Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Blaðsíða 6
6
DV. LAUGARDAGUR21. JANUAR1984..
Ferðamál
Ferðamál
Ferðamál
Samstarfsnefnd um ferðamál í
Reykjavík er um þessar mundir aö
hrinda í framkvæmd skemmtilegu
máli sem hefur verið í undirbúningi
síðustu mánuði. Hér er um að ræða
kynningu á Reykjavík úti um land.
Ákveðiö hefur verið aö efna til
Reykjavíkurkvölda á Vestfjöröum,
Norðurlandi og Austurlandi á næst-
unni og mun Davíð Oddsson borgar-
stjóri verða í fararbroddi þess hóps
sem annast kynninguna. Formaður
Samstarfsnefndar um ferðamál í
Reykjavík er Markús örn Antons-
son, forseti borgarstjómar, en Omar
Einarsson, framkvæmdastjóri
Æskulýðsráðs Reykjavíkur, stjórnar
framkvæmd Reykjavíkurkvöldanna.
Ferðasíðan innti þá félaga nánar
eftir hvað hér væri á seyði.
„Hlutverk nefndarinnar er meðal
annars að stuðla að kynningu á
Reykjavík sem ferðamannastað
og er þegar hafin útgáfa á ýmsum
upplýsingagögnum þar aö lútandi,”
sagði Markús örn Antonsson.
„Við viljum leggja ríka áherslu á
að það beri að sinna íslenskum ferða-
mönnum í Reykjavík sem best ekki
síður en þeim erlendu. Þegar rætt er
um ferðamenn í borginni hefur gætt
ákveðinnar tilhneigingar aö líta bara
til útlendinga sem hér eru á ferð.
Þessum viljum við breyta. Þaö er
gífurlegur fjöldi fólks utan af landi
sem leggur leið sína til Reykjavíkur í
margs konar erindagjörðum, þar á
meðal sem feröamenn,” sagði
Markús örn ennfremur.
Efla tengslin
Markús örn sagði að fram til þessa
hefðu borgaryfirvöld lítið gert til að
efla tengsl höfuöborgarinnar og
landsbyggðarinnar. Þessu þyrfti aö
breyta og það væri eðlilegt aö höfuð-
borgin hefði forystu um að koma á
nánara sambandi.
„Með því að koma á þessum
Reykjavíkurkvöldum úti um land
viljum viö kynna hvað borgin hefur
upp á að bjóða í skemmtun, menn-
ingu og ýmiss konar afþreyingu, sem
af eölilegum orsökum er mun fjöl-
breyttara en úti um land. Með þessu
móti erum við að vinna jafnt í þágu
landsmanna sem Reykvíkinga og
viljum aö viö gerum okkur grein
fyrir mikilvægi þessara mála um leið
og lögð er áhersla á að við bjóðum
fólk utan af landi velkomiö til
borgarinnar, enda er Reykjavík
höfuðborg allra landsmanna,” sagði
Markús.
Reykjavíkurkvöldin
Omar Einarsson sagði að fyrsta
Reykjavíkurkvöldið yrði í félags-
heimilinu i Hnífsdal laugardaginn 28.
janúar. Síðan í Sjallanum á Akureyri
5. febrúar og í Valaskjálf á Egils-
stööumll. febrúar.
Dagskráin er í stórum dráttum á
þá leið að í upphafi ávarpar Davíð
Oddsson borgarstjóri gesti
kvöldsins, síðan er borinn fram
matur, og að því búnu hefjast
skemmtiatriði. Þar koma fram
leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur
og söngvarar frá Islensku óperunni.
Ennfremur veröur tískusýning þar
sem sýnt verður það nýjasta sem
tískuverslanir í Reykjavík hafa á
boðstólum. Þá fer fram danssýning
og bingó þar sem vinningar eru
helgarferðir til Reykjavíkur. Loks
veröur stiginn dans. Veislustjóri og
kynnir verður Hermann Ragnar
Stefánsson.
Verði aögöngumiða verður stillt í
hóf og stefnt að ánægjulegri kvöld-
stund þar sem dagskráratriði höfða
til sem flestra. Það eru 15—20
manns, sem þarna leggja hönd á
plóginn, og sögðu þeir Omar og
Markús að þátttaka leikara LR og
Markús Örn Antonsson og Ómar tinarsson ætla að kynna Reykjavík úti um land með friðu föruneytiþar sem borgarstjóri verður i fararbroddi.
DV-mynd Bj.Bj.
Samstarfsnefnd um ferðamál í Reykjavík með athyglfsverða nýjung:
sögöu verður einnig haldiö áfram að
gefa út bæklinga á ensku, en það
verður ekki síður lögð áhersla á að
koma upplýsingum á framfæri á
íslensku,” sagði Markús öm.
Hann sagði ennfremur um Reykja-
víkurkvöldin að þar með fengi
borgarstjóri og aðrir fulltrúar
borgarinnar tækifæri til að hitta
menn að máli á viðkomandi stöðum
og afla sér meiri þekkingar á mál-
efnumstaðanna.
Þarft framtak
Þetta framtak Samstarfsnefndar
um ferðamál í Reykjavík er til
hreinnar fyrirmyndar. Fram til
þessa hefur lítið veriö unniö aö al-
mennum kynningum hér innanlands
á Reykjavík eða öðrum stöðum með
þeim hætti sem Samstarfsnefndin
ætlar að gera. Vonandi veröur þetta
aðeins upphafið aö frekara
kynningarstarfi og þá ekki aðeins af
hálfu Reykjavíkur, heldur fylgi aðrir
staðir í kjölfarið. Þaö væri ekki frá-
leitt að hugsa sér að til daanis lands-
hlutasamtök skipulegöu kynningar í
Reykjavík þar sem greint yrði frá
því helsta sem í boði væri fyrir ferða-
menn í viðkomandi landshlutum.
Segja má aö Reykjavík hafi
algjöra sérstöðu á þessu sviði þar
sem svo margir eiga erindi til höfuö-
borgarinnar og því beinist
kynningarstarf af hálfu borgarinnar
fremur í þá átt að fá innlenda ferða-
menn til að staldra lengur við. En úti
um land virðist sá hugsunarháttur
ríkjandi í alltof miklum mæli að þeir
sem á annaö borð séu að ferðast um
landiö, einkum á sumrum, hljóti að
vita um allt sem í boði er á viökom-
andi stöðum. Þetta er hins vegar
mesti misskilningur.
Við skulum vona að Islendingar
auki ferðalög um sitt eigið land, en
það er ekki þar með sagt að allir
kjósi að fara hringinn. Miöað við al-
mennt efnahagsástand má miklu
frekar búast við að fólk fari til ákveö-
inna staða í stað þess aö fara í alls-
herjaryfirreið. Staðarvalið hlýtur þá
í mjög mörgum tilfellum að ráðast af
þeim upplýsingum, sem fyrir liggja,
og komiö hefur verið á framfæri með
einum eða öðrum hætti svo að ferða-
maðurinn geti áttað sig á hvaða þjón-
usta er fyrir hendi og fleira sem
skiptir máli.
-SG.
söngvara óperunnar væri mjög
mikilsverö sem og annarra er þarna
kæmu fram eða veittu aðstoð, svo
semFlugleiðir.
Framkvæmdastjóri kynningar-
kvöldanna er Omar Einarsson og
þeir Skúli Björnsson og Olafur Jóns-
son, starfsmenn Æskulýðsráðs, hafa
unnið með honum að þessu verkefni.
Framhaldið ræðst
af undirtektum
Enn sem komið er hafa ekki fleiri
Reykjavíkurkvöld verið ákveðin en
þessi þrjú sem áður hafa verið nefnd.
Hins vegar sögðu þeir Markús og
Omar að yrðu undirtektir góöar á
þessum stööum væri iíklegt aö efnt
yröi til Reykjavíkurkvölda víðar um
land.
„Við munum gefa út upplýsinga-
bækling á næstunni um Reykja-
víkurborg á íslensku og í þann bækl-
ing verður síðan hægt að bæta
upplýsingum á lausum blöðum um
allt það helsta sem er að gerast í
borginni á hverjum tíma. Að sjálf-
Á Akureyri fer Reykjavíkurkynningin fram iSjallanum.
í STUTTU JflÁLI
Kanaríeyjaferðir viröast ætla aö
njóta sömu vinsælda í vetur og
áður. Beint leiguflug er þangaö frá
Keflavík 25. janúar og er uppselt í
þá ferð og allmargir á biölista.
Sömuleiðis fara margir í áætlunar-
flugi gegnum London eða Amster-
dam. Þá munu leiguflugin í febrúar
orðin vel bókuð og sama er að
segja um skíðaferöir.
Færeyingar nota nú þyrlu til
innanlandsflugs. Landsstjórnin
hefur samið við Maersk Air um aö
reka þyrlu af gerðinni Bell 212
næstu 12 mánuði í eyjunum, en það
er stjórnin sem hefur keypt
þyrluna. Sumarið 1981 leigði lands-
stjórnin þyrlu áf þessari gerð til að
annast flutninga milli eyjanna i
tilraunaskyni og þótti gefast vel.
Hins vegar var töf á framhaldinu
meðan fjármálin voru leyst, en nú
hef ur veriö höggvið á þann hnút.
Portúgalir afnámu um síðustu
áramót illræmdan brottfararskatt
sem komiö var á þar í landi ekki
alls fyrir löngu. Skatturinn var aö
upphæð sem samsvarar um 250
krónum íslenskum. Hver sem
dvaliö hafði lengur en tvo sólar-
hringa í landinu var skyldugur að
borga þessa upphæð til að komast
burt. Skatturinn var upphaflega
settur á til að afla ríkissjóði tekna
en linnulausum mótmælum rigndi
yfir stjómvöld vegna þess arna svo
að þau sáu sig tilneydd að fella
skattinn niður. Ferðasíðan biður að
heilsa Albert og bendir á að ýmis-
legt getum við lært af Portúgölum.
-SG.
Fifwir til Ileykjavíkur -
kvölda úti um land