Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Side 6
6 DV. LAUGARDAGUR18. FEBRUAR1984. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamálaráð býður glæsileg verðlaun fyrir gðð slagorð Nú er tækifæri fyrir málsnjallar konur og aöra menn aö'vinna ferö til heimsborga fyrir tvo ásamt hótel- gistingu í viku meö morgunmat. Þaö er Ferðamálaráð Islands sem egnir þessa freistandi beitu fyrir alla þá sem vilja taka þátt í samkeppni sem ráöiö efnir til um bestu slagorðin til bættrar umgengni um viðkvæma náttúru landsins. Samkeppnin stendur til 1. mars næstkomandi. Fyrstu verölaun eru ferö til Par- ísar fyrir tvo, önnur verðlaun ferö til Amsterdam fyrir tvo og þriðju verðlaun eru ferð til Akureyrar fyrir Ferðamál Sæmundur Gudvinsson tvo. Sem fyrr segir fylgir hótel- gisting meö morgunverði þessa viku sem verðlaunahaíar dvelja í þessum heimsborgum. Feröamálaráð vill meö þessu gera átak til aö vekja athygli Islendinga og erlendra ferðamanna á mikilvægi þess að virða og vernda viökvæma náttúru landsins. Þetta átak byggist á f jórum meginþáttum: 1. Að vekja athygli á viökvæmri náttúru landsins. 2. Aö leiðbeina um góöa umgengni. 3. Að vara við hvers konar náttúru- spjöllum. 4. Aö tryggja að framfylgt verði lögum og reglum um umgengnishætti. Slagorðasmiðir virkjaðir Til þess að ná árangri í þessu máli þarf á aðstoö góðra slagoröasmiða að halda og því var efnt til sam- keppninnar. Tillögur um slagorð eiga aö minna á megintilgang átaksins á einfaldan og skýran hátt. Textinn verður að vera stuttur og hnitmiðaður og auðvelt að snúa honum á erlend tungumál. Sérstök dómnefnd metur hugmyndirnar og áskilur sér eignar- rétt á þeim sem hún verðlaunar og kaupir. Fyrir utan verðlaunatil- lögurnar þrjár verða aðrar góðar hugmyndir keyptar fyrir fimm þúsund krónur hver. Nú er ekki eftir neinu að bíða, bara að setjast niður og láta hugann reika. Setja góðar hugmyndir niður á blað, merkja það dulnefni og senda til skrifstofu Ferðamálaráðs, Lauga- vegi 3, 101 Reykjavík, merkt „Átak ’84”. Rétt nöfn eiga að fylgja í sér- stöku lokuðu umslagi. Síöast en ekki síst skal tekið fram, að forsetí Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, verður sérstakur verndari þessa átaks Ferðamálaráðs. Farþegar Lufthansa á „Senator" farrými klæddust samkvæmis- fötum þá þeir settust til borðs i veitingasal flugvélarinnar á leið yfir hlorður-Atlantshafið. Farið fram og til baka i þessum þægi- iegheitum kostar það sama og nýr Fólksvagn. nefna að árið 1959 íók Ibn Saud kóngur vél á leigu frá Lufthansa þegar hann langaði aö skreppa í heimsókn til Nassers í Kairo. Þetta vakti verðskuldaða athygli því kóngur var þekktur fyrir sællífi. Breytingar á þotuöld Arið 1960 fékk Lufthansa fyrstu þoturnar og brátt fór að sverfa nokkuðað „Senator” farrýminu. Nú var þaö hraöinn sem skipti máli og veitingasalurinn góði var látinn hverfa. Það var alltof seinlegt að fara að dekka borö fyrir farþeg- ana auk þess sem veitingasalurinn tók mikið pláss. Farþegar fóru því að fá matinn á bakka eins og við þekkjum í dag og drykkjarföngum rúllað um á þar til gerðum vagni. Nú geta fyrsta farrýmisfarþegar Lufthansa valið á milli rétta, en þeir verða aö snæða krásirnar í sínum venjulegu sætum. Franska eldhúsið svonefnda, (Nouvelle cuisine) hefur náð inn í eldhúsin hjá Lufthansa og félagið leggur áherslu á létta og kaloríusnauða rétti í stað hinna hefö- bundnu þungu krása sem áður var boðið upp á. Verðið hækkar lítið Árið 1958 kostaði það tæp fjögur þúsund þýsk mörk að fljúga á lúxus- klassanum frá Frankfurt tíl New York og aftur til baka. Þá kostaði Fólksvagn svipaöa upphæð. Nú kostar um fimm þúsund mörk að fljúga þessa sömu leið á fyrsta far- rými, en nýr Fólksvagn Golf kostar 13.500 mörk, að sögn þeirra hjá Luft- hansa. Bíllinn hefur auövitaö fylgt almennri verðlagsþróun, en það hefur flugiö hins vegar ekki gert, enda er hlutfallslega mun ódýrara að fljúga nú á tímum en var fyrir nokkrum áratugum hvar sem er í heiminum. Enn sem komiö er fljúga allir á einu og sama farrými til og frá Is- landi. Hins vegar kom það fram á sínum tíma að Flugleiðir hygðust auka og bæta þjónustu við þá far- þega sem borga hæstu fargjöldin og mun skammt í að það komi til fram- kvæmda, enda í samræmi viö þróun- ina hvar sem er í heiminum. -SG. Aldarfjórðungur frá þvíLufthansa tó k upp fyrsta farrými: Þá borgudu farþegar lioilt bflverð iyrir þaegindin Vestur-þýska flugfélagið Luft- hansa hélt fyrir skömmu upp á 25 ára afmæli „lúxusklassa ” um borð í flug- vélum sínum. Það var seint á árinu 1958 sem Lufthansa tók upp svo- kallað ,,Senator” farrými á flug- leiðinni yfú- Norður-Atlantshafið. Þar var svo sannarlega ekkert skorið við nögl hvað varðaði þjón- ustu og allan aðbúnað. Á þessum tíma var félagið með sjö ferðir í viku frá Þýskalandi til New York. Flogið var á Lockheed L-1649 „Super Star” sem bar 86 farþega. Tvær af þessum sjö ferðum voru farnar á ,,Senator” farrými. Þá voru sætin 86 tekin úr. I staðinn voru settir 20 stórir og þægilegir svefnstólar, átta rúm og átta fyrsta farrýmis- sæti. Ekki er sagan nema hálf ennþá. Því þótt farþegar gætu legiö mak- indalega í rúmum eða svefnstólum þurftu þeir líka að eta og drekka. Ekki þótti við hæfi að bera farþegum neinn skrínukost í hvílumar. Því var innréttaður glæsilegur veitingasalur um borð hvar há- menntaðir matreiðslumeistarar báru fram úrval veislurétta og smok- ingklæddir flugþjónar reiddu fram drykki samkvæmt óskum hvers og eins. „Senator” farþegar gátu því setið lengi yfir mat og drykk viö þægileg borð og rætt landsins gagn ognauðsynjar. Þessar vellystingar hjá Lufthansa spurðust út og viðskiptajöfrar og önnur stórmenni sóttust eftir að komast í hina fljúgandi paradís. Má Með þotuöldinni hvarf veitingasalurinn góði og fyrsta farrýmisfarþegar verða nú að snæða i sínum venjuiegu sætum. Ekki er annað að sjá en þeir uni hag sinum vel engu að síður og nú kostar farseðillinn ekki einu sinni hálft bílverð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.