Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Blaðsíða 4
4 r\n * DV. LAUGARDAGUR 21. JANUAR1984. Fréttaljós Fréttaljós Frettaljós Fréttaljós ff Hvernig eru hinir raunverulegu raf magnsreikningar? RÍKISREKINN ÓSKAPNAÐUR ff Þaö varð uppi fótur og fit þegar DV skýröi frá því á síðasta hausti aö al- mennt rafmagnsverö hér á landi væri orðið þaö hæsta á Norður- löndum og jafnvel meö því hæsta í heiminum, þar sem raforkunotkun er jafnalmenn og mikilvæg og hér. Af hálfu orkuseljenda og núverandi stjórnvalda var sökinni skellt á vit- lausa verðlagsstefnu um árabil sem væri lýsandi dæmi um þaö hveitiig hægt væri aö spara sér til óbóta. Þama var aöallega fjallað um óeölilega háan framleiöslukostnað rafmagnsins og einnig óeölilega há- an dreifingarkostnaö þess. En til uppbyggingar á hvoru tveggja höfðu, í meira en áratug, veriö tekin hrikaleg peningalán erlendis, sem höfðu margundiö upp á sig í gengis- fellingum og með háum kreppuvöxt- um. Vegna þess aö rafmagns- reikningum til almennra notenda var haldiö niöri og langt undir kostn-. aöarveröi í þeim tilgangi að fresta veröhækkunum á þessari þjónustu svo aö hún yröi léttari í vigt viö út- reikninga á vísitölum framfærslu- kostnaöar og síöan kaupgjalds. Eöli málsins var ýtt undan í bar- daganum viö verðbólguna eins og sú barátta var háð þá. Og eins og á daginn hefur komið jafngilti þaö því, aö þjóöin lifði árum saman viö sýnd- arkjör, fölsk lífskjör, þar á meðal lægra rafmagnsverö en svaraöi til kostnaðar. Viö borguöum lítiö úr buddunum meöan rafveitumar ófu um sig skuldahalann meö gengis- tryggingu og hávöxtum. Rafmagnsnotendur, eins og aðrir, kannast viö verösprengingu eftir skipti á ríkisstjómum í fyrrasumar. Samt þurfa orkuöflunar- og raf- magnsdreifingarfyrirtæki í landinu að borga talsvert á annan milljarð króna aðeins í vexti af lánum á þessu ári, 1984. Þeir nálgast þaö að verða jafnháir og allar tekjur Lands- virkjunar af heildsölu á raforku á árinu, sem em áætlaöar 1.840.000 krónur. Bara vextir af skuldum. Og varla vill nokkur láta hér staöar numiö í orkuöflun og rafvæðingu sem hugsar sér bjartari framtíð. Skuldadagar Undanfarin misseri hefur fariö fram mjög merkileg umræöa um þátt rafmagnsverðs til stóriðju meö hliðsjón af almennu rafmagnsverði. Hún var lengi tímafrekasta umræða á Alþingi. Og snerist um þaö, hvort álverið í Straumsvík ætti aö borga fyrir orku á ári eitt togaraverö eða tvö. Deilan er ekki útkljáð. En mun- urinn var sem sagt eitt togaraverð, í hæsta lagi hálft annaö, um eða eitthvað rúmlega 200 milljónir. Vissulega getur munaö um svona upphæð í raunveruleikanum. En í öllu púsluspili rafmagnsframleiðslu og dreifingar skiptir hún ekki sköpum, hvaö þá í þjóðarbúskapn- um. Því er haldið fram og þaö meö talsveröum rétti aö hagur okkar af álverinu skili sér eftir öörum leiöum, í vel borgaðri vinnu og mikilli þjónustu, þótt grunnurinn sé orkusalan, raunar ódýr íslensk orka. Hvort álverið borgar 200, 400 eöa jafnvel 500 milljónir af 4,5—5,0 mill- jarða rafmagnsreikningum okkar á þessu ári, ræöur engum úrslitum um almennt orkuverö. Það verður hvort semerallt ofhátt. Talsmenn Orkustofnunar halda þvi fram að virkjunarkostnaöur vatnsafls til raforkuframleiðslu hér sé ekki óhóflegur nema síöur sé. Þess vegna getum við haldiö áfram aö virkja og boðið rafmagniö á sam- keppnishæfu veröi til stóriöju og meira aö segja þaö nýja rafmagn á hóflegu veröi til almennra nota. En blekkingin frá vísitöluleiknum áður, í svo sem áratug, mun óhjá- kvæmilega halda almennu raf- magnsveröi óhóflega dýru, á meðan viö styttum skuldahalann frá þeim árum eöa stýfum hann í eðlilega lengd. Á þessari stundu er allsendis óljóst hve mörg ár viö verðum aö gjalda í hæstu rafmagnsreikningum á Noröurlöndum fyrir „gamlar” syndir. Þaötekurminnst nokkurár. Hvaða rafmagnsverð? En hvaö erum viö, almennir raf- magnsnotendur, að borga þegar viö afgreiðum þessi útgjöld í bank- anum? I fyrsta lagi of dýrt rafmagn. I ööru lagi 1,5% orkugjald til viðbótar viö 22% söluskatt. Og í þriöja lagi 19% veröjöfnunargjald á raforku, nema vegna húshitunar. Þar að auki borgum viö þetta 1,5% orkugjald gjaldiö, er taliö gefa 470 milljónir króna í ár. Þar af segir Sverrir Her- mannsson iönaöarráðherra aö 391,5 milljónir gangi til niöurgreiöslna á orkuverðinu, af því 61,5 milijónir til þess aö borga niður olíukyndingu og 230 miiljónir til niðurgreiðslna á hús- hitun meö rafmagni. Sú fjárhæö er greidd beint til rafveitna og breytir þannig ekki rafmagnsveröi til not- enda í verötaxtanum. Sverrir er nú með í buröarliðnum frumvarp til laga um nýskipan á jöfnun hús- hitunarkostnaöar og orkusparandi aðgerðir. En samkvæmt þessu fara 78,5 milljónir af 1,5% orkugjaldinu í Umsjón: Herbert Guðmundsson Allir borga 19% verðjöfnunargjald á raforku, nema Siglfirðingar. öll upp- hæðin, um 370 milljónir í ár, rennur tll Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestf jaröa, tll þess að borga niður taxta þeirra, sem voru áður hæstir en eru nú orðnir með þeim hóflegri. Húshitunarreikningar eru alls staðar með niður- settu verði, í það fara 230 milljónir í ár. meö 22% söluskattinum alls staöar þar sem hann er innheimtur. Margir og líklega flestir halda aö söluskatt- urinn sé 23,5%, en þar af er orkugjald 1,5%. Að dómi sérfróðra manna væri ósköp eðlilegt aö kílóvattstund á heimilistaxta kostaði 1,50—2,00 kr. Hjá 22 rafveitum á landinu er veröiö 2,29—3,42 krónur, taxtarnir 15 og meöalveröiö 2,86 krónur. En meö 22% söluskatti, 1,5% orkugjaldi og 19% veröjöfnunargjaldi er kílóvatt- stundin á 3,26 krónur ódýrust og dýr- ust 4,88 krónur, aö meðaltali á 4,07 krónur. Þetta síðastnefnda verö er á rafmagnsreikningunum, veröið til okkar, 3,26—4,88 krónur á kílóvatt- stund fyrir heimilisnotkun. Álagiö 1,5% meö söluskattinum á allar söluskattsskyldar vörur og alla söluskattskylda þjónustu, orku- handraöann hjá Albert til almennra nota. Verðjöfnunargjaldiö á raforku, 19%, er áætlað að gefi um 370 milljónir króna. Þaö er lagt á alla rafmagnsreikninga nema vegna hús- hitunar. En hins vegar er því variö þannig að Rafveita Siglufjaröar fær þaö endurgreitt aö sínum hluta en Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjaröa skipta hinu öllu á milli sín í hlutfalli viö rekstrarumfang. Þaö f ramlag er dregiö f rá kostnaöi þeirra og lækkar taxta þeirra beint. Þannig möndlar ríkisvaldiö meö 840 milljónir króna í raforkuverðinu, ‘öðru orkuverði og almennu vöru- veröi, undir yfirskini orkuverös- jöfnunar. Og tekur fyrir 78,5 milljón- ir til annarra þarfa, væntanlega í umboðslaun. Skilar aöeins 761,5 milljónum á markaðan bás. „Óskapnaður" Já, hvaöa rafmagnsverð blasir viö notendum? Frá 22 rafveitum voru 20 mismun- andi meöalverö á kílóvattstund 1982 og mesti munur 99%. Á heimilistöxt- um þessara 22 rafveitna er nú mesti munur nærri 50%, en þeir eru 15 tals- ins. A15 mismunandi rafhitunartöxt- um þeirra er 68% mestur munur. Og á 15 mismunandi töxtum þessara 22 rafveitna vegna stórra véla er mesti munur89%nú. Þótt þama sé vissulega mikiíl munur má aö vissu marki skýra hann í samræmi við ólíkar aöstæður. Þó er vitaö aö samræmi rafmagns- reikninga og kostnaðar er víöa um- deilanlegt vegna kekkjóttra, opin- berra ákvarðana varðandi verölagn- ingu hverrar rafveitu fyrir sig um árabil undanfariö. Þær hafa eins byggst á klókindum eða ýtni ellegar hógværö eöa andvaraleysi stjórn- enda og dómsorði ráöherra, sem haft hefur síöasta orðiö í ákvöröunum um rafmagnsreikninga síöustu allmörg ár. Þaö mun til og ekki vera eins- dæmi aö stjórnendur rafveitna hafi hreinlega gleymt aö sæk ja undir ráö- herranáö (einstaka sinnum). En til hvers kemur þá 370 milljóna króna verðjöfnunargjald? 19% af því sem allir borga fyrir sitt rafmagn, utanhitunar? I fyrndinni mun það hafa vakaö fyrir mönnum, og þá einkum al- þingismönnum, aö jafna rafmagns- kostnaö strjálbýlisbúa viö kostnað þéttbýlisbúa. Þess vegna fengu og fá Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjaröa þessa summij, „undir boröiö”. Nema hvaö Rafveita Siglu- fjarðar rukkar gjaldiö inn í eigin gjaldskrá. Þessi 19% jafnvægisálagning á mis- jafnlega vanþróaöa rafmagnsreikn- inga allra 22 rafveitnanna hef ur fyrir alllöngu leitt til þess aö þeir sem einir njóta veröjöfnunarinnar eru komnir í hóp meöalgjaldenda. En ýmsir og þaö allmargir aðrir, sem áöur þóttu greiöa of lítið, borga nú miklu meira en styrkþegarnir. Ekki má gleyma þvi að styrkþegarnir borga sjálfir nærri 30% af styrkjun- um sem þeir njóta síðan. Njarðvíkingur borgar nú sem dæmi 4,88 krónur fyrir kílóvattstund til heimilisnota, meö öllu, en Vest- firðingur eöa íbúi á svæöi Rarik ekki nema 4,32 krónur, einnig meö öllu. Akureyringur sleppur hins vegar með 3,26 krónur, Reykvíkingur meö 3,46 krónur. Sverrir Hermannsson, iönaðar- og orkuráöherra, kallaöi veröjöfnunar- gjaldiö óskapnaö á aöalfundi Sam- bands íslenskra rafveitna í haust. Hann tekur undir þá kröfu SIR aö gjaldið verði aflagt en Rarik og Orkubúinu veröi tryggð framlög til svokallaðra óaröbærra fram- kvæmda, úr ríkissjóöi. Slíkar fram- kvæmdir í ár teljast kosta 70—90 milljónir króna. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komiö. Kristján Jónsson, raf- magnsveitustjóri Rarik, segir að þrátt fyrir veröjöfnunargjaldiö hvíli á njótendum þess samsafn skulda vegna óarðbærra eöa félagslegra framkvæmda. Framlag úr ríkissjóöi veröi aö miðast viö aö klára þær líka, eigi slíkt f ramlag aö taka við af verð- 'jöfnunargjaldinu. Semsagt: Gamlar syndir koma okkur enn í koll. Nú, en á þessu öllu segist iönaöar- ráöherra ætla aö taka fyrir voriö. En hvaö sem hann gerir mun það kosta tíma og þolinmæði að bíða eftir réttlátum rafmagnsreikningum. -HERB Tuttugu meðal- verðtaxtar Meðalverð á rafmagni frá raf- veitunum 22 var árið 1982 á 20 mismunandi vegu. Nýrri meðal- verðstölur eru ekki tilbúnar enn- þá. Hér á eftir f er listi yfir meðal- verð svokallaðrar skattbærrar sölu á kílóvattstund: Akranes 0,92 Akureyri 0,97 Reykjavík 1,02 Stokkseyri 1,09 Vestmannaeyjar 1,12 Orkubú Vestf. 1,14 Borgarnes 1,19 Hafnarfjörður 1,20 Rarik 1,20 Vatnsleysa 1,24 Eyrarbakki 1,26 Sauðárkrókur 1,30 Siglufjörður 1,34 Selfoss 1,38 Reyðarfjörður 1,38 Hveragerði 1,45 Garður 1,52 Húsavik 1,53 Grindavík 1,57 Sandgerði 1,62’ Njarðvik 1,76 Keflavik 1,83 Fimmtán heimilis- taxtar Hjá rafveitunum 22 eru nú í gildi 15 taxtar fyrir heimilisnotk- un. Verð til notenda er þetta: Akureyri 3,26 Reykjavík 3,46 Akranes 3,65 Siglufjörður 3,85 Reyðarfjörður 3,87 Hafnarfjörður 3,93 Húsavik 4,00 Vestmannaeyjar 4,10 Sauðárkrókur 4,10 Borgarnes 4,20 Rarik 4,32 Orkubú Vestf. 4,32 Eyrarbakki 4,35 Hveragerði 4,35 Selfoss 4,74 Stokkseyri 4,74 Sandgerði 4,79 Keflavik 4,85 Garður 4,85 Gríndavik 4,85 Njarðvfk 4,88 Vatnsleysa 4,88 • Fimmtán hita- taxtar Verð á rafhitun húsa frá marg- nefndum 22 rafveitum er nú eftir 15 mismunandi töxtum. Kilóvatt- stundin, miöað við 40.000 stunda notkun, kostar: Vestmannaeyjar 0,79 Siglufjörður 0,83 Rarik 0,85 Reyðarfjörður 0,85 Orkubú Vestf. 0,87 Hafnarfjörður 0,88 Húsavik 0,91 Akureyri 0,92 Stokkseyrí 0,92 Selfoss 0,92 Reykjavik 0,93 Akranes 0,95 Sauðárkrókur 1,02 Keflavík 1,05 Garður 1,12 Grindavik 1,12 Borgarnes 1,12 Vatnsleysa 1,15 Njarðvík 1,15 Sandgerði 1,22 Eyrarbakki 1,33 Hveragerði 1,33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.