Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 22
22 DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984 Reykvikingafelagið með skemmtifund Reykvíkingafélagið heldur skemmtifund að Hótel Borg í kvöld, þriðjudag, klukkan 20.30. Á fundinum mun Kristinn Halls- son taka lagið, sýnd verður gömul kvikmynd frá Reykjavík og leynigestur kemur í heim- sókn. Fundurinn er öllum opinn, félagsmönnum sem öðrum og er aðgangur ókeypis. Stjórnin. STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR AF SMAAUGLÝSINGUM Við veitum 10% AFSLÁTT af þeim smáaug/ýsingum í D V sem eru staðgreiddar. Það telst staðgreiðsla ef auglýsing er greidd daginn fyrir birtingardag. Verð á einni smáauglýsingu af venjulegri stærð, sem er kr. 290, lækkar þannig í kr. 261 ef um staðgreiðslu er að ræða. SMAAUGLYSINGADEILD Þverholti 11, simi27022. ' NÝTTFRÁ ' liliGACTOfliC Bifreiðasmiðir og aðrir áhugamenn um rafsuðu, sýnum nýju 185X Automig-Mig- Mag suðuvélina. miGAC^OniC 185X r«’sýður frá 0,5—6 mm 185X punktsýður frá 2 x 1,5 mm 185X þrykkir frá 1—2 mm efni Sýður fasta pinna fyrir tog. Og verðið er frábært, aðeins kr. 28.078,00 með sölu- skatti ISELCO sf Skeifan 11D, 108 Reykjavik, simi 86466. Menning Menning Menning Þorvaldur -*“rar sma- Skulason myndir Undanfarið hefur staðið yfir í List- munahúsinu við Lækjargötu sýning á smámyndum eftir Þorvald Skúla- son. Myndirnar eru gerðar með blandaðri tækni: þekjulitum, tússi og krít. Létt efni Þegar rætt er um upphaf íslenskrar abstraktlistar er gjarnan talað um tvo einstaklinga, þá Þorvald Skúlason og Svavar Guðna- son. Hinn fyrrnefndi er sagðui standa fyrir abstrakt-expression- isma, en sá síðamefndi er orðaður við geometriska abstraktion. Þorvaldur Skúlason er fæddur áriö 1906. Hann á að baki langan listferil, bæði sem fígúratífur og abstraktmálari. Sýningin, sem nú stendur í List- munahúsinu, sýnir nokkuð athyglis- verða hlið á Þorvaldi. Hér kynnumst við abstraktmyndum í „léttu efni” frá síðastliðnum tveimur áratug- um. Formin og myndhugsunin er sú sama og við höfum fengið notiö í olíu- verkunum, en útfærslan og niður- staðan er oft töluvert önnur. Kemur þetta sérlega vel fram í þeim mynd- um listamannsins, þar sem hann leggur áherslu á að leysa upp kyrr- stæða flatarbyggingu og skapa rýmisverkun og dýnamískt flug yfir myndflötinn. Eins og fyrr segir eiga Myndlist Gunnar B. Kvaran þessar myndir samsvörun í fjöl- mörgum olíumálverkum Þorvalds frá 8. áratugnum, þar sem upplýstur liturinn skapar oft rými fyrir þessi flug/fugls- form, sem svífa yfir flöt- inn. I þessum olíuverkum má oft finna sterk skyntengsl við náttúrleg fyrirbæri: ljós, dýr og landslag. En aftur á móti í þessum smámyndum hér á sýningunni er baksviðið oft aðeins hvít örkin, sem gerir það aö verkum að þessar myndir virka oft meira abstrakt en samsvarandi myndir gerðar meö olíulitum. Þess- ar myndir hér virðast unnar hratt, jafnvel ósjálfrátt, og virka þær því óvenju frísklegar fyrir vikið. I þess- um verkum er líkt og listamaðurinn sleppi sér, losi um jarðbundna rök- fræði og leyfi málverkinu að mála sig sjálft síðasta spölinn. En slík vinnu- brögð eru sjaldséð í olíuverkum Þor- valds. Víst er að hin léttu efni ráða miklu um útkomuna í þessum verkum og stundum virðist sem listamaöurinn þurfi að takast á við sjálft efnið, binda þaö niður, og þá koma á pappírinn fullkomnar landslags- myndir, sem sýna okkur samtímis hversu sterk hin fígúratífa hugsun er í abstrakmyndum listamannsins. Lærifaðir Þó svo að myndimar séu nokkuð misjafnar aö gæöum er þetta mikið ánægjuefni fyrir listunnendur að fá tækifæri til að njóta og skoða þessi verk. Því víst er að Þorvaldur Skúla- son er einn stórfenglegasti listamað- ur íslenskur á þessari öld. Fáir era þeir listamenn íslenskir, sem hafa haft jafnmikil og djúpstæð áhrif. Við getum jafnvel sagt að Þorvaldur hafi séð um listrænt uppeldi heillar kyn- slóðar! GBK 2) Komposition. Ljósm. GBK. 1) Komposition.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.