Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Page 1
Vt&fiMV Stórhættulegur maðurgekk laus í Reykjavík ígærkvöldi: Rændi 2 milljónum króna vopnaður afsagaðri byssu ógnaði tveimur starfsmönnum Á TVR og náði dagssölu verslunarinnar — stolinn bíll ræningjans fundinn Leigubíllinn þarsem hann fannst íportií Brautar- holti DV-mynd S. Stórhættulegur, vopnaöur ræningi gekk laus í Reykjavík seint í gærkvöldi er DV fór í prentun. Maður þessi hafði um kvöldmatarleytið náð um tveimur milljónum króna af starfsmönnum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins viö næturhólf Landsbrnka Islands á Laugavegi 77. Ræningi m er vopnaður afsagaöri haglabyssu. Allt lögregluliö Reykjavíkur leitaði mannsins í gær- kvöldi og víkingasveit lögreglunnar var í viðbragðsstöðu, vel vopnum búin. Til þess að ná peningunum af starfs- mönnum ATVR beitti maðurinn skot- vopninu og skaut síðan á bifreið þeirra. Enginn slasaðist á vettvangi. Ræninginn tók leigubíl um kl. 19.30 í gærkvöldi og lét bílstjórann aka sér út í Nauthólsvík. Er þangað kom dró hann upp haglabyssuna og skipaði bílstjór- anum út. Byssumaðurinn tók leigubíl- inn síðan traustataki og skildi bílstjór- ann eftir. Byssumaöurinn hélt þá að Landsbankanum á Laugavegi 77, en talið er aö hann hafi skilið bílinn eftir við Hverfisgötu. Þegar hann kom að aöalinngangi bankans voru tveir menn frá Áfengisversluninni að leggja inn andvirði dagssölunnar, u.þ.b. tvær milljónir króna. Byssumaðurinn ógnaöi starfsmönnunum tveimur og heimtaði peningana. Þeir neituöu að afhenda þá. Maðurinn skaut þá úr haglabyssunni á Volkswagenbíl starfs- manna ÁTVR til þess að sýna að honum væri alvara með hótunum sínum. Þá afhentu starfsmennirnir ræningjanum fenginn. Ræninginn tók þá á rás niður á Hverfisgötu. Mikil leit stóð yfir í gærkvöldi. Lög- reglan í nágrannasveitarfélögunum lokaði akstursleiöum frá Reykjavik. Talið var að ræninginn væri enn á leigubílnum, sem er af Peugeot gerð. Ræninginn var málaður í andliti en huldi það ekki að öðru leyti. Þegar síðast fréttist var leitinni beint að Brautarholti í Reykjavik og svæðinu í kring lokað. Gert var ráð fyrir því að vopnuð lögreglusveit færi á staðinn. Leigubílstjórinn, sem missti bíl sinn í hendur ræningjans, kom úr yfir- heyrslu á tiunda tímanum í gærkvöldi. Hann var greinilega miður sín eftir at- burðinn. Auk lögreglunnar í Reykjavík var kallað út lið Rannsóknarlögreglu rikisins í gærkvöldi vegna atburðarins. -JGH/ÖEF/JH. Síðustu fréttir: Lelgubíllinn fannst laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi við Brautarholt 4—6. Ræninginn var enn ófundlnn, en allt tiltækt lögreglulið hafði verlð kvatt é staðinn, hverfinu lokað og leit hafin. gS* Lögreglumenn fyrir utan Landsbankann ð Laugavegi 77 i gærkvöldi. Þama náði ránsmaðurinn feng sínum, um tveimur milljónum króna. Hann beitti afsagaðri haglabyssu og skaut m.a. i bil starfsmanna ÁTVR. Á litlu myndinni má sjá brettið á Volkswagenbílnum eftir að ræninginn skaut i það. DV-myndirS. Lýsing á árásar- manninum Leigubílstjórinn, sem rændur var bílnum, gaf eftirfarandi lýsingu á árásarmanninum: Hann er um 180 til 185 sentímetrar á hæð, um 35 ára gamall, dökkhærður og með yfirskegg en var jafnframt með ámálaöan hökutopp. Hann var klæddur drapplituðum mittis- jakka, dökkum buxum og með dökka húfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.