Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Síða 6
6 DV.T'OSrUDAGUR 20. ÍANtfAR 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Egyptum boðin aðild að bandalagi Islamsríkja Hófsamari múhameösríki báru sigur af hinum róttækari arabísku trú- bræðrum sinum á ráöstefnu múham- eðstrúarríkja í gær og knúðu fram aö Brennandi sólarolía Tvennt lét lífið og 47 þurftu lækn- ismeðferðar viö vegna alvarlegra brunasára sem þau hlutu af því að nota heimatilbúinn sólaráburö sem gerður var með því að sjóða fíkju- blöð. Fólk þetta er flestallt ungt og hafði haldiö að þaö yrði fyrr brúnt af þessum sólaráburði. Læknar segja að brunasárin stafi af eitur- efni sem finnist í fíkj ublööunum. Aflýstverk- falliíísrael Allsherjarverkfalli opinberra starfsmanna í lsrael var aflýst á síöustu stundu í gærkvöldi þegar samkomulag náðist til bráðabirgöa um 1300 króna hækkun á mánaðar- launum. Yfir 60 þúsund opinberir starfs- menn lögðu niður störf í þrjár klukkustundir á þriðjudag og hót- uðu allsherjarverkfalli, sem hefj- ast átti í morgun, ef ekki fengjust bætur á laun vegna 190% verð- bólgu. Egyptaland skyldi aftur tekiö inn í ICO, bandalag múhameðsríkja. Egyptum var vikið úr bandalaginu fyrir fimm árum eftir Camp David- samkomulagiö og friðarsamningana við Israel. Kom því mjög að óvörum þegar meirihlutinn samþykkti á fjórða degi ráðstefnunnar, sem haldin er í Stjórn Helmuts Kohls kanslara verður undir miklum þrýstingi á Bonn- þinginu í dag vegna brottvikningar fjögurra stjörnu hershöföingjans, Giinters Kiesslings. Kiessling hefur nú höfðað mál gegn vamarmálaráöherranum Manfred Wömer til þess að fá nafn sitt hreinsaö af áburði um aö hann hafi teflt öryggi NATO-leyndarmála í hættu með sam- skiptum við kynvillinga. Krefst hershöfðinginn þess að ráð- herrann afturkalli fyrri fyrirmæli um að hershöfðinginn skuli á eftirlaun tveim árum fyrr en hann með réttu hefði annars átt að gera. — Hefur Casablanca, að Egyptalandi skyldi boðin þátttaka að nýju og að þvi er virðist skilmálalaust. Leiðtogar þriggja arabaríkja, Líbýu, Sýrlands og Suður-Jemen, gengu út af fundi í mótmælaskyni við þessa ákvörðun. En róttækari öflin voru greinilega í algerum minnihluta á Kiessling borið af sér nokkur tengsl við kynvillu. I sérstökum umræðutíma í þinginu í Bonn í dag um mál efst á baugi verður mál hershöfðingjans tekiö fyrir. Stjómarandstæðingar hafa krafist þess að stjóm Kohls geri fulla grein fyrir ástæðum brottvikningar hers- höfðingjans. A kreiki er kvittur um að ágreiningur milli Rogers hershöfð- ingja, yfirmanns NATO-herja og Kiessling, sem gekk honum næstur, ráðstefnunni. Múhameösríkin í Afríku og Asíu höfðu þetta fram. Það er annars talið að það hafi verið Saudi Arabía sem hafi staðiö að baki hugmyndinni um að fá Egypta aftur inn í ICO en leiötogar Saudi Arabíu hafi látið Pakistan og Guineu eftir að tala máli þess. hafi valdið brottvikningunni og hefur Wömer ráöherra viðurkennt að sú ástæöa hafi ráöiö nokkm um. Hans-Jochen Vogel, leiðtogi sósíal- demókrata, hefur krafist þess að Wörner segi af sér ráðherraembættinu vegna meðferðar hans á máli Kiessl- ings. Eitt Kölnarblaðanna hefur birt framburð kynvillings sem segir aö reynt hafi verið að múta honum til þess að bera ljúgvitni gegn Kiessling. Umsjón: Guðmundur Pétursson Mál Kiesslings fyrir þingið Olof Palme forsætisráöherra Svíþjóöar tekur á móti Andrei Gromyko utanríkis ráðherra Sovétrikjanna og fleiri gestum í Stokkhólmi vegna öryggismólaráö- stefnunnar. Utanríkisráðherra íslands ávarpaði Stokkhólmsráðstefnu „Það er von okkar, að öryggismála- ráöstefna Evrópu stuöli að bættum samskiptum þátttökuríkjanna,” sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra Isiands, sem ávarpaði Stokkhólms- Her og lögregla vopnuö kylfum hafa tekið sér stööu viö framhaldsskóla í Rabat í Marokkó eftir miklar óeirðir námsmanna í nokkrum bæjum lands- ins í gær. Stúdentar grýttu bifreiðir sem leið áttu um götur í höfuðborg Marokkó í ráðstefnuna í gær. „Viðræðurnar hér í Stokkhólmi koma ekki í stað samningaviðræðn- anna í Vínarborg um gagnkvæman samdrátt herafla. Þær eru þeim til gær áður en lögreglunni tókst að tvístra þeim. — Oánægjueínið er lélegt viðurværi í mötuneytum skólanna og hækkuð námsgjöld. I bænum Nador höfðu stúdentar sett upp götutálma og kom til allmikilla styrktar og við vonum að Vínar- viðræðunum verði fljótlega haldiö áfram j af nhliða þessum. ” „Það er miður að Sovétríkin slitu Genfarviðræðunum,” sagði íslenski ryskinga þegar lögreglan vildi fjar- lægjaþá. Mikil ólga var fyrir í landinu vegna óánægju með veröhækkanir á matvör- um eftir niðurfellingar á niður- greiöslum. utanríkisráðherrann ennfremur. ,,Að okkar mati geta hvorki tímabundnir erfiðleikar á hemaðarsviðinu né óhóf- legt vígbúnaðarkapphlaup stuðlað að því öryggi og þeim stöðugleika sem öllum Evrópuríkjum er svo nauðsyn- legur.” Hann sagöi ráöstefnufulltrúum aö utanrikisstefna Islands og stefnan í öryggismálum byggðist á aðild þess að Atlantshafsbandalaginu og varnar- samningnum við Bandaríkin. Geir Hallgrimsson utanrikisráðherra flutti sína ræðu á Stokkbólmsráöstefn- unni í gær. Óeiróir í Marokkó Austuníki: Fíkniefna- salalögðtil jafnsvið mannsmorð Skorin hefur verið upp herör gegn eiturlyfjasölu í Austurríki. Til stendur aö breyta löggjöf hér í landi á þann veg að refsing fyrir eiturlyfjasölu verð 10 til 20 ára fangelsi. Eiturlyfjasmyglar- ar munu f á svipaða útreið h já yfirvöld- um. Þetta þýðir í reynd tvöföldun refsinga við þessum glæpum og geta viðurlög verið viölíka og fyrir manns- morð. Það eru innanríkisráðherrann Blecha, og dómsmálaráöherrann, dr. Ofner, sem standa að baki væntanleg- um lagabreytingum. Hyggjast þeir uppræta eiturlyfjahringi á þennan hátt. Innanríkisráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að taka upp eftir. öörum löndum það kerfi að lítil refsing verði við kannabisneyslu og hann hefur sagt við fréttamenn að ekki verði boðið upp á aö menn greiði viðlíka sekt fyrir eiturlyfjaneyslu og fyrir að leggja bílnum sínum skakkt. I kjölfar þessara lagabreytinga leggur innanríkisráöherrann til að numin verði úr gildi eldri ákvæði laga þar sem sjúkrahús voru skyldug til þess að láta yfirvöld vita um eitur- lyfjasjúklinga sem af sjálfsdáðum leituðu lækninga. Vandamál Austurríkis í þessum efnum liggja ekki hvað síst í því hvað landið er miðsvæðis í Evrópu og aö inn í það flæða eiturlyf frá suðlægum löndum, svo sem Marokko, Líbanon, Pakistan og jafnvel frá ítölskum eitur- lyf javerksmiðjum. Með tilliti til þessa verður mjög aukinn mannafli í fíkniefnalögreglu landsins. Elríkur Helgason, Vínarborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.