Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1984, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 21. JANUAR1984.
15
„Viö uröum alltaf aö taka miö af
hvaöa fólk viö höföum: Er þessi góður
í þetta?! Og auðvitað vorum viö alltaf
djarfari fyrir þaö að viö höfðum styrka
stjórn vísa, bæði í leikstjóm og senu-
frágangi, þar sem var Steingrímur
(Þorsteinsson, bróðir Marinós). Hann
stjórnaöi alltaf af og til og lék. Auðvit-
aö voru sumar sýningarnar slæmar,
jafnvel á áhugamannasviöi. Svo komu
góöar innan um, maður man jafnvel
ýmsa kafla sem manni fannst aö heföu
tekist sérlegavel.”
— Hverjir voru helstu máttarstólp-
amir á sviðinu á þéssum tíma?
„Ja, þaö mátti heita aö hver Dal-
víkingur væri leikari á heimsmæli-
kvaröa. Þaö væri hægt að nefna
marga, þama vom Friöjón Kristins-
son, Hjálmar Júlíusson, Sigtýr Sig-
urösson, Bergþóra Jónsdóttir. Þetta er
endalaus runa, Vilhelm Þórarinsson,
Jói leikari. Hann hefur líklega verið sá
eini utan þéttbýlisins þá sem hafði leik-
aranafnbót. Hana fékk hann af því aö
þaö var alltaf leitað til hans frá því
hann var ungur maöur til aö skemmta
á sviði, til dæmis með gamanvísum.
Svo var honum líka alltaf treyst til aö
leika titilhlutverkin í þessum gaman-
leikritum öllum. Já, þaö væri hægt aö
nefna fleiri og fleiri og ekki má gleyma
öllum þeim sem lögðu mikla vinnu á
sig en sáust ekki í sýningunum. Siggi
Jóns var til dæmis alveg ómissandi.
Hann sá um alla maskana og liföi sig
inn i þetta. Sminkiö og limið var alltaf
áloftihjáhonum.”
— Aöbúnaöurinn hefur varla verið
merkilegur?
„Hann var ósköp lélegur. Meðan
kolakyndingin var til dæmis, var svo
kalt aö við sátum oft dúöuð. Þaö voru
ofnar meðfram senunni og við gátum
stundum ekki annaö en legið á þeim til
aöyljaokkur.”
— Var aðsóknin á leikritin hjá ykkur
viðunandi?
„Já, það var hún. Oft reyndist hún
meira en 100%. Þetta var á Hjalteyrar-
árunum og þá kom oft dálítiö úr Arnar-
neshreppnum. Alltaf var lika töluvert
mikið frá Akureyri og Hrísey. Yfirleitt
komu þetta 600—700 manns á sýningu.
Þá voru á Dalvík um 700 svo þaö
verður aö teljast gott.”
— Viö stofnun Leikfélags Dalvíkur
hlýtur fljótt aö hafa orðiö breyting á
leikstarfseminni í bænum. Hættu hin
félögin þá að sýna?
„Nei, þau héldu lengi áfram og
maöur var oft hjá þeim líka. Það kom
fyrir mig að ég var meö upp í 5 ruilur
yfirveturinn.”
— Eitthvaö hefur þaö allt gefiö af
sér án þess hugsað sé til peninga ?
„Þetta var óhemjumikil vinna sem
fólkiö lagði á sig. En það var mjög
gaman, þegar allt kemur til alls.”
Leiklistarferill Bjöms Björnssonar
hófst meö þvi aö hann kom óf orvarand-
is inn í „Gísl” eftir Brendan Behan og
gerðist þar IRA maður. Þetta var áriö
1980, áöur hafði hann að visu komið
nokkuð nálægt ýmsum skólaleikritum
áDalvík.
Eftir Gísl hefur Bjössi, eins og hann
er best þekktur, verið í öllum stykkjum
og starfsemi leikfélagsins. Hann lék í
Landabruggi og ást, var ljósamaður í
Danmerkurferð meö Saumastofu
Kjartans Ragnarssonar, þá kom
Kertalog Jökuls, Þaö þýtur í Sassa-
frastrjánum og svo Illur f engur í fyrra.
Þar við bætast kabarettar.
Bjössi er nú varaformaður í stjórn
Leikfélags Dalvíkur. Hann var spurð-
ur hvort þessi leiklistaráhugi hefði
lengi blundaö í honum.
,3vona í og meö. Eg hef farið og séð
þau leikrit sem ég hef meö góðu móti
komist á. En ég geri lítið aö því aö lesa
leikrit nema þá til að velja verk sem á
að flytja. Ég er ekkert sérstaklega
fyrir bókmenntir og ekki mikill
lestrarhestur.”
„Hjá mér verður mest til á sviðinu.
Eg undirbý þá ekkert frekar annars
staðar.”
— Hvemig likar þér við Charlie
staurfætta?
„Þetta er ákaflega skemmtilegur
gæi. Hann er kall sem er gaman aö fást
viö, mér finnst hann þó ekkert sérstak-
lega erfiður.”
— Hefur þig ekkert langað í að
leggja leiklistina fyrir þig og fara í
nám?
„Nei, mig hefur ekkert dreymt um
að læra. Það var búið að róa mikið í
mér um það. Mér fannst ég ekkert
vera á réttri hillu þar þó maður sé í
þessu að gamni sínu. Að vísu er ég bú-
inn að vera á námskeiðum hér fyrir
norðan í sambandi við leiklist. Þar
hefur verið boðið upp á leikræna tján-
ingu og talæfingar, einnig leikmynda-
gerö og grímugerð. Svo var ég í
Reykjavík á tveggja daga námskeiði í
lýsingu. Það eru alltaf á hverju ári
námskeið sem Bandalag íslenskra
leikfélaga hefur upp á að bjóða.”
— Finnst þér mikið gagn af þannig
námskeiðum?
„ Já, mjög mikið gagn. Það hafa allir
gottafþessu.”
— Fer ekki mikill tími í að setja upp
svona leikrit?
„Jú, þetta er óhemjutímafrekt. Sér-
staklega er það fyrir okkur sem gerum
leikmyndina og slíkt líka. Þetta er
geysilegvinna.”
— Hvenær er hún skemmtilegust?
„Ætli mestu sælustundirnar séu nú
ekkieftirá.”
— Er fólk hér á staðnum mikið gefið
fyrir leikhús?
Ég hef gaman af léttu spaugi, segir Bjöm Bjömsson, sem leikur staurfótirn Charlie Brown.
„Það er ákaflega misjafnt. En Dal-
víkingar vilja helst ekki leikrit sem
þarf að hugsa mikið um á eftir. Þeir
vilja baragríniðogbúið.”
— Finnst þér það verra ?
.Kjálfur sakna ég þess ekki, ég hef
gaman af að leika í grínhlutverkum.
Hitt er annað mál að þaö er gaman að
fáannað innanum.”
— Líturðu á þig sem gamanleikara
fyrst og fremst?
„Nei, ég hef bara gaman af léttu
spaugi.”
„Eg byrjaði að leika í skólaleikrit-
um, líklega 12 ára gamall,” sagði Rafn
Ambjömsson sem fer með hlutverk
kapteins Jones í leikritinu. Hann og
systkini hans, Klara, Inga og Omar,
eiga öll sinn þátt í öflugri starfsemi
Leikfélags Dalvíkur fyrr og nú. Omar
túlkar sjálfan Jörund kóng í þetta
skipti.
Ekki mundi Rafn hvert fyrsta skóla-
hlutverk hans var. „En fyrsta hlut-
verkið fyrir Leikfélag Dalvíkur var í
Fjalla-Eyvindi, ég held það hafi verið
áriö 1967. Þetta var lítið bóndahlut-
verk. Síðan lék ég í Þrem skálkum,
Hart í bak og Gullna hliðinu.”
— Hvernig persóna er kapteinn
Jones?
„Þetta á aö vera fulltrúi bresku
krúnunnar á Islandi, hann fer eigin-
lega með alræðisvald á landinu í nafni
hennar. Síðan setur hann alls konar
„gúvernóra” fyrir sig. Hann er í raun-
inni maðurinn sem hefur valdið í þessu
leikriti. Jones er hálfgerður hroka-
gikkur og merkikerti. Það virðast ekki
vera menn í hans augum nema aðals-
menn.”
— Ertu búinn að vera lengi félagi í
Leikfélaginu?
„Eg hef verið það síðan ég byrjaði
að leika en nánast ekkert starfaö nema
í þessum leikritum sem ég hef leikið í.”
— Og ómenntaður í listinni?
„Eg hef aldrei verið á neinu nám-
skeiði eða slíku. Að vísu má segja að
hvert leikrit hafi verið manni nám-
skeið.”
— Hvemig geðjast þér svo að leik-
ritinu um hundadagakonunginn?
„Mér finnst þetta skemmtilegt
stykki. Það er létt yfir þessu og þetta
er bæði grín og alvara. Eg held að
hljóti að vera gaman að vera áhorfandi
og þaö er líka gaman að æfa það.”
— Hvenær byrjuðu æfingarnar?
„Það var í nóvemberbyrjun. Síðan
var æfingum hætt um 10. desember og
ekki byrjaö aftur fyrr en í janúar, Það
datt þarna út alveg mánuður í æfing-
um.”
Mér finnst þetta skemmtHegt stykki, segir Rafn Armbjörnsson, sem leikur hrokagikkinn Jones kaptein.
Hér á myndinni er hann lengst tH vinstri, en hinir eru Amar Jónsson leikstjóri, sem leikur Stúdiósus og
Úmar Arinbjörnsson, sem leikur sjálfan Jörund.
— Marinó Þorstelnsson var fyrsti formaður
„Leikfélagiö var stofnað 1944 upp úr
leikhópi sem var að sýna Skugga-Svein
sem jólaleikrit,” sagði Marinó Þor-
steinsson, leikari hjá Leikfélagi Akur-
eyrar, fyrsti formaður Leikfélags Dal-
víkur. „Þaö var alltaf sýnt leikrit milli
jóla og nýárs hjá ungmennafélaginu.
Yfirleitt voru þetta svona 5 til 6 sýning-
ar. Síðan voru líka kvenfélagið, slysa-
vamafélagið og verkalýðsfélagið með
leikrit. Það var fjáröflunarleiö fyrir
þessi félög að sýna leikrit, þó þaö
hljómi lygilega núna. En þannig voru
kannski 4—5 leiksýningar settar upp á
Dalvík á vetri. Jólaleikritiö var mest
þeirra, eiginlega var það þáttur í jóla-
hátíðinni að fara á jólasýninguna. ”
— Hvers vegna var þá talin þörf á
leikfélagi fyrst starfsemin var svona
blómleg?
„Það var aðallega til að sameina
fólkið sem vann að þessu enda ekki allt
í ungmennafélaginu. Svo vildu menn
Textiog
myiidir:
Jón Baldvln
Hallddrsson
líka hafa hönd í bagga þegar leikrit
voru valin. Okkur hjá ungmennafélag-
inu fannst þetta besta leiðin en við
mættum töluverðri andstöðu, stofnun
félagsins gekk ekki brotsjóalaust fyrir
sig. Sumir töldu að þetta væri dauða-
dómur á leikstarfsemi í plássinu. Sá
styr stóð fram eftir öllum árum.”
— Var þetta stór hópur sem stóð að
stofnunfélagsins?
„Eg gæti trúað að á undirbúnings-
fundinum, sem haldinn var í Ung-
mennafélagshúsinu þann 16. janúar,
hafi verið um 20 manns. Þá var búið að
ákveða að stofna félagið og það var síð-
an gert 19. janúar í Hótel Asbyrgi. Þar
var kosin fyrsta stjórnin og með mér í
henni voru Friðjón Kristinsson skifari,
Páll Sigurðsson gjaldkeri, Sigtýr Sig-
urðsson meöstjómandi og Friðsteinn
Bergsson meðstjórnandi. Sumir af
okkar fólki voru auðvitað í öðrum fé-
lögum sem sýndu leikrit en ungmenna-
félaginu, Friðsteinn var til dæmis meö
fremstu mönnum hjá verkalýðsfélag-
Staurfóturiim Charlie Brown
Skugga Svoinn stofnaði Leikfélag Dalvíkur, segir Marinó Þorsteinsson, sem var fyrsti formaður leikfé-
Jónsson frá Akureyri. Hjá leikfélaginu
reyndum við stundum að fá leikstjóra
en það vildi ganga upp og ofan, menn
vorumisjafnir.”
— Hvernig gekk svo starfið hjá nýju
leikfélagi?
„Þeir sem voru í stjórninni voru allt
ágætismenn. Ég held aö enginn geri
sér grein fyrir því hversu óhemju
vinnu þeir lögðu í þetta. Mína vinnu
treysti ég mér ekki til aö dæma en ég
get vel metið þeirra hlut. Páll varð til
dæmis að vera gjaldkeri í áraraðir og
alltaf peningalaus, maður getur hugs-
aðsérhvernig þaðhefur verið.”
— Hvernig völduð þiö ykkur verk-
efni?
inu. En kjaminn í Leikfélagi Dalvíkur
var úr ungmennafélaginu. Starfsemin
þar var öflugust og farið að kosta
meiru til en áður. Agóöinn var því far-
inn að minnka en það var meira farið
aö setja stolt sitt í leikritin. ”
— Varfariðaðfáaðstoðutanaðkom-
andi fólks við uppfærslur?
„Eg minnist þess nú að á fyrstu
sýningunni í Ungmennafélagshúsinu,
þegar það var tekið í notkun, var tjald-
málari fenginn að. Það var Vigfús
Hrokagikkurínn kapteinn Jones
Skngga*Sveiim
stofinaði Lelk-
félag Dalvíkur