Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 5
DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÍJÁR1984 Landnám ríkisins veröur lagt niöur Fyrirhugað er að leggja niður Land- nám ríkisins og fela verkefni þess öör- um ríkisstofnunum. Þetta er megin- efni stjórnarfrumvarps um breytingu á jarðalögum sem lagt var fram á Al- þingi í gær. Á fjárlögum fyrir þetta ár er kostnaður við Landnám ríkisins talinn nema tæpum 2,5 milljónum króna. Helsta hlutverk stofnunarinnar er að halda jarðaskrá yfir allar jarðir, sjá um framkvæmdir í byggðahverfum, annast eða fylgjast meö ábúö, sölu og leigu lögbýlisjarða, stofnun nýbýla og stofnun grænfóðurverksmiðja. Frumvarpið gerir ráð fyrir að verkefni þessi verði færð til landbúnaðarráðu- neytisins, Búnaðarfélags Islands og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Gert er ráð f yrir að sett veröi sérstök lög um stofnun og rekstur grænfóðurverk- smiöja og segir í greinargerð með frumvarpi þessu að frumvarp þess efnis verði lagt fram á yfirstandandi þingi. OEF Háskólarektor um niðurstöðu lögskýringarnefndar: ÚRSKURÐURINN STAÐFESTUR ,,Ég afgreiddi þetta mál utan funda og úrskurður lögskýringar- nefndar hefur veriö staðfestur,” sagði Guðmundur Magnússon, rektor Háskóla Islands, aðspurður um afstöðu háskólaráðs til niður- stöðu nefndarinnar varðandi próf í líffærafræði. Málið kom upp í janúar er lækna- nemar gengust undir próf í líffæra- fræði. Fóru þeir fram á aö fá að sjá úrlausnir prófa, ásamt útskýringum kennara. Læknadeild hafnaði, nemar vísuðu málinu þá til háskóla- ráðs sem vísaði því til lögskýringa- nefndar. Hún túlkaði reglugerð Hl þannig að verða ætti við slíkum óskum nemenda hvort sem þeir hefðu fallið á viðkomandi prófi eða náð því. Rektor kvaðst vonast til að mál af þessum toga væru hér með úr sög- unni. Víst gæti verið að menn héldu áfram að velta fyrir sér túlkunum á reglugerðinni en úrskurður lög- skýringarnefndar réði. -JSS Hólma víkurtogarinn Hólmadrangur ST 70 er nú að fara á rækjuveiðar eins og aðr- ir bátar á staðnum. Hólmavík: Holmadrangur í rækjuna Frá Kristjáni Jóhannssyni, fréttarit- ara DV á Hólmavík. Verið er aö leggja síðustu hönd á að koma fyrir rækjuvinnslutækjum um borð í togaranum Hólmadrangi. Togarinn mun að öllum líkindum halda til veiða í dag, þriðjudag, og veröur rækjan soðin og fryst um borð. Hólma- drangur hefur ekki áöur stundað rækjuveiðar. Veiðarnar mun hann stunda fram í maí en þá fer hann aftur á þorskveiðar. Hólmavíkurbátar hafa allir stundað rækjuveiðar í vetur í Húnaflóa og hefur afli verið góður. Búist er við að bátarn- ir fylli kvóta sinn eftir u.þ.b. mánuð og munu þeir þá fara á úthafsrækju- veiðar. Rauði kross íslands: SKYNDIHJÁLP Reykjavíkurdeild RKI heldur nám- hjálp við ýmiskonar slys. Auk þessa skeið í almennri skyndihjálp sem hefst verður kennd blástursaðferöin og fimmtudaginn 1. mars. Námskeiöið sýndarmyndirumskyndihjálp. verður haldið í húsnæði RKI að Nóa- Nú er gott tækifæri til að afla sér túni 21. Þeir sem vilja taka þátt í nám- undirstöðumenntunar eða rifja upp skeiðinu geta látið skrá sig að Oldu- fyrri þekkingu í þessum efnum og læra götu 4, sími 28222. til hlítar meginatriði skyndihjálpar. Á námskeiöinu verður kennd skyndi- -JGH Leiðrétting: Brotist inn f verslun I gær var greint frá því hér í blaðinu að innbrot hefði verið framið í verslun- ina Amarhraun í Hafnarfirði. I frétt- inni var látið i það skina aö gleymst hefði aö læsa versluninni eftir lokun fyrir helgina. Samkvæmt upplýsingum f rá verslunareigandanum er þetta ekki rétt. Það rétta er að brotist var inn í læsta verslun. Innbrotsþjófurinn braut sér leið inn í verslunina og olli talsverð- um skemmdum. Ekki var enn vitað hvað hann hafði upp úr krafsinu en lík- lega haföi einungis verið tekin skipti- myntverslunarinnar. APH Jökull samþykkti samningana Fundur í verkalýðsfélaginu Jökli í Olafsvík samþykkti kjarasamninga ASI og VSI mótatkvæðalaust í síðustu viku. Um 20 manns sátu fundinn. -KMU. KANGOL —hattar Alpahúfur — angóruhúfur — IMÝ SENDING filthattar túrbanar — angóruhattar — regnhattar. _ Pepe — derhúfur MB-HÚFAN FJÓRIR LITIR Verö aðeins kr. 360,00 PÓSTSENDUM. HATTABUÐIN Frakkastig 13, sími 29560. PÓSTSENDUM Urval ÁSKRIFTARSÍMINN ER Z7022 VERSLANIR! HIN SÍVINSÆLA OG MYNDARLEGA FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK kemur út 15. mars nk. ÞEIR auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í FERMINGARGJAFAHANDBÓKINNI vinsamlegast hafi samhand við auglýsingadeild Síðumúla 33, eða í síma 82260 milli kl. 9 og 17.30 virka daga fyrir 2. mars nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.