Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Page 8
8 DV. LAUGARDAGUR18. FEBRUAR1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25 kr. Þörfá réttu útspili Kjarasamningar gætu komizt saman næstu daga, ef vonir hinna bjartsýnustu rætast. En ljón eru á veginum. Bág kjör hinna lægstlaunuðu hafa mikið verið til um- ræðu. Augljóst er, að svonefndir aðilar vinnumarkaðar- ins munu ekki einir leysa þann vanda. Þeir geta og eiga að semja um, að meginþorri þess, sem til skipta er, gangi til láglaunafólksins. En ætlast verður til þess, að ríkis- stjórnin taki að sér að bæt^i kjör lágtekjufólks verulega umfram það, sem aðilar vinnumarkaðarins megna að gera. Ríkisstjórnin kemst ekki upp með að skjóta sér bak við „frjálsa samninga” í því efni. Ríkisstjórnin ber mikinn hluta ábyrgðarinnar á, hvernig komið er kjörum þessa fólks. Nokkrar leiðir hafa verið nefndar til þess, að ríkis- stjórnin gæti greitt úr málum án verulegra viðbótarút- gjalda fyrir ríkissjóð. Samningamenn Alþýðusambands og Vinnuveitenda- sambands munu helzt hafa rætt möguleika á, að ríkið komi til hjálpar með „barnabótaauka”, sem aðeins tæki til fólks með tiltölulega lágar tekjur, hækkun mæðra- launa og barnalífeyri. Slíkar hugmyndir eru æskilegar. Reynslan sýnir, að ekki kemur að fullum notum að hækka laun láglaunafólks geysimiklu meira en önnur laun. Launaskriðið svokallaða mundi þá valda hækkun hærri launanna á eftir, svo að niðurstaðan yrði stóraukin verð- bólga. Sjálfsagt, er að hækka nú lágu launin mest, enda skulda samningamenn lágtekjufólkinu það. En jafn- eðlilegt er í stöðunni, að samningamenn hafi í huga „óskalista”, sem ríkisstjórnin gangist fyrir að fullnægja. Bent hefur verið á einfaldar leiðir til þess að ríkissjóður geti mætt auknum útgjöldum af óskalistanum. Langt má komast án þess að auka á halla ríkissjóðs. Rétt væri að skera niður útflutningsuppbætur og niður- greiðslur á búvörur og nota það, sem þannig sparast, til sérstakrar hjálpar við lágtekjufólk. Hugmyndir um að taka af niðurgreiðslufúlgunum til þeirra hluta eiga talsverðan stuðning í stjórnarliðinu. Því er hörmulegt, að ekki virðist annað mega skilja af um- mælum Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra í DV í gær en að hann sé andvígur því að slíkt verði gert. Landbúnaðarþursarnir í Framsóknarflokknum eru vís- ir til að bregða fæti fyrir slíkar hugmyndir og stofna kjarasamningunum þannig í hættu, nú þegar mest á reyn- ir. y Samningamenn aðila vinnumarkaðarins hafa síðustu daga unnið vel að málum og betur en oft áður. Þeir virðast fremur í sameiningu athuga, hvað staðan leyfir, en að senda á milli kröfur og gagnkröfur. Mál eru nú á viðkvæmu stigi. Næstu daga mun reyna á. Gangi samningar vel, verður ríkisstjórnin að vera reiöubúin að spila út sínum trompum á réttri stundu. I stjórnarandstöðunni eru harðlínumenn, sem vilja hindra samninga. Helztu forystumenn Alþýðubandalagsins dreymir um að nota samningamálin til að koma ríkisstjórninni frá. Þeir alþýðubandalagsmenn, sem standa í alvöru samninganna, vita hins vegar betur, hvað mun koma verkafólki til mestra nota. Þannig eru ljón á vegi samninga bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Haukur Helgason. Offjdrfesting frjálshyggju- mannsins Eg var á eftirlitsferð um bæinn nú í vikunni og sá ekki betur en allt væri á leiöinni í hundana eins og venju- lega fiegar fagureygur frjálshyggju- maður með þráhyggjuglott á vör stöðvaði mig og vildi óður og upp- vægur draga mig með á fund þar sem ræða átti hina nýju hugmynda- fræði. (Eg fer reglulega í eftirlitsferðir um borgina og hef gert þaö frá því á bamsaldri. Það var reyndar á slíkum eftirktsferðum sem ég sleit bamsskónum. Þetta er gömul hefð sem ég held að langafi minn hafi skapaö. Þá var Reykjavík auðvitað minni en hún er nú en hann var líka á lélegri skóm en nú fást í búöum. Hvað sem því líður, þá fer ég þessar eftirlitsferðir reglulega og ævinlega sömu leið. Fýrst er höfnin grann- skoðuð, og athugað að skip séu vel fest. Síöan liggur leiðin um vestur- bæinn þar sem ég legg sérstaka áherslu á aö nótera hjá mér f jölda hola í malbikinu og f jölda ólöglega lagðra bíla sem tefja fyrir umferö- inni. Þaðan held ég svo í miöbæjar- kvosina og hneykslast á nýbyggingum og ungkngum. á leið- inni í Þingholtin. önnur hverfi skoöa ég ekki nákvæmlega og í Breiðholtið kem ég ekki. Þegar ákveðið var að byggjaþar varekkihaftsamráðviö mig og ég get ómögulega tekið á mig ábyrgðina á þeim ósköpum, öllum.) Hinn fagureygi frjálshyggjumaöur stöðvaði mig sem sagt íKvosinni svo ég hef ekki enn komist til þess að rannsaka nýjustu hryðjuverkin í Þingholtunum. Ég óttast þó hið versta. Á leiðinni á þennan fund tjáði ég frjálshyggjumanninum áhyggjur mínar af Reykjavík. Hann virtist ekki hafa áhyggjur af velferð borgarinnar og sagðist blása á svona íhaldskommatal. Þá rifjaöist upp fyrir mér að hann er búsettur í Garðabænum svo ég byrgði mínar myrku hugsanir inni og ræddi veðrið þaðsemeftir varleiöarinnar. Þegar við komum á fundarstað sá ég að mínar verstu grunsemdir reyndust á rökum reistar. Frjálshyggjumennimir báru það allir með sér að þeir voru búsettir utan borgarmarkanna. Eg sá þegar í stað að hér myndi ég enga sálu- félaga finna, engan mann, sem þætti Ólafur B. Guðnason vænt um Reykjavík. Það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk segir mér að það búi utan Reykjavíkur og að það hafi engar áhyggjur af borginni. Enginn virðist gera sér grein fyrir því aðKvosinernaflialheimsins. og þegar illa fer fyrir naflanum getur likaminn ekki verið vel á vegi stadd- Eg settist því út í hom og svaraði ekki þegar á mig var yrt, nema hvað stundum hreytti ég út úr mér ónot- um. Eg var þó svo heppinn að framsöguerindi var lokið og svokall- aðar frjálsar umræður voru hafnar þegar við komum inn. I ræðustól stóö feitlaginn, þunnhærður karlmaður, í bláum bleiser og gráum buxum. Hann bar sig einkennilega, svo önnur öxlin var örlítið hærri en hin. Þannig virtist hann sífellt vera að yppta öxl- um, eins og til að segja: — Sorrý, en ég get ekkert að þessu gert. — Ég er hjartanlega sammála málshefjanda um þaö að lög og reglugerðir um hámarksálagningu eru aðeins til bölvunar. Ræöumaðurinn byrsti sig og sló meö krepptum hnefa í púltið um leið og hann sagði „bölvunar”. Mér fannst þetta óþarfa æsingur hjá manninum því það var ekki að sjá að nokkur maður í salnum væri honum ósammála. En síðan sneri ræðumaður sér að kvenfólkinu. Ég veit ekki af hverju það er en frjáls- hyggjumönnum virðist ómögulegt að ræða sína hugmyndafræði án þess aö koma einhvem veginn inn á vændi og þrælasölu. — Ef til mín kemur kúnni og seg- ist vilja kaupa konuna mína, svo við iökum dæmi, hvemig ætlar hið opin- bera aö hafa virkt verðlagseftirlit með þeim viðskiptum? Á hvaða gmnntölu á hámarksálagningarpró- sentan að leggjast? Hvemig á aö meta minn útlagða kostnað, svo sem flutnings- og geymslukostnað? Hvað meö afskriftir af eigninni? Meöan ástandið í markaösmálum er svona óklárt, má spyrja, hvernig eigum við aö sinna þörfum markaðarins? Hvernig er hægt að ætlast til að við leggjum í svo vafasama f járfestingu, sem kona er, þegar einföldustu viðskiptareglur eru á reiki? Svo koma auðvitað upp siðferðileg og lagaleg spursmál. Er það siðferði- lega réttmæt löggjöf sem leyfir kon- unni að stinga af eftir að búið er að festa í henni svo og svo mikla fjár- muni? Það var ekki að sjá aö fundargestir væm ósammála ræðumannininn í grandvallaratriðum, en þó kallaði einhver frammí fyrir honum: — Þú þarft ekki að haf a áhyggjur af þessu. Það býður enginn í konuna þina. Þetta fannst fundargestum fyndið að því er virtist og klöppuðu margir þeirra. — Þú hefur offjárfest í henni, góurinn! kallaði annar sem vildi líka vera fyndinn. Hann virtist hreykinn þegar undirtektirnar reyndust mjög góðar. Ræðumaðurinn hrökklaðist úr stólnum og á eftir honum kom upp maður sem fjallaði um erfiðleikana sem á því era að finna lausiætiskon- ur í Reykjavík. Þessi áhugaverða ræða fór þó að mestu framhjá mér. því ég var aö fylgjast með fyrri ræöumanni sem króað haföi gengil- beinu úti í homi og ræddi eitthvað við hana, innilega. Þeim viðræðum lauk með því aö hún gaf honum utanundir og bætti svo um betur meö því aö hella yfir hann úr kaffibolla sem var innan seilingar. Hann þurrkaði af sér mesta kaffið, leit upp og sá að ég var að fylgjast með honum. Hann yppti lægri öxlinni og sagði fýlulega: — Maður gerir tilboö og svo verður það bara að ráðast hvort það er viðun- andi. Hann fór út og ég líka. Eg hélt í átt- ina að nafla alheimsins en hann í öfuga átt. Líklega ætlaði hann út fyrir borgarmörkin að hitta offjár- festinguna sina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.