Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Side 12
12 Með málverkin utan á húsinu Viö mótum öll umhverfi okkar á einn eöa annan hátt. Skrif- stofan, heimiliö og fötin bera smekk okkar vitni. A nokkrum stööum í bænum má sjá hvernig fólk hefur leitast viö aö mála grindverk ög húsveggi á frumlegan hátt og til ánægju fyrir sjálft sig og aðra. Ingvar Angarsson, sem býr aö Hábraut 4 í Kópavogi, sagöist hafa byrjað að mála fyrir 40 eða 50 árum. Hann er meö þrjú málverk utan á húsi sínu. Myndirnar eru málaöar meö venjulegri húsamálningu á hraunaöa húshliöina. A myndunum er ártal og mátti sjá aö þær höföu verið málaðar á árunum 1975 til ’80. Ingvar hafði fleira í garðinum. Þar hefur hann gert litla eftirmynd af gömlum sveitabæ og eftirlíkingu af fjallinu Vallahnúk í Fróöárhreppi. I garöinum var líka steinn er hann haföi málað hliö á. Við héldum áfram för okkar og í vesturbænum í Reykjavík rákumst viö á skreytingar á veggjum tveggja leikvalla og inni í porti viö íbúðarhús. A heimleiðinni smelltum viö svo mynd af hluta verks á Tollstöðvarhúsinu viö Tryggvagötu. Þá mynd gerði Geröur Helgadóttir og hefur hún oft glatt augað. Gaman væri aö fá ábendingar frá lesendum um fleiri sem hafa skreytt umhverfi sitt meö þessum hætti, málaö verk á húsiö, bílinn eöa hvaö sem er. -Sigurður G. Valgeirsson. . DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984. Báðum mcgirt við dyr Það eru ekki allir meö iítið fjalli garðinum. Þetta er eftiriiking af Vallahnúk i Fróðárhreppi. m..........—> Litill sveitabær sem Ingvar hefur búið til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.