Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1984, Síða 34
34 DV 'LAÚGARDÁGUEÍ8’ FEBRÚAR1984. Paolo Rossi — sést hér (nr. 9) og viðhlið hans er Michal Platini. Þeir eru nu mestu markaskorarar Juventus. Þrjár skurdað- gerðir á úlnlið Rossi þótti alltof brothættur fyrir hina hörðu knattspyrnu á Ítalíu • Paolo Rossi kom til Juventus í heimalandi sínu ítalíu árið 1972, þá sextán ára gamall. Þá voru hjá Juventus stórstjörnur eins og José Altafani sem afrekaði það á ferli sínum að spila fyrir tvö lönd, Brasilíu og ítalíu, Pietro Anastasi, Roberto Bettega og Dino Zoff voru einnig í liðinu á þessum tíma og allir ítalskir landsliðs- menn. Þegar Rossi var að bora sér leið inn í aðalliðið varð hann fyrir því óhappi að brjóta á sér úlnlið og þurfti þrjár skurðaðgerðir til að koma honum í samt lag aftur. Of brothættur Þetta var árið 1975 og forráöa- menn Juventus þóttust sjá að Rossi væri alltof brothættur fyrir hina höröu keppni á toppi fyrstu deildar- innar. Þeir ákváðu því að lána hann til Como, frekar lélegt l.deildarlið, en þar spilaði hann aöeins sex leiki yfir keppnistímabilið 1975—76. Frá Como lá leiðin niöur í aöra deild þar sem hann hóf að leika með Lanerossi á Norður-Italíu. Það var þar sem hjólin tóku loks að snúast og Rossi skaust upp á stjömuhimininn í einu vetfangi. Rossi skoraði eins og berserkur og keppnistímabiliö 1977— 78 varð hann markahæsti leikmaður fyrstu deildar með 24 mörk í þrjátíu leikjum sem þykir nánast ógerlegt í landi varnarknattspyrnunnar. Þetta var annað leiktímabil Rossi hjá Lane- rossi en árið áður hafði hann gert 21 mark um leið og liðiö komst upp í 1. deild. Fyrsta ár Lanerossi í 1. deild- inni var dans á rósum, án þyrna. Með Rossi í fararbroddi náði liöið sæti í UEFA keppninni og talað var um þaö sem lið framtíðarinnar. í landsliðið Skyndilega var Rossi, sem fram að þessu hafði aðeins leikiö tvo lands- leiki, orðinn fastamaður hjá Itölum og lék í liöinu sem náði þriöja sæti á HM1978. Keppnistímabilið á eftir horföi til verri vegar. Lið Lanerossi reyndist aðeins vera bóla sem sprakk þegar á öðru keppnistímabilinu. Þrátt fyrir að Rossi skoraöi 15 mörk kom þaö ekki í veg fyrir að þeir féllu í aöra deild. Þetta var áriö 1979 og forráöa- menn Lanerossi ákváðu að lána Rossi til Perugia fyrir tæpar sautján milljónir króna til að afstýra fé- laginu frá gjaldþroti. Perugia liðið tapaði ekki einum einasta leik en vegna óhóflegs fjölda jafntefla náði liðið aðeins þriðja sæti. Getraunasvindl En þá var komið að getrauna- hneykslinu mikla þar sem Rossi og nokkrir aðrir leikmenn voru fundnir meðsekir. Þeir voru dæmdir í þriggja ára leikbann sem seinna var stytt í tvö ár. Flestir töldu að Rossi ætti ekki afturkvæmt í fótboltann en það var nú öðru nær. Hann hélt sér í toppformi og í maí 1982 var hann á leið á fornar slóðir. Juventus hafði samþykkt að greiða 84 miiljónir fyrir Rossi. Til viðmiðunar þá eru þetta tvær milljónir punda. Það olli nokkrum deilum á Italíu þegar Enzo Bearzot, þjálfari Itala, valdi Rossi í 22 manna hópinn sem skyldi taka þátt í lokakeppninni á Spáni ’82. Rossi hafði sama og enga leikæfingu, enda nýkominn úr bann- inu. Margir höfðu það á oröi að hann hefði ekkert í svo harða keppni sem HM að gera. Rossi byrjaði ágætlega, lék vel en hafði greinilega þjáðst af reynslu- leysi. Hann skoraði ekki mörk í fyrstu þremur leikjunum í A-riðli keppninnar og var tekinn út af í öll- um leikjunum. Rossi ræsir I seinni leiknum í milliriðlinum, gegn Brössum, fór Rossi svo í gang. Gerði öll mörk Itala í 3—2 sigri þeirra og liöið komið í undanúrslit. Þar mættu Italir Pólverjum og enn var Rossi á ferð, gerði bæði mörk ítalska liðsins í 2—0 sigri. I úrslitun- um voru andstæðingarnir svo V- Þjóðverjar. Italir sigruðu 3—1 og gerði Rossi fyrsta mark þeirra og sitt sjötta í keppninni og tryggði sér þar með gullskóinn sem markahæsti maöur keppninnar. Sannarlega glæsileg endurkoma. Karl-Heinz Rummenigge — á fullri ferð með knöttinn. HIN HLIÐIN A KNATTSPYRNUNNI Ýmsir fródleiksmolar úr hinum stóra heimi Það eru æði margir sem finnst timi til kominn aö lifga upp á nöfn ensku knattspyrnuliðanna sem oftast heita eftir heimabæjunum. Nöfn eins og Barnsley, Sunderland og Southamp- ton eru óneitanlega nokkuð dauf miðað við nöfn á amerískum ilðum eins og Chicago Stings, Tampa Bay Rowdies og Portland Timbers. Úti í hinum stóra heimi heyrast nöfn eins og Engisprettumar, Eikar- hjartað, Svartaskógarpúkar, Hinir ellefu ósýnilegu, Grænu bufflarnir, Eliefu varnarleikmenn, Vígamenn heilags Jósefs, og Rafalarnir svo eitthvað sé nefnt. En það er einnig til aö lið séu skírð eftir enskum liðum. Þannig heitir eitt af bestu liðum í Chile, Everton. Liverpool er frá Urugay og Arsenal eregypsktliö. Þeir eru ekkert að tvínóna viö hlut- ina úti í Sómalíu. Þar lögðu þeir niður landsliðiö eftir að það hafði verið rótburstað af landsliði Rwanda. Annað lið sem var bannað var lögguliðið. Það voru allir orðnir svo leiðir á að það vann alltaf deild- ina að stjórn landsins lýsti yfir aö þaðværiólöglegt. Englendingar voru ekki fyrstir til að koma þriggja stiga kerfinu á. Lönd eins og Alsír, Marokkó og Túnis hafa verið með þetta árum saman. En þeir gefa bara tvö fyrir jafntefli og eitt fyrir tap svo það kemur út á eitt. Annars er Alsír bara meö áhuga- menn i fótboltanum og sölur á milli liða eru bannaðar. Það er heldur ekki vel séö i Senegal að menn séu að flandrast á milli liða. Þegar lands- liðsmarkvörðurinn Mansour Wade ákvað að hætta að leika með knatt- spyrnuliði lögreglunnar og fara til erkifjendanna, Jóhönnu af Ork, brugðust „félagar” hans í löggunni ókvæða við og vörpuöu honum í stein- inn. I mörgum löndum eru mútur sjálf- sagður fylgifiskur knattspyrnu. I Suður-Ameríku játuðu þrjú félög að hafa borgaö 60.000 dollara til að undanúrslitin í Coba Libertadores bikarkeppninni færu eins og þeir ósk- uðu. I þessari keppni virðist allt leyfilegt og heimaliðin hella laxer- olíu í vatn gestanna svo að þeir hiaupa allar 90 minúturnar. I S-Ameríku eru mútur svo algeng- ar að þrír dómarar eru alltaf út- nefndir til að dæma hvem leik, af þeirri ástæðu að erfiðara sé að múta þremur mönnum en einum. Rétt áður enn leikurinn hefst draga vitringamir þrír um hver á aö dæma. Hinir tveir verða línuverðir. I Colombíu var dómaravanda- máiið orðið svo mikið aö það var farið að flytja inn dómara og 24 stundum fyrir upphaf helgarleikj- anna er þeim safnaö saman á af- skekktan stað uppi á fjalli þar sem ekki einu sinni er sími. Þannig veit enginn hvaða dómari dæmir hvaða leik fyrr en hann hleypur inn á völl- inn. Það er heidur ekki svo auðvelt að vera dómari á Spáni þar sem liðin geta neitað aö láta ákveðna dómara dæma leiki sína ef þeim list ekki á þá. Þetta notfæra liðin sér óspart og algengt er að dómarar dæmi aðeins 14 leiki eða minna hvert keppnis- tímabil. Þá missa þeir réttindin fyrir að vera ekki í æfingu. Þeir einu sem ekki mega gagnrýna dómai'a eru leikmenn og fram- kvæmdastjórar. Enski þjálfarinn Les Shanon sem starfaði í Grikklandí var settur í margra leikja bann fyrir að kalla dómara fataskipting. Sögu- sagnir segja að dómarinn hafi slegiö hann í hausinn með handtösku í búningsherberginu eftir leikinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.