Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 36
36 DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið LEIÐARLJÓS Voff og Voði Það hlýtur að vera öllura hugs- andi mönnum ihugunarefni hvernig komið er fyrir reykvísk- um hundum. Uppljóstranir SVIÐSLJÖSS um nýjustu að- gerðir Hundafélagsins í baráttu þess við lögregluna sýna svo ekki verður um villst að málin eru komin í ógöngur. Innflutningur á rándýrum keramikhundum frá Fcneyjum, sem liður í réttinda- baráttu íslenskra hunda, skal látinn óátalinn hér, hugmyndin er snjöU en vekur í raun fleiri spumingar en hún svarar. Hversu marga hunda þarf að flytja inn áður en lögreglan ragl- ast i ríminu og gengur af vitinu? Er forsvaranlegt að sóa gjaldeyri i á þennan hátt þegar hundar eru annars vegar? Svarið við fyrri spuruingunni hlýtur að vera: ca 3000. Þá era keramikhundar orðnir jafn- margir reykvískum hundum og erfiðara verður að greina á mUli. Svarið við seinni spuraingunni, hlýtur að verða jákvætt. Líf iif- andi vera verður aldrei metið til fjár og þó keramikhundur kosti liðlega 12.000 krónur era það smámunir samanborið við viðskiptahallann við útlönd. Þjóð scm ekki hefur ráð á hundahaldi neyðist tU að hafa efni á kera- mikhundum. Hundar eru órjúf- anlegur hluti heimsmyndar mannsins og þjóð án hunda er eins og skór án reima — eða næstumþvi. t þessu sambandi má minna :• að Margrét Thatcher forsætis- ráðherra á lítinn kjölturakk: sem gjaraan situr við hlið hennai á Ijósmyndum. Thatcher tengist okkur Islcndingum á afskaplega skemmtilegan hátt eins og lesu má um hér á síðunum til hUðar. Hún á sama afmælisdag og Guð- laugur forsetaframbjóðandi og hefur tekist að þrauka í nær því 59 ár án þess að hundur hafi orðið henni að fjörtjóni. Það sama verður ekki sagt um hús- móðurina á Háaleitisbraut sem skar sig svo Uliiega á Bing & Gröndal postulínshundi sem fallið hafði á gólfið að taka varð af henni handlegginn við öln- boga. Þar sannaðist það sem hundavinir hafa lcngi haldið fram að VOFF er ekki það sama ogVOÐI. Það hefur verið sagt að ef ein- hver þjóð náigist það að hafa sömu óbeit á hundum og tslendingar, þá séu það Svíar. Hér á síðunum má lea um einn íbúa þess rikis sem nú hefur hirt föggur sínar, flust yfir Eyrar- sund og sest að í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. „Allt er betra en Svíþjóð”, er eftir honum haft og í því sambandi er athyglis vert að á fáum stöðum í veröldinni eru jafnmargir hundar og í Kristjaníu og margir þeirra dauðadrukknir frá morgni til kvölds. Trúbadorinn Corais Vreeswljk iætur síg samt hafa það því hann er ástfanginn og hefur um annað að hugsa en' hundaskít. Eða eins og hún Lucy hans Alberts sagði í viðtali við SVIÐSLJOSQ) fyrir skömmu: „Fólk sem lifir á atómöid ætti að láta hunda i friði.” Hér skal ekki lagður á það neinn dómur hvort hundar cigi aö vera tii eða ekki, einungis bent á þá staðreynd að hundar era tii og munu halda þvi áfram jafnlengi og við hin — jafnvel lengur en keramikhundar. HUNDABANNI AFLÉTTÍ REYKJAVÍK —ef skepnumar eru ættaðar f rá Feneyjum og kosta 12.000 krónur Hundurinn er kænn og hundaeigand- inn líka. Skiptir þá engu hvort hann heitir Aibert eða Snati, erfitt hefur reynst aö framfylgja hundabanni í Reykjavík eins og alkunna er — og reyndar heimsfrægt. „Við höfum endanlega snúið á lög- regluna,” sagði Snati snarfætti, ritari Hundavinafélagsins, er Sviðsljósið sló á þráðinn til hans þar sem hann er staddur á Italíu. „Eg hef komist í ágæt sambönd hér við keramiksmiði og málara sem hafa það að atvinnu að gera nákvæmar eftirlikingar af hundum. Það er ætlan okkar að fylla Island af þessum keramikhundum og láta síðan reyna á það hvort þeir fái að vera í friði eða ekki. Viö höfum lengi haft grun um að lögreglunni sé fyrst og síðast illa við útlit okkar frekar en lunderni og inn- ræti og ef þessir keramikhundar fá að vera í friði teljum við að réttarstaða okkar verði betri en áður,” sagði Snati, ritari Hundafélagsins, á beinni línu frá Feneyjum. Um tugur keramikhunda er þegar kominn tii landsins og eru þeir seldir í ýmsum verslunum sem skraut.......ég held að þetta dreifingarkerfi henti okkur ágætlega”, segir Snati. Verðið er langt yfir meðalverði lifandi hunds, eða 12.000 krónur. -EIR. Einn af nýju hundunum sem eiga vafalaust eftir að gera lögreglunni iifið leitt. Schafferhundur, háifur annar metri á hæð og kostar 12.000 krónur, ferskur frá Feneyjum. DV-mynd E.Ó. Thorvaldsson ogTatcher Verður Guðlaugi boðið i Downingstræti nr. 10? PUTTA- PUMPA Allt verður auöveldara meö árunum. Allir kannast við þaö puö sem fylgir því að pumpa lofti í hjólhestadekk með gömlu hjól- hestapumpunum. Nú er kominn á markaöinn ný pumpugerð sem hægt er að hafa á milli puttanna — og pumpa í dekk. Hentar vel í brjóstvasa. —eiga af mæli sama dag Þaö var líf og fjör í ákveönu húsi í Englandi 13. október fyrir tæpum 59 árum. Lítil stúlkukind leit þá fyrst dagsins ljós og þótti þegar hin fóngulegasta. Sama dag, langt úti í hafs- auga, nánar tiltekiö á Járngerðar- stööum í Grindavík, var haldið upp á eins árs afmæli stráklings sem ekki þótti síöur efnilegur en stúlkan í Englandi. Thorvaldsson og Thatcher eru þau nefnd í Englandi en Guðlaugur og Magga í Grindavík. Guölaugur Þor- vaidsson ríkissáttasemjari og Margaret Thatcher forsætisráöherra Breta eiga sama afmælisdag og eins og kynin segja til um er strákurinn að sjálfsögöu ári eldri. Því er frá þessu sagt hér svo fólk geti búiö sig undir hátíðahöldin um miöjan októbermánuö nk. þegar fyrr- verandi háskólarektor og forsetafram- bjóðandi Guðlaugur Þorvaldsson heldur upp á sextugsafmæli sitt og Thatcher tekur á móti innlendum sem erlendum gestum í Downingstræti nr. 10. Ekki vitum viö hvort Guðlaugi veröur boöiö utan né hvort Thatcher veröur boðiö til Guðiaugs, enda skiptir þaö ekki öllu. Þaö er bara svo óseigjanlega gaman þegar afmæli fólks ber upp á sama dag, við gátum bara ekki á okkur setiö. . . -EHt. MHiíswférs 'mm mk iili 'wm Verður Thatcher boðið i Skaftahlið nr. 20 til Thorvaidsson's? mmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.