Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 6
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur • t » ’»rrnrrn nn nrtr, , m▼ i /-»r rtn DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984 íeldhúsinu: Tómatar.fylltir með túnfisksalati Túnfisksalat 200gagúrka 1 dós (165 g) túnfiskur 2 msk. kapers 150—200 g olíusósa (mayonnaise) 1 tsk. sinnepsduft 1 tsk. franskt sinnep 2—3 msk. smásaxað dill salt, pipar sítrónusafi. Skraut: dill. Skerið sneið ofan af tómötunum þar sem stilkurinn hefur setið. Holið tómatana með teskeið og látiö vökvann renna úr þeim. Afhýðið agúrkuna, skerið hana eftir endilöngu og skafið kjarnana úr. Skerið agúrkuna í litia teninga. Hellið vökvanum af túnfiskin- um og skerið í bita. Hrærið út í olíusós- una sinnepi, söxuðu dilli, salti, pipar og ■ sítrónusafa. Blandið ennfremur saman við agúrkuteningum, túnfiskbitum og kapers. Setjið salatiö í tómatana. Leggið dillgrein á hvem tómat til skrauts. Ryðgaðar skrúfur losna — rykfallinu seinkar Þau eru mörg, „hjálpargögnin” sem eru komin til sögunnar okkur nútímamönnum tii hjálpar við úr- lausnir hinna ýmsu verkefna. Þar eigum við blettaefni, ryövamarefni og alls konar hreinsiefni. Til viðbótar öllum gömlu húsráðunum, sem hafa mörg hver dugað lengi, hafa komið ótrúleg efni á markaðinn til að leysa þann vanda sem við rötum í. Til dæmis ef við höfum ryðgaða skrúfu í útilukt og skipta þarf um peru í lukt- inni: Skrúfan situr föst en hana þarf að losa til að setja aðra ljósaperu í. Þá era góð ráð dýr og þó. Við höfum haft undir höndum efni sem kostar 54 krónur (brúsinn) og heitir Lyn AU. Það leysir einmitt svona vanda, losar ryðguðu skrúfumar á svip- stundu. Þetta efni er danskt og vöra- merkið er KM. Og þau eru fleiri, KM- efnin. Eitt heitir 7—9—13 og hreinsar það leður og vínilefni. Annað er Brille-Rens sem reynt hafa margir gleraugnanotendur hér. Einn þeirra, ljósmyndari að atvinnu, sagði þegar hann haföi hreinsaö gleraugun sín með Brille-Rens: Nú loksins sé ég í fókus. Gott í þeirri starfsgrein. Margir heyja nokkuð vonlausa baráttu við ryk í híbýlum sínum. Það er sama þó af sé tekið, þessi ófögn- urður kemur alltaf aftur. KM-Antistat- isk Væske — sem hefur þá eigin- leika að „afrafmagna” fleti sem lögurinn er borínn á, seinkar þó endurkomu ryksins aöeins. Þessi lögur er til dæmis prýðilegur á sjón- varpsskerm — sem sogar að sér rykið. Á glerborð gerir lögurinn sama gagn. Þessi KM-efni eru miklu fleiri, blettavatn, fituhreinsiefni, bílabón, frosteyðandi efni (af bílrúöum t.d.) svo einhver séu upptalin. Þau eru í ódýrari kantinum og fást í Borgar- sprautun á Funahöfða, liklega þessari einu verslun enn sem komið er. -ÞG KM-efnin eru fjöldamörg, hér eru sex þeirra þar á meðai sjö-niu- þrettán. DV-mynd: GVA. Það á að vera vai neytenda hvaða mat þeir ieggja sér til munns. Neysian ætti ekki að vera hagstjórnartæki yfirvalda. KOSTAÐ ÞJÓÐINA ÓHEMJUPENINGA — niðurgreiðslur landbúnaðaraf urða Það er margt aö gerast í þingsölum þessa dagana og utan þeirra líka. Menn hafa setið lon og don við samningaborðin og fréttir berast frá félögum sem lýsa yfir stuöningi við ný- undirritaða kjarasamninga. Ur þing- sölum berast þær fréttir að nú leggi menn til að visitölufjölskyldan minnki og boði nýjan vísitölugrunn í stað hins gamla sem er tvítugur um þessar mundir. Og fleira, lagt er fram stjóm- arfrumvarp af sjálfiun landbúnaöar- ráðherra um að breyta iausaskuldum bænda í föst lán. Og þá er farið aftur í tíma gömlu krónunnar og fyrir tíð verðtrygginga eða til ársins 1979 og leitað að lausaskuldum. Hafi bóndi tekið lán á þeún tíma til að stinga niður skóflu, ekki greitt þau lán til baka, skal hann fá lengri frest. Eflaust margir sem vildu sitja við sama borð og bændur, til dæmis húsbyggjendur á mölinni. Þetta hafa tveir þingmenn komið auga á og vilja aö allir lands- menn sitji við sömu kjötkatlana og hafa flutt frumvarp þess efnis. Hætt er þó við að ekki sé sama hvor hefur haldið um skófluskaftið, Jón á Hofi eða Jón á Mölinni. IMiðurgreiðslur í hendur launþega Þá era þaö fréttirnar um niður- greiðslur launa og niöurgreiðslur land- búnaðarafurða. Loforð ríkisstjóm- arinnar um tilfærslur á fjármagni til launþega virðast ætla að leysa tíma- bundinn vanda landsmanna, hvaðan sem hún tekur nú f jármagniö. Ein leið hefur verið nefnd og hún er að færa niðurgreiðslur landbúnaöarafurða beint í hendur launþega. Og þvi ekki það? Háar upphæðir fara í landbúnaðar- kerfi í formi niðurgreiðslna eða einar 945 milljónir af fjárlögum þessa árs, tvöfalt hærri fjárhæð á föstu verðlagi en árið 1970. Síðan er áætlaö að 280 milljónir fari til útflutningsbóta land- með núverandi fyrirkomulagi njóta neytendur einskis góðs af þeim miklu fjármunum, sem varið er til niður- greiðslu úr ríkissjóöi, nema þeir kaupi tilteknar vörur, sem auk þess að vera tiltölulega fáar era í flestum tilvikum dýrari en svo, þrátt fyrir niðurgreiðsl- umar, að þær geti lengur talist til dag- Iegrar fæðu láglaunafólks ef til vill að mjólkinni einni undantekinni. Siöan er bent á að kindakjöt, smjör og ostar séu dæmi um niðurgreiddar vörar sem séu meðal dýrastu fæðu- tegunda í landinu. Og síðan benda flutningsmenn á að þessar niðurgreiöslur komi ekki lág- launafólkinu að gagni og láti nærri að niðurgreiðslur á kampavíni og ráöherrabílum kæmu láglaunahópn- umað jafnmiklu „gagni”. Hvaða vit er í því? „Hvaða vit er til dæmis í þvi að öll þessi mikla niðurgreiðsla úr ríkissjóði fari fram hjá þeim heimilum þar sem af einhverjum ástæðum, til dæmis Iæknisfræðilegum, er ekki talið æski- legt að neyta mikillar dýrafitu?” Margt fleira er í greinargerð um- rædds frumvarps en hér látum viö staðarnumið. Oft hefur verið deilt um niöur- greiðslur landbúnaðarafurða. Þær era hagstjómartæki sem telst úrelt meðal annars vegna breyttra neysluvenja okkar. Því er ánægjulegt fyrir neyt- endur þegar hreyft er við þessu máli í þingsölum. Það er margt fleira í deiglunni nú, sem að neytendum snýr, frjáls hámarksálagning á matvörar og fleiri vörar að falla úr gildi á næstu dögum. Nýlega var samþykkt áskoran til yfir- valda um að afnema tolla af grænmeti og leyfa frjálsan innflutning á því. I þessum málum og raunar fleiri er það neytenda að vera á varðbergi, fylgjast með verðlagi og vera aðhald. Allar þessar breytingar, sem hér hafa verið nefndar, geta verið neytendum til hagsbóta, misjafnlega mikið þó eftir mati og smekk hvers og eins. Neyt- endur eiga valiö á að fá þær vörar sem þeir helst kjósa á kostnaðarverði og sem sanng jamt getur talist. Hvort sem um er að ræða kjöt, klæði eða skjóL Og það er ánægjulegt fyrir okkur neytendur að fréttir úr þingsölum tengjast okkar hagsmunum. Kannski við getum farið að borða rauðgraut í staöinn fyrir grjónagrautinn. -ÞG búnaðarafurða. En útflutningsbætur- landbúnaöarafuröa era meðal annars til þess að fólk í nágrannalöndum okkar geti keypt ostinn okkar á ca 20 krónur kilóið meöan viö kaupum hann hér, samt niðurgreiddan, á 151,70 krónur kílóiö. Þrir þingmenn hafa lagt fram frum- varp á þingi um beinar niðurgreiðslur til neytenda eöa 500 milljónir af þessum rúmlega níu. I greinargerð frumvarpsins segir að það sé flutt í tvennum tilgangi: Þórunn Gestsdóttir Leið út úr vítahringnum I fyrsta lagi, er því ætlaö að vera fyrsti áfangi á leiðinni út úr þeim víta- hring sem langvarandi niðurgreiðslur á sömu framleiðsluafurðum eru orðnar, en margra ára saga óslitins niðurgreiðslubákns hefur raglaö alla eðlilega verðþróun neysluvöru á innan- landsmarkaði, skekkt allt verð- myndunarkerfi landbúnaöarafurða, torveldaö æskilegar breytingar á framleiðsluháttum og kostaö þjóðina óhemjumikla fjármuni sem illa hefur verið varið. Löng setning þetta — en hún er tekin beint úr greinargerðinni. Neytendur fái aukið val Þá er það í öðru lagi — önnur löng: megintilgangur frumvarpsins að neyt- endur fái aukið val um til hvaða vöra- tegunda niöurgreiöslunum er varið, en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.