Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 16
16
DV
Spurningin
Hvert ferö þú aö skemmta
þér?
Margrét Kristjánsdóttir: Eg fer bara
afskaplega lítiö út aö skemmta mér.
Leikhús ef eitthvað er. Mitt áhugamál
er heimilið og vinnan.
Guðlaug Halldórsdóttir: Eg fer í
Hollywood aö hitta sæta stráka. Stund-
um fer ég út aö boröa. Ahugamál mín
eru sætir strákar því þeir elta mig allt-
afáröndum.
Búi Guðmundsson: Eg fer á Hótel
Sögu. Samt fer ég sjaldan út. I tóm-
stundum mínum fer ég upp á fjöll í
sumrin.
Auðunn Jónsson: Eg fer í Þjóðleikhús-
kjallarann. Annars lími ég saman
módel í frístundum.
Margrét Kristjánsdóttir: Eg fer í
Holly. Eg fer líka stundum í bíó eða
leikhús. Annars stunda ég námið og
vinnuna.
Hans Ragnar Þór: Eg fer alltaf í D—
14 eða Best (Fáksheimilið). Eg fer líka
oft í bíó og á skíði. Ahugamál mín eru
skíöi og skemmtanir.
Sigurður Páll Sigurðsson í starfskynn-
ingu spurði.
3IÍT4VU
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Guðmundur Jónsson,Kópsvatni skrif-
ar:
Núverandi rikisstjóm hefur náö
ágætum árangri í baráttunni viö verö-
bólguna frá því hún var mynduð í maí
1983. Aö vísu lækkaöi hún gengi krón-
unnar í maílok um 14,5% og heimilaöi
síöan launahækkun 1. júni um 8% og
síöan 4% 1. okt. Aö visu heföi verið
betra að komast hjá þessu hvoru
tveggja en vera má að staða útgeröar
og fiskvinnslu hafi þá verið oröin svo
slæm aö þessi gengislækkun hafi verið
nauðsynleg.
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráöherra geröi grein fyrir stefnu og
störfum ríkisstjórnarinnar á fundi á
Selfossi 22. sept. 1983 og sagöi hann J>ar
m.a. (Tíminn, 24. sept.):
„Þessar aögeröir hafa haft mjög
víötæk áhrif. I fyrsta lagi hafa þær
haft þau áhrif, aö atvinnuvegimir hafa
ekki stöövast. Atvinna er næg í land-
inu, viö erum ennþá meö atvinnu-
leysisstig fyrir neöan 1%, sem er mjög
gott.
Þvi verður alls ekki neitaö, aö kaup-
máttur hefur skerst mjög mikið, en
Þjóöhagsstofnun áætlar, aö kaupmátt-
ur kauptaxta hafi skerst um 30% og
kaupmáttur ráöstöfunartekna um
14%, en um þessar tölur er reyndar
deilt, sérstaklega um það hve mikið
kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur
skerst.
Engu aö síður viðurkenni ég það, að
þessar aðgeröir ríkisstjómarinnar eru
fyrst og fremst gerðar á kostnaö laun-
þega — á því er engin launung. Staö-
reyndin er sú, að launþegar hafa fyrst
og fremst boriö þessar byrðar, þannig
aö spurningin er nánast þessi: Er þaö
þess virði? Eg segi fyrir mitt leyti, já,
þaö er þess virði aö halda atvinnuveg-
unum gangandi, halda fullri atvinnu og
komast niöur í efnahagsmálum á verö-
bólgustig, sem er svipað og er í ná-
grannalöndunum. ”
Ráöherrann á lof skiliö fy rir að gera
þannig grein fyrir stöðunni og draga
ekkert undan en þó má vera aö hann
telji byröar launþega vegna þessara
aögerða meiri en rétt er.
Þaö er t.d. ekki rétt að líta á laun-
þega sem sérstakan og afmarkaöan
hóp í þjóöfélaginu. Mjög margir smá-
atvinnurekendur hafa svipaða stööu og
venjulegir launþegar. Má þar t.d.
nefna bændur, bilstjóra sem eiga bila
sína sjálfir, marga iönaðarmenn með
eigin verkstæði, kaupmenn sem eiga
litlar verslanir og útgerðarmenn sem
eiga litla báta. Það veröur þannig ekki
stór hópur manna sem ekki má flokka
meö launþegum beint eöa óbeint.
En hverjir eru þá ekki launþegar?
Það eru aö sjálfsögöu þeir sem greiöa
launin og þar er ríkissjóöur stærsti aö-
ilinn en aðrir launagreiðendur eru
sveitarfélög, samvinnufélög og hluta-
félög, og þessi fyrirtæki eru flest að
mestu leyti í eigu launþega. Þá eru áð-
eins eftir þau fyrirtæki sem eru í einka-
eign og greiða háar upphæöir í laun.
Svo má ekki gleyma því aö þau fyrir-
tæki — önnur en riki og sveitarfélög —
sem hagnast í bili á hjöönun verðbólg-
unnar vegna minni launakostnaöar
munu síöar greiða hluta þess hagnaöar
með sköttum til ríkis eða sveitarfé-
legs.
Að sjálfsögöu er aöstaða manna
misjöfn til að taka á sig þær byrðar
sem hjöðnun verðbólgunnar leggur á
menn um sinn en þeir eru ekki margir
sem sleppa viö aö bera þær byrðar en
geta þó frekar í sumum tilfellum dreift
þeim á lengri tíma en aörir. Hér kem-
ur líka inn í dæmiö skuldastaöa
margra, t.d. húsbyggjenda, sem var
oröin óbærileg en lækkaöir vextir og
aörar tilslakanir bankanna hafa nú létt
þessa byröi verulega.
Svo er líka önnur hlið á þessu máli
sem ekki má gleyma. Þar til núver-
andi ríkisstjóm var mynduð fengu
launþegar greidd laun samkvæmt vísi-
tölu og þau voru oröin hærri en þjóöar-
tekjur leyfðu. Þess vegna voru fluttar
til landsins vörur í miklum mæli fyrir
erlent lánsfé. Slikt gat naumast gengiö
lengur nema í nokkra mánuði því aö
lánstraust þjóöarinnar var á þrotum.
Meö því aö fella niöur vísitölubæturnar
fengu launþegar í staöinn tryggingu
fyrir því að fá ekki í hendur innstæöu-
lausar ávisanir sem hluta af launum.
Nú er líka rétt aö minna á stefnu-
ræðu forsætisráðherra sem hann flutti
á Alþrngi 18. okt. 1983 en þá sagði
hann:
„Þegar ríkisstjómin tók við völd-
um, blasti við stöðvun atvinnuvega og
atvinnuleysi, og reyndar var sjálft
efnahagslegt sjálfstæöi þjóðarinnar í
mikilli hættu vegna hraðvaxandi verö-
bólgu og erlendrar skuldasöfnunar.
Með róttækum og samstilltum aðgerð-
um hefur tekist aö bjarga þjóöinni frá
þessum voöa. Vegna mjög erfiörar
stööu atvinnuveganna eftir veröbólgu
undanfarinna ára, hafa launþegar orö-
iö aö bera miklar byröar af þessu
átaki. Enda má segja, aö þeir hafi
ekki síst átt til mikils aö vinna — at-
vinnuöryggis.”
Þaö er aö vísu rétt aö nú fer atvinnu-
leysi vaxandi en hjöönun verðbólgunn-
ar hefurþarþómunminniáhrif enbú-
ast mátti viö heldur mun minnkandi
sjávaraf li vera þar stærsti orsakavald-
ur og er mikil hætta á aö atvinnuleysi
muni aukast vemlega á næstunni af
þeim orsökum. Þess vegna er nokkur
lífskjaraskeröing óhjákvæmileg um
sinn en takist ríkisstjórninni að fylgja
settri stefnu meö hjöönun verðbólg-
unnar munu aðrar atvinnugreinar fá
tækifæri til aö eflast og fylla þaö skarö
í atvinnuöryggiö sem minnkandi
sjávarafli hefur nú valdið. Þess vegna
ber öllum ábyrgum mönnum skylda til
aö standa saman og styöja stefnu ríkis-
stjómarinnar í efnahagsmálum.
Þeir flokkar sem standa aö þessari
ríkisstjóm hafa staðið í baráttu viö
veröbólguna í um 45 ár og hefur árang-
urinn oft orðið minni en skyldi eins og
kunnugt er. Hér veröa aö lokum til-
færö nokkur orð sem Olafur Thors, þá-
verandi formaöur Sjálfstæöisflokks-
ins, flutti á Alþingi 11. mars 1942:
„Þetta er dýrtíöarskrúfan. I raun-
inni hækkar hún hvorki afuröaveröiö
né kaupgjaldið. Hún lækkar verögildi
peninganna. Hún ræöstá spariféð, elli-
trygginguna, líftrygginguna, peninga-
kröfuna í hverju formi sem er. Gerir
peningana stööugt veröminni, þar til
þeir em aö engu orönir.
En sá, sem berst fyrir dýrtíöinni, er
ekki aöeins fjandmaður sparifjáreig-
andans, gamalmennisins, ekkna og
munaðleysingja og annarra, er af-
komuvonir hafa byggt á peningaeign
eða peningakröfum. Nei, hann er einn-
ig böðull framleiöenda og launamanna
og raunar alþjóöar.
Viö okkur Islendingum blasir bölv-
un framtíðar óvenju skýr og ótvíræö,
sé veröbólgan látin óhindruö.”
Vetrarólympiuleikarnir:
VILHALLIR DÓMARAR EÐA STJÓRNMÁL?
Vestri skrifar:
Það styttir mörgum skammdegið og
lífgar upp á annars lélega sjónvarps-
dagskrá aö horfa á þættina frá vetrar-
ólympíuleikunum í Sarajevo.
Sl. miövikudagskvöld var sem oftar
sýnt frá listhlaupi kvenna á skautum.
Skemmtilegar myndir og vel teknar
þótt þátttakendur séu mjög keimh'kir í
hinum fr jálsu atriöum.
Þetta kvöld kom mjög vel fram
hversu dómarar leikanna eru gersam-
lega heillum horfnir hvað snertir siö-
gæði og ábyrgðartilfinningu.
Þarna virtist sem dómarar dæmdu
hreinlega aö eigin geðþótta og létu lönd
og leiö augljósa hæfileika og fæmi
keppenda. Raunar kom í ljós að dóm-
arar dæmdu keppendur eftir þjóðerni
og þá með tilliti til þess hvort landi
þeirra átti í hlut eða ekki.
Austurþýskur dómari t.d. gaf landa
sínum háar einkunnir en Bandaríkja-
stúlkum lágar. Þetta átti einnig við
um Kanadamanninn í dómarsæti og
sennilega hefur þetta átt við þá f lesta.
Þaö kom einna mest á óvart að
bandaríska stúlkan Chin, sem sýndi
mikla kunnáttu, skyldi lenda í 4. sæti
en rússnesk stúlka, sem var augljós-
lega allra verst og henti þaö óhapp aö
hrasa, skyldi fá jafnháar einkunnir og
sú bandariska sem naut hylh áhorf-
enda.
Raunar má segja aö rússnesku
stúlkurnar í listhlaupi því sem sýnt var
sl. miðvikudagskvöld hafi verið lakari
en allar hinar. Þetta á auðvitaö ekki
viö um rússneska þátttakendur í mót-
inu yfirleitt því þeir sýna að jafnaði
mikla færni. Það var því aðeins í þess-
ari tilteknu grein sem dómaramir
sýndu að þeir voru ekki starfi sínu
vaxnir, eða hvað?
Ur því minnst er hér á skautakeppn-
ina á ólympíuleikunum er eftirtektar-
vert að keppendur frá Rússlandi og
Austur-Evrópu nota aö meirihluta
bandaríska tónhst undir sýningar-
atriöum.
Bandaríkjamenn nota hins vegar
mun meira rússneska tónlist og mun
meira en Rússar sjálfir. Þetta segir
þeim er fylgst hafa meö alþjóöastjórn-
málum meira en margt annaö.
Iþróttamót, alþjóðleg, ekki síst
ólympíuleikar, eru nefnUega Uka vett-
vangur til stefnumótunar í stjóm-
málum og vissra þreifinga sem síðar
geta valdiö straumhvörfum á
alþjóölegum vettvangi.
Það má lesa margt út úr Sarajevo-
leikunum. Hið ólíklegasta skiptir þar
máli, dómarar, tónlist, úrsUt og síöast
en ekki síst andrúmsloft og samgangur
miUi keppenda. — Hvort rétt er lesið
kemur svo fram á sínum tíma, — og þá
er farið aö rifja upp.... — kannski
ólympíuleikana í Sarajevo þar á
meöal.