Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Blaðsíða 9
DV LAUGARDAGUR 21. JANtJAR 1984.' Pólitíkin og alþingi Fyrir stuttu var haft viðtal við einn af yngri þingmönnunum í út- varpinu um reynslu hans af þinginu. Þingmaðurinn var skemmtilega kot- roskinn og þótti greinilega nokkuö til upphefðarinnar koma eins og mann- legt er. Ekki gerði hann heldur lítið úr starfi sínu, enda varla von aö hann, frekar en aðrir, dragi úr mikil- vægi þess sem hann hefur tekið að sér. Hinsvegar bætti hann því við, að honum þætti stundum nóg um mál- skrafið og seinaganginn og ekki þyk- ir honum áhrif sín og afgreiðsla mála vera skjótfengin eða auðsótt. Því er þetta rif jað upp, að á mánu- daginn kemur þing saman að loknu jólaleyfi og athyglin beinist aftur að þinghúsinu við Austurvöll og mönn- unumsemþarsitja. Persónubundnar kosningar Það hefur löngum þótt virðingar- staöa að taka sæti á alþingi. Þangaö voru kjömir forystumenn í héraði, embættismenn og bændahöfðingjar, og þeir aörir sem nokkuö áttu undir sér. Þinghald stóð stutt hvert ár og líktist meir kaupstaöarferð eða stuttri vetrarsetu í höfuðborginni, án þess að það raskaöi starfi eða högum heima fyrir. Algengt var að fram- bjóðendur veldust eftir mannvirð- ingum, mannaforráðum eða mennt- un og voru þá kosnir sem einstakl- ingar, en ekki flokksmenn eða tals- menn ákveðinnar stefnu. Að vísu skiptist þjóðin oft í fylkingar, eftir því hversu langt menn vildu ganga í sjálfstæðisbaráttunni, en ailajafna voru kosningar mjög persónubundn- ar. Alþingi var á síðustu öld og fram- an af hinni tuttugustu miðstöð og vettvangur frelsis og sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar, og hver sá, sem vildi láta að sér kveða, vildi og þurfti að komast á þing. Má segja aö á ak þingi Islendinga hafi gefist einasta tækifærið, að blöðunum undanskild- um, sem menn höfðu til að láta rödd sína heyrast. Þá var ekkert stjórnarráð, engin hagsmunasamtök, fjármálastofnan- ir, fjölmiðlar eöa menntastofnanir í líkingu við það sem þekkist í dag. Al- þingi var nafli þjóðfélagsins, þar utan voru áhrif einstaklinga, flokka eða samtaka í skötulíki. Allar meiri- háttar ákvaröanir voru teknar á þingi, þingmenn höföu skýra mynd af hverju máli, samfélagið var til- tölulega einfalt í sniðum og sérfræði- kunnátta óþörf og óþekkt. Þingmennskunni takmörk sett Með eflingu stjómmálaflokka, stéttaátökum og gjörbyltingu á þjóð- félagsháttum öllum hefur eðli þing- mannsstarfsins breyst og áhrif al- þingis að sama skapi. Þingmaöurinn er kjörinn í nafni flokksins frekar en persónu sinnar. Hann er hluti af viöamiklu stjórnkerfi í stað þess að vera i hásæti þess. Þingmaðurinn er bundinn samvisku sinni og sannfær- ingu samkvæmt stjórnarskránni eins og áður, en stöðu hans og sjálfstæði em sett margvísleg takmörk. Þing- mál eru flókin og margþætt, frum- vörp verða vart samin án sérfræði- aöstoðar. Þingmenn em háðir stjóm sem þeir styöja, flokki sem þeir fylgja og stefnu sem þeir aðhyllast. Atkvæði þeirra, hvert og eitt, vegur ekki þungt þegar valdablokkimar standa saman. Vitaskuld getur sérhver þingmað- ur haft áhrif á gang mála með rök- færslu, tillögugerö og málatilbúnaði. En þvi em einnig settar skorður í stórum þingfiokkum, samstjórnum og valdinu ofan frá. Sjálfstæð mála- fylgja kostar mikla fyrirhöfn, stríð við kollega og óþökk bandamanna. Og þá er skammt í áhrifsleysið. Þingmennskan hefur því þróast meir til almennra ræðuhalda, af- greiðslu á stjórnmálum, eða and- stöðu við þau. Þægðin við flokksr stjórnina er lykilinn að velgengni þingmannsins. Þingmenn verða nokkurs konar liðsmenn í her stjómar eða stjórnar- andstöðu, þar sem þeir veljast ýmist sem herforingjar, liðsforingjar eða fótgönguliðar, þar sem tekist er á um pólitik i víöri merkingu. Þeir eru bandamenn og atkvæði i þágu stjómarstefnu eða í andstöðu við rík- isstjóm; eru ræðumenn á málfund- um, talsmenn frumvarpa eða vinnu- menn í nefndum. Völdin dreifast Með þessum orðum er ekki verið að gera lítið úr þingmannsstarfinu. Hér er aðeins verið að benda á, að LAUGARDAGSPISTILL Ellert B. Schram ritstjóri skrifar þingmaöurinn er ekki lengur hand- hafi þess mikla valds, sem stjómar- skráin kveður á um, nema þá að nafninu til. Hinu verður auðvitað ekki neitaö, aö skeleggur alþingis- maður hefur tækifæri til að vekja máls á þörfum þjóðmálum, hann getur stungið á kýlum, verið tals- maður stétta og hagsmuna, haft hug- sjónir og borið fram tillögur, sem til úrbóta horfa. En ekki hefur hann alltaf erindi sem erfiði. Og til eru einnig aðrar leiðir. Ahrifin og völdin hafa dreifst mun meir, almenningsálit, fjölmiðlar, hagsmunasamtök, atvinnufyrirtæki, stofnanir og sérfræðingavald; allt hefur þetta fært þungamiðjuna frá þinginu og út í þjóðfélagið i vaxandi mæli. Okkur varðar um það, hver er skipaður bankastjóri, hvernig út- varps- og sjónvarpsmálum er stjóm- að, hver verður forstjóri Coldwater, hvemig verkalýðshreyfingin hagar málum sínum, hver stefna verslunarráðsins er. Jafnvel nýtt hlutafélag stofnað af SIS, Árvakri, Reykjavikurborg og öörum aðilum vekur mikla athygli vegna þess, að flestir gera sér grein fyrir aö fyrir- tæki, sem ætlar að hasla sér völl með nýrri tækni fjölmiðlunar, getur haft gíf urleg áhrif á skoðanamótun, ef því sýnist svo. Blöðin og sérfræðingar Tökum Morgunblaðið. Hver efast um áhrif þess og útbreiðslu? Skyldi þaö ekki skipta nokkru máli í þjóðlif- inu og stjómmálunum aö góðir menn og réttsýnir haldi þar um stjómvöl- inn? Eða skyldi ekki vera meira fýlgst með uppsláttarskrifum í Mogga en ræðuhöldum í þingi? Og hvað eru framsóknarmenn að gera þessa dagana? Þeir em aö stokka upp reksturinn á Tímanum, ekki aðeins vegna þess, að fjárhagur blaösins er bágur, heldur einnig til að auka áhrif og sölu blaðsins. Þeir gera sér grein fyrir því, að sá mál- staður sem blaðið hefur fylgt, á sér þá fyrst viðreisnar von, að málgagn hans sé lesiö af þjóðinni. Og þá ekki síður hvemig málsverðurinn er mat- reiddur. Þess vegna er það engin til- viljun þegar tekist er á um þaö, hver veljist sem ritstjóri Tímans og hvaða blaðamenn séu ráðnir. Við sjáum einnig hve miklu varö- ar, að sérfræðingar í fiskveiðimál- um sáu starfi sínu vaxnir. Þeir móta fiskveiðistefnu, eöa leggja að minnsta kosti forsendumar á borðið, og áhrif þeirra skipta sköpum i þjóöarbúinu. Stjómmálamennimir, sem ábyrgðina bera, em nánast ofurseldir þeim upplýsingum, sem fiskifræðingar og líffræðingar leggja þeim til. Hjólin snúast hraðar I þjóðfélagi samtimans á sér stað ákaflega ör þróun. Jafnvel svo ör, aö viö tökum ekki eftir henni. Alþingi er ekki hið sama og áður, verkalýðs- hreyfingin er ekki eins sterk og fýrr. Flokkar em að riðlast, stjómmála- foringjar endast ekki eins lengi og fyrr á tímum. Ekki vegna þess, að verkalýðshreyfingin hafi breytt um starfsaðferðir, né heldur vegna lé- legra stjómmálamanna. Hjólin snú- ast einfaldlega hraðar, almenningur vill nýbreytni, viðhorfin em hverf- ulli. Þáttur fjölmiðla í skoðanamótun fer vaxandi, almenn þekking eykst og hver einstaklingur telur sig færari um að leggja s jálfstætt mat á hlutina án f jarstýringar eða matreiðslu ofan frá. Allt dregur þetta úr pólitíska vald- inu, dreifir því og afneitar. Framinn eða áhrifin Afleiðingar þessarar þróunar em augljósar. Alþingi er ekki lengur miðpunktur pólitískrar skoðanamót- unar. Þar kunna hinar formlegu ákvarðanir að vera teknar í löggjöf og ríkisfjármálum, en almennings- álitið og pólitískar vindáttir ráðast í auknum mæli annars staðar. Stjórnmálaáhugi er ekki minni en áður. Metnaður til áhrifa er sjálfsagt fyrir hendi meöal upprennandi kyn- slóðar. En almennt eru menn að átta sig á, aö stjómmálaáhrif ráðast víðar en á þingi. Pólitískur áhugi felst í því að hafa áhrif á umhverfi sitt, þjóðfélagsgerð- ina. Ekki í hégóma og titlatogi, heldur baráttunni fyrir bættu lífi og heilbrigðu samfélagi. Þá baráttu má heyja á vettvangi alþingis, en hún getur einnig og ekki síður boriö árangur í atvinnurekstri, þekking- armiölun, blaöaskrifum, forystu félagssamtaka og skoðanamótun al- mennt. Þingmaðurinn ungi, sem lýsti kostum og göllum þingmennskunn- ar, á að sjálfsögðu að taka starf sitt alvarlega. En hann mun fljótt reka sig á þá staðreynd, aö sannfæring hans er ekki frjáls eins og fuglinn, þegar flokkur hans og foringjar leggjast á atkvæði hans og sam- visku. Frami hans er undir þægðinni og þögninni kominn. Og þá mun hann eins og aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun, hvort honum meira virði: framinn eða áhrifin, hégóminn eöa hugsjónin. Ellert B Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.