Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Side 11
Kf>nr ci AT-pA » t r*> rrTt'A » r»T xrr DV. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR1984. HUDSON "•XIF/ERI „Góð þjónusta ekki rekin nema með góðu fólki” — segír Björa Bjömsson, nýr póstmeistari Bjöm Bjömsson tók við embætti póstmeistara i Reykjavík á hádegi síðastliöinn þriðjudag. Á sama tíma lét hann af embætti útibússtjóra i póst- húsinu R 5, þar sem hann hafði starfaö í 20 ár. I póstþjónustunni hefur hann verið í 37 ár. Björn var spurður hvort breytingar á högum hans yrðu skemmtilegar. ,,Já, mjög skemmtilegar,” sagöi hann. „Sérstaklega vegna þess að nú er á lokastigi nýbygging póstsins við Ármúla. Það er áætlað að flytja þar inn þann 1. mai og þá er meiningin aö stórbæta póstþjónustuna.” Bjöm hefur allan sinn starfstima veriö m jög virkur í póstmannafélaginu og var formaður þess síðastliðin átta ár. Hann sagði að þessi reynsla sín kæmi sér vel í nýja starfinu. ,,Ég held að það sé gott að hafa bæði verið í rekstrinum og unnið fyrir mannskapinn, þegar maður tekur við svona embætti. Mannlegi þátturinn má ekki gleymast og góö þjónusta verður ekki rekin nema með góöu fólki.” — Þú minntist á nýtt húsnæði áðan, ætlar pósturinn að fara að brydda upp á einhverjum nýjungum í því tilefni? „Þarna verður hægt að koma við betri vinnubrögðum og póstþjónustan hefur sett sér það markmiö að bera út bréf daginn eftir að þau eru póstlögð, eða að koma þeim um borð i sam- göngutæki.” Aðspurður um nýja tækni, sagði Bjöm að franskir sérfræðingar, sem hér voru, hefðu ekki talið það borga sig að koma upp vélasortéringarkerfi, þar sem póstmagnið væri það lítið. Því yrðu ekki stórfelldar breytingar á því sviði. — Hvað um aö bera póst út tvisvar á dag, eins og gert var einu sinni? „Það hefur ekki borið á góma, en það er kannski ekki þörf á því ef viö bætum sundurlesturinn.” — En segðu mér, Bjöm, safnar póst- meistari frímerkjum í frístundum sínum? „Ég gerði það í gamla daga, en nú kaupi ég alltaf nokkur fyrsta dags umslög.” — Hvað gerir þú þá af þér í frístund- unum? „Þær hafa farið mikið í póstmanna- „Póstþjónustan hefur sett sér það markmið að bera út bréf daginn eftir að þau eru póstlögð,” segir nýi póst- meistarinn í Reykjavík, Bjöm Bjöms- son. -DV-mynd Bj. Bj. félagið, en ég er mikið fyrir útiveru, göngur og skíöi og ég syndi 400 metra á ■ dag. Það er mjög mikil heilsubót,” sagði Bjöm Bjömsson póstmeistari. Bjöm er kvæntur Jónu Finnboga- dóttur. Hún vinnur á bæjarsímanum og þau eiga 4 uppkomin böm. -GB. Drangsnes: Rækjubátar afla sæmilega Otíð hefur verið mikil á Drangsnesi að undanförnu, eins og annars staðar. Ekki hefur verið mokað snjó af leiðinni á milli Hólmavíkur og Drangsness síðan fyrir jól, eöa þangaö til 18. janúar, að hafist var handa að opna leiðina og er hún nú orðin fær. Leiöina á að opna á hálfsmánaðarfresti, en sökum ótíöar hefur ekki verið hægt að framkvæma þaö. Samgöngur við Hólmavík hafa farið fram á sjó þennan tíma og er það eini samgöngumátinn við Drangsnes þegar svona háttar. Frá Drangsnesi era gerðir út 5 rækjubátar og hefur veiði gengið sæmilega að undanfömu. Við vinnslu rækjunnar í landi vinna um 30 manns á tvískiptum vöktum. — Tryggvi Ólafsson/Drangsnesi/-GB. MHogMR: Keppa til úrslita í ræðukeppni — í Háskólabíói í kvöld Urslitakeppni í ræðumennsku fram- haldsskóla verður í kvöld klukkan níu í Háskólabíói. Liðin sem keppa til úrslita eru ræðulið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans í Hamrahlíð. Umræðuefniö er: A að leggja islenska þjóðfélagið niður? Lið MR talar með tillögunni en lið MH er á móti. Aösókn á undankeppnirnar hefur verið mjög góð. Þannig komu 600 á- heyrendur á eina keppnina. Og stemmningin sem ríkir hjá áhang- endum liðanna er með ólíkindum. Það er JC Reykjavík sem hefur staðiö að þessari keppni. Félagið hefur einnig haldiö ræðunámskeiö í skólun- um. -JGH. Útsölustaðir: Amaro, Akureyri Madam Nana, Breiðholti Nafnlausabúðin Olympía, Glæsibæ Olympía, Laugavegi Parísarbúðin Regnhlífabúðin Sara, Hlemmtorgi Stella, Bankastræti Topclass, Laugavegi FÖSTUDAGSKVÖLD IJIS HÚSINUI í JIS HÚSINU OPIÐ I ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 8 í KVÖLD Þorramatur Bftint ijr JL grillið í úrvali. kjötborðinu Grillréttir allan daginn Munið okkar á þorranum: Réttur dagsins: kl. 12—14. vinsælu þorrabakka. heitt saltkjöt, svið og rófustappa. \ LAMBASNITSEL Verð aðeins kr. 125,00. OPIÐ Á MORGUN, LAUGARDAG, KL. 9-16. Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála JIB Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.