Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Blaðsíða 17
DV. tÍAÍ/dAR'bAÍJlÍR 21JÍSÍÖÁR
. ?r.
1984.
Meimmgarverðlauit DV:
Ad nyta
saiiran til-
fallandi form
— Jens Guðjénsson gullsmiður í vidtali vid DV
þannig hér á verkstæðinu að við
vinnum mikið saman. Þannig eiga
verðlaunagripimir að heita eftir mig.
Þeir eru það í stórum dráttum, en allt-
af legg jum við tillögur okkar i athugun
hvert hjá öðru og skoðum möguleika
hugmyndarinnar sameiginlega og út-
færsluna á henni. En það okkar sem er
með hugmyndina hefur auðvitað loka-
orðið.
Við snúum okkur aftur að stálinu og
Jens skýrir af hverju hann og sam-
starfsfólk hans, Hanna og Snorri,
smíða svo mikið úr öðrum efnum en
silfri og gulli.
— Þegar viö f innum nýtt efni, og það
eru alltaf að koma fram ný efni, þá
höfum við gaman af að stúdera og
vinna með það. Þessir verðlaunagripir
verða til dæmis úr stáli og það veröa
alltaf nokkuö stíf form úr stáli sem er
óþjált. Það er auðveldara að smíða úr
þjálli efnum eins og gulli, silfri eða eir,
en það er alltaf gaman aö reyna
eitthvað nýtt og eins og er höfum við
ekki kynnst stálinu en við hlökkum til
að fást við það. Þetta er ánægjan við
smíðina og skapar möguleika tÚ fram-
faraognýjunga.
Það fer líka ekkert milli mála að
margir gripimir sem Jens sýnir okkur
hefðu ekki sést á gullsmíðaverk-
stæöum fy rir nokkrum árum.
— Hvað heldurðu nú að þetta sé
kaHaö? segir Jens og dregur fram eins
konar lúður úr rauðleitum málmi sem
stendur á steinfæti.
Blaöamanni fannst hluturinn minna
dálítið á grammófóninn, sem hundur-
inn geltir ofan í, en sú mynd er á
mörgum hljómplötum.
— Já, þetta heitir ,Jíis Master’s
Voice”, segir Jens. — Steinninn sem
Vuðurinn stendur á er notaður eins og
hann kemur fyrir. Snorri safnar
steinum og kemur með þá hingað.
Þegar viö höfum tíma til þá skoðum
við þá og veltum fyrir okkur þangað til
viö fáum einhverja hugmynd um þaö
hvemig við getum nýtt þetta form.
Þama er settur eirlúður ofan á og það
kemur mjög vel út.
Enn sýnir Jens okkur annað verk.
Það stendur einnig á steini sem fund-
ist hefur úti í náttúrunni og á því er
axarlaga eirmynd.
— Eg er nú ekki alveg búinn með
þessa. Það er eftir að lóða þetta á,
segir Jens og leggur við styttuna brot
úr kristalsskál.
— Þetta brot barst hingaö inn
einhvern veginn. Þetta er það sem við
höfum mest gaman af, að nýta saman
tilfallandi form svo þau myndi eitt
verk.
Nú snýst umræðan að handverki al-
mennt og breytingum á því.
— Listiönaður hér á landi nýtur ekki
sömu viðurkenningar og aðrar list-
greinar. Erlendis hefur það besta sem
gert er í listiönaöi hlotiö nokkra viður-
kenningu síðustu árin, en ekki hér
ennþá.
En er þá mikil eftirspurn eftir svo
óvenjulegum smíðisgripum?
— Við seljum alltaf eitthvað af þeim
og þá mikiö tQ viðhafnargjafa. En fólk
segist oft ekki vilja svona gripi af því
það þurfi svo mikið í kringum þá. Það
þurfi að stilla þeim sérstaklega upp.
En þetta er að breytast.
— Starfsheitiö íslenska er gull-
smiöur, en síöan er þaö upp og ofan úr
hvoru efninu, gulli eöa silfri, er smíö-
að. Þegar valið er frá okkar verkstæði
tU sýninga eriendis þá eru það oft
stærri munir og oft er ég nefndur
sUfursmiður á sýningum vegna þess að
ég sýni mest muni úr þeim málmi. Nú
eiga margar af gömlu handverks-
greinunum í vök að verjast. Aður fyrr
voru til stór verkstæði, sem unnu svo-
kallaöan korpus, alls konar könnur,
katla og krúsir úr sUfri og ef maöur
var á gangi i Kaupmannahöfn nálægt
einhverju slíku verkstæði heyrði
maður hamarssönginn langt aö. Nú
eru flest slik verkstæði horfin.
En Jens óttast þó ekki um framtíö
listiönaöar. — Listiön, þar sem sami
maðurinn fær hugmyndina og útfærir
hana siöan, verður eftirsótt engu að
síður. Fólk viU fá fallega hluti, vel
unna, í höndunum. Eg skal segja þér
góða sögu af viðhorfi Islendinga tU
góðra málma. Danskur kaupmaður,
sem átti góð viðskipti við íslenskan
kaupmann, skrifaði honum einu sinni
og sagöist vera með mjög góðan plett-
borðbúnað á boðstólum. Sá íslenski
þakkaði gott boð en sagði að Islending-
ar vildu ekki plett. Þessu trúði sá
danski ekki, enda seldist búnaðurinn
vel í Kaupmannahöfn, og þrábaö ís-
lenska kaupmanninn að taka búnaðinn
tU prufu, á ábyrgð sína. Sá íslenski
féUst á þaö, og löngu seinna, þegar
farið var að gramsa í bréfum verslun-
arinnar, rifjaðist þessi saga upp, en
sögulokin birtast í bréfi sem íslenski
kaupmaðurinn skrifaöi þeim danska.
Þar segist Islendingurinn endursenda
honum borðbúnaðinn því enginn hefði
viljað sjá hann og að Daninn heföi átt
aö taka sig trúanlegan þegar hann
fyrst afþakkaði boðið. Þetta gerðist
um síðustu aldamót.
Áleiðinni út sýnir Jens okkur nokkra
muni sem eru tU sýnis í skápnum.
— Okkar hugmynd núna er sú að
koma upp gaUeríi hér.
Jens sýnir okkur að lokum nokkra
hluti þar frammi, m.a. biblíu með
skreytingu og lás eftir Snorra Sigurðs-
son og merkilegt húslíkan eftir Hönnu
Jensdóttur. Og innan um þessa gripi
kveðjum við Jens Guðjónsson gullsmiö
aö sinni.
17
KAFFI '•
miirn
BYRJA
KVÖLDIN
AFTUR ÖLL
BJÓÐUM EINNIG:
fiskréttahlaðborð
fyrir hópa og
samkvæmi,
FIMMTUDAGS-,
FÖSTUDAGS- OG
LAUGARDAGSKVÖLD
köld borð,
smurt brauð
og snittur.
Verið velkomin.
KAfFI^
vmim
Grandagarði 10-Sími: 15932
TOYOTA CRESSIDA
DlSIL ÁRGERÐ '82
Ekinn aðeins 21.000 km. Toppbíll — hagstæð kjör.
Til sýnis og sölu.
OPIÐ LAUGARDAGA
KL. 10-18
BÍLASALAN BLIK
Skeifunni 8, simi 86477.
smnu
aHtáfl
Við stofnun fyrirtækis eroftast
gengið frá nauðsynlegum
vátryggingum. Fyrirtækið stækk-
ar, en tryggingafjárhæðin fylgir
ekki sjálfkrafa stækkuninni. Látið
ekki blekkjast. Fáið trygginga-
manninn í heimsókn, og ráðfærið
ykkur við hann.
HAGTRYGGEVG HF
Suóurlandsbraut 10,105 Reykjavik, simi 85588.