Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1984, Page 20
Rannsóknarlögreglumennirnir, Tom Maloney og Tom Basinki, vinna
að rannsókn málsins. Á töflunni fyrir aftan þá er uppdráttur af morðstaðn-
um.
DV. LAUGARDAGUR17. MARS1984.
Skikli
Bay breiðgatan í Chula Vista var
mannlaus og eyðileg, en þau lýsing-
arorð eru sjaldan notuö um breið-
------stræti borga í Kalifomíu. Skammt
fyrir austan þá breiðgötu er Inter-
state 5, sem liggur í gegnum endi-
langt Kalifomíufylki.
Þaö var um klukkan eitt eftir miö-
nætti sem Dick Coulson lögreglu-
maður ók bíl sínum eftir Bay breiö-
götunni hinn 22. október 1982. Hann
var þreyttur eftir mikla vinnu og
ákvað að koma við í verslun í
grenndinni, sem opin var allan sólar-
hringinn, til að kaupa sér appelsínu-
safa. Hann ók áfram eftir breiðgöt-
unni í áttina að versluninni. A leið-
inni tók hann eftir gulum leigubíl,
sem lagt hafði verið á auöu svæði,
um 20 metrum utan við veginn. I
fyrstunni vakti þetta ekki sérstaka
athygli hans og hann ók framhjá.En
svo fékk hann bakþanka og ákvað að
athuga þetta frekar.
Leigubílstjórar eru vanir að
leggja bílum sínum utan við vegina
eða á bílastæðum til að hvíla sig,
drekka kaffið sitt eða spjalla viö aðra
bílstjóra. En af öryggisástæðum
eru þeir þó alltaf á fjölförnum stöð-
um þar sem vel sést til þeirra. Það
var óvanalegt að sjá leigubíl standa
svo langt utan vegar.
Coulson beindi bílljósunum að
leigubílnum og gekk síðan út með
ljóskastara. Ur fjarlægð greindi
hann að maður sat í farþegasætinu
frammi í bílnum, en enginn var í bíl-
stjórasætinu. Þegar Coulson beindi
ljósgeislanum í andlit mannsins
sýndi hann engin viðbrögð. Hann
gekk þá nær og gerði skarkala með
þvi aö sparka í stuðara bílsins. Engin
hreyfing. Hann gekk upp að fram-
hurðinni og beindi ljósinu beint inn í
bílinn. Þá fyrst sá hann hvers kyns
var og hann tók andköf af hryllingi.
Morð
I farþegasætinu sat maöur með
höfuðið aftur, blóðugur í andliti og
föt hans rifin og alblóðug. Coulson
opnaði bílhurðina og þreifaöi eftir
púlsinum. Þaö tók hann ekki langan
tíma að komast að því að það var
enginn púls lengur.
Coulson hljóp aftur að bíl sínum
og kallaði á aöstoö í gegnum talstöð-
ina. Nokkrum mínútum síðar hringdi
síminn á náttborði mínu, en ég heiti
Tom Basinski rannsóknarlögreglu-
maöur. Eg ætla nú að greina frá mín-
um þætti í þessu máli.
Konan mín gerir oft grín að mér
fy rir það að raða öllum fötum mínum
og þeim hlutum sem fylgja starfinu á
einn stað áður en ég fer að sofa. En
ég geri þetta til þess að þurfa ekki aö
fara að leita að þessu hér og þar um
íbúöina í daufri morgunskímunni ef
ég þarf að hlaupa fyrirvaralítið út
snemma morguns eöa að nóttu til.
Þetta kemur líka í veg fyrir að
maöur þurfi að standa eins og glópur
um miðja nótt og reyna að rif ja upp
fyrir sér, illa vaknaöur, hvar maður
lagði þessa hluti frá sér.
Síminn hringdi nákvæmlega 8
mínútur yfir eitt þessa nótt. Lög-
reglumaðurinn á skiptiborði lögregl-
unnar sagði mér að leigubílstjóri
hefði verið myrtur. Hann gaf mér
upp staösetninguna og ég gekk úr
skugga um það aö allir aðstoðar-
menn mínir hefðu verið ræstir út
líka.
Á leiðinni til lögreglustöðvarinnar
varð mér hugsað til þess að mál sem
varöa rán eða morð á leigubílstjór-
um eru alltaf þau sem erfiðast er að
leysa. Þar eru aldrei neinir sjónar-
vottar, fingraför hundraða manna
eru út um allan bíl og ræningjamir
eru aldrei til á myndböndum eins og
þegar rán eru framin í bönkum eða
stórverslunum.
Þegar ég og félagi minn, Tom
Maloney, komum á vettvang sáum
viö að Coulson hafði strengt reipi
umhverfis morðstaðinn til aö halda
forvitnum frá. Leigubíllinn stóð á
svæði sem var allt eitt moldarflag og
því líklegt að hægt væri að greina þar
fótspor moröingjans. Eg bað því einn
af sérfræöingum okkar að ljósmynda
allt svæðið af ýtrustu nákvæmni.
Eftir að því verki var lokiö gengum
við hinir inn á svæðið og hófum okkar
starf.
Skriðið í leit
að vísbendingum
Við sáum að líkiö var af suður-
amerískum manni og í vasa hans
fundum við persónuskilríki sem stað-
festu að hann væri Rodrigo Chaves,
43 ára. Hann hafði greinilega látist
fyrir nokkrum stundum. Það vakti
undrun okkar að hendur hans voru
handjámaðar fyrir aftan bak en sá
sem það gerði hafði þó augljóslega
ekki lært tæknina af vörðum laganna
því lófarnir sneru saman. Bíllyklam-
ir vom enn í kveikjulásnum og gjald-
mælirinn gekk enn.Gjaldið var orðið
72,03 dollarar, við skráðum það
niður ef það gæti komið okkur aö
gagni. I veski sem var í vasa innan á
buxunum fundum við 324 dollara í
reiðufé.
Við létum líkskoðarana fjarlægja
líkiö og hófum rannsókn okkar á bíln-
um. Hann var fyrst fluttur í bílskúr
tæknideildarinnar. Síðan hóf flokkur
lögreglumanna að kanna svæðið
nákvæmlega. Áhorfandi sem ekki
vissi hvað um væri að vera myndi
áætla að þarna væra á feröinni
áhugasamir fornleifafræöingar þar
sem við skriðum á fjórum fótum í
drallunni. En með þessu móti
fundum við greinileg fótspor sem
lágu frá staðnum þar sem bíllinn
hafði staðið. Við mældum lengdina á
milli þeirra, stærð þeirra, tókum af
þeim Ijósmyndir og gerðum af þeim
nákvæmar teikningar. Okkur virtist
sem þau væra eftir einhvers konar
strigaskó.
Lik leigubilstjórans, Rodrigo Chaves, fannst i bilnum utan vegar. Bílstjórinn hafði verið handjárnaður og
stungsnn til bana með hnífi.
Lítil sönnunargögn
Við lukum rannsókninni á morö-
staðnum rétt fyrir sólarupprás. Þá
fórum viö nokkrir í líkhúsið til að
fylgjast með krufningunni. Það er að
vísu ekki minn uppáhaldsstaður en
ég hef komist aö því að með því aö
fylgjast með líkskoöun getur maður
komist að mikilsverðum upplýsing-
um sem ekki koma fram í krafn-
ingarskýrslu. Það kom í ljós að leigu-
bílstjórinn hafði verið stunginn með
hnífi með 20 sentímetra löngu blaöi. I
líkama hans voru 13 hnífstungur. Svo
virtist sem Rodrigo Chaves hefði
verið rólegur í handjárnunum allan
tímann og jafnvel eftir að farið var
að stinga hann með hnífnum. Eg get
mér þess til að hann hafi haldiö að
morðinginn ætlaði aðeins að fremja
rán. Sjálfur var hann með megnið af
peningum sínum í vasa innan á
buxunum sem morðinginn hafði ekki
fundið og hafði því ástæðu til að kæt-
ast ögn þótt einhverju hefði verið
stolið. En niðurstaðan varð þó dapur-
legri en hann átti von á.
eftir á
morðstað
skósólann