað honum út. DV-mynd E J. HEKLA GEFUR AF SÉR GJALDEYRI —45 þúsund tonn vikurs flutt til útlanda á síðastliðnu ári Véltak í Hafnarfirði: Framleiöir rækju- verksmiöjueiningar fyrír togara þeim fyrir t.d. í steisnum eða á miliidekkinu eftir aðstæðum og svo er bara að hífa þá í land ef þeirra gerist ekki þörf við aðrar veiðar. Með þessu móti komast útgerðarmenn hjá því að innrétta lestar sérstaklega, einangra þær og koma upp frystikerfi í þær. Það er dýrt í uppsetningu og ónýtist svo ef breyta þarf lestunum vegna annars veiðiskapar. Eg álít að menn eigi ekki að þurfa að breyta skipum sínum eins af gerandi fyrir hvem veiðiskap eins og gert hefur verið því þá verður svo dýrt að breyta aftur ef annað veiðiskapur veröur hagstæðari síðar,” sagði Guðbjartur sem kynna mun gáma- geymslufyrirkomulagið í næsta mánuöi. -GS. Sauðárkrókur: ÁHYGGJUR VEGNA ATVINNUÁSTANDS Vélaverkstæðið Véltak í Hafnarfirði er nú að hefja framleiðslu á rækju- verksmiöjuútbúnaði til nota í togurum, loðnuskipum og öðrum stærri bátum. Guðbjartur Einarsson framkvæmda- stjóri sagði í viðtali við DV í gær að við framleiðslu þessa búnaðar væri þaö haft aö leiðarljósi að auðvelt væri að koma honum fyrir og fjarlægja hann aftur án þess að framkvæma kostn- aðarsöm umskipti á skipunum ef þau þyrftu að breyta um veiöiskap. Flokkunarbúnaður, soðkerfi og pönnufrystikerfi eru innflutt að mestu en hugmyndin er að f rystigeymslurnar verði nokkurskonar skraddarasaum- aðir gámar sem smiöaöir verða eftir máli fyrir hvert skip. ,,Það á að vera auðvelt aö koma Hekla hefur ekki bara valdið gróður- skemmdum og eyðingu. Hún hefur einnig gosið vikri sem Evrópubúum þykir henta til bygginga. Síðastliðiö ár voru meira en 45 þúsund tonn Hekluvikurs flutt til út- landa. Að útflutningnum stóðu tvö fyrirtæki, BM Vallá, sem flutti út 30 þúsund tonn, og Jarðefnaiðnaðúr, sem flutti afganginn. BM Vallá hefur stundað þennan út- flutning með góðum árangri í áratug. Jaröefnaiðnaður, fyrirtæki Sunnlend- inga, er hins vegar nýbúiö að hasla sér völl á þessu sviði. „Þetta gekk og gekk ekki. Vikurinn var bara ekki nógu góður,” sagði Hjörtur Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Samtaka sveitarfélaga í Suður- landskjördæmi. , J vikrinum voru ýmis efni sem ekki áttu að vera í honum, basalt og ýmis óhreinindi. Þetta var yfirborðsefni, ekki námuefni, og það var fokmold í því, uppblástur. Við erum að reyna að bæta úrþessu,” sagöiHjörtur. Jaröefnaiönaöur flutti vikurinn til Vestur-Þýskalands. Þessum út- flutningi fyrirtækisins hefur nú verið hætt en Hjörtur sagði að þráöurinn hefði ekki verið slitinn. Otflutningsverðmæti vikurs og gjalls fýrstu ellefú mánuði nýliðins árs var rúmar 30 milljónir króna, samkvæmt yfirliti Utflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins. Frá BM Vallá fékk DV þær upplýsingar að verðmæti (fob) vikurs, sem það fyrirtæki hefði selt til útlanda á árinu, væri um 15 milljónir króna. Sá vikur fór aðallega til Norðurlanda. Vikrinum var mokaö á bíla við Þjórsá skammt frá Búrfelli. BM Vallá tók sinn vikur þó ekki á sama staö og Jarðefnaiðnaður. -KMU. Atvinnuleysi á Sauðárkróki hefur aukist verulega á undanfömum árum. Hjá vinnumiölun Sauðárkróks voru skráðir 4.735 atvinnuleysisdagar á árinu 1981, 7.085 áriö 1982 og 13.036 á siðastliðnu ári. Frá því í nóvember síðastliðnum hafa verið greiddar atvinnuleysisbætur til 40 til 60 ein- staklinga hverju sinni á tveggja vikna fresti. Auk þess er atvinnuleysi hjá vörubílstjórum og 14 bygginga- mönnum var sagt upp störfum nú nýverið. • Á fundi í stjóm og trúnaðarmanna- ráöi Verkamannafélagsins Fram þann 14. janúar lýstu menn áhyggjum sínum yfir þróun atvinnumála á staðnum. I ályktun fundarins segir að þrátt fyrir þá uppbyggingu sem unnið er að við Steinullarverksmiðjuna og fleiri verkefni, telji fundurinn hættu á að það atvinnuleysi sem virðist vera að fest- ast í sessi verði ekki yfirunnið nema fleira komi til. Telur fundurinn brýna nauðsyn bera til að gera úttekt á atvinnulífinu í bænum og jafnvel á Skagaf jaröarsvæðinu öllu. Hvatti fundurinn bæjarstjórn Sauðárkróks að láta gera slíka könnun og leita leiða til úrbóta. -ÓEF. FJÁRSVELTI HÁIR KRÖFLU Kröfluvirkjun framleiðir nú um 24 megavött af rafmagni, en afkastageta túrbínuvélar virkjunarinnar er 30 megavött. Tvær holur sem hafa verið boraðar gætu framleitt tæp 10 mega- vött í viðbót, að sögn Einars Tjörva Elíassonar yfirverkfræðings en vegna fjársveltis verða þær ekki tengdar í ár. „Við vildum gjama bora meira á þessu ári,” segir Einar. „Það var markmið mitt og Rafmagnsveitna ríkisins að reyna að bora svolítið meira áður en ákvörðun um uppsetn- ingu vélar tvöyrði tekin.” En áður en vél tvö verður sett upp þarf að kaupa í hana varahluti þvi að vegna f járskorts voru fylgihlutir úr vél tvö notaðir sem varahlutir í vél eitt semnúerígangi. „Þegar ekki voru peningar fyrir hendi þá notuðum við það sem við höfðum,” segir Einar. Það tekur sex til niu mánuði að panta varahluti i vél tvö til að hægt sé aö taka hana i notkun, sem Einar gerír ráð fyrir að verði í kringum 1988. -Þé.G. Fyrri túrbtauvélln sett upp í byrjun Kröfluvætatýristas. t henni eru nú varahlutir úr htanl véltani sem enn hefur ekkiveriðsettupp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.