Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Síða 10
DV. FOSTUDAGUR 20. JANUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Orsakasamband kólesteróls og hjartasjúkdóma skýrist — nýjar niðurstöður sýna f ram á orsakasamhengið og leiðir til úrbóta AUt bendir til að nýjar rannsóknir á sviði læknavísindanna leiöi í Ijós æ meiri fylgni á milli kólesterólmagns í blóði og hjartaáfalla og kransæða- sjúkdóma. 1 meira en 25 ár hafa læknar, visindamenn og f ulltrúar heilbrigðis- yfirvalda þrætt um hvort of mikið kólesterólmagn í blóðinu orsaki fitu- úrfellingu í æðum en við of mikla fituúrfellingu fá menn kölkun sem er grundvöllur hjartaslags. Blaðið WaU Street Journal skýrir frá nýjustu niðurstöðum á þessu sviði í vikunni. Þar segir m.a.: — Vísindamenn hafa uppgötvaö að erföafræöUeg einkenni eöa gallar draga úr getu Ukamans tU að vinna úr kólesterólmagni í blóði. Því er jafnan haldið fram aö margir aðrír álUta erfðagaUar séu mjög algengir og fólki er séríega hætt neyti það nnkUlar dýrafitu. — Rannsóknir á erfðaeiginleUcum hafa þegar sýnt að kólesterólmagn í blóði hleðst upp í æðaveggjunum og ýtir undir æðakölkun. — Rannsóknir nú sýna hins vegar að ef kólesterólmagn í blóði er minnkað muni þaö jafnvel stöðva eöa a.m.k. minnka fituúrfelli í krans- æðunum. Nú síðar í vikunni munu bandarísk heilbrigðisyfirvöld birta niöurstöður rannsókna sem staðið haf a yf ir í ára- tug. Rannsóknimar hafa snúist um það hvort lækkað kólesterólmagn í blóði miöaldra karla muni draga úr likum á hjartaáfaUi. Þótt niðurstöður umræddrar rann- sóknar hafi enn ekki verið geröar opinberar herma fréttir að þær muni staðfesta að lækkað kólesterólmagn, hvort sem það er fyrir tUstuðlan breyttra neysluvenja eða lyf ja, muni draga úr hættunni á hjartaáfalli. En þótt hér sé um aö ræða orsaka- samband á miUi magns kólesteróls og hjartaslags er ekki búið að útiloka aðrar orsakabreytur eftir því sem vísindamenn segja. Það er tU dæmis langt frá þvi fullkannað hver þáttur reykinga og hás blóðþrýstings er áj kransæðastíflu. Tímamót Engu að síður segir WaU Street Joumal aö tímamót hafi verið mörkuð með hinum væntanlegu niðurstöðum rannsóknarinnar á fylgni hjartasjúkdóma og kólesteról- magns. Haft er eftir dr. Jeremiah Stamler, prófessor á Northwestern University í BandarUcjunum, að nú séu að koma í ljós nýjar leiðir til að stööva eöa brjóta á bak aftur þróunina sem leið-, ir tU æðakölkunar. Dr. Robert I. Levy, á læknadeUd Columbía há- skóla í New York, segir að meö stað- festingu nýju rannsóknanna og aukn- um skUningi á grundvaUarferii æða- kölkunar geti læknavísindin nú tekiö á hjartasjúkdómum eins og þeim tókst að ráða við smitsjúkdóma fyrr á öldinni. Æðakölkun er algengasta dánaror- sök í Bandaríkjunum nú og dregur meira en 560 þúsund manns til dauða þar áriega. Sjúkdómurinn er ban- vænn þegar fituúrfeUið eykst smám saman í hinum þröngu kransæðum sem næra h jartavöðvann. Menn fá hjartaslag þegar , blóðtappi myndast gegn úrfelUnu og stöðvar blóöflæði til þess hluta hjart- ans. DauðsföU vegna æðakölkunar eða kransæðastíflu eins og það er oft kaUað í daglegu tali jukust verulega á 5. áratugnum og náðu hámarki hvað snerti tíðni árið 1968 en þá fór aftur að draga úr tíöninni. En dánar- tíöni meöal miðaldra, bandariskra karla sem eru aöalfómarlömb þessa sjúkdóms er nú 25 prósent lægri en húnvarl968. Lægri dánartíðni er samfara minnkandi kólesterólmagni í blóði umrædds hóps og það tengist minnk- andi sígarettureykingum og meira eftirliti með of háum blóðþrýstingi. Dr. Donald Harrison, prófessor í hjartasjúkdómum við Stanford há- skólann í KaUfomíu, segir að hinar nýju niðurstöður, sem brátt verða gerðar opinberar, skýri þessa minnkandi dánartíöni, jafnframt sé brautin nú rudd tU að ná henni enn frekar niður. Þversagnakennt samband Sambandið á milli kólesteróls, neyslu feitrar fæöu og æðaköUcunar hefur löngum verið þversagnakennt. Hreint kólesteról er eins og sápu- lögur í útliti og viðkomu. Lifrin er aöalframleiöandi kólesteróls í lík- amanum þótt kólesteról fáist einnig sumpart beint úr fæðunni. Kólester- ólið berst frá Ufrinni með blóðrennsl- inu um Ukamann þar sem það notast í himnur utan um fmmur og til að mynda ákveöna hormóna, t.d. kyn- hormóna. , ,Afgangskólesteról” er dregiö úr vefjunum og skUað aftur með blóðstreyminu til Ufrarinnar til úrgangs. Vísindamenn fór fyrst aö gruna að kólesteról tengdist á einhvem hátt æðaköUcun þegar rannsóknir voru geröar á fituúrfeUi í æðum fómar- lamba hjartasjúkdóma og þá kom í ljós að trefjar voru fóðraðar með þykku lagi af kólesteróU. Rannsóknir sem hófust á 6. áratugnum fóru fljótt aö benda tU að fólk með mikið kólesterólmagn í blóöinu varð frekar hjartasjúkdómum að bráð sem og að fólk er neytti mUcUlar dýrafitu haföi bæði hátt kólesterólmagn og var mjög hætt við hjartas júkdómum. SlUcar niðurstöður gátu þó á engan hátt sannaö að bein orsakatengsl væru á mUU hás kólesterólmagns og æðakölkunar og um það hefur veriö mUcið þráttað í áranna rás. Það er ekki lengra síðan en 1980 aö heil- brigðisyfirvöld i Bandaríkjunum ráðlögöu fóUci sem hætt væri við hjartasjúkdómum að draga úr neyslu fitu þótt tekiö væri skýrt fram að sannanir um þátt kólesteróls í þessu sambandi væru ekki tii staðar þannig að hægt væri að ráðleggja fólki að breyta algjörlega um matar- venjur. Unumar skýrast Nú segja vísindamenn að dæmið varöandi þátt kóiesteróls í þessu samhengi sé aö ganga upp. Rannsóknir hafa tekiö langan tima enda tekur það langan tíma fýrir fituúrfeUi að hlaðast upp í æöunum. Helsti þrándur í götu, að mati vísindamannanna, er að sýna fram á að æðakölkun hverfi þegar hinn grunaði orsakavaldur kólesterólið er fjarlægður. Fyrir tíu árum vissu vís- indamenn þó að fituúrfeUi i blóði apa minnkaði um leið og þeir voru settir á kólesterólsnautt fæöi. En að sýna fram á að fituúrfelU minnki á sama hátt í blóði manna hefur reynst torvelt. Fyrir u.þ.b. tveimur áratugum var hafist handa með röntgentækni aö kanna innviði kransæöanna á lifandi fólki en jafn- vel með þeirri tækni hefur reynst erf- itt að mæla breytingar á úrfeUinu eftir að kólesterólmagn hefur verið minnkað. Á undanfömum vikum hins vegar hafa vísindamenn skýrt frá því að loks nú sé hægt að sanna það sem þeir hafi verið að reyna undanfarna áratugi. Sannanir þær byggja á rannsókn á 116 köríum meö æða- kölkun og aUt of hátt kólesterólmagn í blóðinu sem voru settir á fimm ára fitusnauðan matarkúr. Þar að auki tók helmingur karlanna lyf sem draga á úr kólesterólmagninu. Rann- sókn þessi varð gerð undú- umsjón dr. Levy, sem nú er við Columbiuhá- skóla. Það tók tíu ár aö fá niöúr- stöður. Níu sérfræöingar rannsökuðu kransæðamar með röntgentækni sjálfstætt til að ná sem mestri ná- kvæmni í útkomunni. SegU- dr. Levy að allt hafi bent tU þess að tU betri vegar horföi við minnkun kólesteróls. Þótt vísinda- mennirnir greindu aðems nákvæma minnkun fituúrfelUs í fáum sjúkling- um lá ljóst fyrir að það dró úr vexti úrfellis eða þaö stöðvaðist í mörgum hættulegum tilfeUum þar sem æðar höfðu þrengst um 50 prósent eða meira. Athyglisverðasta niöúrstaðan var, að mati dr. Levy, að mrnnsta aukning úrfeUis var í þeim þriðjungi hópsins þar sem mestar breytUigar áttu sér stað á kólesteróH í blóði. Dr. David Blankenhom, við Kali- fomíuháskóla, segU- að ef hægt sé að draga úr hraða úrfeUismyndunar um 1 til 2 prósent á ári megi seinka hjartaáföUum og dauösföllum um- talsvert. „Það er ljóst að hægt er að minnka fituúrfeUið,” segir dr.. Blankenhorn, „hins vegar er ekki ljóst hversu stööugt og hve mikið er hægt að gera í því sambandi. ” „Þegar það Uggur fyrir aö hægt er að stöðva fituúrfeUi í blóði eða jafn- vel draga úr því, er spurning í fram- haldi af því hvort það sé tU góös,” segir dr. Levy. öll rök benda í þá átt, segja vísindamenn, að sé dregið úr fituúrfeUi sé dregið úr Ukum á hjartaáföUum. Því bíöa menn nú eftir að niður- stöður verði gerðar opinberar á rannsókninni sem hófst árið 1973 og er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á þessu sviði. AUt bendir til, að mati margra vísindamanna, að sumt kólesteról sé hættulegra en annað. Skýrmgin er fólgin í þeirri staðreynd að kólesteról og önnur fita blandast ekki blóði sem er að megninu tU vatn. Líkaminn framleiðU- ákveðin prótein sem geta leyst upp í vatni og þau grípa kólesteróliö og flytja það með blóöstreyminu um Ukamann. Fjöldi prótema meö þennan eiginleika hefur verið uppgötvaöur á undan- fömum árum. I lifrinni er kólesteról- ið og fitan fiutt af próteininu i frekar stórum laust samsettum ögnum. Á læknamáU eru þessar agnir kaliaðar: VLDL. Prótemm skutla kólester- ólinu tU og frá á sama hátt og meðlimir Harlem Globetrotters kasta á milU srn körfubolta. KólesteróUð yfirgefur síðan lifrina og fer út í blóðstreymið sem IDL (low-density Upoprotein). Erfðir Segja vísindamenn að það sé nokkuð ljóst að þessi tegund kólesteróls (VLDL og LDL) orsaki æðaköUcun. Sterkustu sannanirnar eru rannsóknir á fjölskyldum sem sýna fram á að tilhneiging tU að fá æðakölkun á unga aldri erfist. I sumum tUfeUum myndast blóðtappi svo hratt að dæmi eru um að fimm ára böm fái hjartaslag. I f jölda tUfeUa, þar sem æöakölkun erfist, hafa fórnarlömb hátt kólester- óhnagn í blóðinu. Aðrir erfðagallar sem leiða tU æða- köikunar á unga aldri hafa einnig verið uppgötvaðir. Þaö er t.d. ákveðin tegund próteina sem tekur burt afgangs kólesteról úr vefjum lUcamans aftur til Ufrarinnar, HDL prótein (high-density proteúis). Fómarlömb svonefnds „Tangier”sjúkdóms búa ekki yfir HDL próteinum og fá æöakölkun með skjótum hætti, því þau hafa ekki getu tU að losa sig við afgangs kólesteról- magn sem hleðst upp. Mörg fómarlömb hjartasjúkdóma, alls ekki öll, hafa annaðhvort óeðU- lega mikið magn af vissum teg- undum kólesteróls eöa óeðUlega lítiö magn af öðrum tegundum. Hve langan tíma fituúrfeUi í blóði hleðst upp er genetískt fyrirbæri að miklu leyti, segja fyrrgreindir vísindamenn. Skýrir þaö hvers vegna sumir fá hjartasjúkdóma á fimmtugsaldri, aðrir um sjötugt og enn aðrir aldrei. Dr. Henry Blaekbum er einn þeirra visindamanna sem segja aö þessi erföafræðilegu einkenni hafi verið til staðar lengst af en hafi ekki komið að sök fyrr en menn fóru að neyta dýrafitu í meiri mæU í stað grænmetis og korns sem meginuppi- stööu. Það er eiginlega á þeirri öld sem við nú Ufum að erfðaeiginleik- amir ýta undir þróunina í átt til auk- innar æöakölkunar þegar neyslaj dýrafitu verður svo algeng á Vestur- löndum. Þaö era því erfðafræðUegir eigin- leikar sem ákvarða áhættu ein- stakUnga í sambandi við hjarta- sjúkdóma en neysluvenjur útskýra áhættuna þegar á heildina er litið. Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir Það fara vist fáir í grafgötur um það hvorum þessara aðila er hættara við hjarta- og æðasjúkdómum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.