Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 31
DV ÞRIÐJUDÁGÚRM.'FÉfeRÚÁR 1984 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Harkalegar aðferðir Marglr þeirra íslensku starfsraanna er vinna á Keflavíkurflugvelli eru sóra- óánægðir raeð framgöngu lögreglu í nauðgunarmálinu svukallaða. Beinist óánægjan eúikum að herlögrcglunni. Sem menn muna spratt málið upp er eiginkona varnarliðsmanns kærði nauðgun til lögreglunnar. Kvað konan Islending hafa verið að verki. Víkurfréttir segja íslenska starfsmenn hafa mátt líða mjög fyrir „ýmsar lúalegar aðferðir lög- reglu og þá sérstaklega her- lögrcglunnar”. Hafi lög- reglumenn heimsótt tiltekna menn á vinnustaði, í sumum tilfellum oftar en einu sinni, og hafi þeir ekkert farið í felur með að viökomandi væri grunaður. Hefðu hinir grunuðu verið yfirheyrðir í þaula og teknar af þeim myndir, sem konan hefði fengið tíl athugunar. Hafi slíkar aðgerðir verið endur- teknar varðandi suma ein- staklinga. Alvarlegast er þó, aö nauðgunarfrásögn konunnar reyndist upplogin með öllu. Velta menn því nú fyrir sér, hversu langt sé hægt að ganga með saklausa ein- staklinga, þegar svona vand- ræðamál koma upp. Vestfirsk kjarabarátta Margir hafa haft á orði að vcrkalýðshreyfingin hafi vcrið helst til lin í nýaf- staðinni samningalotu. Vestur á tsafirði taka menn á málinu af fullrí hörku, eins og fram kemur í nýlegri f undarályktun verka- lýösfélagsins Baldurs. Þar segir meðal annars: „ ... Fundurinn gerir kröfu til þess að atvinnureksturinn, bankakerfiö, stórkaupmenn og erlend auðfélög ásamt öörum sem ekkert hafa lagt fram til sameiginlegra hags- bóta, verði tafarlaust krafðir um þeirra framlag, en verka- fólki skilað til baka hluta af því, sem það hefur gefið eftir af umsömdum launum sinum... ” Svona hljóðar boðskapur Vestfirðinga. Vesen eða ekki vesen Við hádegisverð á aðalfundí Félags íslenskra stórkaupmanna nýverlð á- varpaði Davíð Oddsson borg- arstjóri fundarmenn og svaraði fyrirspurnum. Hunda bar þar að sjálf- sögðu á góma og sagði borg- arstjóri við það tækifæri: „Eini munurinn á löglegu og ólöglegu hundahaldi er sá aö sé það löglegt þurfa hunda- eigcndur að standa í því að láta skrá hundana, tryggja þá, greiða af þeim alls konar gjöld og hreinsa þá árlega. Davíð ræddi um hundahald. Semsagt bölvað vesen. En sé hundahaldið ólöglegt er það ekkert vesen.” í hlutar- ins eðli Hundamál Alberts fjár- málaráðherra hefur þótt miklum tíðindum sæta. Mun það enn vcra til víðtækrar umf jöllunar úti í hinum stóra heimi. Hundtíkin heimsfræga. Ihugunarmaður einn hefur í tilefni umræðunnar bent á að faUi dómur í málinu þannig að Albert verði að láta hundtikina fara, þá hljóti hún líklega nafnið Lúcífer. Ræður skynsemin? Þegar nýir kjarasamning- ar höfðu veriö undirritaðir ræddi Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra mikið um skynsemi í blaða- viðtölum. Hann var m.a. spurður hvort hann héldi að Albert myndi segja af sér í kjölfar samningagerðarinn- ar. „Ég treysti því að skyn- semin ráði,” svaraði Stcin- grímur þá. Nú vill svo til að hér á landi er starfandi klúbbur einn sem heitir einfaldlega: Skynsem- in ræður. Eru það samtök saUaánægðra Trabanteig- enda. Ur því að Steingrímur hcfur tileinkað sér slagorð samtakanna þykir ýmislegt benda tU að! ráðherrahópur- inn hyggist feta í fótspor þeirra, selja jeppaflota sinn og kaupa sér Trabant í stað- inn. Þætti það gott f ramtak á þessu „erfiðleikatímabUi í sögu íslensku þjóðarinnar”. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. TELEFAX EMT 9165-9145 Fyrir þá sem þurfa að koma teikningum, skýrslu- formum o.fl. heimshorna á milli. Hraði allt að 35 sek. GÓÐ ÞJÓNUSTA. Ármúla 1. Sími 687222 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir CAR RENTAL SERVICE — @ 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÚMETRAGJALD SÖLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI MITSUBISHI COLT MITSUBISHI CALANT MITSUBISHI CALANT STATION James Bond í kröppum dansi. Hér á hann í höggi við hinn illræmda bófa Goldf inger. \r r■ ■■■■■ Bíóhöllin — Goldf inger: EKKERTTILAD SPAUGA MED Goldfingor (Gullputti) Leikstjóri: Guy Hamilton Handrit: Richard Maibaum og Paul Dahn Tónlist: John Barry Framloiðandi: Harry Saitzman og Albert R. Broccoli Aðalhlutverk: Sean Connery, Gert Frobe, Honor Blackman, Shirley Eaton, Tania Mallott, HarokJ Sakata, Ernard Lee. Sean Connery gekk aftur sem James Bond í BíóhölUnni fyrir skömmu. Kappinn virðist hafa notið vinsælda, því nú hefur bíóhúsiö dust- að rykið af einni gömlu perlunni með sama manninum. Að visu erum við óralangt frá James Bond nútímans sem virðist líta á sig sem einn allsherjar spaug- ara. I gamla daga var leyniþjónusta hennar hátingar ekki höfð í fUmting- um. Efri vörin var þó ekki alveg stíf. James Bond fær það hlutverk að fylgjast með ríkisbubbanum Auric Goldfinger, sem grunaður er um að hafa smyglað öUum guUforöa Eng- landsbanka úr landi. Ævintýrin eru á næsta leiti, svo og ferðalög og fagrar konur. Aö minnsta kosti á þeirra tíma mæUkvarða. Og James Bond sigrar. Og hverju er það að þakka? Jú, ástinni, eða einhverju afbrigði hennar. James Bond hefur löngum verið brautryðjandi í tækninni. I þessari mynd var það m.a. vel vopnum búin bifreiö og aö sama skapi rammger. En það er annars merkilegt hve þessi undratæki eyðUeggjast fljótt, og þá verður hetjan að reiða sig á hugvitið og hnefana. Réttur mál- staður sigrar alltaf. Goldfinger verður ekki talin tU merkari mynda um núllnúllsjö. Sér- staklega bliknar hún í samanburði við nýjustu mynd arftakans. Engu að síður er hún hin besta skemmtan. Eg tala nú ekki um ef nostalgiugler- augun eru sett upp. Það er þó alveg ljóst að leikstjórinn Guy Hamilton stenst engan veginn samanburö við síðari tima leikstjóra í sviðsetningu hasaratriða. Sean Connery stendur aftur á móti fyrir sínu, aUtaf jafnelegant og flott. Guðlaugur Bergmundsson Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir M OTOROLA Alternatorar Haukur og Ólafur Ármúla 32 — Sími 37700. Leitið upplýsinga. k)L»LE)L»»'V SMIÐJUVECI 44 D - KÓPAVOGI - ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OC HELCARSÍMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS cibríe^f HOGG DEYFAR í EFTIRTALDA JEPPA: BRONCO . SCOUTII Einmg stýrisdemparar BLAZER JEEP OG FLEIRI E LUDOCAPU PÓSTSENDUM igiBi^gqa — HABERG HF. SKeifunni Sa — Simi 8*47*88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.