Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Page 4
4 DV. FOSTUDAGUR 20. JANUAR1984. Friðrik Sophusson um útvarpslagaf rumvarpið: UGGUR í AUGUM UPPIAÐ FLYTJA SLÍKT FRUMVARP „Þaö var menntamálaráðherra úr röðum framsóknarmanna sem skipaði útvarpslaganefnd 1981. Sú nefnd komst að sömu niöurstööu og sjálfstæðismenn um að afnema ætti einkarétt ríkisins á útvarpi. Því ligg- ur í augum uppi aö útvarpslagafrum- varpið verður að flytja,” sagði Frið- rik Sophusson í samtali við DV. Eins og fram hefur komiö er rík jandi ágreiningur meðai stjórnar- flokkanna um efnisatriöi útvarps- lagafrumvarpsins. Tómas Ámason, þingmaður Framsóknarflokks, lýsti því yfir við DV í gær að eigi ætti að reka nema eina útvarpsstöð á Is- landi. Friðrik Sophusson taldi að málið mundi örugglega skýrast fljótlega og þá kæmi í ljós hvort frumvarpið yrði jafnvel flutt af einum manni úr röð- um s jálfstæðismanna ef ekki yrði um stjórnarfrumvarp að ræða. Kvað hann marga aöila ekki mundu una því að þetta frumvarp yrði ekki að lögum. Olafur G. Einarsson, formaöur þingflokks sjálfstæðismanna, benti á aö enn stæðu viöræður yfir milli stjórnarflokkanna um frumvarp þetta og benti slíkt til þess að sam- komulag gæti hugsanlega náðst. „Munurinn er bara sá aö fram- sóknarmenn eru ekki eins frjálslynd- ir og við sjálfstæðismenn,” sagði Olafur. Friðrik sagði að nú stæöu yfir til- raunir til aö ná samkomulagi með lítilsháttar lagfæringum á frumvarp- inu þótt ekki vildi hann tjá sig nánar um hvers eðlis þær væru. Sagði Frið- rik aö það væri eindregin afstaða Sjálfstæðisflokksins eins og komið heföi fram á undanförnum þingum og í samþykktum Jandsfundar að afnema einokun ríkis á útvarpi og lægi því í augum uppi að flytja yrði slíkt frumvarp hvort sem samkomu- lag næðist um það sem stjómarfrum- varpeöaekki. H.Þ. Ræstingakonurá Borgarspítalanum: Óánægðar með nýtt vinnu- fyrirkomulag Gerir vinnuna léttari, segir f ramkvæmdastjóri Borgarspítalans „Þaö er allt að verða vitlaust. Það er aldrei haldinn fundur fyrr en allt er að springa.” Þetta sögðu ræstingakonur á Borgarspítalanum þegar DV talaði við þær á fimmtudag. Þær sögðu að for- ráðamenn spítalans hefðu varla talað viö þær síðan þær fengu uppsagnarbréf um áramótin. Nú vissu þær ekki hvort þær fengju að halda vinnunni eða hvort hún yrðiskert. „Ovissan er búin að vera ríkjandi hér í marga mánuði. Fáum við aö vera áfram? Eigum við salt í grautinn?” var sagt. „Okkur viröist sem allir viti miklu meira en við.” Framkvæmdastjóri Borgar- spítalans, Haukur Benediktsson, vísaði kvörtunum starfsfóiksins á bug. „Eg skil ekkert af hverju fólkiö er að kvarta. Við erum búnir að tala mikið viö þær.” Síðast var haldinn fundur með starfsliðinu síðastliðiö haust, en fund- að hefur verið með yfirmönnum og trúnaðarmönnum. Haukur sagði aö til stæði aö taka upp tölvustýrt ræstingakerfi sem væri „þrælviðurkennt” á hinum Norður- löndunum. „Þær geta verið óánægðar með þetta og ekkert við því að segja. Það vottar ekki fyrir því að þetta sé til að pressa fólkið eitthvað áfram. Þetta gerir vinnuna frekar léttari. ” Haukur sagði að engin ræstingakona myndi þurfa að minnka vinnu. „Kona í fullu starfi fær fullt starf. Hún þarf kannski að flytja sig til. ” Hann sagði þó að vinna drægist eitt- hvað saman um helgar og hálftími á morgnana, sem unnin er á álagstaxta, yrði klipptur af vinnutímanum. Og þetta eru ræstingakonurnar ekki ánægðar með. „Við lifum ekki af kaup- inu í dag og því síður ef það er skert. Flestar konumar hérna þurfa að sjá fyrir heimili,” sögöu þær. Taxti kvennanna, sem eru í Sókn, er á þá leið að þær hafa flestar um 12.000 krónur í mánaöarkaup. Þó.G. Héraðslögregki■ menn tíl taks fyrir útburðinn „Við vorum með á okkar snærum 3 héraöslögreglumenn til að bera hús- gögnin út ef til þess hefði komið,” sagði Olafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Akureyri, í gær, aðspurð- ur um viðbúnaö lögreglunnar í út- burðarmálinu. Nokkrar sögusagnir hafa verið á Akureyri um viðbúnað lögreglunnar og jafnvel hafi verið fjöldi aökomumanna tilbúinn til að koma henni til aöstoðar. Olafur sagðist telja að viðbúnaður- inn hafi ekki verið mikili. Á Akureyri væru rúmlega 30 lögregluþjónar og meira en helmingur þeirra hefði ekki veriö kallaður út. Rannsóknarlög- reglumennimir tveir, sem vom á staðnum, hefðu upphaflega ekki átt að koma, en verið kallað á þá á síðustu stundu þegar í ljós kom aö vantaöi réttarvotta. Héraðslögreglumennimir voru framan úr Eyjafirði þar sem þeir stunda löggæslu á dansleikjum. Ástæðan fyrir því aö þeir vora fengnir væri sú, sagði Olafur að betra hefði verið talið að hafa óeinkennisklædda menn, sem væra ekki þekkt andlit í bænum, til að bera húsgögnin ÚL Þeir hefðu hins vegar aldrei verið kallaðir á staðinn en gætu hafa farið þangað af forvitni. Hann sagði einnig að tekinn hefði verið á leigu flutningabíll með bíl- stjóra enda hefði bæjarfógetaembættið veriö búið að biðja lögregluna um það. -JBH/Akureyri Myndin var tekin þegar verið var að koma sjónvarpsskerminum fyrir é efri svöltim hússins við Túngötu. Skermur- inn var staðsettur á grindinni sem sést ú efri svölum. Bygginganefnd óskar einnig cftir því að glerhúsið á neðri' svölunum verði f jarlægt þar sem ekkl hafi verið óskað eftir leyfi nefndarinnar fyrir byggingunni. DV-mynd S. Sovéski skermurinn verður fiariægður Bygginganefiid Reykjavikur hefur synjað Sovéska sendiráðinu um að hafa sjónvarpsskerm á svölum sendiráðsbyggingarinnar við Tún- götu. Hefur bygginganefnd óskað eft- ir að sendiráðið fjarlægi skerminn þar sem núverandi staðsetning hans sé til útlitslýta. Sovéska sendiráðið setti upp skerminn án þess að leita áður leyfis bygginganefndar eins og lög mæla fyrir um. Leyfisins var fyrst leitað eftir að bygginganefnd hafði gert athugasend viö staðsetningu sjón- varpsskermsins. Nefndin hefur nú hafnað þessari staðsetningu og óskaö eftir áö að skermurinn verði fjarlægður. Aö sögn Hilmars Guðlaugssonar, formanns Bygginganefndar Reykja- víkurborgar, hefur nefndin einnig óskað eftir því að glerhús, sem þyggt hefur verið á neðri svölum sendi- ráðsbyggingarinnar, verði einnig f jarlægt. Nefndarmenn komust fyrst á snoðir um glerhúsið þegar þeir gerðu sér ferð til að skoða sjónvarps- skerminn. Aldrei hafði verið sótt um leyfi tii að byggja glerhúsið. OEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.