Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR1984. 5 Þessir kappar sklpa nemendahljómsveit Tónlistarskóla FÍH sem hefur djammiö á sunnudag. Djamm-sessíón í Kvosinni Nýstofnaður Jazzklúbbur Reykja- víkur hefur starfsemi sína með djamm-sessíón sunnudaginn 22. janúar. Leikurinn hefst kl. 15 á veitingastaönum Kvosinni. Þrjár sveitir munu koma fram á sessíóninni. Fyrst verður það sveit skipuð nemendum úr jassdeild Tón- listarskóla FÍH, og mun sá háttur verða hafður á í framtíðinni. önnur sveitin er undir stjóm Kristjáns Magnússonar píanóleikara og sú þriðja er tríó Guðmundar Ingólfsson- ar. Djamm-sessíónin verður þó ekki ein- göngu bundin við þessar þrjár sveitir því að gestum er heimilt aö koma með eigin hljóðfæri og lóta í sér heyra. Komist hins vegar ekki allir að munu þeir verða settir á biðlista fyrir næstu sessíón. -GB Líkleg orsök vélarbilunarinnar í Engey: LAUS BOLTI Talið er liklegt aö orsök vélarbilunarinnar í togaranum Engey hafi verið sú aö bolti hafi losnað i vél- inni. Við það varð sprenging og þung járnstykki þeyttust um vélarrúmið. Agúst Einarsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöövarinnar hf., sem gerir togarann út, sagði að ráðgert hefði veriðaðhefja vinnslu innan tíðar en nú yrði að hugsa allar áætlanir upp á nýtt. Hann sagði að togarinn yrði frá veiðum í marga mánuði. Erlendir sérfræðingar eru komnir til landsins til aö rannsaka atvikið. „Þetta er stórkostlegt áfall, ekki bara fyrir útgerðina, heldur einnig fyrir sjómenn og verkafólk í landi,” sagðiÁgúst. Tjón er talið skipta tugmilljónum. Þó.G. Magnús Gústafsson, hinn nýi forstjóri Coldwater: Fyrst er að kynnast samstarfsmönnunum „Þetta hef ur allt gerst svo snögglega að ég get ekki á þessari stundu sagt neitt um væntanlegt starf mitt hjá Coldwater. Nú er ég að vinna að mál- efnum Hampiðjunnar en á næstunni mun ég skreppa til Bandaríkjanna til að kynnast væntanlegum samstarfs- mönnum mínum þar og ég býst við að flytja alveg út í apríl,” sagöi Magnús Gústafsson, núverandi forstjóri Hampiðjunnar og nýráðinn forstjóri Coldwater, er DV hafði samband við hann í Færeyjum í gær. Magnús hefur í tíu ár unnið að veiðarfæraframleiðslu en snýr sér nú að hinum enda sjávarútvegsins, afurðasölu á erlendum markaði: „Við lifum öll á þorski og erum svo tengd honum að hver grein útvegsins er ekki langt frá hinni,” sagöi Magnús. -gs. Viltu hagræða opinberum rekstri? Samstarfsnefnd um hagræðingu i opinberum rekstri hefur ákveðiö að efna til hugmyndasamkeppni um hag- ræðingartúlögur. Tillögurnar skulu ekki einungis miða aö sparnaöi heldur einnig aö því aö bæta þjónustu opinberra stofnana við almenning. Þeir sem vilja leggja fram tiúögur skulu skila þeim ásamt skrif- legum rökstuðningi til nefndarinnar í pósthólf 10015, 130 Reykjavík, eða tU Fjárlaga- og hagsýslustofnunar i Amarhvoli. Veitt verða þrenn verð- laun fyrir bestu tUlögurnar, 1. verð- laun að upphæð 10 þúsund krónur, 2. 7.500 krónur og 3. 5 þúsund krónur. Nefndin hefur gefið út bækling þar sem lýst er nánar markmiði samkeppn- innar og hefur hann verið sendur til ríkisstofnana og sveitarfélaga. Samkeppnin hefst formlega 1. febrúar og lýkur 31. maí. -ÖEF. MANSTU LAGIÐ? Nokkrir þekktustu söngvarar þjóöarinnar munu taka þátt í skemmt- un á veitingahúsinu Broadway á næstunni. Skemmtunin heitir „I gegn- um tíöina. Manstu lagið?” og er ætlunin að bera á borð fyrir gesti margar helstu dægurflugumar sem suðað hafa á Islandi. Meðal skemmtikraftanna má nefna Ragnar Bjarnason, Omar Ragnarsson, Björgvin Halldórsson, Pálma Gunnarsson, Gunnar Þórðarson og Þuríði Sigurðardóttur. Frumsýning er 27. janúar og verð meö mat er 750 krónur. -Þó.G. Hornafjörður: FISKKÖKUR í FRYSTIHUSINU Frá Júlíu Imsland, fréttaritara DV á Hornafirði. Fimm bátar eru byrjaðir veiðar á línu og hefur aflinn verið frá 3 og upp i 6 tonn í róðri. Þetta er aUt úrvals- fiskur, bæði þorskur og ýsa. Verkstjórar hjá frystihúsinu bmgðu sér til Dalvíkur ög Húsavíkur einn daginn til að kynna sér framleiðslu á fiskkökum og er byrjuð vinnsla á þeim hér. Fiskur sem annars fer í blokkir er notaöur í þessar kökur. Fiskurinn er settur í formflökunar- vél sem þjappar honum saman og mótar 14 mm þykkar 70 g kökur sem pakkað er fyrir Bandaríkjamarkaö. Það eru 4 menn sem vinna viö þetta og afkasta 25 kössum, sem í eru 20,8 kg, á klukkustund. Búseti mótmæBr tútam félagsmálaráðherra „I viðræðum við félagsmálaráð- herra og aðstoðarmenn hans hefur ávaUt komið fram sá skilningur aö með þvi frumvarpi til laga um Húsnæðisstofnun rikisins, sem lagt var fram á Alþingi fyrir síðustu jól, sé opnaður möguleiki fyrir húsnæðis- samvinnufélög að fá lán úr Byggingarsjóði verkamanna. ” Þannig segir í tilkynningu, sem Húsnæðissamvinnufélagiö Búseti hefur sent frá sér, vegna ummæla sem höfð hafa verið eftir Alexander Stefánssyni félagsmálaráöherra. I tilkynningu Búseta segir að i þessum viðræðum hafi verið vísað til c-Iiðar 33. greinar frumvarpsins um lánveit- ingar tU félagslegra íbúðabygginga, þar sem félagssamtökum gæfist kostur á lánum sem næmu allt að 80% byggingakostnaðar tU 31 árs, til að reisa leiguibúöir fyrir félagsmenn sína. I tilkynningunni segir orðrétt: „I Húsnæðissamvinnufélaginu Búseta eru nú nokkuð á þriðja þúsund félagsmenn og stærstur hluti þeirra eru leigjendur. Konur eru nærri helmingur félagsmanna, ekki síst einstæðar mæður. Þá hefur mikill fjöldi námsfólks gengið í félagið og einnig fjöldi eftirlauna- og örorku- þega. Innan félagasins eru því þeir þjóöfélagshópar, sem nú eru í mestum vanda staddir í húsnæðis- málum, en markmiö nefndrar greinar er einmitt að leysa sérstak- lega vanda þeirra sem hafa minnsta möguleika til að eignast eigiö húsnæði.” -ÖEF. til að hressa upp á híbýlin með Árfellsskil- rúmum. Hafið samband og teiknarar okkar koma og gera tillögur. Kostnaður við hönnun er innifalinn í verðinu. HAGSTÆÐ GREIÐSLUKJÖR. Opið laugardag KI.9-16 Armúla 20, símar 84630 og 84635. OPIÐI ÖLLUM DEILDUM mánud. fimmtud. kl. 9 föstudaga kl. 9 20, laugardaga kl. 9 16. RAUTT - BLATT BRÚNT - BEIGE HAGSTÆÐIR GREIÐSLU SKILMÁLAR Jón Loftsson hf HRINGBRAUT 12^ SÍM110600 -GB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.