Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Síða 4
4 DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984. Hin hliðin á íþróttamanninum: Hér með hleypum við af stokkunum nýjum þætti, ef svo má að orði komast, í helgarblaði DV. Ætlunin er að ræða vikulega við þekkta íþróttamenn og í stað þess venjulega, það er að ræða við þá um íþróttirnar sjálf- ar, munum við reyna að sýna lesendum hina hliðina á viðkomandi íþróttamanni. Sá sem fyrstur lendir í klóm okkar er fyrir löngu landskunnur knattspyrnumaður. Frægastur er hann ef til vill fyrir það hversu mörg mörk hann hefur skorað á ferli sínum. Fleira veldur þó frægðinni. Hann er sonur Alberts Guðmundssonar sem eins og kunnugt er gegnir embætti f jármálaráðherra. Lengst af hefur Ingi Björn Albertsson leikið knattspyrnu með Val en einnig með FH. Þá hefur hann einnig leikið með landsliði voru og ávallt staðið sig með sóma. vel með hestamennskunni. Eg hef aðeins verið að leika mér í golfi og langar mikið til að spila meira eftir að knattspyrnuferlinum lýkur. ” „Oft erfitt að vera sonur Alberts Guðmundssonar” Nú ert þú sonur Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra. Hann er þekktur maður. Hefur það haft einhver áhrif á þinn persónu- leika? „Já, sjálfsagt hefur það haft ein- hver áhrif á persónu mína. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt, oft á tíöum frekar erfitt, en ég held að það hafi „Afskipti af stjórnmálum eru hlutur sem ég get farið út í síðar meir. I dag hef ég ekki hug á því. Hef engan áhuga á að setjast á rassinn í svoleiðis „hobbíi”. Hitt er svo annaö mál að ég held að allir hafi áhuga á stjórnmálum að einhverju leyti. Eg fylgist með úr fjarlægð. Karl faðir minn sinnir alveg fjölskyldustarfinu í dag í pólitíkinni og jafnvel meira en það.” Ert þú alltaf sammála hans hugmyndum og ákvörðunum? „Nei, það er ég ekki. Viö erum tveir persónuleikar og höfum oft ólíkar skoðanir á ýmsum málum. Við fæddhbí FRAKKlANP' „Eg er fæddur í Nice í Frakklandi 3. nóvember 1952. I Frakklandi var ég til þriggja ára aldurs en þá fluttist ég til Islands og hef verið hér síöan. Mína skólagöngu hóf ég í Laugarnes- skólanum en fór síðan í „gaggó” í Vogaskóla. Þaðan lá leiðin í Verslunarskólann og þetta er nú öll menntunin fyrir utan bílprófið.” Þú starfar við fyrirtæki föður þíns, ekki satt? „Jú, það má segja að ég sé nokk- urs konar heildsali. Viö flytjum inn margar tegundir af vörum, vín, tóbak, sælgæti, snyrtivörur og meira að segja vinnuvélar. Eg gegni flest- um störfum hjá fyrirtækinu, allt frá störfum sendilsins og upp í heildsal- anssjálfs.” Ahugamál? „Þau eru mörg. Það er auðvitaö þetta klassíska, fjölskyldan og heimilið, en mín persónulegu áhuga- — DV kynnir hina hliðina á Inga Birni Albertssyni, knattspyrnumanni og þjálfara mál tengjast öll sportinu á einn eða annan hátt. Eg hef lengi haft mikinn áhuga á hestum og hestamennsku. Atti hesta ekki fyrir löngu og það er draumurinn að eignast hesta aftur. Þaö er gott fjölskyldusport svo framarlega sem afgangurinn af fjöl- skyldunni er ekki dauöhræddur viö hesta og þar á ég auövitað aðallega við krakkana. Nú, svo er það golfið. Eg hef mjög gaman af golfinu. Það er fjölskylduíþrótt og hentar mjög átt nokkuö mikinn þátt í að herða mann upp. Eg hef alltaf vitað sonur hvers ég er og oft hef ég fengið að heyra þaö. Hann hefur borið marga titlaumdagana.” Þú hefur ekki hugsað þér að fara út í stjórnmálin? Knattspyrnukappinn sigurstundu. Ingi Björn ræðum mjög sjaldan um pólitík. Hann er svo upptekinn maður að ég nánast sé hann ekki dögunum saman.” „Einbeiti mér að fjölskyldunni og fyrirtækinu í fram- tíðinni” Lokaspurning, Ingi Björn. Befur þú ákveðið að einbeita þér að ein- hverju sérstöku öðru fremur þegar afskiptum þinum af iþróttum lýkur eða lýkur þeim kannski aldrei? „Það veit ég bara ekki. Jú, ég hlýt einhvern tímann að hætta í íþróttun- um. Nú, hvaö fyrri hluta spurningar- innar varðar þá fer óneitanlega mik- ill tími í sportið. Eg mun einbeita mér að því í framtíöinni að byggja sjálfan mig, fjölskylduna og fyrir- tækið upp og gera allt þetta þrennt eins gott og hægt er. Það mun ég hafa að leiðarljósi eftir að blessuðum æfingunum og keppninni lýkur,” sagði Ingi Björn Albertsson. -SK. Dr. Hook er uppáhaldshljómsveit Inga Björns. FULLT NAFN: Ingi Björn Alberts- son. HÆÐ OG ÞYNGD: 186,5 cm og 82 kíló. BIFREIÐ: Plymouth Volare, árg. 1979. GÆLUNAFN: Módó. Notaðíþröng- um hópi Valsmanna. UPPAHALDStÞROTTAMAÐUR, ÍS- LENSKUR: Elnar Vilhjálmsson spjótkastari. UPPAHALDSÍÞROTTAMAÐUR, ERLENDUR: Carl Lewis frjáls- íþróttamaður. UPPAHALDSFELAG, ÍSLENSKT: Snæfeil frá Stykkishólmi. MESTA GLEÐISTUND I IÞROTT- UM: Þegar Vaiur bjargaði sér frá falliífyrra. MESTU VONBRIGÐI: Inná- og út- afskiptingin hjá Tony Knapp hér forðum. MINNISSTÆÐASTI LEIKUR: Þeg- ar Valur vann IBA 6—5, iíkiega ’71. ÖNNUR UPPÁHALDSIÞROTT: Golf og hestamennska. UPPAHALDSMATUR: AUur franskur matur. UPPÁHALDSDRYKKUR: Islenskt vatn. SKEMMTILEGASTI SJONVARPS- ÞÁTTUR: Línan. SKEMMTILEGASTI ISLENSKI LEIKARINN: Engan æsing. Ég meina Sigurð Sigurjónsson. „Það eru nákvæmlega 10 ár frá því að ég kynntist Inga Birni. Það var á dansleik í Klúbbnum,” sagði Magda- lena Helgadóttir, eiginkona Inga Björns Albertssonar, er við áttum við hana stutt spjall. Eiginkonur íþróttamanna þurfa oft á tíðum að leggja mikið á sig ekki síður en íþróttamennirnir sjálfir og því lék okkur forvitni á að heyra öriítið frá hægri hendi Inga Björns. „Eg get ekki neitað því að í fyrst- unni fannst mér Ingi Björn nokkuð merkilegur meö sig. Bróðir minn þekkti hann vel og sagði aö þetta væri ekki rétt hjá mér. Eg átti eftir aö komast aö því síðar að hann hafði á réttu að standa. Fljótlega fór hann að virka á mig sem mjög heilsteypt- ur strákur og þaö spillti ekki fyrir að mér fannst hann strax mjög myndar- legur. Hann kom strax mjög vei fyrir Sá hann fyrst á balli í Klúbbnum - og fannst hann strax mjög myndarlegur, segir Magdelena Helgadóttir, eiginkona Inga Björns og ég fékk strax mikinn áhuga á þessumpilti.” Nú er Ingi Björn búinn að vera í íþróttunum lengi, bæði sem leik- maður og þjálfari. Hvernig er að vera gift manni sem er í sportinu öll- um stundum eða því sem næst? „Ef ég á aö vera alveg hreinskilin þá verö ég að segja alveg eins og er að ég hef aldrei kynnst neinu ööru. Eg veit ekki hvernig hitt er. Þetta snýst allt í kringum fótboltann og þaö er aldrei frí um helgar, aldrei tími fyrir sumarfrí, útilegur eða þess háttar. Eg vil samt endilega láta hann klára þennan tíma og ég vona að það skilji eftir sig góðar minningar. Eg vona þó samt að hann verði ekki alla ævi í þessu. En ég ætla ekki að beita mér fyrir því aö hann hætti í íþróttum. Þetta bitnar óneitanlega nokkuð mikið á heimilis- lífinu en það eru þó til bjartar hliðar,” sagði Magdalena. Og að lokum langaði okkur til að forvitnast svolítið um það hvursu mikili dugnaðarforkur Ingi Björn væri á heimilinu. „Ingi Björn er mjög góður heimilisfaðir að mínum dómi. Mjög góður eiginmaður og faðir barna sinna. Og hann hjálpar mér mikiö við heimilisstörfin. Hjálpar mér oft viö uppvaskið þegar hann hefur tíma til.” -SK. Ingi Björn Albertsson ásamt eiginkonu sinni, Magdalenu Heigadóttur, og börnum þeirra hjóna. Texti: Stefán Kristjánsson ERLENDI LEIKARINN: Frank Sinatra. SKEMMTILEGASTA BLAÐ EÐA TIMARIT: Mad. UPPAHALDSHUOMSVEITIN: Dr. Hook. BESTIVINUR: Fjölskyidan mín. LIKAR VERST I SAMBANDI VH) ÍÞRÖTTIR: Fólmennska. ERFIÐASTI ANDSTÆÐINGUR: Jóhannes Guðjónsson, IA. HELSTA „MOTTÖ” I LÍFINU: Að vera heiðarlegur. HVAÐA PERSONU LANGAR ÞIG MEST TIL AÐ HITTA: Hef þegar hitt hana, konuna mína. RÁÐ TIL UNGA FOLKSINS: Lifa líflnu. STÆRSTI KOSTUR ÞINN: Aðrir verða að benda á hann. STÆRSTI VEIKLEKI: Ailir jafn- stórir. UPPÁHALDSLIÐ í ENSKU KNATT- SPYRNUNNI: Arsenal. BESTIÞJÁLFARISEM ÞU HEFUR HAFT: Júrí Bitchev. YRÐIR ÞU HELSTI RÁÐAMAÐUR .ÞJÓÐARINNAR A MORGUN. HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERK? Að skipa íþróttamálaráð- herra. ANNAÐ VERK: Að kippa öUu í lið- inn. *sk. Sigurður Sigurjónsson leikari er í miklu uppáhaldi hjá Inga Birni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.