Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1984, Qupperneq 17
DV. FOSTUDAGUR 20. JANUAR1984. 25 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir i leikvanginum í Stokkhóimi eins og oft- urkfeldt. etti ir áríö voru heimsmet hans þá, 1500 m 3:45.8 mín., 3000 m 8:01.2 min., og 5000 m 13:58.2 min. Hann var konungur hlaupanna eins og Nurmi (Finnlandi) áður. Mörg voru einnig heimsmetin hans í míluhlaupunum og tveggja mílu hlaupum. Árið 1944 vann Gunder Hagg það af- rek sem hélt nafni hans lengst á lofti. Hann setti nýtt heimsmet I 1500 m. Það var 7. júli og Hagg hljóp á 3:43.0 min., nýtt heimsmet og Andersson varð annar á 3:44.0 mín. Þaðvareinn- ig undir gamla heimsmetstímanum. Andersson varð síðar á árinu sænskur meistari í 1500 m og Hagg varð þar naumlega annar. Andersson setti þá líka frægt heimsmet í míluhlaupi 4:01.6 min. Hágg varð annar á 4:02.0 mín. Heimsmet Gunder Hágg í 1500 metr- unum stóð í tæpan áratug áður en þaö féll. Tveir hlauparar höfðu þó jafnað árangurinn. Lennart Strand, Svíþjóð, hljóp á 3:43.0 mín., árið 1947 og Vestur- Þjóðverjinn Werner Lueg 1952. Heims- met hans i 5000 m stóð einnig i áratug en síðan komu hlauparar eins og Gast- on Reiff, Belgiu, og Emille Zatopek, Tackóslóvakíu, tfl sögunnar. En Gunder Hágg var konungur hlaupanna um langt árabil og nafn hans verður alltaf skráö gullnum stöf- umísögufrjálsraíþrótta. hsím. ,Bíð leiksins spenntur og er nokkuð bjartsýnn' — segir Magnús Bergs, sem leikur fyrsta leik sinn á Spáni á sunnudag „Það hefur legið i loftlnu á aðra viku að ég mundi leika minn fyrsta leik með Santander næstkomandi sunnudag gegn Atletico Madrid. Blöðin hér skýrðu svo frá þvi fyrir tvelmur dög- um að ég mundi verða miðherji hjá Santander. Þetta hefur vakið talsvert mikla athygli hér á Spáni, talsvert ver- ið skrifað um það, meira að segja i blöðum í Madrid, enda er ég fyrsti islenski knattspymumaðurinn sem leikur með spænsku iiðl. Viggó Sig- urðsson var hér með Barcelona i hand- boltanum fyrir nokkrum árum,” sagði Magnús Bergs, þegar blaðið ræddi við hannigær. Magnús kom frá Tongeren í Belgíu og gekk til liðs viö spánska liðiö fyrir nokkrumvikum. „Eg kann mjög vel við mig hér, hef æft mikið og líkar vel við strákana í liðinu. Þar eru margir ágætir leikmenn en Santander féll úr 1. deild eftir síð- asta leiktímabil. Eg bíð spenntur leiks- ins við Atletico og er nokkuö bjartsýnn. Eg er kominn í ágæta æfingu eftir meiðsli og ef taugarnar bregöast ekki Magnús Bergs — fyrsti isl. knatt- spyraumaðurinn sem leikur á Spáni. ætti ég að geta staðið mig vel. Eg hef áður leikið miðherja bæði meö Dort- mund í V-Þýskalandi og með Tonger- en, svo ég þekki þá stöðu,” sagði Magnús en hann var oftast mið- eða framvörður með Val á árum áður og íslenska landsliðinu. Tveir leikmenn frá Paraguay eru hjá Santander og kemur Magnús inn fyrir annan þeirra á sunnudag. Aðeins tveir útlendingar mega vera í leik. Santander er í 3ja sæti í 2. deild með 23 stig eftir 19 leiki. Efst eru lið Real Madrid og Atletico Madrid en þau mega ekki leika í 1. deild. Þetta eru varalið félaganna frægu, sem leika í 2. deild. Sá háttur var tekinn upp á Spáni fyrir nokkrum árum að leyfa þekktum féiögum að vera með varalið sín í lægri Ideildunum. Magnús á von á konu sinni, Jóhönnu Hreinsdóttur, og dóttur frá Belgíu í dag og sagði „ég er búinn að bíða eftir þeim lengi.” Jóhanna fór til Belgiu til að ganga frá málum þeirra og kemur akandi á bíl þeirra frá Tongeren. Magnús Bergs er verkfræöingur að mennt en hefur verið atvinnuknatt- spyrnumaöur mörg undanfarin ár. hsim. „World Cup í Svíþjóð: Danir í úrslit en Svíar steinlágu fyrir Sovét Frá Gunnlaugl A. Jónssynl, frétta- manni DV i Sviþjóð. Danir tryggöu sér rétt í úrslit „World Cup” í handknattleiknum í gær þegar þeir töpuðu með eins mark mun fyrir Júgóslövum og leika við Sovétrík- in á sunnudag, en sovésku leikmenn- irnir léku Svía grátt. Sigruðu 35—24. Svíar leika við Júgóslava um þriðja sætið. Pólland og Austur-Þýskaland um 5. sætið og V-Þýskaland og Spánn umbotnsætin. Svíar stóðu vel í sovésku heims- meisturunum í f.h. Staðan 15—13 en Jilsen misnotaði tvö vítaköst Svía rétt undir iok hálfleiksins. Hann var þó langbestur Svia meö 7 mörk. Á stuttum kafla í s.h. fór allt í vitleysu hjá Svíum. Þeir sovésku skoruðu fimm mörk í röð úr hraöaupphlaupum og náðu siðan yfirburðastöðu. Hellgren átti nú erfitt uppdráttar i markinu, skiljanlegt sagði sænski iandsliðsþjálfarinn. „Hann hafði enga vöm fyrir framan sig.” Danir máttu tapa fyrir Júgóslövum með 2ja marka mun. Um miðjan s.h. voru Jógóslavar komnir þremur mörk- um yfir. Danir, sem hafa léttleikandi liði á að skipa þar sem allir virðast geta skorað, minnkuðu muninn og komust í úrslitaleikinn við Sovétríkin. Júgóslavía sigraði 22—21. 1 öðrum leikjum urðu úrslit þau, að Pólverjar sigruðu Vestur-Þjóðverja 25—22 og Austur-Þýskaland og Spánn gerðu jafntefli 24—24. Lokastaðan í riðlun- um. A-riðUl Sovétríkin 3 3 0 0 80-60 6 Svíþjóð . 3 2 0 1 72-75 4 Pólland 3 1 0 2 69-73 2 V-Þýskaland 3 0 0 3 54-67 0 B-riöilI Danmörk 3 2 0 1 66-61 4 Júgóslavía 3 0 2 0 63-62 4 A-Þýskaland 3 0 2 1 66-69 2 Spánn 3 0 2 1 62-65 2 GAJ/hsím. Árni Þór 17 sek. á eftir Steve Mahre íslensku skíðamennirnir i alpa- grelnum náðu þokkalegum árangrl í stórsvigi á mjög sterku móti i Kirch- berg i Austurríki i gær. Þar vora fjöl- margir keppendur heimsbikarslns á ferðinni. Árai Þór Áraason, Reykja- vik, náði bestum árangri íslending- anna. Varð i 50. sæti hinna 140 kepp- enda, sem hófu keppni. Var með rás- númer 91 og þessi árangur hans færir hann upp. Sigurvegari varð Egon Hirt frá Vestur-Þýskalandi á 3:12,30 mín. Sigraði með yfirburðum en í öðru sæti varð Max Julen frá Sviss á 3:13,56 mín. og þriðji Rubert Stroils, Austurríki, á 3:13,70mín. Steve Mahre frá USA var í ellefta sæti á 3:15,08 mín. Ami Þór keyrði hina löngu braut á 3:32,16 mín. Guömundur Jóhannsson, Isafirði, varð í 58. sæti á 3:37,30 min. Hann hafði rásnúmer 97 og Daníel Hilmarsson, Dalvík, varð í 62. sæti á 3:39,38 mín. Rásnúmer hans var 99. -hsim. Fyrsta skíðamótið í vetur í Hlíðarfjalli A laugardag 14. jan fór fram fyrsta skíðamót vetrarins í Hlíðarfjalli, var þetta Þórsmót í svigi. Keppt var i 6 flokkum. Konur 1. Tinna Traustadóttir.KA 2. Anna M. Malmquist, KA 3. Asta Asmundsdóttir, KA Karlar: 1. Erling Ingvason, KA 2. Ingólfur Gíslason, Þór 89,92 92,71 92,91 87,01 87,26 3. Valþór Þorgeirsson, KA 88,31 15—16 ára stúlkur: 1. Guðrún H. Kristjánsd. KA 87,66 2. Anna Ivarsdóttir, Þór 95,49 3. Helga Sigurjónsd., Þór 97,80 15—16 ára drengir 1. Björn B. Gíslason, KA 83,23 2. Gunnar Reynisson, Þór 91,61 3. BrynjarBragason,KA 104,97 13—14 ára stúikur 1. Kristín Jóhannsd., Þór 2. Hulda Svanbergsd., KA 3. Jórunn Jóhannesd., Þór 95,98 97,14 97,53 13—14 ára drengir. 1. Valdemar Valdemarsson, KA 82,02 2. KristinnSvanbergsson,KA 85,88 3. KáriEllertsson,Þór 91,62. Næsta mót í Hliðarfjalli næstkom- andi laugardag. Þá fer fram KA-mót í stórsvígi í fl. karla/kvenna 15—16 ára/13—14 ára. óttir íþróttir Helgi Helgason - víkur. • komlnn aftur til Reykja- Helgi aftur tilVíkings — ogfæreyskur landsliðs- maðurvæntanlegur Víkingur hefur fengið góðan liðsstyrk í knattspyraunni. Húsvikingurinn Helgi Helgason, sem var leikmaður og þjálfari með Völsung á Húsavik í 2. delldinni í fyrra- sumar, er aftur fluttur til Reykjavikur og mun leika með sínum gömlu féiögum í Víkingáný. Helgi Helgason fluttist til Reykjavikur 1978 og byrjaði þá að leika með Víking. Varð fljótt einn af albestu mönnum liðsins og f jölhæfur ieikmaður. Lék bæði sem fram- vörður eða miðvörður og varð tvívegis Islandsmeistari með Víking eða 1981 og 1982 undir stjóra Juri Sedov. Þá er færeyski landsliðsmaðurinn Hans Leó, sem hefur verið fastamaður í lands- liölnu í nokkur ár og besti leikmaður Götu, væntanlegur hingað til la'nds innan i skamms og mun byrja að æfa með Víking. ' Miklar líkur að hann verði hér í sumar og leiki með Vlking. Hann er framvörður. -hsím. Gummersbach mætir Dukla Við sögðum frá drættlnum í Evrópukeppninni í handknattleik hér á síðunni í gær. Þá féll út hvaða lið léki gegn Dukla Prag í Evrópukeppni melstarallða. Það er v-þýska liðið Gummersbach sem mætir Dukla Prag í undanúrsiitum og Hon- ved frá Ungverjalandi ieikur gegn Metaloplastica Sabac frá Júgóslavíu — félaginu sem sló Klel út úr keppninni. ( íslandsmótið íinnanhúss- knattspymu Isiandsmótlð i lnnanhússknattspyrau befst í LaugardaishölUnni um helgina og verður þá ieikið í 2. og 4. deUdarkeppninni og einnig hluti af keppninni í kvcnnaflokki. 4. deildarkeppnin fer fram á laugardaginn en 2. defldarkeppnin á sunnudaginn. Keppni hefst kl. 10 báða dagana og verður ieikið tU kl. 20. 1. og 3. deUdarkeppnin fer fram 25. og 26. febrúar. Brighton-bak- vörðurinn úr leik Blökkumaðurinn Chris Ramsey, sem slasaðist í fyrri leik Brighton og Man. Utd. i úrslitaleik ensku bikarkeppnlnnar sl. vor, verður jafnvel að hætta knattspyrau aðeins 21 árs að aldri. Hann befur ieikið fimm ieiki siðan slysið varð, þann siðasta með Brighton gegn Shrewsbury 19. nóvember síðastiiðinn. Ramsey, sem lék sem bakvörður í Brighton- Uðinu, er nú á sjúkrahúsi og eru bæði hné hans í athugun. Læknar óttast að meiðslin séu það alvarleg að Ramsey leUd ekki framar. Betri fréttir hins vegar af Alan Sunder- iand, miðherja hjá Arsenal. Hann er byrjaður að æfa á ný eftlr uppskurð á fæti. Hann hefur ekki leUdð síðan 29. nóvember en reiknað er með að hann nái fljótt aftur stöðu sinnl í Arsenal-Uðinu. -hsim. íþrótt íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.