Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Page 11
DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984. 11 Samtal við séra Lombardy um skáklist, kynlíf ogköllun kirkjunnar Texti og myndir: Baldur Hermannsson Séra Lombardy, skákpresturinn snjalli, að tafli suður i Grindavík á dögun um. Dúfa kærleikans eða einhver annar góðlegur fugl sveimar yfir höfðum þeirra Lombardyhjóna, Bills og Lovisu. Lovisa er hollensk að uppruna, Ijósmyndari að mennt og annast viðskipti með tölvubúnað. Skák og kynlíf — En nú er þaö taliö harla skynsam- legt meöal íþróttamanna aö víkjast undan kynmökum þegar mikiö liggur við og þjálfarar evrópskra stórliða í knattspymu harðbanna leikmönnum sínum aö krjúpa aö konum nóttina fyrir mikilvæga leiki. Er ekki sennilegt aösamaeigi viö um skákmenn? „Þaö finnst mér sennilegt en þó fer þaö áreiöanlega allt eftir því hver á í hlut. Þaö er meö kynlíf eins og annað í heiminum — menn eru misjafnlega þróttmiklir, sumir þurfa mikið og aörir minna!” — Þaö vakti á sínum tíma mikla athygli þar sem þú tefldir á mótum að þú varst kaþólskur prestur og ókvænt- ur en nú ertu búinn að láta af prestskap og búinn aö ná þér í konu. Hvaö kom til aö þú breyttir svo mjög umstefnu? „Það er út af fyrir sig ekkert sér- stakt um þaö að segja aö prestur skuli láta af störfum og hefja önnur. Menn eru alltaf að skipta um störf í þjóö- félaginu og ég held að það sé mikilvægt aö menn átti sig á því ef þeir eru búnir aö fá sig fullsadda á einu verksviði og telja sig ekki fá þar eins miklu áorkað og þeir kysu aö þeir snúi sér þá hrein- lega aö einhverju öðru. Þannig var um mig, aö ég taldi mér ekki fært aö halda áfram á þessari braut og þess vegna söðlaðiég um.” Köllun kirkjunnar — Sú tilhögun kaþólsku kirkjunnar aö meina prestum sínum að kvænast sætir æ meiri gagnrýni nú orðið og margir telja líklegt aö áöur en langt um líöi veröi slakað á klónni. Myndir þú íhuga aö taka upp prestskap að nýju ef kirkjan myndi afnema þetta bann viö hjónaböndum presta? „Þaö hefiu- ævinlega verið mín skoðun aö kirkjan ætti að setja þjónum sínum í sjálfsvald hvort þeir vilja eiga konur eöa ekki. Hvort tveggja hefur raunar þekkst í sögu kirkjunnar; grísk- kaþólska kirkjan leyfir prestum hjóna- bönd og þaö gefur ágæta raun og stendur víst ekkert til að breyta því. Nú er á þaö að líta aö ég er ennþá prestur þótt ég vinni ekki preststörf — ég hef hlotið mína vígslu og þaö er í rauninni aðeins ákvörðunarmál biskups eöa páfa hvort ég fæ að starfa eða ekki. Jú — ég myndi gjarnan taka að mér aö vinna viö preststörf ef kirkjan afnemur þessi skilyrði og gerir annaöhvort, að leyfa mönnum vissar undanþágur eins og nú þegar er gert um kvænta mótmælendapresta sem snúast til kaþólskrar trúar, eöa setur prestum þaö í sjálfsvald hvort þeir vil ja k vænast eöa lif a í ók væni’ ’. Aö svo mæltu stóð hann upp, kyssti Lovísu sína á vangann, bað mig vel aö lifa og rölti fram í skáksalinn í Festi til þess að fylgjast með viðureign Jóns L. Ámasonar og Knezevic. En viö Lovísa sátum lengi saman og spjölluðum um heima og geima áöur en viö röltum f ram til að sjá hvað þar var að gerast. Vegna hagstæðra samninga ft* 1R £&QO kostarferðinaðeins Iml ■ ■ %#■ f Innifalið: Beint flug og gisting á fyrsta flokks hóteli - íslensk fararstjórn - skoðunarferð um VIN og óperumiði. takmarkað sætaframboð GREIÐSLUKJÖR ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITTAR HJÁ:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.