Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Blaðsíða 14
14 .V>:r S'MTVTAT iSHUíVnSAtHTÁ.T V;1 DV. LAUGARDAGUR 21. JANUAR1984. — Leikfélag Dalvíkur 40 ár a lHð munlA hann Jörnnd á Dalvík Leikfélag Dalvíkur vard 40 ára á fimmtudaginn var, 19. janúar, og frumsgndi þá alþekkt leikrit Jónasar Árnasonar, Þið munið hann Jör- und. Leikstjóri er Arnar Jónsson leikari og fer hann einnig með hlut- verk í sýningunni. Með stœrstu hlutverk í Jörundi fara Ómar Arnbjörnsson, Björn Björnsson, Rafn Arnbjörnsson, Stefán Friðgeirsson og Friðrik Gígja. Söngtríóið er í stœrra lagi af tríóum að vera. Þar eru Sólveig Hjálm- arsdóttir, Kristján Hjartarson og Gunnar Sigursteinsson. Þeim til hjálpar eru Colin Virr, sem leikur á flautu og útsetur tónlist, og Einar Arngrímsson bassaleikari. Búningar eru bœði fengnir að láni og heimasaumaðir af Þórhildi Þórisdóttur og Guðlaugu Björnsdóttur. Ljósameistari er Lárus Gunn- laugsson og leikmgndina hannar Jón Þórisson. Afmælisgjöfiii verði nvtt og endurbætt Ungó — Kristján Hjartarson er formaður Lefkfélags Dalvíkur Það er enginn bariðmur f okkur, segir Kristján Hjartarson, formaður Loikfétags Dalvikur. Hann er lengst til hægri á myndinni. — Hvenær tókst þú viö formanns- starf i hjá Leikfélagi Dalvíkur? „Það var 1980 en ég haföi starfaö meö félaginu frá 1977 og var þá strax í stjórn.” — Hvað ertu búinn aö vera í mörgum hlutverkum síðan ? „Eg hef verið meö í öllum verkefn- um síöan, ýmist gert leikmyndir og leikið eða annað hvort.” — Hver er félagatala nú hjá leik- félagiDalvíkur? „Skráðir félagar eru 106 en auðvitað er sú tala ekki raunhæf. Argjöld eru ekki og þess vegna hefur fólk ekki séö ástæðu til að segja sig úr því. Félaga- skráin hefur heldur ekkert verið endurskoðuö eða gengið eftir því hvort fólk vilji vera áfram. En hópur sem kemur til starfa einhvem tíma á fimm ára bili er rúmlega 40 manns.” — Hvemig gengur meö peningahlið- ina? „Eg held að verði að segja að það hafi bara gengið vel og því eriginn barlómur þannig. Aðsókn hefur yfir- leitt verið mjög góð. Meðaltal síðustu fimm árin á verkefni hefur veriö 650— 700 manns. Flestar sýningar hafa stað- ið nokkuð undir sér, með styrkjum að vísu. Við fáum árlega styrki frá ríki og bæ. Nú, kabarettsýningar höfum við verið með tvisvar og þá er ekki fenginn að leikstjóri. Þær em algjörlega heimaunnar. Þannig uppfærslur gefa bara tekjur, gjöldin eru engin nema húsaleiga. Þessir kabarettar hafa líka bjargað okkur mikiö fjárhagslega, til dæmis gert þaö að verkum að viö höf- um getað keypt okkur góð hljómflutn- ingstæki fyrir leikhljóð og bætt viö okk- 'urljósabúnaði.” — Hvemig er félagið annars statt í sambandi við ljós og annan tækja- búnað? „Eg hugsa að megi segja aö það sé vel statt, miðað við áhugafélög al- mennt. Við höfum mjög gott ljósaborð og 15 ágæta kastara. Aö vísu þurfum við yfirleitt að fá lánaða kastara en þaðhefurveriögott samstarf við Leik- félag Akureyrar um það og áhugafélög hér í firðinum. Við lánum þeim og þeir okkur.” — En húsakosturinn? „Þetta hús hér, Ungó, er að okkar mati mjög gott leikhús og viö viljum alls ekki að því veröi fómaö. Það hefur verið umræða í alltof mörg ár um aö endurbæta húsiö eða byggja viö. Þaö hefur lítið annaö verið gert en fá mann til að teikna og tillaga hans hefur verið rædd í eignarfélögum hússins, leik- félaginu. nngmennaféV'íginu, kven- félaginu, verkalýðsfélaginu og sjálfum bænúm sem á langstærsta n’utann. Þetta er orðið mjög aðkallandi mál því að húsið er rekið á undanþágu og spurning um mánuði frekar en ár hvenær þvi verður lokaö ef ekki verður tekið til hendinni.” — Nú hefur leikfélagið veriö duglegt við að skemmta fólki með framlagi sínu. Er þetta ekki meö öflugra félags- starfi sem unnið er á Dalvík? ,,Ja, náttúrlega taka mörg hundruð manns þátt í starfi skíðafélagsins en það er aðallega bara meö því að fara á skíöi. Klúbbstarfsemin er lika ansi blómleg en ég vil nú meina að leik- félagið sé öflugast á menningarsvið- inu. Það er þó reglulega með menning- aruppákomur og áhuginn er mikill hjá ungu fólki, félagatalið er að yngjast mikið. Hinu er ekki að neita að það er virkilega erfitt að fá þá eldri, sérstak- lega karlmenn, og kannski má kenna því um að þeir eru á kafi í karlaklúbbn- um.” — En ykkur tókst að ná í karlana og Þiö munið hann er Jörund er afmælis- sýning leikfélagsins. „Já, við veljum íslenskt verk. Við hugsum eins og margir aö taka sýn- ingu eftir Jónas Arnason sem lika á afmæli á leikárinu. Og aö fara út í svona f jölmenna sýningu var líka gert í þeirri trú að fólk hefði jafnvel frekar áhuga á þessu afmælisári, eins og raunin varð.” — Helgast leikritavalið líka ekki eitthvað af því að þyngri stykki gangi ekki? „Eg held nú að hæfilega blönduö verk falli fólki hérna ágætlega. Að vísu eru þær raddir alltaf hæstar sem vilja eitthvað létt. Hins vegar gerðum við skoðanakönnun á þessu í fyrra og gengum í öll hús héma. Það kom reyndar í ljós að flestir höföu áhuga á að fá eitthvað létt en hinir voru þó fleiri en við bjuggumst við.” — Er annað verkefni á döfinni í vetur? „Það var nú stefnt að því en þó er erfitt að segja. Við höfum verið að gæla við að hafa kabarett eða eitthvað sem væri algjörlega heimaunnið. En þetta er náttúrlega búin að vera mikil törn og ekki gott að segja hvað menn verða brattir.” — Á félagið einhverja ósk um afmælisgjöf? „Já, nýtt og endurbætt gamla Ungó.” Heilandi að fá að takast é við vissar persónur, segr Guðný Bjamadðttir, sem leitur fsiensku hnátuna er knúsar Laddie. ISLENSKA HNÁTM si:m kmsak i Annii: Guðný Bjamadóttir ólst upp á Siglu- firði en þar segist hún ekkert hafa ver- ið í leiklistinni. Það fyrsta sem hún kom nálægt gyðju þeirrar listar var þegar hún túlkaði Ardísi í Hart í bak fyrir Leikfélag Dalvíkur árið 1974. „Eg er búin aö hafa mikinn áhuga á leiklist en ég kynntist þessu fyrst í sambandi við manninn minn sem var í þessu. Leikfélagið var þá meö Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Þegar svo vantaði manneskju í Árdísi var tal- að við mig til reynslu. Eg þáði náttúr- legaboðið. Síðan hefur ekki slökknað á mér í sambandi viö áhuga á leik- starfi.” — Og þú ert auðvitað sjálfmenntuð í listinni? „Já, ég fór í fyrra á fyrsta og eina námskeiöið í leiklist. Leikfélag Akur- eyrar stóð þá fyrir námskeiði í leik- rænni tjáningu.” Arið 1979 lagði Isfilm Svarfaðardal undir sig heilt sumar í þeim tilgangi að stíga fyrstu skrefin hér á landi í alvöru kvikmyndagerð. Stór hluti svarf- dælskra komst þá á hvíta tjaldiö, þar á meðal Guöný Bjarnadóttir. Hún var þar bæði kona á gangi og á dansiball- inu mikla á Grundinni. Guöný gekk í Leikfélag Dalvíkur um sama leyti og hún kom fyrst fram á leiksviðinu í Ungó árið 1974. Hún er í stjórn félagsins og hefur verið það í 3 ár. Hvaðerþaðíleiklistinnisemhefur heillað hana svo mjög að aftur og aftur er tekist á við að færa líf í persónur sem ekki eru til annars staöar en á blaði eða bók? „Eg veit það ekki. Mér finnst það kannski bara þetta að fá að takast á við vissar persónur. Það gefur mér visst öryggi og er þroskandi og það hjálpar manni lika að umgangast ann- að fólk. Kringum þetta er líka mikið tilstand og maður kynnist nýju fólki.” Má kannski búast við aö Guðný leggi leiklistina frekar fyrir sig? „Eghef aldrei hugsað út í það. Eg vil bara með hjálp leikstjóra og þeirra sem ég er með fá að gera eitthvað sjálf. Mig hefur aldrei langaö til að læra þó ég hefði haft tök á því. ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.