Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 40
| FASTEIGIMASALA BOLHOLTI 6 Símar 38877, 687520 og 39424 LEIGUFLUG Sverrir Þóroddsson 'vJtef"y REYKJAVlKURFWaVELU <9200» _/ SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ________ÞVERHOLTI 11____ Qfífil | RITSTJÖRN I IJIJIJS I SÍÐUMÚLA12-14 SKIPAGÖTU 13 AFGREIÐSLA (96)25013 | BLAÐAMAÐUR (96)26613 I Svarti kassinn úrrannsókn Svarti kassinn svokallaði úr DC—8 þotu Flugleiða, sem rann út af flugbraut á KeflavikurflugveUi f yrr í þessum mánuði, er kominn úr rannsókn i Bretlandi. I kassanum var aö finna upplýsingar um flug þotunnar. Samkvæmt heimUdum DV staðfestir flugritinn þá frásögn vitna að þotan hafi bæði komið of bratt og of hratt inn tU lendingar. Loftferðaeftirlit Flugmálastjórnar vUl ekkert segja um máUð. -KMU/Öm. Bullandi vatnssala „Samkvæmt samningunum sem við gerðum við kanadíska verslunarfélagið skuldbmdur það sig tU aö kaupa minnst 180 miUjón- ir Utra af íslensku vatni á næstu 10 árum. Magnið gæti að sjálfsögðu orðið meira," sagði Hreinn Sigurösson, framkvæmdastjóri á Sauðárkróki, en eins og greint var frá í fréttum DV í gær tókust samningar sl. föstudag á miUi Hreins og Kanadamanna um buUandi sölu á íslensku vatni. Ef að líkum lætur munu skip Haf- skips sigla með fyrsta fanninn seint á þessu ári til austurstrandar Bandarikjanna þar sem íslenska vatninu verður dreift á 1 1/2 lítra flöskum. Plastflöskuverksmiðja, sem um leið er átöppunarverk- smiðja, mun veröa sett upp á Sauðárkróki innan skamms og þar er ráðgert að 20 manns vinni á vöktum. Plastflöskur þessar eru af franskri gerð, næfurþunnar og ekki ætlaðar til sinotkunar. -EIR. Samþykkt hjá Iðju Samningur ASl og VSI var sam- þykktur á fundi Iðju, félags verksmiðjufólks, í gærkvöldi með 108 atkvæðum gegn 89. Samningur- inn var samþykktur samkvæmt til- lögu formanns og varaformanns félagsins með þeim fyrirvara að- standi ríkisstjómin ekki við yfir- lýsingar sínar þá áskilji félagiö sér rétt td viðbragða. Engar aðrar tUlögurkomu fram á fundinum. ÖEF LUKKU&AGAR 28. febrúar: 11308. Hljómplata frá Fálkanum að | verðmæti kr. 400. Vmningshatsr hringí í sima 20ÖB8 LOKI Það er ekki nóg að mönn- um semji vei ef þeir semja illa. Leynifundur á skrifstofu fjármálaráðherra: ALBERT SEMUR VIÐ GUÐMUND J. „Það er alveg rétt, við sitjum hér saman, ég, Guðmundur J. og Þröstur, og ræðum um samræmingu á kjörum þeirra Dagsbrúnarmanna sem vinna hjá ríkinu og þeirra BSRB-manna sem vinna sambærileg störf,” sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra klukkan 10 í morgun. Þá höfðu þeir setið við í hálftíma en greinUega valdið meiriháttar tauga- spennu hjá ýmsum aðUum að kjara- samningum. „Þetta snertir bara ekki almennu samningana,” sagði fjár- málaráðherra í samtaUnu við DV, „þetta er eingöngu samræming.” Fréttir flugu um að Albert ætlaöi að gera þennan samning við Dagsbrún og láta það verða sitt síðasta verk í embætti. „Nei, ég er ekki á förum í dag, það er alveg víst,” sagði ráöherr- ann- HERB Siöustu fréttir: Rétt áður en DV fór í prentun var undirritaöur samningur um ofan- greinda samræmingu. Sá samningur gildir frá 1. mars næstkomandi. ' Frá leynifundinum í fjármálaráðuneytinu í morgun, DV-mynd S Sjáum hvað þeir gera við eitt gott verkfall — segir Pétur Tyrf ingsson Dagsbrúnarmaður „Ef atvinnurekendur neita okkur um viðræöur þá koma auðvitað ein- hverjar aðgerðir til greina. Viö skulum sjá hvaö þeir gera ef við setjum á þá eitt gott verkfall,” sagði Pétur Tyrfingsson, Dags- brúnarmaður og einn helsti hvata- maður þess að ASl samkomulagið var fellt á fundi Dagsbrúnar, er DV spurði hann hvað tæki nú við. Pétur sagði aö atvinnurekendur yrðu að viðurkenna það að Dagsbrún ætti rétt á að semja sérstaklega. En ef því yrði neitað yrði að ráðgast um það við félagsmenn til hvaöa að- gerða yrði gripið. Sagði hann að allt félagið þyrfti ekki endilega aö fara í verkfall ef til þess þyrfti að grípa. Hugsanlegt væri að láta nokkra hópa innan félagsms fara í verkfall og borga þeim úr verkfallssjóðum. En fyrst yrði að láta reyna á það hvort samningaviðræður gætu hafist og hvort atvinnurekendur viðurkenndu aö Dagsbrún ætti rétt á að semja sér. Fyrsti viðræðufundur Vinnuveit- endasambandsins og Dagsbrúnar verður í dag. -ÖEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.