Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 30
30 DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984 Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Umsjón: Gissur Slguiðsson og Úlafur Geirsson. Endurgreiðslur á tölvutollum HauðurHelga Stefánsdóttir markaðsfulltrúi hjá Myndbæ Gunnar Karlsson hefur veriö ráöinn framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar og tekur við starfinu af Þresti Sigurössyniþann 1. júní. Gunnar er viöskiptafræöing- ur að mennt og var hótelstjóri á Hótel KEA um árabil aö námi loknu þar til í fyrra að hann gerðist kennari við viöskipta- braut Gagnfræöaskóla Akur- eyrar. Tollur af sjálfvirkum gagna- vinnsluvélum, tölvum, var felldur niður frá og meö 1. febrúar 1984. Jafnframt þessu geta innflytjendur sótt um endurgreiðslu tolls, sem greiddur hefur veriö af þessum tækjum frá 24. nóvember 1983. Þess- ar nýju reglur taka til tækja, sem flokkast undir tollnúmer sem byrja á 84.53.svoog84.55.21. Þá hefur söluskattur einnig veriö felldur niður af þessumi tækjum frá sama tima og gilda ákvæði um endurgreiöslu tolls líka fyrir endur- greiöslu söluskatts. Nánari upplýsingar er að finna í Stjómar- tíðindum í auglýsingum frá fjár- málaráðuneytinu (nr. 33 og 34). Einnig veitir Sigvaldi Þorsteinsson, lögfræðingur VI, nánari upplýsingar. Herbergin eru tekin í gegn í hólf og gólf og eitt af öðru eru þau að verða eins og ný. Nýlega var Hauður Helga Stefánsdóttir ráðin markaðs- fulltrúi hjá Myndbæ hf., en fyrirtækið sérhæfir sig í fram- leiöslu auglýsinga- og kynn- ingarmynda fyrir fyrirtæki. Helga er stúdent frá Versl- unarskóla Islands 1979 og hef- ur starfað undanfarin ár sem gjaldkeri hjá Hörpu hf. Helga er25ára. Sveinbjörn Bjarkason markaðsfulltrúi hjá Myndbæ Sveinbjörn Bjarkason hefur verið ráðinn markaðsfulltrúi hjá Myndbæ hf. Sveinbjörn er 29 ára og starfaði áöur við sölu- og markaðsstörf hjá Farskip hf. og Glóbus hf. Gunnar Karlsson framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar Landsbankinn og Búnaðarbankinn brjóta blað f bankasögunni: Opna sam- eiginlega afgreiðslu Landsbanki Islands og Búnaðarbankinn munu opna sam- eiginlega afgreiðslu í húsi Oryrkja- bandalagsins við Hátún fyrir vorið. Það mun vera í fyrsta skipti sem bankar sameinast um þess háttar rekstur hérlendis. Að sögn Karls B. Guðmundssonar, skipulagsstjóra Landsbankans, verður afgreiðslan í tengibyggingu háhýsanna, þar sem ýmis önnur þjónusta er nú, svo sem verslun. „Þetta er gert til hæginda fyrir vistfólk, sem er orðiö mjög fjölmenn- ur hópur en á erfitt með að ferðast um, og einnig fyrir starfsfólkið, sem er fjölmennt, ” segir Karl. Ekki er endanlega búið að ganga frá fyrirkomulagi starfseminnar og eftir að rekstur hefst verður hann látinn þróast eftir því sem reynslan leiðir í ljós að best henti. Þó er ákveð- ið aö verkaskipting verður alveg skýr þannig að einn daginn, eða vissa daga, skiptir maður viö Lands-. bankann og annan daginn viö Búnaöarbankann. Sett eru ný blöndunartæki af bestu gerð í öll herbergin. Hótel Loftleiðir fær andlitslyftingu Nú er unnið að miklum endurbót- um á Hótel Loftleiðum og veröur þeim aö mestu lokið í vor. Að sögn Emiis Guðmundssonar hótelstjóra er verið að endumýja allt í 70 af 218 herbergjum hótelsins, en 12 herbergi voru endurnýjuð í fyrra. Þeim er breytt í hjónaherbergi, gardínur endurnýjaöar, rúmdýnur og lampar. Þá eru GROHE blöndunartæki sett upp í öUum herbergjunum og allt hótelrýmið er teppalagt upp á nýtt. AUs verða lagðir um tvö þúsund fer- metrar af teppum frá Globus Peppich Fabrik í Þýskalandi, sem Þýsk-íslenska flytur inn. Þau hafa mjög mikiö sUtþol, rafmagnast ekki og leiöa ekki eld. Engar kröfur eru þó gerðar hérlendis tU notkunar þessháttar teppa á hótelum, en þaö er gert víðast hvar erlendis. Þá er einnig verið að þilja lobbíið meira af tU að aðgreina frekar flug- afgreiðslu og hóteUobbí. Sharp sjón- varpstæki eru komin á 24 herbergi og er frekari sjónvarpsvæðing fyrirhug- uð. stórmarkaða að taka upp númera- kerfi sem tíökast í Evrópu. Þetta kerfi byggh- á 13 númeruðum rákum á umbúðum, sem tákna framleiðslu- land, framleiðanda eöa seljanda og ýmsar upplýsingar um vöruna. Helstu kostir svona kerfis eru fljót- virkari og öruggari afgreiðsla þar sem tölvuauga les úr rákunum. Viðskiptavinurinn fær nákvæmari sundurliöun á greiðslukvittun. Bæði framleiðendur og seljendur fá betri og nákvæmari upplýsingar um birgðahald og veltuhraða og af- greiöslufólk fær betri starfsaðstöðu. Kostnaöur við þátttöku Islands yrði um 20.000 krónur á ári fyrir utan 255.000 króna stofngjald. Kostnaður greiðist af þátttakendum. Búast má við því að nokkum undirbúningstíma þurfi til að koma kerfinu á hér á landi eftir að þátttaka hefur veriö ákveðin, en Verslunarráðið mun áfram vinna að því aö koma þessu máli í höfn. Norðurlandaþjóðirnar eru að taka þetta kerfi upp hjá sér og munu Svíar til dæmis taka það almennt í notkun á þessu ári, en þetta kerfi á einnig fylgi að fagna utan Evrópu. Sérstök alþjóöasamtök, sem hafa aðsetur í Brussel í Belgíu, sjá um úthlutun kerfisins til einstakra landa, en í þátttökulöndunum þarf aö stofna samtök eða löggilda einhverja stofn- un eða samtök sem fyrir em til að út- hluta númemmtilfyrirtækja. Fyrir forgöngu Verslunarráðsins er nú unnið að því að Islendingar taki þátt í evrópska númerakerfinu fyrir vörar (EAN). Vegna breyttra þátt- tökugjalda em nú miklar líkur á því að af þessu verði, en árgjaldakerfi EAN var til skamms tíma ekki að- gengilegt fyrir smáríki. Starfshópur á vegum Verslunar- ráðsins vann að þessu máli á síðasta ári. Þá kom fram fullur áhugi hjá nokkrum útflytjendum og fulltrúum Fyrir skömmu var tekinn í notkun hjá Heklu hf. nýr og rúmgóöur bíla- sýningarsalur og hyggst fyrirtækið í framtíðinni leggja áherslu á að sýna og selja þar notaöa bíla af öllum gerðum, sem væntanlegir kaupendur geta skoðað og kynnt sér í aðlaðandi umhverfi. Salurinn er um 400 m2 að flatarmáli með samfelldum sýningargluggum á framhlið og þægilegri aðstöðu fyrir f jóra sölumenn. EAN númerakerfið að koma hingað — betri og nákvæmari upplýsingar um birgðahald og veltuhraða Námskeið Stjórnunarfélagsins: Nemendum fjölgarár f rá ári Þátttakendum í námskeiöum Stjómunarfélags Islands hefur fjölg- að jafnt og þétt frá upphafi og urðu þeir tæplega 2600 í fyrra. Fræöslu- nefnd félagsins og tölvufræðslunefnd vinna stöðugt að gerð nýrra nám- skeiða eftir því sem þörfin kallar á og í fyrrahaust var t.d. boöið upp á 13 ný námskeið, eins og við sögðum frá á sínum tíma hér á síðunni. Fyrir utan námskeið sem eru auglýst er talsvert haldið af nám- skeiðum fyrir einstök fyrirtæki og félagasamtök og hefur árangur af þeimþóttgóður. En taflan hér á eftir sýnir gleggst hvernig aðsóknin og fjöldi nám- skeiða hefur þróast síðust þr jú árin. SAMANBURÐARTAFLA 1983 1982 1981 Fjöldi námskeiða alls: 149 79 60 Fjöldi þátttakenda alls: 2595 1548 1270 — Erlend námskeið 824 346 340 — Innlend námskeiö 606 568 930 — Tolvunámskeið 1165 634

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.